Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 3 Gjörnýttu aflann svo ekki sást fugl í kjölfari skipanna Mikill floti skipa frá A-Evrópu á kolmunnaveiðum austur af landinu allan síðari hluta síðasta árs — ÉG HEF komið upplýsingum og skoðunum mínum á framfæri við ráðamenn, en því miður finnst mér alltof mikill sofanda- háttur í þessu máli og er ugg- andi ef Rússarnir fá að veiða þarna án þess að neitt sé gert við því, sagði Guðmundur Kjærne- sted skipherra í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Veið- arnar, sem hann talar um eru Guðmundur Kjærnested skip- herra. veiðar flota Sovétmanna og ann- arra þjóða Austur-Evrópu aust- ur af Langanesi við 200 mílna mörkin. — Við urðum fyrst varir við þennan mikla flota 12. júlí í fyrra og þá voru þarna um 60 skip, segir Guðmundur. — 23. ágúst voru skiptin orðin rösk- lega 150 og flest urðu þau um 170 á þessum slóðum. Þarna voru einhver skip frá A-Evrópu allt fram til 19. desember, en þá voru þar 9 skip, en síðan höfum við ekki orðið varir við þau. — Þarna voru Rússar, Pól- verjar, A-Þjóðverjar, Rúmenar og jafnvel skip frá fleiri þjóðum A-Evrópu. Þetta voru rann- sóknaskip, skuttogarar og nóta- veiðiskip frá 500 tonnum og allt upp í 3—4.000 lestir á stærð og ekki skal gleyma verksmiðju- skipunum, sem vinna allan afl- ann. Skipin voru þarna á kol- munnaveiðum, sem þau gjör- nýttu. Fiskurinn var frystur, saltaður í tunnur og flakaður. Aðeins innyflin fóru í bræðslu og svo gjörsamlega var aflinn nýtt- ur, að ekki sást fugl í kjölfari skipanna. Skipulagið var mikið og t.d. sáu sum skipanna um að fiska, en losuðu pokann síðan frá og önnur komu aflanum um borð í verksmiðjuskipin. Enginn tími fór til spillis, segir Guðmundur. Starfsmenn Landhelgisgæzl- unnar fylgdust með ferðum skip- anna og einu sinni var farið um borð til að kanna útbúnað og afla. Skipin voru á stóru svæði Ljósm. I.andhulKÍsuH'/lan. Austur-ovrópsku verksmiðjutogararnir eru geysilega afkastamikil skip. Ilér liggja tvö þeirra hlið við hlið og annað þeirra hefur nýlega innbyrt pokann fullan. líklega af kolmunna. enda mörg á ferðinni, en mest rétt við 200 mílurnar beint austur af Langanesi, en einnig munu þau hafa farið inn í íslenzku landhelgina. Þarna er alþjóðlegt hafsvæði og myndi verða áfram þó svo að Norðmenn færðu út landhelgi við Jan Mayen. — Það eru gífurleg verðmæti, sem synda þarna við og innan 200 mílna landhelgi okkar, held- ur Guðmundur áfram. — Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvort við getum ekki nýtt okkur þessi verðmæti fyrst Rúmenar sjá sér hag í því að koma alla þessa leið með fjölda skipa. — Það er sífellt klifað á því, að verkefni vanti fyrir loðnuflot- ann og takmarkanir eru stöðugt auknar í öllum veiðiskap. í júlí og ágústmánuði var mest af þessum erlendu skipum, en þá vantar einmitt verkefni fyrir okkar skip. Það er mjög líklegt að þessi kolmunni fari(í gegnum okkar hafsvæði og því þyrfti ekki að elta hann alla þessa leið, en loðnuflotinn er stór og þó flest skipanna séu útbúin fyrir nótaveiði, þá eru sum þeirra einnig gerð fyrir togveiði. Auk þess eru Sovétmennirnir einnig með nótaveiðiskip á þessum slóðum. — Þessi mið eru ekki lengra frá okkur heldur en t.d. gerist á loðnunni þegar skipin sigla með afla sinn frá Kolbeinsey og til Neskaupstaðar eða frá Horni til Vestmannaeyja. Þarna eru mikil verðmæti á ferðinni og við erum í vandræðum með verkefni fyrir glæsilegan flota. Væri ekki vert að kanna þetta nánar? spurði Guðmundur Kjærnested að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.