Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 5 Stelngrimur Sigurðsson Annaö kvöld klukkan 22.40: Smásaga eftir Steingrím Sig- urðsson i útvarpi I útvarpi annað kvöld klukkan 22.40 les Steingrímur Sigurðsson listmálari smásögu eftir sjálfan sig, og nefnist sagan Appelsínur. Steingrímur skrifaði söguna á gamlárskvöld norður á Akureyri árið 1956, en sagan hefur meðal annars komið á prent í banda- ríska tímaritinu The American- Scandinavian Review. Þar birt- ist hún í þýðingu Roberts Cook prófessors frá New Orleans, sem kenndi hér á landi árin 1968 til 1970 við Háskólann, þar sem hann kenndi bandarískar bók- menntir. Steingrímur sagði í spjalli við Morgunblaðið, að sagan gerðist í sjávarplássi hér á landi, sem gæti verið fyrir vestan. Sagan greinir frá miklum ástríðum, þar sem fylgst er með aðalsögu- hetjunni, sem er kona, í gegnum ævina. Konan hefur mikið dá- læti á appelsínum og er sólgin í þær, og síðar yfirfærist það á aðra hluti, sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að lokum að þessi saga væri sér sennilega kærari en margar aðrar, vegna þess að hún hafi bjargað honum á örlagastundu í Bandaríkjunum er hann gat selt hana þar til birtingar árið 1971. Stjórnmál og glæp- ir í útvarpi: Eftirmál land- göngunnar í Svínaflóa á Kúbu I dag, sunnudag klukkan 14.20 verður fluttur í útvarpi fimmti þátturinn úr flokknum „Stjórn- mál og glæpir". Hann nefnist „Yfirheyrslan í Havana, sjálfs- mynd af ríkjandi stétt“. Höfund- ur er Hans Magnus Enzensberg- er, en útvarpsgerð er eftir Viggo Clausen. Margrét Jónsdóttir gerði þýðinguna, en Jónas Jón- asson er stjórnandi. Meðal flytj- enda má nefna þá Róbert Arn- finnsson, Erling Gíslason, Þor- stein Gunnarsson, Steindór Hjörleifsson, Baldvin Halldórs- son og Hjalta Rögnvaldsson. Þátturinn er tæpar 100 mínútur að lengd. 1 apríl 1961 gengu kúbanskir útlagar á land í Svínaflóa á Kúbu. Talið var að bandaríska leyniþjónustan GIA hefði staðið á bak við þessar aðgerðir, sem vitanlega beindust að því að fella Castro og stjórn hans. Innrásin fór út um þúfur og margir útlagar féllu eða voru handtekn- ir. Fangarnir voru yfirheyrðir í stóru leikhúsi í Havana, og var bæði sjónvarpað og útvarpað frá réttarhöldunum. Enzensberger byggir verk sitt á rúmlega 100 síðna skýrslu sem rituð var meðan á yfirheyrslum stóð. (ífr sem allir hafa beöiö eftir heldur áfram á morgun í 7 verzlunum samtímis Örfá dæmi!!! Áður Nú Föt ullar tweed m/vesti 89.800 54.900 án/vestis 79.900 49.900 Stakir tweed jakkar 54.900 29.900 Stakir blaser jakkar 48.800 24.900 Draktir pils og/eða buxna 78.800 39.900 Riflaðar flauelisbuxur 19.900 8.900 Dún watt úlpur m/hettu 43.900 26.400 án/hettu 39.800 23.900 Dún watt barna úlpur m/hettu 29.400 19.900 ALLT nýjar og nýlegar vörur. Nýjar útsöluvörur teknar fram í dag, t.d. riflaðar flauelisbuxur, smekkbuxur o.m.fl. □ Herrafatnaður □ Barnafatnaður □ Dömufatnaður □ skór □ Unglingafatnaður □ Hljómplötur/ kassettur i m Austurstræti 22. Sími trá skiptiboröi 85055. Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055. .áfíZm. SKODEILD Á UNGLINGADEILD 'WftKARNABÆR I l!lx&KARNABÆR Ai,sturstræti Sirm tra skiptibordt 85055 Austurstræti 22 Simi trá skiptiborði 85055 i Greifahúsinu, Austurstræti 22, 2. hæö. Sími 85055 w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.