Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRUAR 1980 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Verðlækkun íslenzkra fiskafurða á Banda- ríkjamarkaði, sem er stærstur og hagkvæmast- ur markaða okkar, vekur ugg í brjósti alþjóðar. Lækkunin er talin nema 2—21/2 milljarðs króna tekjutapi, miðað við verð- lag í upphafi þessa árs. Þessi ótíðindi koma að vísu ekki á óvart, því vitað hefur verið um sinn að markaðsstaðan var veik, vegna harðnandi sam- keppni og efnahags- ástands í Bandaríkjunum. Búizt var við að hallað gæti undan fæti. í þessu sambandi er rétt að minna á verðfallið, sem hófst á miðju ári 1966, og varð upphafið að einhverjum alvarlegasta afturkipp í efnahags- og atvinnusögu okkar síðustu áratugina. Fyrsta verð- fallið — upp úr miðju ári 1966 — náði til freðfisks, fiskimjöls og lýsis. Lækk- unin var ekki veruleg í upphafi en frá vori 1966 fram á haust það ár lækk- aði verð á þorskblokk í Bandaríkjunum um 20%. Samhliða varð alvarlegur samdráttur í þorskafla, sem varð 43.000 tonnum minni árið 1966 en 1965. Á næstu tveimur árum, 1967 og 1968, héldu efnahags- áföll þjóðarbúsins áfram, og síldveiðarnar, sem þá voru mikilvægur þáttur í verðmætasköpun og tekjuöflun þjóðarbúsins, skruppu saman í svo til ekki neitt. I stuttu máli sagt: verðfall sem fór hægt af stað óx eins og snjóboltþ sem vindur upp á sig. Á tveimur árum, 1967 og 1968, hrapaði gjaldeyrisverðmæti út- flutnings sjávarafurða um hvorki meira né minna 45% — og sam- dráttur nettó gjaldeyris- verðmætis af framleiðsl- unni varð enn meiri eða yfir 50%. Þetta tröllvaxna efnahagsáfall var höfuð- ástæða atvinnuleysis og nokkurs landflótta á síðustu árum sjöunda ára- tugarins. Á síðustu árum við- reisnarstjórnar, 1969— 1971, tókst að rétta þjóð- arskútuna af, og sá til nýrrar grósku á fram- leiðsluakri þjóðarbúsins. Engu að síður er nauðsyn- legt að rifja upp þetta stóra áfall vegna hættu- boða nú á þeim erlendum markaði, sem íslending- um er mikilvægastur. Verðsveiflur geta að vísu alltaf orðið á frjálsum markaði, en því miður eru fá teikn á lofti, sem benda til þess, að verðið hækki í bráð. Réttara er að gera ráð fyrir einhverjum frek- ari lækkunum. Slíkar lækkanir, samfara öðrum viðskiptakjaraáföllum, svo sem olíuverðsþróun, hljóta að setja mark á kaupmátt gjaldeyristekna okkar af útflutningi og þar með lífskjör í landinu. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessum viðblas- andi staðreyndum, bæði á íslenzkum launamarkaði og í efnahagsstjórnun þjóðfélagsins. Samhliða verður að leggja áherzlu á hvort tveggja: 1) að halda í horfinu og helzt styrkja sölustöðu okkar á Banda- ríkjamarkaði, svo mikið gildi sem hann hefur fyrir íslenzkan þjóðarbúskap, — og 2) að hefjast handa af fullum krafti við að styrkja markaðsstöðu fyrir fiskafurðir okkar í V-Evrópu. Þar eigum við Áttaviti staðreyndanna verk að vinna, sem er áhugaverðara vegna við- skiptasamninga okkar við EBE. Nú er ljóst orðið, hve tolleftirgjöf á fiskaf- urðum okkar á V-Evrópu- markaði er mikilvæg, þó skammsýnir menn gagn- rýndu þá samninga á sinni tíð. Útflutningsaðilar á vettvangi fiskafurða hafa unnið þrekvirki í sölu- starfi á gengnum áratug- um. Við ríkjandi aðstæður þarf jákvæður byr að blása í segl þeirra, bæði í almannaafstöðu og opin- berri, til að styrkja vígstöðuna í mikilvægasta þætti lífskjarabaráttu þjóðarinnar. En sú þörfin er ekki síður brýn að efla innviði þjóðarframleiðsl- unnar með friði á vinnu- markaði, hófsemd í kröfu- gerð og samstilltu átaki þjóðfélagsstéttanna í bar- áttu gegn verðbólgu og efnahagsvanda. Veldur hver á heldur, segir mál- tækið, og hver er sinnar gæfu smiður, segir annað. Það á við um þjóðina sem heild fkki síður en sem einstaklinga. Á þeirri erf- iðu leið, sem framundan er, verður að sigla þjóðar- skútunni eftir áttavita staðreyndanna, ef hún á að ná heil í höfn öryggis og velfarnaðar næstu framtíðar. j Rcykj avíkurbréf ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 2. febrúar* Oraunsæiog óskhyggja Naumast blandast nokkrum hugur um, að myndun þingræðis- stjórnar sé brýn nauðsyn. Óþarfi ætti að vera að undirstrika, að slík stjórn getur aldrei orðið annað en nafnið tómt, nema að henni sé unnið af heilindum. Síðustu þrjú misserin hafa kenrtt okkur, hversu dýru verði það er keypt, ef svik- semin og undirhyggjan ræður ríkjum á hæstu stöðum. Stephan G. Stephansson kvað: Þó hafin sé dyrgjan á drottningar stól tók dáminn af kotinu allt.“ Svo hefur reynslan orðið hér af sl. ári, að lausungin og lygin í stjórnarráðinu hafa aukið á upp- lausn og öryggisleysi í þjóðfélag- inu, enda bætzt ofan á siðlausa, flokkspólitíska misbeitingu al- mannasamtaka eins og verkalýðs- hreyfingarinnar. Ef atburðir síðustu vikna eru brotnir til mergjar, er augljóst, að ýmsir forystumenn vinstri flokk- anna hafa dottið ofan í sama farið að kosningum loknum og þeir spóluðu í næstu tvö misserin þar á undan. „Ný vinstri stjórn" hefur verið vanaviðkvæðið jafnvel hjá krötum, sem nú mættu til þings fjórum þingmönnum fátækari en í haust, þegar þeir sprengdu síðustu vinstri stjórn í loft upp. Allar götur fram undir þetta hafa vinstri flokkarnir þannig ekki fengizt til að ræða í alvöru aðra möguleika á stjórnarmyndun en vinstri stjórn. Ef eitthvað annað hefur borið á góma, hefur einlægt slitnað upp úr því utan þann stutta tíma, sem Geir Hall- grímsson hafði stjórnarmyndun- ina á hendi. Eftir að Svavar Gestsson hafði kveðið upp úr um það, að vinstri stjórn væri úr sögunni, og Fram- sóknarflokkurinn hafði hafnað viðræðum við Benedikt Gröndal án þess að reifa málin, beindust allra augu að Geir Hallgrímssyni, sem hafði unnið sér og flokki sínum traust með málefnalegum og heiðarlegum vinnubrögðum all- an þann tíma, sem stjórnarmynd- unarviðræðurnar höfðu staðið. Ekki hefur enn' reynt á, hvort honum verður einhvers ágengt. Um stjórnarmyndunarviðræðurn- ar að Víðimel verður ekki fjallað hér. Það var gert í forystugrein Morgunblaðsins í gær. En það fór ekki fram hjá nokkrum manni að þar voru forystumenn kommún- ista og framsóknarmanna, en hvorki formaður Sjálfstæðis- flokksins né þingflokks hans og hafði hinn fyrrnefndi þó umboð þingflokks síns til stjórnarmynd- unar og vann að því ötullega annars staðar. Þetta umboð var síðan að gefnu tilefni ítrekað mótatkvæðalaust í þingflokki Sjálfstæðisflokksins á föstudag. Það fer því ekki milli mála, hver er hugur þingflokks Sjálfstæð- ismanna, hvernig sem allt veltist að öðru leyti. Eins og nú er komið fækkar óðum þeim möguleikum, sem eftir eru til myndunar þingræðisstjórn- ar. Þess er að vænta, að um helgina reyni á það til þrautar, hvort á meðal þeirra leynist ein- hver lífvænlegur kostur eða ekki. Það veltur á því, hvort menn tali saman í einlægni og af hreinskilni, — eða hvort óraunsæi og ósk- hyggja eigi áfram að byrgja þeim sýn. Göngum viö götuna fram til góðs? Oft er gaman að því hent, að allir tímar séu „hinir síðustu og verstu", svo mikli menn fyrir sér erfiðleikana, að þeir telji líðandi stund jafnan verri hinum, sem áður liðu. Eflaust á þetta við sín rök að styðjast. Sá er eldurinn heitastur, er á sjálfum brennur. — A.m.k. heyrist því fleygt af býsna mörgum nú um stundir, að ástandið fari hríðversnandi, svo að enginn sjái fram úr því, enda höfum við lifað um efni fram og ekki kunnað okkur hóf í kröfugerð á hendur hinu opinbera og at- vinnufyrirtækjum. Hinir eru færri, sem það geta sagt með sanni, að á síðasta ári hafi þeir verið reiðubúnir til að draga úr einkaneyzlu sinni til þess að búa í haginn fyrir heildina í fram- tíðinni. Flestum þótti nóg um skerðingu lífskjaranna, ekki sízt þar sem einskis bata var að vænta í þeim efnum í fyrirsjáanlegri framtíð. Og svo bættist það við, að launamismunurinn hefur farið vaxandi. Sumir eiga fárra eða engra kosta völ að rétta ögn sinn hag, meðan aðrir bera margfalt úr býtum fyrir sama vinnuframlag af því að verðbólgan hefur komið þannig við þá. Með því að lesa söguna sjáum við, aö erfiðleikarnir eru einlægt þeir sömu. Mannssálin breytist ekki, veikleiki hennar né styrk- leiki, metnaður né langanir. Ýmsir hafa bent á líkinguna með munað- arþjóðfélagi nútímans og yfirstétt Rómar á hrörnunarskeiðinu. Aðr- ir draga lærdóm af Sturlungaöld og bera ugg í brjósti sökum þess, að innbyrðis erjur og átök, svik- semi og brigðir, muni öðru sinni ræna okkur því, sem dýrmætast er, sjálfstæðinu og þar með frels- inu, örygginu. „Framfarir og þroski kosta áreynslu“ Guðmundur Finnbogason segir m.a. svo í bók sinni íslendingum, þar sem hann fjallar um lífsskoð- un og trú: „í einni af lausavísum sínum kallar Egill Arinbjörn „dreng", og í engu orði felst meira af æðstu siðgæðishugsjón forn- manna. „Drengir heita vaskir menn ok batnandi,“ segir Snorri. í þeirri skilgreiningu kemur þróun- in fram, líkt og „heiðþróaö" hjá Agli.“ Síðan víkur Guðmundur að því, að „vaskleikurinn“ sé í raun og veru engu ónauðsynlegri, þar sem friður sé á yfirborði þjóð- lífsins en til forna, þegar enginn gat verið óhultur um líf sitt: „Baráttan er þá ekki um það að halda lífi sínu, heldur um það að lifa samkvæmt eðli sínu og þörf, fegra líf sitt og fullkomna. Með samlífinu hættir mönnum löngum við að verða hver öðrum háðir, háðir yfirmönnum sínum, vinum, fylgismönnum, flokksmönnum, háðir tízkunni, almenningsálitinu. Þar af sprettur sú hættan, að menn týni sjálfum sér, láta teygj- ast frá því, sem þeir sjálfir telja rétt, „vinni það fyrir vinskap manns MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Olympíuleikar eru pólitík — því miður Að undanförnu hafa ýmsir vinir mínir í íþróttahreyfing- unni haft það á orði, að ekki eigi að blanda saman íþróttum og pólitík. Af þeim ástæðum sé eðlilegt að íslendingar taki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu og reyndar allar aðrar þjóðir. Ólympíu- hugsjónin Undir það má taka að æski- legast sé að íþróttum og stjórn- málum eigi ekki að blanda sam- an. Og víst er Ólympíuhugsjónin byggð á því, að undir hennar merki komi saman til drengi- legrar keppni ungt fólk óháð trúarbrögðum, litarhætti eða stjórnmálaskoðunum. Þrátt fyrir þessa hugsjón íþróttamanna og íþróttafrömuða um allan heim, hefur reynslan gengið í allt aðra átt undanfarna áratugi. Framkvæmd og undir- búningur Ólympíuleika hvíla í æ ríkari mæli á ríkistjórnum og stjórnmálamönnum viðkomandi landa. Það eru ríkisstjórnirnar, sem keppast um að fá Ólympíu- leika til sín. Hversvegna? Með því að halda Ólympíuleikana trúa stjórnmálaleiðtogarnir því að þeir fái aukin áhrif og völd í samfélagi þjóðanna. Og það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan frá Berlín Ekki alls fyrir löngu sagði þýzkur kunningi minn mér frar- eynslu sinni eitthvað á þessa leið: „Faðir minn var virkur í andstöðuhreyfingunni gegn naz- istum í Þýzkalandi og ég fetaði í fótspor hans og tók einnig sjálf- ur þátt í andspyrnunni. Við skynjuðum hvað var að gerast í Þýzkalandi Hitlers og þegar undirbúningur Ólympíuleikanna í Berlín stóð sem hæst árið 1936 var það einlæg von okkar að þjóðir heimsins skynjuðu þetta með okkur. Við vonuðumst eftir því, að þær tækju þátt í barátt- unni með okkur og vildu hrinda af höndum sér þeim öflum kúg- unar og ofbeldis, sem stjórnuðu Þýzkalandi og ógnuðu heims- byggðinni. Það var því eins og hnefahögg í andlit okkar, þegar þjóðir sem við litum upp til, streymdu til Þýzkalands til að taka þátt í þeim Ólympíuleikum, sem Hitler hafði lagt ofurkapp á að fá að halda. Það voru erfiðar stundir, þegar margar vinaþjóðir okkar gengu inn á Ólympíuleikvanginn undir grunnfáunum Hitlers og dynjandi hergöngulögum og hvarvetna hljómaði kveðjan „Heil Hitler." Þetta var andlegt áfall fyrir okkur, sem andæfðum gegn Hitler. Þá skynjuðum við að baráttan var töpuð." Sagan mun endurtaka sig í Moskvu Þetta var frásögn míns þýzka kunningja. Ég sé fyrir mér að sagan frá Berlín er nú að endurtaka sig í Moskvu. Undan- farið ár hafa borizt fréttir aust- an þaðan, að verið sé að flytja allt óæskilegt fólk á brott frá borginni. Engir þeir sem eru á móti valdhöfunum eiga að fá að vera á staðnum. Allt á að vera fægt og pússað, götur og torg jafnt sem hugur og ^amvizka þeirra, sem fyrir móttökum eiga að standa. Blásið verður í lúðra, rauðir fánar munu blakta og foringjarnir, sem réðust inn í Afganistan munu með velþókn- un horfa á fulltrúa þjóða heims ganga fyrir hásæti sitt. Þá minnist enginn Sakarovs. Hanzkanum kastað Það var réttlætanleg ákvörðun að velja Moskvu sem næsta mótsstað fyrir Ólympíuleikana. Allir gerðu sér þó vonir um að slaknað væri á spennunni milli þjóða og að allar þjóðir stefndu að batnandi sambúð sín á milli. Nú hafa Sovétmenn hins vegar kastað hanzkanum, ráðist á frið- sama nágrannaþjóð og fótum troðið mannréttindi innan sinna eigin vébanda. Að taka þátt í Ólympíuleikum þar nú jafngildir því að skrifa upp á siðferðisvott- orð fyrir herrana í Kreml. Ólympíuleikarnir í Berlín voru pólitík. Þeir veittu Hitler sið- ferðislegan styrk, efldu hann í árásarhneigð sinni og voru eins og hnefahögg í andlit þeirra, sem reyndu að andæfa honum. Ólympíuleikarnir í Moskvu verða einnig pólitík, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Mikilvægur póli- tískur viðburður Ég veit að það ði sársauka- full ákvörðun að hætta við þátt- töku nú. Allur undirbúningur er á hástigi og fjöldi góðra íþrótta- manna hefur lagt sig alla fram í æfingum og undirbúningi. Þá ákvörðun getur enginn tekið annar en íþróttahreyfingin sjálf. En við endanlega ákvörðun verða menn að hafa í huga, að með því að fara til Moskvu, taka menn þátt í leiknum, sem að mati Kremlverja verður einn mikilvægasti pólitíski viðburður, sem fram hefur farið í Sovétríkj- unum um langan tíma. Ljósm. Mbl. RAX. að víkja af götu sannleikans." Allar mannlegar framfarir og þroski kosta áreynslu, fást ekki nema menn beiti kröftunum vask- lega og þoli margar raunir. Stað- fastur getur sá einn verið, sem hugprúður er og hopar ekki af hólmi, hvað sem á móti er: „Hrökkvit þegn fyr þegni, þat var drengs aðal lengi." En vaskleikurinn einn er ekki nógur til drengskapar: „Drengir heita vaskir menn ok batnandi." Drengskapurinn fæst með því að beita vaskleikanum þannig, að maður batni við — vinna þau verk, sem göfga mann, breyta svo að maður verði „heiðþróaður“.“ Hrein- skilnina vantar Enginn vafi er á því, að þorri manna gæti orðið ásáttur um fjölmargt það, sem helzt bagar okkar þjóðfélag. Það er okkur í fersku minni, að um síðustu helgi tók fjörgömul kona fyrstu skóflu- stunguna að „Hjúkrunarheimili aldraðra" í Kópavogi, sem ætlað er að ljúka á næsta ári án þess að leitað sé forsjár hins opinbera. Þvílíkt framtak mun „kosta áreynslu“, áður en lýkur, menn munu „beita kröftunum vasklega“. Við verjum svimandi fjárhæðum af almannafé til „félagslegra þarfa". Samt hefur ekki tekizt um það samkomulag, að á málefnum þess fólks, sem bágast á, ellihrums fólks og sjúks, finnist viðhlítandi lausn, — sennilega af því að þetta fólk er „lélegur" kröfugerðarhóp- ur, þótt það hafi greitt keisaran- um sitt kannski í hálfa öld eða aldarfjórðungi betur eða svo. Sumt af þessu fólki greiddi aldrei í lífeyrissjóð, — sumt er í mörg- um, sem allir eru verðtryggðir. Ólafur Björnsson prófessor sýndi fram á það með óyggjandi rökum á sínum tíma, m.a. með því að hyggja að því sem fólk veitir sér borið saman við skattskrá, að stighækkandi tekjuskattur væri umfram allt skattur á launþega, — skattur á vinnu. Því meir sem þú vinnur, því hærri skatt borgar þú. Samt er einlægt haldið áfram að leggja þennan skatt á, —. og sum árin tvisvar eins og hjá síðustu vinstri stjórn, — „hinna vinnandi stétta", eins og hún kallaði sig. Tekjuskatturinn etur upp eigið fé í fyrirtækjum, — á hinn bóginn mælir hann ekki verðbólgugróða. Þetta er ein af höfuðástæðum þess, að fólk fæst ekki lengur til þess að leggja fé sitt í atvinnurekstur, heldur vill kaupa fyrir það ríkisskuldabréf af því að það er áhyggjuminnst, — og skattfrjálst. Áður er getið um launamismun- inn eða launamismununina. Á misserisfresti eða svo álykta ASÍ og BSRB um launajöfnuð og það er talið, að „lægstu laun“ verði að hækka borið saman við önnur laun í landinu. Um þetta geta allir sammælzt áð sé sanngirnismál. En enginn fæst til að skilgreina, hvað „lægstu laun“ séu. Ofan í þá flækju treystir enginn sér að fara, af því að hann er samdauna kerf- inu eða hefur e.t.v. atvinnu af að vera samdauna því. Iðnverkakona eða verkamaður, enda vinni hvor- ugt eftir launahvetjandi kerfi, eða þá verzlunar- eða skrifstofu- maður, óbreyttur, þetta fólk er allt á lægstu launum. Svo fer að vandast málið. Aukagreiðslurnar fara að segja til sín og sumir hafa meira að segja skattfríðindi, af því að þeir hafa samið um það í sínum kjarasamningum, sem öðr- um verkalýðsfélögum hefur láðst. Sposlurnar eru margar. Og kjara- misréttið heldur áfram að vaxa, af því að verðbólgan kemur svo misjafnt niður; — menn þurfa að hafa töluvert fé milli handanna til þess að geta mætt henni eins og vextirnir og lánskjörin eru orðin. Að beztu manna yfirsýn verða lífskjörin ekki bætt að marki nema með nýju átaki varðandi orkufrekan iðnað. Samt er ein- kennilega hljótt um það mál. Á meðan drögumst við æ meir aftur úr nágrannaþjóðunum að ástæðu- lausu, — á meðan þagna hvorki verkalýðsforingjar né stjórnmála- menn, heldur hrópa í síbylju á hærri laun, betri lífskjör. Það má bara engu kosta til að ná þessu marki. Og einlægt er það svo, að þeir, sem frekast spilltu fyrir að árangur næðist, kenna jafnan öðrum um. Málefni og gódur vilji Þjóðin horfir til sinna stjórn- málamanna, vegur það og metur, hverjum sé að treysta. Sanngjörn skoðun sýnir, að einum flokksfor- ingja, Geir Hallgrímssyni, verður ekki kennt um ringulreiðina núna. í öllum stjórnarmyndunarviðræð- unum hefur hann komið fram af drenglyndi og greitt fyrir því, að skipzt yrði á skoðunum, svo að málefnalegur grundvöllur næðist. Því að vitaskuld verður ný ríkis- stjórn, ef hún á að duga, að byggjast á málefnum og góðum vilja. I hinum tilvitnuðu orðum Guð- mundar Finnbogasonar er lögð á það áherzla, að allar mannlegar framfarir og þroski kosti áreynslu. Enginn getur fengið allt sem hann vill, — og ef einhverjum áskotnast það í bili, er jafnvíst að það snúist honum til ógæfu síðar. Þegn á ekki að hrökkva fyrir þegni, — í kröfugerðarþjóðfélag- inu þarf ekki að áminna menn um það, eftir að upplausnin er orðin slík, að sá þykir einatt mestur, sem hæst hefur. Á hinn bóginn skulu menn gá að því, að þessi orð: „Hrökkvit þegn fyr þegni, þat var drengs aðal lengi“ skírskota ekki til heimtufrekju eða sjálfsbyrgings, heldur hvetja til þess að staðið sé á rétti sínum af fullum drengskap. Og á því er mest þörf núna. Okkar þjóðfélag er þjóðfélag málamiðlunar og skilnings á aðstöðu og sjónarmið- um hver annars. í okkar litla mannfélagi á ekki að vera ofraun að sýna hver öðrum tillit og trúnað. Ef við erum menn til að gera það, má eins búast við því, að í hönd fari þeir tímar sem ekki verði kallaðir „hinir síðustu og verstu" á líðandi stund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.