Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1980 Ráðstefna um bókmenntakennslu í grunnskóla: „AÐ HALDA VÖKU IMÁLVERND OG MÁLRÆKT ...“ r...“ "ch ^TundtsSSd'wr’iei er hér með áslcorunarskjalið sem er sðgulent Pla»P „„„ m _ En það var *n» 1932 sf"1 afi var með þessi ''"•kl“na™iett undirbúningi og voru veðaeU réttindi i fmum i Arnarfirðl m.a. retinm. ^ málinu hvort við eigum ekki tllkall td vatnaréttinda í Arnar,f,rS' °* hvort eitthvað er enn af því sem afi minn átti að hafa fengið. i i því sambandi natndi.Be"“ .. ii- —v. Vnmiotur að nun Bente Kaulbaeh ForMétur^aegwt "^""^Xtnarétt sviná* MTðlkri iS'.Hofsár 1 ^^f^áTmálarJð, 'en sagðist að ððru STíslandi^il1 i W^ei^hér máloga^ah' Ðönsk kona af íslenzkum ættum: Telur sig geta sann- að eignarréttindi sín að ám í Arnarfirði NÆSTKOMANDI laugardag, 2. febrúar, munu Samtök móður- málskennara gangast fyrir ráð- stefnu í Kennaraháskóla íslands um efnið Bókmenntakennsla i grunnskóia. Kennararnir Baldur Ragnarsson, Guðmundur Krist- mundsson og Gunnlaugur Ást- INNLENT Framtíðin for- dæmir innrás Sovétríkjanna í Afganistan BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi samþykkt frá féiagsfundi Framtíðarinnar sem haldinn var í kjallara Casa Nova 17. janúar s.l. Fundurinn fordæmir sérhverja tilraun stórveldanna til að brjóta undir sig sjálfstæðar þjóðir. í því sambandi fordæmir fundurinn sér- staklega innras Sovétríkjanna í Afganistan. Innrás þessi sannar enn einu sinni hvert eðli Sovétríkj- anna er og að sjálfstæði annarra ríkja skiptir þau engu máli. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir smá- þjóðir að tryggja öryggi sitt. Því skorum við á ríkisstjórnina að mótmæla kröftuglega innrás Sovét- ríkjanna í Afganistan. geirsson og Pétur Gunnarsson rithöfundur reifa efnið frá ýms- um sjónarmiðum, en siðan verða almennar umræður og starfað í hópum fram eftir degi. Ráðstefn- an hefst klukkan 13.00 og gert er ráð fyrir að henni ljúki um klukkan 18.00. Samtök móðurmálskennara voru stofnuð i Reykjavík fyrir þrem árum. Þau gefa út timarit um móðurmáiskennslu, Skímu, hafa staðið fyrir kennaranám- skeiðum og ráðstefnum og tekið þátt í norrænu samstarfi móður- málskennara. Markmið Samtaka móðurmáls- kennara er að vinna að vernd og viðgangi íslenzkrar tungu á öllum sviðum, efla samstarf íslenzkra móðurmálskennara og stuðla að því að móðurmálskennarar móti í auknum mæli móðurmálskennsl- una. I stuttu samtali við Indriða Gíslason lektor, sagði hann að alltaf væri verið að tala um að tungan væri í hættu stödd, „og þess ber að gæta,“ sagði Indriði, „að íslenzka er töluð af fáum á sama tíma og heimurinn er raun- verulega sífellt að minnka miðað við tengsl manna á milli og heimshluta. Við erum aðeins smá- dropi í þessari mynd og það er í rauninni kraftaverk að við skulum halda málinu. En það er sjálfsagt að halda vöku í málvernd og reka ákveðna málstefnu og málrækt. Þessi ráðstefna fjallar um bók- menntakennslu og eitt af mark- miðum hennar er að efla orðaforð- ann.“ Aðspurður svaraði Indriði að ugglaust yrði eitthvað fjallað um nýyrðin sem flæða yfir, sérfræði- málið og embættismannastílinn. DÖNSK kona af íslenzkum ætt- um, Bente Kaulbach Fornjótur að nafni, kom hingað til landsins i janúarmánuði 1979, m.a. í þeim tilgangi að komast i samband við ættingja sina og meðfram til að finna út hvort hún gæti verið eigandi vatnaréttar ánna Dynj- andi, Svinár, Hofsár og Mjólkár í Arnarfirði, en hún taldi sig hafa undir höndum ýmis skjöl sem sannað gætu eignarrétt hennar. Nú er hún aftur komin til lands- ins fullviss um að eignarréttur hennar geti staðist. Mbl. átti við hana samtal um þetta mál og rakti hún fyrst hvernig þessi réttindi væru komin í hennar hendur. Og nefndi það um leið að ættingja sína hefði hún fundið hér á landi, bæði í Vestmannaeyj- um, Flateyri og i Reykjavík. — Afi minn, Páll J. Torfason, og síðar faðir minn, sem skírður Brá sér á sjóinn til að afla mundefnis JÓN Gunnarsson listmálari opnar í dag laugardag, sýningu í Norræna húsinu, en hér er um 9. einkasýningu Jóns að ræða. Jón sýnir 68 myndir og sækir hann fyrirmyndirnar að mestu til sjómennsku og strandarinnar. Sýningin verður opin til 17. febr. n.k. kl. 2—10 daglega. Jón Gunnarsson sýnir í Norræna húsinu Jón Gunnarsson sagði í sam- tali við Mbl., að fyrirmyndirnar að fjörumyndunum sækti hann að mestu suður með sjó, á Reykjanesið og víðar. „Mynd- efnið er sótt um borð í togara og minni báta og s.l. sumar fór ég í túr til þess að afla mér mynd- efnis," sagði Jón en um árabil hefur hann málað myndir sínar frá þessari hlið tilverunnar. Jón Gunnarsson hélt síðast sýningu á Kjarvalsstöðum 1977. Herranótt MR sýnir Umhverfis jörðin? ,Að hressa upp á skammdegið og létta lífið“ ÁHUGI á leiklist hefur löngum verið mikill innan raða Mennta- skólans í Reykjavik og hefur hin rótgróna hefð Herranætur ráðið þar mestu. Verkefni Herranætur að þessu sinni er hið góðkunna verk Umhverfis jörðina á 80 dögum og er það nú til sýninga í Austurbæjarbarnaskólanum. Fram til 11. febrúar verða sýn- ingar fyrir skólanema en síðan taka við almennar sýningar. Það er ávallt ákveðin stemmning sem fylgir Herranótt MR, enda um hefð að ræða frá árinu 1723 þegar skólapiltar stigu á svið i þágu Þaliu. Liðlega 20 nemendur leika í Herranótt. Leikritið Umhverfis jörðina á 80 dögum er samið eftir sögu Jules Verne og var það finnski rithöfundurinn Bengt Ahlfors sem samdi leikritið 1969. Verkið var fyrst sýnt á íslandi árið 1972 af finnska leikflokknum Lilla Teatern. Herranótt sýnir verkið í þýðingu Stefáns Baldurs- sonar. Aðalhlutverk eru í höndum Bjarna Guðmarssonar sem leikur Fílíus Fogg, Stefán Geir Stefáns- son leikur Passeparto, Fix er leikinn af Ingólfi Sverri Guðjóns- syni og Helga Leifsdóttir leikur ungfrú Auda. Næstu sýningar Herranætur verða kl. 20.30 þann 4., 5., 6., 7. og 11. feb. í leikskrá Herranætur segir Guðrún Baldvinsdóttir í Leik- nefnd m.a.: „Þyngsta byrði Herranætur og það sem hefur gert leiknefnd hvað erfiðast um vik hin síðari ár, er sagan um Ilerranótt-goðsögnina sem í vaxandi mæli hefur verið „glorífíseruð" — vegsömuð og sveipuð dýrðarljóma. Með „nost- algískum" glampa í augum er talað um gömlu góðu Herranótt sem sé nú ekki svipur hjá sjón. En þetta er ekki nýtt áhyggjuefni. Strax 1938 segir í leikskrá Herra- nætur: „Það er líka um það deilt, hvort leikstarfsemi Menntaskóla- nemenda eigi nokkurn rétt á sér. Menn segja, að Menntaskólanem- endur eigi að vísu þakkir skilið fyrir að vera brautryðjendur á sviði íslenskrar leiklistar, en nú gerist þeirra ekki lengur þörf, aðrir fullkomnari séu teknir við og nú eigi þeir að leggja niður rófuna og hætta leikstarfsemi." Öll um- ræða síðan hefur mótast af þessu viðhorfi og æ ofan í æ verið rætt utn Herranótt sem viðhald gam- alla hefða. Til dæmis segir Jórunn Sigurðardóttir, formaður Herra- nætur 1972—1973 í grein í Skóla-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.