Morgunblaðið - 30.01.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980
15
Hneyksli innan samtaka flutningaverkafólks í Svíþjóð:
Formanni og varafor-
manni vikiö úr embætti
Stokkhólmi — 29. janúar — AP.
STJÓRN samtaka flutninga-
verkamanna samþykkti eftir 18
klukkustunda fund að víkja
formanni og varaformanni sam-
takanna úr embætti vegna
meintra skattsvika.
Formanninum, Hans Ericson,
og varaformanninum, Alvar Aas-
lund, er gefið að sök að hafa falsað
reikninga um ferðakostnað á ár-
unum 1973—1977 og þannig svikið
út miklar fjárhæðir sem þeir hafi
ekki greitt skatta af. Um það bil
25 starfsmönnum samtakanna er
gefið að sök að hafa stundað
samsvarandi fjárdrátt.
I tilkynningu samtakanna í dag
sagði, að brottvikning Ericsons og
Aaslund væri ill nauðsyn í fram-
haldi af uppljóstrunum um meint
fjármálamisferli innan samtak-
anna. Aaslund hefur ákveðið að
áfrýja ákvörðuninni til ársþings
samtakanna, sem hefur úrslita-
vald, . en ekki er vitað hvort
Ericson gerir það einnig.
Ósló. Washington
Rómaborg. London. 29. janúar. AP.
TALSMENN Ólympiunefndar og
íþróttasambands Noregs sögðu í
dag að erfitt yrði að samþykkja, að
sent yrði lið norskra íþróttamanna
á Ólympíuleikana í Moskvu. Væri
það niðurstaða viðræðna við full-
trúa allra 36 sérgreinasambanda
innan norska íþróttasambandsins.
ólympíunefndin tæki úr því sem
komið væri ekki afstöðu til þess
hvort íþróttamenn yrðu sendir eða
ekki fyrr en eftir fund Alþjóða
Ólympiunefndarinnar i Lake
Piacid í næsta mánuði, en þó fyrir
15. mai næstkomandi. þegar frestur
til að tilkynna þátttöku rennur út.
I sameiginlegri tilkynningu Ól-
ympíunefndarinnar og samband-
MacArthur þáði hálfa
milljón dollara að gjöf
frá Filipseyjaforseta
Boston. Massachusetts. 29. jan. AP.
SAGNFRÆÐINGUR við Boston
College skýrði frá því í dag, að
Douglas MacArthur hershöfðingi
hefði skömmu fyrir innrás Jap-
ana á Corrigedoreyju 1942, þegið
hálfa milljón Bandarikjadala að
gjöf frá þávcrandi forseta Filips-
eyja, Manuel Quezon.
3. janúar 1942 hefði forsetinn,
sem þá var heilsutæpur, gefið út
gjafabréf fyrir gjöfinni, og hefði
þremur aðstoðarmönnum hers-
höfðingjans verið gefnir 140,000
dollarar að auki. Samkvæmt
bandarískum herlögum hefði gjöf-
in verið ólögmæt, en Roosevelt
forseta og Henry Stimson stríðs-
málaráðherra hefði verið kunnugt
um hana, samkvæmt bréfi stríðs-
málaráðuneytisins til Chase
Manhattan-banka, sem sagnfræð-
ingurinn komst yfir í opinberum
skjölum.
Sagnfræðingurinn fann gjafa-
bréf Filipseyjaforseta á skjala-
safni, og sagði þar að gjöfin væri
gefin „vegna framúrskarandi að-
stoðar við Samveldið Filipseyjar".
Quezon forseti og fjölskylda hans
flýðu til Bandaríkjanna um borð í
bandarískum kafbáti rétt fyrir
innrás Japana og þar lézt forsetinn
tveimur árum seinna.
anna sagði, að megnrar andúðar
gætti í Noregi á innrás Sovétmanna
í‘ Afganistan og handtöku Sakh-
arovs. Ef ástandið í Sovétríkjunum
breyttist ekki til muna yrði það erfið
ákvörðun að samþykkja þátttöku
norskra íþróttamanna í leiknum.
Forsetar Ólympíunefnda ríkja
Efnahagsbandalagsins (EBE) og ef
til vill fulltrúar frá 5—6 Evrópuríkj-
um til viðbótar, koma saman í
Frankfurt í lok vikunnar, þar sem
kannað verður hvort hægt er að
mynda sameiginlega afstöðu til Ól-
ympíuleikanna í Moskvu. Franco
Carraro, forseti Ólympíunefndar
Italíu, en hann er hlynntur þátttöku
í leikunum og að ekki verði blandað
saman íþróttum og stjórnmálum,
sagði að illt væri ef Evrópuríki yrðu
sundruð í afstöðunni til þátttöku í
Ólympíuleikunum í Moskvu.
Nefnd sú innan öldungadeildar
Bandaríkjaþings samþykkti í gær-
kvöldi með 14 samhljóða atkvæðum
áskorun til bandarískra íþrótta-
manna og áhugafólks um íþróttir að
fara ekki til Ólympíuleikanna í
Moskvu, haldi Alþjóða Ólympíu-
nefndin við fyrri ákvarðanir um að
leikarnir fari þar fram.
Brezka fjölbragðaglímusambandið
samþykkti í dag að senda íþrótta-
menn til Ólympíuleikanna, en að
þeir mættu hvorki til setningar —
eða lokaathafnar leikanna í mót-
mælaskyni við innrás Sovétmanna í
Afganistan.
Þetta gerðist
1972 — Pakistan fer úr brezka
samveidinu.
1967 — Podgorny, forseti Rússa,
gengur á fund Páls páfa.
1965 — Útför Churchills.
1%4 — Nguyen Khanh hers-
höfðingi tekur völdin í Saigon.
1948 — Mahatma Gandhi ráðinn
af dögum í Nýju Delhi.
1943 — Rússar gersigra þýzka
herinn við Stalíngrad.
1941 — Hersveitir Wavells taka
Derna og sækja til Benghazi.
1933 — Adolf Hitler skipaður
kanzlari Þýzkalands.
1915 — Fyrsta kafbátaárás
Þjóðverja án viðvörunar út af Le
Havre.
1902 — Bretar gera samning við
Japani með ákvæðum um sjálf-
stæði Kína og Kóreu.
1875 — Lýðveldisstjórnarskrá
samþykkt í Frakklandi með eins
atkvæðis mun.
1840 — Kínakeisari bannar alla
verzlun við Breta.
1835 — Misheppnað banatilræði
við Andrew Jackson forseta —
fyrsta tilraun til að ráða banda-
rískan forseta af dögum.
1649 — Karl I Englandskonung-
ur hálshöggvinn.
1648 — Friðarsamningur Spán-
verja og Hollendinga í Múnster.
1641 — Svíar ráðast á Regens-
burg og Ferdinand keisari III
sleppur naumlega = Portúgalar
láta Malakka af hendi við Hoi-
lendinga.
1522 — Lýbikkumenn segja
Dönum stríð á hendur og leggja
Borgundarhólm í eyði.
Aímæli — W.S. Landor, brezkur
rithöfundur (1775-1864) = F.H.
Bradley, brezkur heimspekingur
(1846—1924) = Franklin Delano
Roosevelt, bandarískur forseti
(1882-1945) = Vanessa Red-
grave, brezk leikkona (1937-).
Andiát — 1888 Edward Lear,
Talsmaður norsku Qlympmnefndariimar:
Erfitt að samþykkja þátt-
töku norskra íþróttamanna
Veður
Akureyri -10 skýjað
Amsterdam 3 skýjaö
Aþena 10 heiðskírt
Barcelona 13 þokumóða
Berlín -4 heiðskírt
Brússel 6 þokumóða
Chicago 11 skýjaö
Dublin -9 skýjað
Feneyjar 3 léttskýjað
Frankfurt 0 skýjaö
Genf 5 heiðskírt
Helsinki -7 snjókoma
Jerúsalem 10 skýjað
Jóhannesarborg 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 0 snjókoma
Las Palmas 19 lóttskýjaö
Lissabcn 18 heiðskírt
London 6 skýjað
Los Angeles 15 rigning
Madrid 16 skýjað
Malaga 15 hólfskýjað
Mallorca vantar
Miami 24 skýjað
Moskva -18 heiöskirt
New York 1 heiðskírt
Ósló -6 skýjað
París 5 léttskýjað
Reykjavík 1 skýjað
Rk> de Janeiro 30 skýjað
Rómaborg 11 skýjad
Stokkhólmur -9 skýjað
Tel Aviv 17 skýjað
Tókýó 11 skýjaö
Vancouver -1 skýjað
Vinarborg -3 skýjað
ALIVILL
SLÁST í
TEHERAN
Bomhay. 29. janúar, AP.
MUHAMMAD Ali. fyrrum heims-
meistari í hnefaleikum. segist vera
fús til að keppa við núvcrandi
heimsmeistara í Teheran ef það
megi verða til að gíslarnir i banda-
ríska sendiráðinu þar verði látnir
lausir.
Ali sagði, að taka gíslanna væri í
mótsögn við boðskap múhameðstrú-
ar. Gíslarnir hafa verið í haldi í um
þrjá mánuði.
Gull hækkar
London — 29. janúar — AP.
VERÐ á gulli var nokkuð óstöð-
ugt á gjaldeyrismörkuðum í Evr-
ópu i dag, en við lok viðskipta
hafði únsan þó hækkað um rúma
20 dollara.
Seldist únsan á 645 dollara i
upphafi viðskipta í London, en
hækkaði fljótt í 665 dollara. í
Zúrich kostaði gullið 668 dollara.
Staða dollarans breyttist lítið
gagnvart helztu gjaldmiðlum.
21 saknað eftir
árekstur skipa
St. PetersburK. 29. janúar. AP.
KA^ARAR fundu í dag lík fjög-
urra manna af áhöfn handariska
strandgæzluskipsins Blackthorn,
sem brotnaði í tvennt og sökk eftir
árekstur við olíuskipið Capricorn í
mynni Tampaflóa í gærkvöldi.
Saknað er 21 manns úr áhöfn
strandgæzluskipsins og er óttast
að þeir hafi allir farist, en af
áhöfninni björgðust 128 manns.
Engin slys urðu á áhöfn olíu-
skipsins, og ekki kom Ieki að
skipinu en það strandaði skömmu
eftir áreksturinn. Skipið er 176
metra langt.
Einn úr áhöfn strandgæzluskips-
ins sagði, að bjalla, sem gæfi til
kynna árekstrarhættu, hefði farið
af stað um borð í skipinu og að
áreksturinn hefði orðið í mesta lagi
fimm sekúndum seinna. Hann sagði
að ekkert svigrúm hefði verið til að
varpa út björgunarbátum, skipið
hefði sokkið strax eftir áreksturinn.
Þeir sem komust af hefðu bjargað
sér á sundi.
rithöfundur = 1948 Orville
Wright, flugmaður = 1963 Fran-
cis Poulenc, tónskáld
Innlent — 1835 Fyrsti árgangur
„Fjölnis" = 1897 Iðnó vígt = 1959
Lög um niðurfærslu gefin út =
1962 Þrír fórust í Látraröst =
1877 f. Sigfús Einarsson tón-
skáld.
Orð dagsins — Grunnhyggnir
menn trúa á heppni — Ralph
Waldo Emerson, bandarískur
rithöfundur (1803—1882).
Durante
er látinn
Hollywood, 29. janúar. AP.
NEFSTÓRI grínistinn Jimmy
Durante lézt á sjúkrahúsi í Santa
Monica í dag, 86 ára að aldri.
Durante þjáðist af lungnabólgu.
ERLENT
High Fidelity
Hljómgæði í sjónvarpsútsendingu í dag eru
ekki eins góð og þau gætu verið. Sjónvarpsstöðvar
senda ekki ennþá út HiFi hljóð og margar gerðir
sjónvarpstækja vantar hljóðflutningskerfi sem ná
fullkomnum hljómgæðum. Hljóðhluti nýja K12
tækisins notar bassa-reflex hátalarakerfi með
bassa-keilu fyrir lágu tónana og hátóna-keilu fyrir
hátónana.
Þegar útsendingar á HiFi hef jast, er fyrir hendi
í tækinu kraftmikill magnari sem skilar til
hlustenda hámarksgæðum.
Philips með eölilegum litum
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 —15655