Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 23
áhuga,“ sagði Brouwer. „Ég tel, að hin mikla náttúrufegurð Islands og gott viðmót íbúa landsins eigi stóran þátt í því,“ Brouwer sagði, að margir aðrir þættir tengdu löndin. „Má þar m.a nefna, að fyrrverandi forseti Alþjóða skáksambandsins, dr. Euewe, er hol- lenzkur og Friðrik Ólafsson, núver- andi forseti, er með skrifstofu sam- bandsins í Holiandi. I knattspyrnunni er íslendingurinn Pétur Pétursson þekkt nafn hjá okkur, eins og þið vitið. Þá má nefna íslenzka hestinn, sem nýtur þar mikilla vinsælda. Sem dæmi um vinsældir landsins í Hollandi má nefna, að Mennta- og vísindamálaráð- herra Hollands, Pais, er mikill að- dáandi landsins og hefur varið sumar- leyfum sínum uppi á öræfum íslands um margra ára skeið. Birgir Thorlac- ius hefur sagt mér, að hann tali reiprennandi íslenzku og að þeir ræðist iðulega við á íslenzkri tungu, er þeir hittast á ráðstefnum og fundum erlendis." — I tilefni af margumræddum olíu- verðhækkunum er mikið rætt um Rotterdam vegna olíumarkaðanna þar. Fáið þið ekki oft spurningar þar að lútandi? „Það' er ágætt að þessi. spurning kom fram, því mér gefst þá tækifæri til að leiðrétta þann algilda misskiln- ing að þarna séum við Hollendingar með markað, sem við græðum á á tá og fingri. Olíumarkaðurinn í Rotter- dam er alþjóðlegur markaður hol- lenzka ríkinu óviðkomandi að öðru leyti en því hvað varðar staðsetningu hans — nafngiftin kemur einnig til af sömu ástæðu. Brouwer sagði ísland nokkuð þekkt land hjá almenningi í Hollandi. „Eftir að hafa kynnst landinu sjálfur veit ég að þetta er fallegt land og þróað. Þróuninni fylgja bæði slæmir kostir og jákvæðir eins og annars staðar. Mér finnst sérstaklega athyglisvert að koma hingað núna og kynnast stjórn- málaástandinu af eigin raun. Hollend- ingar hafa einnig lent í vandræðum af sömu ástæðum. Þar er fjölflokkakerfi eins og hér og stjórnarmyndanir oft reynst erfiðar." — Hann hafði rétt nýverið frétt af þeirri ákvörðun Júlíönu Hollands- drottningar að láta af embætti og fela það dóttur sinni, Beatrix. Við spurð- um hann, hvort hann teldi þetta hafa einhver áhrif á þjóðlífið í Hollandi. „Ég veit að hollenzka þjóðin, eins og ég sjálfur, koma til með að sjá eftir Júlíönu. Hún er mjög vel liðin og virðing borin fyrir henni sem þjóð- höfðingja. Akvörðun hennar byggist á eðlilegum ástæðum og ég veit að þjóðin tekur Beatrix sem sjálfsögðum arftaka og mun sýna henni sömu virðingu. Það sjá áreiðanlega allir Hollendingar eftir Júlíönu." Við spurðum Brouwer í lokin, hvort fyrirhugað væri að setja upp sendiráð hérlendis. Hann svaraði því til, að eins og efnahagsmálum væri nú komið, væri það verkefni, sem yrði að sitja á hakanum. „Við komum reglulega til Iandsins og höfum einnig góð sam- skipti við íslenzka sendiráðið í London en það þjónar einnig Hollandi. Sam- bandið er gott en við höfum fullan hug á að efla það sem mest báðum þjóðum til hagsbóta." MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 23 Kristniboðs- og æskulýðs- vika í Kefla- vík EFNT verður til kristniboðs- og æskulýðsviku í Keflavíkurkirkju vikuna 3,—10. febrúar og verður þar m.a. kynnt starf Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Eþí- ópíu og Kenýa. Nú eru liðin yfir 25 ár frá því S.Í.K. hóf starfið í Konsó í Eþíópíu og fyrir tveimur árum færði sambandið út starfsemi sína og hóf starf meðal svonefndra pók- ot-manna í Vestur-Kenya. Páll Friðriksson húsasmiður og kona hans eru nýkomin úr kynnisför til Kenýa þar sem þau dvöldust nokkrar vikur og tóku þátt í uppbyggingu stöðvarinnar. Verða þau meðal ræðumanna á kristni- boðsvikunni í Keflavík. Aðrir ræðumenn verða Katrín Guð- laugsdóttir, Gísli Arnkelsson, Margrét Hróbjartsdóttir og Helgi Hróbjartsson, en þau hafa öll unnið að kristniboði í Eþíópíu. Ungt fólk tekur til máls og syngur, og Æskulýðskór KFUM og K í Reykjavík kemur í heimsókn eitt kvöldið. Síðasta daginn, sunnudag 10. febrúar, verður guðsþjónusta með altarisgöngu í Keflavíkur- kirkju kl. 14 og lokasamkoman þar kl. 20.30. Yfir 13 þús. tonn af loðnu til Akraness Akranesi, 1. febrúar. Akranestogararnir lönduðu hér allir í vikunni sem er að líða. Haraldur Böðvarsson Ak 12 fékk 140 lestir, Krossvíkin AK 300 120 lest- ir og Óskar Magnússon AK 177 landaði 160 lestum af blönduðum fiski. A síðasta sólarhring lönduðu loðnuskipin Víkingur 1350 lestum, Bjarni Olafsson 1130 lestum og Rauðsey 580 lestum til vinnslu í Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni en hún er nú búin að taka á móti á 14. þúsund lesta af loðnu í þessari lotu. Júlíus. heit og mjúk í morgunsárió ^ Opnum kl.7 *? Komió og kaupið sjóóandi heit og mjúk brauó meó morgunkaffinu Bakaríió Kringlan STARMYRI 2 - SIMI 30580 20% afsláttur 20% afsláttur Kynningarvika frá 30. janúar - 5. febrúar. Seljum næstu daga ensk gólfteppi í háum gæða- flokki með 20% afslætti. Axminster-gólfteppi 80% ull — 20% nylon. Axminster-gólfteppi 80% acrylic — 20% nylon. Wilton-gólfteppi 80% ull — 20% nylon. Wilton-gólfteppi 80% acrylic — 20% nylon. SMIDJUVEGI6 SIMI44544 )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.