Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 7 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson_______________36. þáttur Einhver hafði orð á því við mig hvort réttara væri að segja að einhverju vindi fram eða yndi fram. Þetta er nú heldur en ekki afstætt, fer eftir afstöðu og aðstæðum. Ég spyr hann hverju fram vindi, er rétt að segja, en aftur á móti: ég spurði hann hverju fram yndi. A máli fræðanna er vindi viðtengingarháttur nú- tíðar, en yndi viðtengingar- háttur þátíðar. Þessi háttur sagna er einkum notaður til þess að láta í ljósi óvissu og ósk. Sögnin að vinda hefur svo- kallaða sterka beygingu, en svo er kallað, ef sögn er aðeins eitt atkvæði í þátíð eintölu í framsöguhætti. Helstu myndir sagna nefnast kennimyndir. Þegar sögn er sterk, eru þær myndir hafðar fjórar. I þessu dæmi vinda, vatt, undum, undið. Sú er regla um viðteng- ingarhátt sterkra sagna, að nútíðin myndast af fyrstu kennimynd (nafnhætti) með óbreyttu hljóði, sbr. „hverju fram vindi“, en viðtengingar- háttur þátíðar af þriðju kenni- mynd (þát. fleirt.) með svoköll- uðu hljóðvarpi, ef því verður við komið, sbr. „hverju fram yndi“ Af hverfa yrðu þá við- tengingarhættirnir hverfi og hyrfi.svo að hliðstætt dæmi sé tekið. Nú kynni einhver að spyrja hvers vegna vaff-ið hafi ekki haldist í síðari kennimyndum sagna eins og hverfa og vinda, með öðrum orðum hvers vegna við segjum ekki vundum. vundið og hvurfum, hvorfið, og er reyndar ekki langt síðan sá framburður sagnarinnar að hverfa heyrðist. Astæðan er sú að fyrir ævalöngu varð hljóði því, sem táknað er með v, hætt við falli, og það í meira lagi, ef það lenti næst á undan sérhljóðum sem einnig voru mynduð með stút á vörum, hringmynduð, kringd. Því segja menn ekki lengur vundum og vundið, heldur undum og undið. Sögnin að vaða beygist í samræmi við þetta: vaða, óð, óðum. vaðið, ekki vóð og vóð- um. Viðtengingarháttur nútíð- ar er auðvitað þótt ég vaði, og nú skyldu menn ætla að í óefni stefndi með viðtengingarhátt þátíðar og hann yrði: þótt ég æði (af óðum). En málið gerir bragð úr ellefta boðorðinu eins og fyrri daginn. Þegar „ó-hljóðið“ í þriðju kennimynd hljóðverpist og breytist í æ .missir það um leið kringing- una, vaff-ið helst, og allt bjargast. Við segjum: þótt ég væði yfir ána og losnum við allt æði í því sambandi. Nærri má geta að oft er ruglað saman sterkri beygingu og veikri, og þar sem hin veika er auðveldari og meðfærilegri hinni sterku, hafa margar sagnir „veikst." frá því sem áður var. Margt af-því tagi er nú viðtekið, viðurkennt og kallað rétt mál, svo se'm bjarga, bjargaði, bjargað, en áður var sagt: bjarga, barg burgum, borgið. Reyndar kem- ur fyrir enn að einhverjum sé ekki bara bjargað, heldur einnig borgið. En ruglingur milli mismun- andi sagnbeyginga getur hljómað ónotalega í eyrum, og man ég síðast eftir því úr fréttum útvarpsins, að einhver flokksleiðtoganna talaði um að viðræður hefðust. Hér virðist hann hafa ruglast á sögnunum að hafa og hefja. Margnefndur viðtengingarháttur þátíðar að hefja er samkvæmt reglunni myndaður af hófum með hljóðvarpi, og því hefði maður- inn átt að segja að viðræður hæfust, nema hann hafi hrein- lega meint að viðræðurnar hefðust einhvern tíma af. Stundum hljóma sagnir líkt og ruglast saman fyrir vikið. Að drjúpa = leka (í dropatali) beygist sterkt: drjúpa, draup, drupum, dropið, en drúpa = lúta höfði beygist veikt: drúpa, drúpti, drúpt. En vegna hljóðlíkingarinnar má stund- um heyra sagt: draup höfði. En fyrr mega menn vera álútir en af þeim leki höfuðið. Já, hljóðlíkingar láta ekki að sér hæða og blandast kannski stundum við alþýðuskýringar. Þegar lamið er inn í menn að segja ætla, ekki atla, verður afleiðingin sú t.d., segir mér Stefán Karlsson í Reykjavík, að Atlantshaf getur breyst í Ætlantshaf að minnsta kosti, ef ekki Ættlandshaf. Fótleggur er leggurinn milli hnés og ökkla. Því er þetta fram tekið, að Kristján frá Djúpalæk heyrði þrívegis í fréttum útvarpsins að annar fótleggurinn hefði verið tekinn af Tito. Og nú vaknar spurn- ingin: Hvað var gert, og hvern- ig verður slíkt orðalag til? Við höfum vanist því tali, að fótur sé tekinn af manni t.d. fyrir neðan hné. Englendingar væru vísir til að segja: to amputate ones leg í þessari merkingu. Okkur datt því í hug að sá, sem samdi fréttatextann, hefði far- ið bil beggja, ensku og ís- lensku, og látið til málamiðl- unar taka fótlegginn af Tito, og kannski allt sé þá eftir á blessuðum karlinum nema fót- leggurinn. En kannski erum við Kristján bara of viðkvæm- ir fyrir þessu fótleggstali og ættum að snúa öllu upp í gaman eins og Baldvin Ringsed í frægum brag, þar sem fyrir koma línurnar: Brakar þá ís og brestur, brotnar og sundur grotnar. Sökkur þá niður í svaöið seggr meöur fótleggi. Geriö ykkur ferö — sjáiö okkar verö. Snyrtifræóingar Snyrtistofa er til leigu. Góö aöstaöa. Uppl. í síma 82129. V\R - HANDLYFTIVAGNAR - LYFTARAR m hsb ^tcÝpuhrærÍvéuv^^^^u^^Övaf^^!^ HANDLYFTIVAGNAR HAGSTÆTT VERÐ HARALD ST. BJÖRNSSON Umboðs- og heildverzlun. Lágmúla 5 Reykjavík, sími 85222. 4 tmr tSEMENTSLITUR - JARÐVEGSÞJOPPUR - HELLUGEROARVÉLAR - PlPUGERÐARVÉLAR ' PÍERRE RobERT Beauty Care — Skin Care NÝJU SNYRTIVÖRURNAR FRÁ PIERRE ROBERT. Andlitssnyrtivörur og fullkomlega ofnæmisprófuö húökrem í hæsta gæöaflokki. Komiö og kynnist þessum frábæru snyrtivörum í Háaleitis- apóteki kl. 1-6 mánudaginn 4. febrúar og þriöjudaginn 5. febrúar. KOMIÐ, KYNNIST OG SANNF/ERIST. Ragnhildur Björnsson verður stödd þar, og leiðbeinir um val og notkun Pierre Robert snyrtivara. iniiiíT/7 . . cMmenóKd ? Tunguhálsi 11, R. Sími 82700 STJÓRNUNARFRÆÐSLAN Fiskihagfræði Stjórnunarfélag Islands efnir til námskeiös um „Fiskihagfræði“ að Hótel Esju dagana 11.—14. febrúar kl. 15—19 dag hvern. Tilgangur námskeiðsins er að gera grein fyrir kenningum hagfræðinnar um hvernig hag- kvæmast er að nýta auðlindir sjávar. Fjallað verður um náttúruskilyrði á miðunum um- hverfis fsland og rætt um alþjóðasamninga sem í gildi eru um fiskveiðar. Síðan verður gerð grein fyrir helstu kenningum á sviði fiskihagfræði og rætt um íslenskan sjávarút- i veg og stöðu hans. Námskeið þetta er ætlað forsvarsmönnum fyrirtækja og sjávarútvegi skipstjórnar- mönnum og öðrum þeim sem áhuga hafa á -Prótessor málum útgerðar. Gyifi þ. Gíslason Leiðbeinandi á námskeiðinu veröur prófessor Gylfi Þ. Gíslason, en gestir í umræðutímum á nártfskeið- inu verða Jón Jónsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, Ragnar Arnason hagfræðingur, Þorkell Helgason dósent við verkfræöi- og raunvísinda- deild Háskóla íslands og Jónas Blöndal skrifstofu- stjóri Fiskifélags íslands. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélags íslands, sími 82930. SUÓRNUNARFELAG 1 SLANOS Síðumúla 23 — Sími 82930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.