Morgunblaðið - 30.01.1980, Side 25

Morgunblaðið - 30.01.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980 25 fclk í fréttum Fight back Hataðasta andlitið + Við sögðum frá því hér fyrir skömmu að nú væri hægt að fá í byssubúðum vestur i Ameriku Khomeiniskotskífur. Nú hafa auglýsingamenn þar vestra, sem búa til vegaskilti meðfram þjóðvegum. fundið leið til þess að vekja almenning til umhugsunar um nauðsyn þess að þjóðin spari orkuna. Nota þeir tii þess andlitsmynd af „hataðasta andlitinu i Bandaríkjunum" — mynd af Ayatollah Ruhollah Khomeini, eins og stendur í textanum með þessari AP-fréttamynd. — Slík skilti hafa undanfarið sprottið upp í San Francisco og út um allar sveitir norðanverðrar Kaliforniu likt og gorkúlur á haug. — Almenningur er hvatt- ur til að hefja GAGNSÓKN! - Aka ekki bilum sínum hraðar en 55 mílur — spara orkuna. — bað segir að þessi orkusparn- aðar-hernaður hafi borið um- talsverðan árangur. Jarðarför í Belfast Enn tíðinda- laust á Sardiníu + Enn situr allt við sama suður á Sardiniu i mann- ránsmálinu, en mannræn- ingjar þar á eyjunni rændu brezkri fjölskyldu þar í sumar er leið. Enn eru mæðgurnar í haldi, kona Rolfs Schilds og 14 ára gömul dóttir hans. Heimilisfaðirinn hefur haft samband við mann- ræningjana. Hefur hann verið önnum kafinn við að mæta kröfum þeirra um lausnargjald fyrir mæðg- urnar. Um skeið, síðsum- ars, taldi hann sifelld blaðaskrif um málið skaða allar tilraunir sínar til þess að komast að sam- komulagi við mannræn- ingjana. Bað hann marga blaðamenn, sem komnir voru til eyjarinnar til þess að fylgjast með framvindu málsins, um að fara heim aftur. Munu fjölmiðlar hafa orðið við þessari ósk mannsins. Nú segir frá því í blöðum, að um miðj- an þennan mánuð hafi Rolf Schilds enn orðið að fara heim til Bretlands, enn einu sinni hafi slitnað upp úr samningunum við mannræningjana, en þeir krefjast nú 2—5 milljarða isl. króna i lausnargjald fyrir mæðgurnar. + Þessi mynd er tekin fyrir skömmu i Belfast á írlandi er þar fór fram útför frú Maguire. Það er eiginmaður hennar, Jackie Maguire, sem hér er einn likmannanna. Litli drengurinn sem gengur á eftir kistunni er sonur þeirra hjóna, Mark, 10 ára. Þau hjónin og þá einkum hin látna eiginkona, sem var 34 ára, var mjög i sviðsljósinu ofbeldisfregnanna frá Belfast á árinu 1976. — í þeim stöðugu átökum sem eiga sér stað i borginni, gerðist það einn dag- inn að hryðjuverkamenn sem voru akandi í bil drápu þrjú börn þeirra hjóna. — Friðar- samtök kvenna i Belfast voru þá stofnuð uppúr því. — Og á árinu 1976 hlutu þessi samtök Friðarverðlaun Nóbels. — Þau munu nú að mestu tilheyra iiðinni tíð. — En svo gerðist það 21. janúar síðastliðinn að frú Maguire fannst látin á heimili sínu í Belfast. Voru áverkar á likinu, skurður á hálsi og púlsinn skorinn. Orkusamvinna Dana og Norðmanna dregst Ósló, 28. janúar. AP. RAUNHÆFAR viðræður uiti aukna orkusamvinnu við Dani geta ekki hafizt fyrr en í árslok 1980 eða ársbyrjun 1981 að sögn Bjartmar Gjerde orkuráð- herra í gær, Hann staðfesti að orkumál hefðu verið á dagskrá óformlegra viðræðna forsætisráðherranna Odvar Nordlis og Anker Jörgen- sens í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. En hann kvaðst ekkert vita um nýjar orkuviðræður sem væru fyrirhugaðar í næstu viku og sagði að engar formlegar áætlanir lægju fyrir um slíka aukna sam- vinnu eins og greint hefði verið frá í danska blaðinu Aktuelt. Sérfræðingar í orkumálum hafa áður lýst því yfir að taka muni einn eða tvo áratugi að undirbúa sameiginlegt skandinaviskt gas- dreifingarkerfi með þátttöku Dana, Svía og Norðmanna. Svíar hafa einnig áhuga á jarðgasi úr Norðursjó, en hafa ekkert dreif- ingarkerfi. Loksins snjóar Lake Placid, 28. janúar. AP. OFANSNJÓR var í Lake Placid í gær, sunnudag, og var tími til kominn, þar sem óttast var að ella kynni illa að fara fyrir Vetrarólympíuleikunum, sem hefjast í borginni eftir rúmar tvær vikur. Aö innan algjörlega fullbúin, setustofa, borðstofa, 2 svefnherb., eldhús með öllum búnaði, baðherbergi m. vatnsklósetti og sturtu, öll húsögn í öllum herb. Aö utan klætt með áli, byggt á stálgrind, lengd 7,50—10 metrar. Breidd 3 metrar, þyngd 1500 kg. til 2500 kg. Auðvelt að flytja á vörubfl hvert á land sem er. Verðin eru ca. frá 5 til 9 milljónir. Húsin verða eingöngu flutt inn gegn staöfestum pöntunum. Gísli Jónsson & Co h.f. Sundaborg, sími 86644. Sumarhus

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.