Morgunblaðið - 02.02.1980, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980
„Þráfaldlega þekkti
ég verri bullur“
Lelkllst
Leikfélag Akureyrar:
PÚNTILA BÓNDI OG MATTI
VINNUMAÐUR
Alþýðuleikur eftir Bertolt
Brecht.
Tónlist: Paul Dessau
Þýðandi: Þorsteinn Þorsteins-
son
Ljóðaþýðingar: Þorgeir Þor-
geirsson og Guðmundur Sig-
urðsson
Leikmynd og leikstjórn: Hall-
mar Sigurðsson.
Þær bækur, sem hæst hefur
borið á íslenskum bókmennta-
himni að undanförnu, leiða
ótvírætt í ljós, að bernska skálda
og rithöfunda marka djúp spor
margþættra áhrifa í list þeirra,
ekki síst þegar hún hefur náð
mestum þroska og fyllingu. Þar
nægir að minnast á tvö næsta
ólík skáldverk, sem út komu á
síðustu bókavertíð, Undir kal-
stjörnu eftir Sigurð A. Magnúss-
on og ljóðabók Kristjáns frá
Djúpalæk, Punkta í mynd. Þetta
er þó engan veginn spánný
uppgötvun, enda dæmi um gildi
bernskuáhrifanna mýmörg í
heimsbókmenntunum. Hins veg-
ar hafa bókmenntafræðingar
löngum bent á þýska skáldið
Bertold Brecht sem undantekn-
ingu frá þessari reglu. Hann
sneri snemma baki við því
trausta forstjóraheimili í Augs-
burg, sem veitti honum öruggt
uppeldi við bestu kjör. Það
kemur glöggt fram í ljóði, sem er
eitthvað á þessa leið í ófullkom-
inni endursögn:
— Ék «x upp som sonur
pfnafólks. Foreldrar mínir hundu
kröfu um háls mér og ólu mÍK upp
í þcim skoröum aö vera þjónaö
«K kenndu mér listina aö skipa fyrir.
En þe«ar ck íullorðnaðist ok skymfndist
betur um kærði ók mi« ekki um fólk af
mínum stÍKum hvorki um að skipa fyrir
eða njóta þjónustu ok ók yfirjíaf stétt mína
OK Kckk í lið með fátæklingum.—
Þannig lýsti Brecht afstöðu
sinni til bernskuumhverfisins og
sú lýsing virðist gefin af heilum
hug, þótt hann héldi tryggð við
fleiri þægindavenjur af borgara-
legum toga, en voru samrýman-
legar þeirri róttæku stefnu, sem
eftir BOLLA
GÚSTAFSSON
hann aðhylltist. Raunar skýrir
uppruninn og þessi einarða við-
leitni skáldsins, að snúa við
honum baki, þá furðulegu til-
hneigingu, sem Jón Viðar Jóns-
son bendir réttilega á í ágætri
leikskrárgrein, „að lifandi og
liðnum hefur honum tekist að
gera jafnt andstæðinga sína sem
aðdáendur hlægilega." Brecht
hefði að líkindum ekki gengið
laus, ef hann hefði dvalið með
marxiskum bræðrum í Moskvu-
borg um þessar mundir, þrátt
fyrir ýmsa áróðursleiki hans og
lofkvæði til kommúnismans
forðum. Hins vegar er það ennþá
brennandi spurning, sem trúir
aðdáendur hans glíma við að
svara, hvort sá arfur, sem hann
skildi eftir sig, er mikilvægari
fyrir hugmyndafræðileg eða
listræn svið. Jón Viðar bendir á
það, „að undir lok ævi sinnar
hafi honum eflaust verið ljóst,
að sósíalisminn hefði aðeins fætt
af sér nýja ógnarstjórn. En hann
var þá of flæktur í átök og
þversagnir aldarinnar til að geta
dregið í land. Hann var mjög
mikið barn síns tíma, það er
mesti kostur hans og versta
takmörkun." Hér er ekki ástæða
til þess að velta vöngum yfir
þeirri þungu þraut, þegar fjallað
er um sýningu Leikfélags Akur-
eyrar á Púntila bónda og Matta
vinnumanni. Leikritið skrifaði
Brecht á langri útlegðarför
sinni, er hann var kominn til
Finnlands frá Danmörku árið
1940. Þótt dvöl hans yrði
skemmri í Finnlandi en annars-
staðar, aðeins rúmt ár, þá urðu
áhrif þeirrar dvalar kveikja að
verkinu, sem hann byggði á
sögum og hálfgerðu leikriti eftir.
Hellu Wuolijoki. í Púntila og
Matta kemur fram sú ákveðna
viðleitni Brechts, að halda
áhorfendum í nokkurri fjarlægð,
svo að þeir gleymi sér ekki og
komist í of sterkt tilfinningalegt
samband við leikarana á sviðinu.
Áhorfandinn má aldrei hrífast
með, svo hann gleymi hvorki
sjálfum sér né hlutverki sínu
sem gagnrýninn könnuður, því
þá lamast viljinn til viðbragða
og verkið glatar vekjandi til-
Þráinn Karlsson (Matti) og Theódór Júliusson (Púntila)
Þráinn Karlsson (Matti) og Svanhildur Jóhannesdóttir (Eva).
gangi sínum. Þess vegna kemur
fram sögumaður á milli atriða,
er notar spjöld og áletranir, sem
eiga sífellt að minna á það, að
leikhúsið er ekki veruleikinn. í
þessari sýningu er förðun leik-
ara einnig með þeim hætti, að
hún minnir fremur á grímur,
sem engum eiga að dyljast.
Ungur leikstóri, Hallmar Sig-
urðsson, hefur sett Púntila og
Matta á svið á Akureyri. Er
þetta fyrsta verkefni sem hann
tekst á hendur eftir heimkomu
til íslands, en hann hefur stund-
að nám í leikhússfræðum, list
fræði og leikstórn í Stokkhólmi
undanfarin sjö ár. Augljóst er,
að Hallmar hefur lagt mikla
alúð við þessa sýningu og reynt
að halda fast utan um hana, því
ópneitanlega eru ótal hættur á
langri leið (rúmlega þriggja
tíma ferð), sem geta raskað
heildarsvipnum, enda atriði fjöl-
mörg og skiptingar eftir því.
Ekki er sanngjarnt að telja
samviskusemi til ókosta, en eigi
að síður virðist mér sem hún
hafi í þessu tilviki bitnað nokkuð
á takti sýningarinnar. Hann er
lítið eitt skrykkjóttur með köfl-
um, skriðið virðist of hægt
framan af. En hafa ber í huga,
að ungur maður tekst hér á
hendur verkefni, sem hann
gjörþekkir, en verður að leysa af
hendi við harla ólíkar aðstæður
og hann hefur vanist, með mis-
vönum leikurum, sem hann hef-
í dag
Vegna mikillar aösóknar síöast liöna helgi
veröur nýi salurinn opinn
í dag og á morgun kl. 13—18.
Sýndar verða flestar 1980 árgeröir Chevrolet.
Enn hefur tekist aö fá verðlækkun á Malibu 1979.
Þeir voru aö koma til landsins.
Nokkrum óráöstafaö enn.
by General Motors
CHEVROLET
PONTIAC
0LDSM06ILE
BUICK
CAOLLAC
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
/