Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 31 Fósturnemar halda tombólu og kökubasar TOMBÓLA og kökubasar verður haldinn í Fósturskóla íslands í húsi skólans við Sundlaugaveg á morgun, sunnudaginn 3. febrúar, klukkan 14. Þar verður margt góðra muna, til dæmis mikið af leikföngum og ljúffengar kökur. Kökubasarinn og tombólan er til að fjármagna námsferð 3. bekkjar til írlands. INNLENT Takmarkanir gagnvart bátum og togurum Reglurnar gagnvart bátaflotan- um eru sem hér segir. 1. A tímabilinu frá hádegi 29. marz til hádegis 8. apríl eru allar þorsk- veiðar bannaðar. 2. Á tímabilinu 26. júlí til 4. ágúst að báðum dögum meðtöldum eru allar þorskveiðar bannaðar. 3. Frá 20. desember til 1. janúar að báðum dögum meðtöldum eru engar Nýr frá ítalíu RHmo Miklar takmark- anir á þorskveið- um á þessu ári Á FUNDI stjórnar Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna á fimmtudaginn var samþykkt að mæla með þeim hugmyndum um þorskveiðitakmarkanir á árinu 1980, sem sjávarút- vegsráðuneytið afhenti fulltrúum LÍÚ á fundi með hagsmunaaðilum sjávar- útvegsins sama dag. Þessar hugmyndir hafa verið að þróast í viðræðum ráðu- neytisins við hagsmunaað- ilana í janúar og þær lágu fyrir í endanlegri gerð i lok mánaðarins. 1 þessum hugmyndum er gengið út frá því, að þorskaflinn á árinu verði svipaður og árið 1979 eða um 850 þús- und lestir, en fiskifræð- ingar höfðu lagt til 300 þúsund lesta hámarks- þorskafla á árinu 1980. það mun hafa verið skoðun þeirra, sem að þessum hug- myndum unnu, að ekki væri fært að verða við tillögum fiskifræðinganna m.a. með hliðsjón af því, að við ákvörðun fiskverðs um áramótin var afkoma út- vegsins á þessu ári metin á þeim grundvelli, að afli yrði sá sami og á árinu 1979. Morgunblaðið sneri sér til Kristjáns Ragnars- sonar formanns LÍU og spurði hann í hverju þær þorskveiðitakmarkanir væru fólgnar, sem stjórn LÍÚ hefur nú samþykkt fyrir sitt leyti. Kristján veitti blaðinu eftirfarandi upplýsingar: þorskveiðar heimilaðar. 4. Þorsk- veiðar með netum eru óheimilar frá 15. júlí til 15. ágúst. 5. Þorskveiðar togbáta eru óheimilar fyrstu viku maímánaðar. Reglurnar gagnvart togaraflot- anum eru sem hér segir: Þorsk- veiðar togara verða takmarkaðar við 15% af afla minnst í 9 daga í senn á eftirfarandi tímabilum: 1. 27 daga í janúar til apríl, þar af 10 daga um páska. 2. í 18 daga í maí og júní. 3. í 36 daga frá 1. júlí til 15. ágúst. 4. í 18 daga frá 1. desember til áramóta. Viðmiðunarmörk fyrir bátana á þessum tímabilum eru í fyrsta lagi 75 þúsund tonn í aprílbyrjun og 110 þúsund tonn í maíbyrjun. Fyrir togarana eru viðmiðunar- mörk 65 þúsund tonn í maíbyrjun og 108 þúsund tonn í ágústbyrjun. Hreyfanleiki í f jölda stöðvunardaga Þær aðgerðir, sem fyrirhugað er að grípa til með tilliti til ofan- greindra viðmiðunarmarka, eru þessar: 1. Ef þorskafli bátaflotans frá áramótum til marzloka verður yfir 75 þúsund lestir verður neta- vertíðin stytt sem svarar einum degi fyrir hver 1500 tonn, sem eru umfram 75 þúsund tonn 1. apríl. Reynist þorskafli yfir 110 þúsund tonn 1. maj verður vertíðin stöðv- uð með fjögurra daga fyrirvara. Þetta byggir á því, að vetrarvertíð bátaflotans verði svipuð og í fyrra. 2. Verði þorskafli togara frá áramótum til aprílloka yfir 65 þúsund tonn verður takmörkunar- dögum í maí fjölgað um einn fyrir hver 750 tonn, sem afli er umfram viðmiðunarmarkið, og á sama hátt fækkað fyrir hver 750 tonn, sem á vantar 65 þúsund tonna afla 1. maí. Takmörkunardögum seinustu fimm mánuði ársins 1980 verður fjölgað um einn fyrir hver 500 tonn, sem afli togaranna er um- fram 108 þúsund tonn í júlílok og sama hátt fækkað um einn dag fyrir hver 500 tonn, sem á vantar 108 þús.tonna þorskafla togaranna hinn 1. ágúst. sunnudag kl. 10—6 í Sýningarsal okkar aö Síöumúla 35. ÞRGERÐ 1980 Nýr bíll frá Póllandi I PDLDNEZ Glæsilegur bíll á ótrúlega hagstæöu veröi frá 4.200.000.- 127 STANDARD 127 CL 127 TOP 127 SPORT Fiat 127 er löngu landskunnur fyrir gæöi. Bíll sem allsstaöar hefur slegiö í gegn og fengið fjölda verölauna. Af mörgum talinn bíll áratugarins. FLAGGSKIP FL0TANS 132 GLS sparneytinn og giæsilegur bíli. Sýnum einnig 131-Racing lál CL. 131 SUPER FÍAT EINKAUMBOO A ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.