Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 15 í Climax var komiö þaö sem fyrst kemur í hvern nýjan bæ, sem byggður er við enda járnbraut- arlínu. Það var matsöluhús og þvottahús, oftast rekið af Kínverj- um, og svo það sem þeir köiluðu „pool-hall“ eða billiardstofu. Það voru nú ýmiss konar menn sem ráku þær og sjaldan af betri tenundinni. Þetta þóttu hinar verstu „búlur“. Maður heyrði, að eiginleiía öllum væri illa við billi- ardstofurnar, því þar slæptust menn ofj eyddu peningum. Þarna skammt frá var búfíarður- inn, sem ég átti að fara til. Mér hafði verið sagt, að maðurinn héti Thorlaksson oj; myndi sækja mig á járnbrautarstöðina. Þetta var maður um þrítufít ot; k.vnnti sij; sem Louis Thorlaksson. „Þú ert útlendinf;ur,“ saj;ði hann, heyrði það strax á mæli mínu. „Hvaðan ertu?“ Ég sagði honum, að ég væri frá Islandi. „Faðir minn var frá Islandi," sagði hann þá. „En við tölum nú lítið íslenzku." Ilann skildi íslenzku alveg, en það var rétt, að hann f;at lítið talað. Hann keyrði mig heim á „slotið“ — mér leizt nú ekki á fyrst í stað. Þetta var argvítugur torfkofi. Það var ekki einu sinni timburþil. Hann saf;ði, að þau væru nýlega komin Of; að allt þetta svæði væri nýlega b.VKgt. Þar bygfyu aðallega íslend- inf;ar frá Dakota of; Norðmenn. Það þótti mér einkennilegt að aldraða fólkið i byggðinni talaði mest íslenzku Of; norðmennirnir líka, því þeir voru færri. Unga fólkið talaði hins vegar ensku. Hann leiddi mif; inn í húsið. Þá var komið inn í eldhús, sem var auðsjáanlef;a höf- uðstofa bygfþngarinnar. Þar var öldruð kona inni, sem saKÖist vera íslenzk. Hún bjó þarna með tveimur sonum sínum. Maður hennar var látinn, en hét Páll Þorláksson. Hann var frá Stóru- tjörn í Ljósavatnsskarði. Éf; kann- aðist nú heldur betur við það. Það var í minni sveit. Þarna hafði é); hitt á afkomendur sveitunf;a minna. En éf; græddi lítið á því. Þeir voru vinnuharðir ok það skipti þá engu máli, þótt ég væri frá Islandi. Þar var éf; í einn mánuð.“ Hestaskrípi, sem þurfti að tala við „Aðallega voru þetta hveitirækt- arbændur ok við hveitirækt átti éj; að vinna. Ég kupni náttúrulef;a ekkert til þessara verka. Þeir bræð- ur höfðu nokkuð stórt land ok víðáttumikla akra. Éf; var settur fyrst í að herfa akrana. Það var gert með herfi, stórum járnf;rind- um, sem járnteinar f;enf;u niður úr og ýfðu upp moldina. Hveitinu var sáð í raðir og það þurfti að stilla herfið þannig, að teinarnir kæmu á milli raðanna. Þeir máttu ómögu- lega kóma á raðirnar sjálfar eða of nálægt þeim, þá eyðilagðist allt. Þetta leizt mér nú heldur illa á til að byrja með vegna þess að fyrir herfinu gengu átta hestar og þeir engin smásmíði. Maður þurfti að passa upp á, að þeir gengju á milli raðanna. Þessir hestar voru stórir og hófarnir eins og potthlemmar. — Ég hló þegar ég sá þá, mér þótti þeir svo fáránlegir. — í sambandi við herfið voru taumar og skefli og alls konar útbúnaður. Þegar ég var að koma hestunum fyrir, stigu þeir stundum á milli taumanna og þá varð ég að lyfta fæti þeirra. Ég tók í hófskeggið, þannig l.vftir maður fæti á íslenzkum hesti og hann lyftir fætinum ósköp lipur- lega, en það var eins og ég tæki i jarðfast grjót. Maður þurfti að segja sérstakt orð. Ef maður sagði „ADDJAH" þá l.vftu þeir fætinum eða fóru af stað allir í einu. Þetta var mér kennt og mér fengnir taumarnir. Mér var ekki kennt orðið til að stöðva þá. Svo þeir héldu áfram, hvað sem ég togaði í taumana, þegar ég þurfti að stöðva þá. Bóndinn kom eftir skamma stund til að sjá, hvernig gengi og sá þá að nokkrar raðanna höfðu skemmst hjá mér. Hann varð hinn versti. Ég sagði: „Þú verður að segja mér, hvernig á að stoppa hestana. Ég kem norðan frá íslandi. Ég veit ekkert, hvaða andskotans reglur þið hafið hér við þessi hestaskrípi." Hann mildaðist aðeins og kenndi mér regluna. Þá átti að segja „VHQAA" til að stoppa þá. Og þá stoppuðu þeir alveg um leið.“ Þegar leið að lokum mánaðarins spurði annar bróðirinn Þóri, hvort hann vissi, að þegar flutzt væri til Bandaríkjanna, væri krafizt 60 dala skatts, sem hét „head tax“. Þórir hafði ekki gert sér grein fyrir því og leizt ekki á biikuna. En Louis bauðst til að keyra hann yfir landamærin á Ford, sem hann átti. Reyndar hafði hann tvisvar á dag, allan mánuðinn, farið yfir landa- mærin, þegar hann rak eða sótti kýrnar suður fyrir akurlendi bræðranna. Þetta var þó stranglega tekið ólöglegt, en 60 dollarar var tveggja mánaða vinna með sveita- taxta og Þórir hafði engan tíma til þess, eða efni á því. Honum var ekið um klukkutíma ferð inn í Montana, fylkið sunnan línunnar, og hann skilinn þar einn eftir. Hann fékk þau fyrirmæli að fylgja lækjar- sprænu, þar til að hann kæmi til mannabyggða. „Ég sá ekki betur en að landið væri að enda“ „Ég fylgdi læknum eftir mjög samvizkusamlega. Það var steikj- andi hiti, sennilega um 30° eða meira. Lækurinn rann eftir mold- arsléttu, sem var glerhörð og sandborin. Þarna óx mjög hávaxið gras. Sléttan var full af holum eftir slétturottur. stundum sátu þær í holumynninu og voru bara snotrar. Önnur skepna lifir á þessum slóðum og heitir badger. Hún er á stærð við stóran kött. Hún er fótstutt, lág í loftinu og skinnið er laust og næstum eins og fitjar milli útlim- anna og líkamans. Ég hafði heyrt um hana, að hún gæti verið nokkuð grimm, ef maður áreitti hana. Ég sá nú aðeins eina slíka skepnu en var heidur illa við hana. Mérv fannst hún hlaupa svo áfergjulega og illyrmislega yfir sléttuna, og þetta var framandi dýr. Hitt vissi ég ekki fyrr en síðar, að þarna var töluvert af eiturslöngum. Annað kom mér á óvart úti á sléttunni og það var hversu skammt virtist út á sjóndeildarhringinn. Ég þrammaði allan daginn, en þegar ég vissi, að aðeins var um klukkutími eftir til bæjarins Turneb, sem ég stefndi á, sýndist mér lækurinn vera að minnka. Ég hafði engar áhyggjur af því, og á meðan ég sá farveginn var allt í lagi. En þá fór að koma í ljós dálítið einkennilegt fyrirbrigði. Framundan var alltaf að styttast út að sjóndeildarhringn- um. Ég fór að hafa nokkrar áhyggjur af þessu. Ég sá ekki betur en að landið væri að enda. Mér datt í hug vísan hans Káins: „Það er þó í sannleika helvítis hart að hafa ekki land til að ganga á.“ Eftir skamma stund var ég kom- inn svo langt, að ég sá, að ég var að koma fram á fjallsbrún. Það kom mér alveg á óvart. Þetta var þá háslétta, sem ég var á. I minni vanþekkingu vissi ég ekkert um það, að landið hafði alltaf verið að hækka frá Atlantshafinu." Þórir var kominn að Turnerdaln- um, en í samnefndu þorpi ætlaði hann að taka póstbíl til næstu j árnbraut arstöðvar. „Mér kom það kynlega fyrir sjónir, þegar ég var að fara inn í þorpið, að þá komu utan af slétt- unni þarna í dalnum, einir sex eða sjö ríðandi menn. Þeir voru með stóra hatta og riðu eins og vitlausir væru. Þegar þéir nálguðust þorpið gullu við ein fjögur eða fimm byssuskot. Seinna meir sá ég, að þetta hofðu verið „cowboys“ eða kúrekar. Sem saklaus sveitadrengur hafði ég lesið í Kapitólu um kúasmala. Það hafði engin áhrif á mig. Kúasmali var sá, sem fór með kýr í hagann, ég gerði það sjálfur í sveitinni. Ég vissi ekki, að þetta væri nein sérkennileg stétt.“ Póstbíllinn var svo lélegur að það varð að sparka honum í gang. En hvað um það, Þórir komst í lestina, sem flutti hann yfir hinn mikla fjallabálk, sem þarna nær yfir þrjú fylki, Montana, Idaho og Washing- ton. Hann kom til Seattle að kvöldi dags og að venju leitaði hann uppi Islendinga í símaskránni. Hann fékk að gista hjá Torfa Hjartar- syni, sem var í bæjarstjórn Seattle- borgar. Torfi benti Þóri á, að ódýrast væri að fara til San Francisco með skipi, ef að hann sætti sig við að vera á dekki. Þóri, sem var orðinn vanur ýmsu, leizt vel á það og lagði á öðrum degi upp í síðasta hluta ferðarinnar. Síðasti aurinn í mjólk og kleinuhringi „Ég fór svo með skipinu. Það sigldi með ströndum fram. Að kvöldlagi sigldi það inn í San Franciscoflóann. Skipið stanzaði á ytri höfninni og beið morguns. Það var miklu betra fyrir mig. Ég hafði haft nokkrar áhyggjur af því að koma seint til borgarinnar, því að þar vissi ég að voru aðeins örfáir Islendingar. — Ég hafði haft það ágætt á dekkinu. Þar voru Kínverj- ar með færanlegt eldhús og maður gat fengið að borða eins mikið af brauði og eggjum eins og maður gat í sig látið. Það var sólskinsdagur í júlí og hitinn mikill næsta dag. Áður en ég yfirgaf hafnarb.vgginguna svipaðist ég eftir islenzku nafni í síma- skránni, en fann ekki neitt. Þó fann ég nafn, sem mér fannst að gæti draumur.‘‘ Þórir í San Franciseo. hugsazt að væri íslenzkt. Það var Frímann Furniture Coni])any og ég stefndi þangað. Ég gekk nú æði lengi og var orðinn þ.vrstur. Þá gekk ég fram hjá veitingastofu. Þar stóð í gluggan- um: „Doughnuts and Milk — 10 cents“. Ég átti 10 cent, það voru þau siðustu, sem ég átti. Ég kærði mig kollóttan. Ég var orðinn þyrstur og svangur og klukkan var nálægt 12. Ég fór þarna inn og lét minn síðasta aur f.vrir mjólk og kleinu- hringi. Svo fór ég út og var hress og léttur og hélt áfram göngunni. Loks kom ég eftir all langa göngu að Frímpnn Furniture Company. Þar gekk ég inn í stóran sal, skuggalegan og dimman, en sá engan mann. Ég gekk lengra inn og sá, að það var einhver á kviki innar í salnum. Það reyndist vera Frímann Kristjánsson, bróðir Jón- asar gamal Kristjánssonar náttúrulæknis. Ég sagðist vera nýkominn til San Francisco og væri að leita að manni, sem héti Þrándur Indriða- son, hann væri frá Fjalli í Aðaldal. Ilann kannaðist strax við hann og sagði, að þeir byggju saman nokkrir íslendingar. „Ég get vísað þér þangað.“ Þeir bjuggu æði langt frá, það var góður göngutúr. Þar kom til dyra ung kona. Ég spurði hana eftir Þrándi og hún sagði, að hann héldi þar til. Þarna bjuggu þeir Olafur Jónsson, frá Brekku í Þingi, maður konunnar, en hún var af norskum ættum, Jósef irá Brekku bróðir hans, Þrándur Indriðason frá Fjalli og Lárus Erlendsson frá Beina- keldu. Hún bauð mér inn og sagði, að þeir kæmu um klukkan sex. Þeir væru allir úií að vinna. Þar með var ég kominn til San Francisco. Miklum áfanga var náð, og ég kominn til félaga, sem ég átti eftir að dvelja með í sjö ár.“ Félagar Þóris ráku eigið bygg- ingarfélag, og fékk Þórir þegar vinnu hjá þeim. Um haustið hóf hann nám í San Franciseo Polytec- hnic High School og seinna við University og California Extension School of Architecture, sem var i San Francisco. Þórir vann verkefni fyrir Islendinga með náminu og var meðeigandi í fyrirtæki þeirra í smáum stíl. Hann varð að hætta námi vegna lömunarveiki, sem hann fékk 1926. Þá var lömunar- veiki alltíð, eða þar til bóluefni fannst gegn henni. Þórir komst á gott sjúkrahús og náði sér svo vel af veikindunum, að hann hóf störf hjá W. L. Schmolle arkitekt í San Francisco tveimur árum síðar. Þangað fylgdu honum verkefni Islendinganna. Þegar kreppan skall á í Banda- ríkjunum 1929 misstu þeir félagar allt sitt. Þórir sá enga ástæðu til að vera um kyrrt í San Franeisco, hann hafði aldrei ætlað sér að setjast þar að, og hélt heim á leið. Til Re.vkjavíkur kom hann 15. marz 1930. Þá var sama leiðindaveðrið og hafði verið 15. marz 1923 þegar hann lagði upp í ferðina til San Francisco. Að 57 árum liðnum segir Þórir Baldvinsson: „Mér finnst, að sumu leyti, þetta ferðalag eins og fjar- lægur draumur...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.