Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 11 ur aldrei starfað með. Víst er ástæða til að óska honum til hamingju með ágætan árangur. Þótt tónlist Paul Dessau sé sjálfsagt ágæt, þá virtist mér hún ekki nauðsynleg í jafn ríkurri mæli og þarna. Hefði jafnvel farið betur á að lesa ljóðabálkinn, sem tengir atriðin, líkt og gert er við formála og eftirmála, sem eru og í bundnu máli. Leikstjórinn hefur gert leikmynd, trausta, einfalda og snjalla, í fyllsta samræmi við anda leikritsins. Hlutverk eru rúmlega tuttugu og misjafnlega veigamikil. Fara sumir leikaranna með fleira en eitt hlutverk. Theodór Júlíusson leikur Púntila gósseiganda með firnamiklum tilþrifum. Skortir hann ekki líkamlegt atgjörvi til átaka og hinn fyrirferðarmikla, hjartahlýja og drukkna Púntila leikur hann af þrótti og nokkurri innlifun, enda skortir ekki fyrir- myndir í íslenskum drykkjukúlt- úr. Umskiptin, þegar rennur af gósseigandanum og hann verður á ný hinn harði og miskunnar- lausi kúgari og kapítalisti, tak- ast nokkuð vel og að öllu sam- anlögðu verður hlutur Theodórs góður. Matta Altonen leikur Þráinn Karlsson af öryggi og hlýju. Hann er sannur Matti frá upphafi til enda, samgróinn snjáðum leðurjakka og götóttum sokkum, fullur réttlætiskenndar og baráttuvilja, sem eiga við ofurefli að etja. Þráinn er ein styrkasta stoð Leikfélags Akur- eyrar og það er löngu orðið ljóst, að þar fer mikilhæfur leikari. Leikhús, sem hefur á að skipa slíkum listamönnum, má ekki búa við jafn þröng kjör og verið hefur til þessa, ef því á að haldast á starfskröftum, sem gera því fært að rísa undir nafni. Samleikur Þráins og Svanhildar Jóhannesdóttur, í hlutverki Evu dóttur Púntila, er með ágætum. Svanhildi bregst ekki bogalistin fremur en endranær og sýnir þetta duttlungafulla dekurbarn á sannferðugan hátt. Það þarf sterk bein til þess að standast þá raun í litlu samfélagi, að leika hvert aðalhlutverkið á fætur öðru, án þess að fatast flug eða beinlínis að fara í fínu taugarn- ar á leikhússgestum, en hjá þeim skerjum hefur þeim Svanhildi og Þráni tekist að þræða. Gestur Jónasson leikur skoplegan upp- skafning og yfirborðsmann fim- lega og áreynslulaust. Bjarni Steingrímsson fær ekki ennþá tækifæri til þess að gera meira, en fylla upp í mynd, sem hann leysir lýtalaust og eðlilega af hendi í hlutverki drykkfellds dómara. Er orðið tímabært, að hann hvíli einhvern, sem þarf að safna kröftum. Viðar Eggertsson er hátíðlegur prófastur, ýktur, afkáralegur og hræddur siða- postuli eins og andstæðingar kirkjunnar ætlast til að þeir séu sýndir. Það er ógjörningur að gera almennilegan mann úr slíku skrípi, sem vegur salt á móti ofurdrambsömum og til- finningalausum málafærslu- manni, sem Jón Fr. Benónísson leikur með herptum svip og eintrjáningslegum hreyfingum eins og vera ber á þessum stað. Steinunn Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir, Sunna Borg, Þórey Aðal- steinsdóttir og Sigurveig Jóns- dóttir leika kærustur Púntila hressilega og setja það svipmót á sýninguna, sem ætlast er til. Arnheiður Ingimundardóttir og Sólveig Halldórsdóttir leika Lænu matráðskonu og Finnu stofustúlku svipléttar og af öryggi. Mikla kátínu vekja gerfi og ekki síður svipbrigði Sunnu Borg í hlutverki prófastsfrúar- innar, sem eru í fyllsta samræmi við hinn kátlega kennimann. Og rauði Súrkala, hinn gæfusnauði leiguliði, þarf lítið að segja, en hógværð og gæfuleysi hans sýnir Rangar Einarsson, er hann leiðir þrjú fátækleg börn inn á sviðið án þess að það hreyfi við tilfinn- ingum þess ódrukkna Púntila. Þar með eru allir taldir, sem fram koma í þessari myndarlegu sýningu á alþýðuleik Berthold Brecht um Púntila bónda og Matta vinnumann. Það var raun- ar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er hæstur, þegar L.A. valdi þetta verk, þótt það verði talið með betri leikritum, sem Brecht skrifaði rétt fyrir og á stríðsár- unum síðari. En umhverfi, að- stæður og andi í sveit finnska stórbóndans standa okkur ís- lendingum kannski nær, en í snilldarverkunum, ævi Galileis, Mutter Courage eða í Kákasíska krítarhringnum. Allt um það, Púntila og Matta var vel tekið á frumsýningu, það var mikið hlegið og klappað. Þeir félgar koma til með að létta lund margra á þorranum hér á norð- urslóð. V eruleikinn yrkir Undir stjórn Eriks Sönder- holm hefur Norræna húsið stuðl- að að heimsókn margra góða gesta. Þetta gildir ekki síst um rithöfunda og bókmenntamenn. Meðal fólks sem ekki er haldið annarlegum kenndum í garð norræns samstarfs er Norræna húsið og starfsemi þess metið að verðleikum. Þessir þankar verða ágengir þegar kemur á daginn að aðeins fáeinir menn láta það sig skipta að danska skáldið Erik Stinus gistir Norræna húsið. Á þriðjudaginn flutti hann dagskrá sem hann kallar Rejse pá jorden, en það sem hefur mótað skáldskap hans hvað mest eru ferðalög til fjarlægra landa og kynni af framandi fólki. Ungur heyrði Erik Stinus (f. 1930) sjómenn og aðra tala um hvað væri leiðinlegt á Indlandi og víðar. Á Indlandi gerist ekki neitt, ekki heldur á Sri Lanka eða í Pakistan. Reykjavík er leiðinleg borg, þar gerist heldur ekki neitt, sögðu menn í Kaupmannahöfn. Það var fróðlegt að hlusta á erindi Eriks Stinus í Norræna húsinu. Hann sagði frá ferðalög- um sínum um heiminn og hvernig hann komst að því að fólk hafði rangt fyrir sér þegar það var að lýsa Indlandi og fleiri löndum. Skáldskapur hans varð hluti dag- legs lífs og reynslu manna í nýju umhverfi. í bókum sínum hefur hann gerst málsvari undirokaðra í þróunarlöndunum svokölluðu og látið margt gott af sér leiða með þbendingum sínum um það sem honum þykir miður fara í þessum löndum. Ljóð Eriks Stinus eru yfirleitt félagslegs eðlis, tæki skáldsins til að átta sig á samtíma sínum og fá aðra til að íhuga vandamál sem virðast órafjarri velferðarríkjum, en eru þó hluti af lífi okkar og tilveru. Kannski eiga einmitt þessi vandamál eftir að verða hvað fyrirferðarmest í framtíðinni? Allt bendir til að svo verði. Nýjasta ljóðabók Eriks Stinus nefnist Jorden under himlen (útg. Erik Stinus. Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Gyldendal 1979), en fyrsta bók hans kom út 1958 og heitir Grænseland. Það var athyglisvert að heyra Erik Stinus segja frá því hvernig ljóð hans hafa smám saman orðið eins konar frásagnir, veruleikinn kringum hann hefur tekið að yrkja ljóð hans með nýjum hætti. Við höfum stundum kallað þetta opið ljóð á íslensku eða útleitið. Sum ljóð Eriks Stinus eru reyndar tækifærisljóð. Hann hefur verið beðinn að yrkja um viss efni fyrir útvarp og blöð og orðið við þeim óskum. Þótt þessi ljóð séu að vísu misjöfn að gæðum hlýtur það að gefa skoðunum manna gildi að þær séu túlkaðar í listrænu formi. Um það höfum við fjölmörg dæmi. í ljóði eins og til dæmis Dan- mark-Zimbabwe veltir skáldið því fyrir sér hvað dauðinn merki í raun og veru í frásögnum blaðanna af örlögum manna og baráttu úti í heimi: Hvor er döden i avisens beretning? Hvor i telefoninterviewet finder jag den? Og doden i parlamentarikerens forespörgsel til regeringen — hvor er den henne? Ilvor i skriften. i kahlet. i hoderne har dðden gemt sig? Er allting sá sikkert fordi det er dansk? spyr skáldið. I framhaldi af því rifjar hann upp sögu andófsmanna í Zimbabwe, dregur upp myndir af nafngreindum mönnum börðum og hlekkjuðum og myrtum vegna sannfæringar sinnar. Ljóðið verður áminning og ákall til þeirra sem flytja fólki fréttir um dauða, stríð og kúgun í ókunnum löndum. I Jorden under himlen eru ljóð sem ort eru til að veita innsýn í það sem er að gerast að baki hinna yfirborðslegu frétta sem við erum sífellt mötuð á. Að leiðarljósi hefur skáldið gagnrýna hugsun og mannlega afstöðu. Þetta eru ekki einungis pólitísk ljóð enda þurfum við ekki að vera sammála þeim. Mér þykir Erik Stinus vera boð- beri kærleika í mannlegum sam- skiptum og í þeim boðskap sínum er hann oft spámannlegur. Til að mynda í hinu langa ljóði sem hann flutti í Norræna húsinu: Herren udfylder tomheden i Kanaan. Það er biblíulegt ljóð, en segir frá hrikalegum staðreyndum okkar tíma: skyldu hermannsins sem ekki nær til hinna mannlegu þátta lífsins, er fyrst og fremst hlýðni. Daglega er þetta rifjað upp fyrir okkur, m.a. í hermdaverka- starfsemi ísraelsmanna og Araba. Á laugardaginn mun Erik Stin- us flytja erindi í Norræna húsinu og fjallar það um þróunarlöndin. Erindið kallar hann eftir sam- nefndri ferðabók sinni: De mægti- ges dörtrin (1969). afslattur a öllum plötum og kassettum Vegna flutninga á vörulager og breytinga höfum viö innkallaö allar eldri plötur og kassettur og seljum nú á rýmingarsölunni á mjög lágu verði. Allt plötur og kassettur, sem ekki veröa lengur til sölu í verzlunum, en engu aö síöur vandað og vinsælt efni. Barnaefni, kórsöngur, einsöngur, harmonikumúsik, gamanefni, popmúsik og mikiö af dans- og dægurlögum. Ódýrustu stóru plöturnar kosta aöeins kr. Rýmingarsalan er í 1000. VORUMARKAÐNUM Ármúla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.