Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 29 í síðasta Vísnaleik var varpað fram þessum fyrrihluta: Spurning þessi komst á kreik hvort keypti Davíð ölið. R. Valdimarsson, Akureyri, botnar: Keypti vist, en lenti í leik við lagamanna-„bölið“. Og Móri kvað: Varla er með hýrri há Halldór á Kirkjubóli, úr því að Davíð ölið má eiga i lagaskjóli. Þóra Jóhannsdóttir sendi botn við fyrrihlutann: Þetta er orðin lota löng og litlu breytir Svavar. Botn Þóru: Fylgjum við með visnasöng vinstri stjórn til grafar. Vísan „Fallega spillir frillan skollans öllu“, sem getið var í síðasta þætti, er í Kvæðum Stefáns Olafssonar, síðara hefti, bls. 48, eins og Sturla Friðriks- son erfðafræðingur hefur bent mér á. Þar er vísan í nokkuð annarri gerð og þess jafnframt getið, að í tveim elztu handritun- um sé hún eignuð Stefáni, en í öðrum Guðmundi Bergþórssyni á Arnarstapa á Snæfellsnesi, sem fæddur var 1657 og dáinn 1705. Hann var eitthvert mæt- asta og mikilvirkasta sálma- skáld sinnar tíðar. Stefán Þorláksson hefur sagt mér þá sögu, að einhverju sinni hafi Húsvíkingar skipað matvör- um út á bát til flutnings til Grímseyjar. Fúsi datt í sjóinn með mjölpoka á bakinu, en bjargaði sér svo snarlega upp í bátinn að pokinn blotnaði naum- ast. Þegar upp í bæ kom var sagan sögð á þá leið, að hann hefði gengið á vatninu: Fúsi ekki frægðar missti, fótaði sig á vatninu; labbaði eftir lausum Kristi með liðuga vætt á bakinu. Um höfund er mér ókunnugt. Sigurgeir Þorvaldsson í Keflavík skrifar: „Fyrir 30—40 árum, þegar ég var ungur og upprennnandi, orti ég vísu (sem er á bls. 129 í Hrærigrautnum (ljóðabók Sigurgeirs)), sem er sérkennileg að því leyti, að hún geymir alls 28 „L“. En allar götur síðan hefur mér aldrei tekizt að afla mér upplýsinga um það, hvað sá bragarháttur nefn- ist. Þætti mér vænt um, ef einhverjir lesendur þáttar þíns gætu frætt mig um það á ótvíræðan hátt. Gerist ég því svo djarfur að senda þér vísu þessa til birtingar: Fjallahjallar fyllast mjöll, fullir bulla allir —. Köllum tröllin illust öll —, ellin fellir hallir. Eins og þú sérð er samhengið ekki upp á marga fiska, en hver lína fyrir sig hefur við góð rök að styðjast." Ég kann ekki að greina ná- kvæmlega þetta afsprengi al- dýruháttar en set hér til gamans gagraljóð úr háttalykli Þorláks sýslumanns Guðbrandssonar, sem uppi var á 17. öld. Sam- kvæmt Bragfræði síra Helga Sigurðssonar er vísan frum- sneydd,' síðaðalhend að mestu (stíma), aldýr og fl.: Doskaðu lúskra litlum fausk. lyskraðu horskur moskan þorsk. roskaðu fúsk allt. fitl um spaugsk. fiskaðu sposkur þroskað gozk. Hver getur nú skilið þessa vísu! Kristján Karlsson kveður: Hallvarður prestur á Hól cr hálfgildings skrapatól. Hann gleymdi hér eyra og einhverju fleira, sem lá andartak kyrrt í hans stól. Til tilbreytingar legg ég fyrir lesendur gátu, sem mér er sagt að sé eftir Ingimund Magnússon í Bæ í Króksfirði, — og væri skemmtilegt að fá eitthvað meira af henni að frétta, svör við henni eða allt aðrar gátur við að glíma: Kyngdi ég eitt sinn kviðardýpi, i klækjaskemmtun það kramdist lengi, en komst með hnykkjum; sentist út um Sigríðarauga þótt sundrað væri; þaðan eins og leiðir lágu til lægri byggða. Þar tók sá við er Þór minnkaði og þagnar gáta. Og síðan er það fyrri hluti frá Margréti Ólafsdóttur, hring- hentur: Má ég, góði, með þér enn munda ljóðastrengi. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. 17. febrúar Athugið vildarkjörin a 4 mánuöum Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800. v/Austurvöll Sími26900 Austurstræti 12 Sími 27077 Austurstræti 17 Sími26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.