Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 Þvar í sumar að leið, sem mér var bent á tvær aftaka- vitlausar greinar í Sjómannablaðinu Víkingi. Þær fjölluðu um sjókort og voru ritaðar af fiskifræðingi, eða svo skrifaði pilturinn sig, og er það trúlegt. Efnislega var óþarft að svara þess- um greinum. Öllum, sem eitthvað varðaði um þær, var ljóst, að þær voru samfelld della. Mér var þó skylt að leiðrétta stuttlega verstu rangfærsl- urnar, bæði af því að ég var sjókorta- og þá sérstaklega fiskikorta- málinu kunnugur og eins af því, að nafnið mitt lenti í grautnum hjá piltinum. Þetta hefur þó dregizt úr hömlu fyrir mér. Þeg- ar ég fór að krukka í greinarnar, varð mér á að skera dýpra en ég ætlaði og undir þessari smábólu reyndist falin þjóðarmeinsemd, sem stóð djúpt. Greinarefnið tók að vefjast fyrir mér. Ég hefði betur látið plást- ur á bóluna. Þjóðar- líkaminn er hvort eð er allur plástraður og öll mein grafast inn. Það vil ég taka ákveðið fram, að ég dæmi ekki piltinn sjálfan af grein- unum. Ungir menn óvitlausir skrifa tíðum vitlausar grein- ar, sé lundin bráð, penni við höndina og síðan nægjanlega mis- lukkaðir ritstjórar til að birta þær. í greinum hins unga fiskifræð- ings um sjókortin reyndust faldar tvær plágur íslenzks þjóðfé- lags: framhleypinn háskólaunglingur og tröllheimskur sér- fræðingur. Unglinga- plágan Það er normalt, að unglingar „uppgötvi" heiminn. Það gerist með hverri kynslóð af annarri. í gamla daga meðan sæmileg skikk- an var á unglingunum, var þeim sagt að halda sér saman með „uppgötvanir" sínar, þar til þeir hefðu litið í kringum sig, skildu sitthvað betur, og þá ekki sízt það, að heimurinn hafi orðið til nokkru á undan þeim sjálfum. Nú má fullorðið fólk þola, að unglingar leggi undir sig alla fjölmiðla með margvíslegar „uppgötvanir" sínar og er það nýjast dæma og mér tiltækast, að háskólaungviði er búið að uppgötva, að auðvelt sé að stilla saman tonnatölu íslenzka fiskiflotans og tonnatölu fisks í sjónum umhverfis landið og er mikið hissa á, að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. Marg- ur fullorðinn hefur lifað í þeirri von, að unglingarnir og þá einkum háskólaunglingarnir hlypu af sér hornin, eins og venja var flestra vandræðaunglinga hér aður fyrr, en einnig það er nú liðin tíð. Hníflarnir vaxa og verða að hrútshornum, sem unglingarnir beita ótæpilega á gamalféð, hrekja það af garðanum og ná sér í beztu tuggurnar og það er bætt við jötuna, ef hún hrekkur ekki til. Það var ljóta uppákoman hjá þjóðinni, loks þegar hún fékk frelsi, að lenda í þeirri villu að gera þjóðfélagið að tilraunaleik- fangi unglinga. Þótt gamlingjarnir taki þessu hljóðalaust, og ýta undir það margir hverjir, þá vita þeir vel, að hið unga fólk veit ekki nóg um þjóðlífið, þarfir þess og getu til þess að taka við allri stjórn um leið og það gengur frá prófborð- inu. En svona er nú þetta. Við höfum leyft unga fólkinu okkar að endavelta og stokka upp fyrirtæki og stofnanir og reyndar allt þjóð- félagið og sitjum nú í ruslahaugn- um og sjáum ekki útyfir hann. Sérfræðinga- fræðingar í skólamálum hafa haldið svo á þeim málum, að þar er ekki orðin heil brú í neinu, alger ringulreið, tilraun tekur við af tilraun. Það er þó verst, að það er engin trygging lengur fyrir því, að langskólamaður nái meðal- greind og sjá allir hvaða afleið- ingar það getur haft, þegar mönnum eru falin ábyrgðarstörf út á prófskírteinið eitt saman. Ég nefni ekki félagsfræðinga af ýmsu tagi. Þeir eru svo hrollvekj- andi umræðuefni. (Hvað er með- ferðarráðgjafi?) Sýnishornið Dæmi um það, sem að framan er sagt um unglinga- og sérfræð- ingapláguna, urðu mér, sem fyrr segir, greinar hins unga fiskifræð- ings. Þar er að finna frekju háskólaunglings og heimsku sér- fræðina. (Og svo er þétta máski hinn skikkanlegasti piltur og vel gefinn að auki, þótt svona takist til fyrir honum). Fiskifræðingur- inn segist hafa rannsakað sögu sjókorta hérlendis gaumgæfilega, og lýsir rannsókn sinni svofelldum orðum (allar leturbreytingar eru mínar, og orðréttar tilvitnanir innar gæsalappa): „Ég blaðaði gegnum efnisyfirlit Sjómanna- blaðsins Víkings og Ægis síðustu 20 árin auk sex árganga af Sjávar- fréttum ... Eftirtekjan var lítil. Má nærri telja greinar er koma Ásgeir Jakobsson: plágan Sérfræðingar er hvorttveggja í senn vandræðabarn nútíma þjóð- félags og óskabarn þess. Þeir hafa einn á hann ekki. En þeir virðast ekki fundvísari á landi, ef dæma má af þessum unga fiskifræðingi. Það er ekkert smáræði, sem búið er að ræða og rita almennt um sjókort á íslandi og nú einnig hin síðustu ár um sérstök fiskikort. Að því er mér sjálfum viðkemur, þá á ég greinar á Sjómannasíðu Morgun- blaðsins um Lóran C kort og í 5. tbl. Ægis 1975 ritaði ég grein sérstaklega um fiskikort og henn- ar er getið undir því heiti í efnisyfirliti tímaritsins, bls. 89, svo að ekki hefur pilturinn lesið efnisyfirlitið of vel. í leiðara Ægis um þessar mundir var einnig fjallað um fiskikort. Ég talaði tvívegis um fiskikort í útvarps- þættinum „Fiskispjall" og í bók minni „Um borð í Sigurði", sem út kom 1972, drep ég á efnið og þar er að finna fiskikort af Halanum. Fyrst pilturinn mundi eftir að nefna mig, hefði ekki verið úr vegi að tala við mig, áður en hann fullyrti, að ég hefði „ekkert um málið fjallað". Það hefði heldur ekki verið úr vegi að hringja í Fiskimálastjóra eða fram- kvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasambandsins og spyrja þá um málið. Þeir hefðu getað upplýst piltinn um, að það hefur oft verið fjallað um sjókort á þingum þessara félaga og gerðar ályktanir um það efni. Um fiski- kort sérstaklega man ég að nefna þingsályktunartillögu austfirzku fulltrúanna á Fiskiþingi fyrir nokkrum árum. Undarlegast finnst mér þó, að fiskifræðingurinn skuli ekki hafa haft neitt samband við Sjómæl- ingastofnunina áður en hann skrifaði greinarnar. Fyrr má nú vera göslarahátturinn. Það þarf nú sennilega ekki að segja fólki það, að þeir hafi eitthvað í gegnum tíðina fjallað um sjókort á Sjómælingastofnun- inni, en að því er' lýtur að fiskikortum þá er sú gerð korta lengi búin að vera á döfinni hjá þeirri stofnun og forstöðumaður Sjómælinganna, Gunnar Berg- steinsson, þráfaldlega fjallað um það opinbera í blaðaviðtölum, til dæmis það ég man ítarlega í Sjómannadagsblaði Morgunblaðs- ins fyrir nokkrum árum, einnig í Sjónvarpinu og Víkingnum (það var önnur greinin, sem stráksi fann, hin var eftir Guðmund Jensson þá ritstjóra Víkings) — og kviðpokaskeiðiim reynzt okkur sem öðrum hvort- tveggja, en þó meir hin síðari ár til vandræða og er það okkar sjálfra sök, alþýðu manna. Við misskildum hlutverk sérfræðinga og vöruðum okkur ekki á göllum þeirra. Sérfræðingur var nær því yfirskilvitleg vera fyrir okkur sem komum snögglega úr aldalöngu myrkri fáfræði á öllum sviðum og tókum að byggja upp nútímaþjóð- félag. Skyssan, sem við gerðum, var að láta þá stjórna okkur í stað þess, að við áttum að stjórna þeim. Sérfræðingur er ekki stjórntæki, ef svo má segja, heldur hjálpar- tæki. Með aukinni sérhæfingu í vísindum og á fleiri sviðum, er nútímasérfræðingur oft á tíðum maður með augað í miðju enni og í slæmu tilfelli getur hann hvorki rennt því til né vikið til höfðinu. Löng skólaseta í þröngri og mjög afmarkaðri sérfræðigrein hlýtur að steingera manninn. Þegar hann loks kemur útá skólatröppurnar tekur hann strikið svo hið eina auga horfið og heldur þeirri stefnu, þar til gröfin opnast fyrir honum og bindur enda á ferðalag- ið. Unglinga- og sérfræðingaplág- an renna að verulegu leyti saman í einn sjúkdóm í íslenzku þjóðfélagi. Þegar þarfir þjóðfélagsins fyrir sérfræðiþekkingu tóku að aukast streymdi ungt fólk í sérfræði- greinar ýmsar og fór að flæða yfir á sjötta og sjöunda áratugnum. Allt var þó vandræðalaust og sem næst við hæfi framundir lok sjöunda áratugarins. Síðan höfum við ekki ráðið við sérfræðinga okkar, og alltof stór hluti þeirra er ungur og reynslulaus. Þessir ný- bökuðu sérfræðingar héldu hver í sína áttina, svo sem auga hvers og eins þeirra vissi, naumt fjármagn þjóðarinnar, dreifðist í allar áttir, því að allt átti að gerast í einu. Þessi sérfræðingurinn heimtaðí þetta, hinn hitt og þeim var leyft að gramsa í fjárhirzlunum meðan nokkurn pening var þar að finna. Þeir hafa nýskeð haldið ráðstefnu og spurt: Hver eru áhrif sérfræð- inga á þjóðfélagið? Það var þeirra vitið að spyrja sjálfa sig. Það hefði ekki staðið á svarinu hjá okkur leikmönnum, eins og nú er komið málum. Hagfræðingum hefur fylgt ráð- leysi í efnahagsmálum, þeim kem- ur ekki saman um stefnuna, fiski- fræðingum hefur fylgt meira öng- þveiti í fiskveiðum en áður hefur þekkzt og ekki annað sjáanlegt en þeir drepi þann hefðbundna atvinnuveg í dróma með dagskip- unum, sem stangast hver við aðra og reynast tíðum rangar. Undir stjórn sérfræðinga í læknastétt og hjúkrunarstétt er heilbrigðiskerf- ið komið úr öllum böndum og orðið þjóðinni óviðráðanlegt. Sér- inná þetta efni á fingrum annarr- ar handar ... helzt aldrei á þessa hluti minnst og veldur það furðu minni. Lausleg athugun á ályktun- um Fiskiþings frá þessum árum, sem birtar eru reglulega í Ægi, gefur til kynna að sjómælingar hafi nánast verið bannorð á þeim samkomum." Síðar víkur hann aftur að þessum fjölda greinanna, sem hann sagði fyrr að „nærri mætti telja á fingrum annarrar handar" og fær þá út tvær, báðar í Víkingnum (Hvað hafa fiskifræð- ingar marga fingur?) Svo heldur hann áfram að messa: „... í þessi blöð skrifa títt menn, sem áhuga hafa á ýmsum málefnum er snerta sjómenn, en það kemur enginn þeirra nálægt sjókortamálinu ... jafnvel ekki atvinnuskribentar eins og Ásgeir Jakobsson og Jónas stýrimaður, sem virðast láta sér fátt það óviðkomandi, sem iýtur að fljótandi förum. koma aldrei inná þessi mál að því er mér sýnist." Síðan endurtekur hann það með misjöfnu orðalagi hér og þar í greinunum, að það hafi bókstaflega ekkert verið skrifað um sjókort fyrr en hann hófst handa, nema þessar tvær greinar í Víkingnum. Það er alkunna, að til sjós eru fiskifræðingar ekki fundvísir nema á „síðasta þorskinn". Þeir fara aldrei svo leiðangur þeir finni loks fjallaði Gunnar um málið í bæklingi 1971, sem Sjómælinga- stofnun gaf út í sambandi við Verkfræðingaráðstefnu, sem þá var haldin. Og svo gíeymdi fiski- fræðingur að athuga, hvort eitt- hvað hefði verið um málið fjallað á Alþingi. Á Alþingi veturinn 1977 fluttu þeir Sverrir Her- mannsson og Pétur Sigurðsson þingsályktunartillögu um fiski- kortagerð og á þinginu haustið 1978 flutti Sverrir sömu tillögu og fékk hana samþykkta 5. apríl 1979. Þessi tillaga var svo hlóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að útgáfu sérstakra fiskikorta með Loran C-línum og öðrum þeim upplýsingum, sem að gagni megi koma við fiskveiðar." Fjárveiting var ætluð til þessa samkvæmt tillögunni og einmitt þegar fiskifræðingurinn er sem mest að bölsótast í Víkingnum var fyrsta kortið að koma út hjá Sjómælingastofnuninni. Af þessu má sjá að fiskikortarannsókn fiskifræðingsins er dæmigerður Hafrannsóknaleiðangur, alger ör- deyða á miðunum, farið í land, hláupið í fjölmiðla og tilkynnt að allur fiskur sé uppurinn og svo renna fiskiskipin hvert af öðru sökkhlaðin að landi á eftir gal- tómu Hafrannsóknaskipinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.