Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Lækkar hitakostnadinn SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980 Sumaráætlun Flugleiða Obreytt sætafram- boð á Evrópu — níu f erðir vikulega til Ameríku I athu^un að bætaþriðju Attunni við í Ameríkuflu>íið FLUGLEIÐIR hafa nú ákveðið fjölda ferða í sumaráætl- uninni fyrir millilandaflugið, en sú áætlun hefst 1. apríl n.k. Áætlunin miðar við óbreytt sætaframboð á Evrópuleiðum, en talsvert dregið úr sætaframboði á Norður-Atlantshafsleiðinni. Sumaráætlunin miðar við að flojfið verði^með tveimur DC-8 þotum, en væntanlega verður þriðja Áttan einnig inni í myndinni. Verður það ákveðið mjög fljótlega. Ljósm. Mbl. Sík. Siitm. Framsókn og Alþýðubandalag: Bíða eftir svörum frá Gunnari Thoroddsen „SÁ MISSKILNINGUR hefur komið fram, að þessi stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen sé samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks. Það er ljóst að svo er ekki. Hér er um að ræða ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Gunnars Thoroddsen og stuðningsmanna. Spurningin er bara, hverjir eru stuðningsmenn Gunnars,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins í samtali við Morgunblaðið í gær. Steingrímur hafði óskað eftir skýrum svörum frá Gunnari fyrir þingflokksfund framsóknarmanna, sem átti að hefjast klukkan 14 í gær, en Gunnar tilkynnti þá, að hann þyrfti lengri frest. Þá hefur komið upp spurning um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Grön- dal kvað í gær óljóst, hvort alþýðuflokksmenn veittu henni stuðning, þingflokkur þeirra hefði ekki fjallað um það, en húgsanlega gætu þeir varið slíka stjórn vantrausti. við að til úrslita drægi um 4ra flokka viðræður. I gær var haldinn þingflokksfundur í Alþýðuflokkn- um og strax á eftir var flokks- stjórnin kölluð saman. Fundarefn- ið var að ræða stjórnmálaviðhorf- ið. Þá er miðstjórnarfundur í Framsóknarflokknum í dag. 17 ferðir á mann í skíðalyftu á síðasta Flogið verður 26 ferðir á viku til Evrópu með Boeing- vélum félagsins, m.a. nýju vél- inni, og tvær ferðir á DC-8. Sætaframboð á Skandinavíu, Bretland, Þýzkaland og Frakk- land verður sem næst óbreytt frá s.l. ári, eða 3% minna. A Atlantshafsleiðinni verður flogið tvisvar í viku frá Kaup- mannahöfn um ísland til New York. Þá verða 4 ferðir á viku á milli Luxemborgar og New York en óákveðið er ennþá hve margar af þeim ferðum verða með millilendingu á Islandi. Þá verða þrjár ferðir á viku milli Luxemborgar og Chicago, en einnig er óákveðið enn hve margar af þeim ferðum verða með millilendingu á íslandi. S.l. sumar voru 6 ferðir á viku til New York og 5 til Chicago, en þá voru einnig 3 ferðir til Baltimore sem falla nú niður. Samkvæmt upplýsingum í flugheiminum hefur staða bandarískra flugfélaga á Norður-Atlantshafleiðinni versnað mjög að undanförnu og einnig annarra flugfélaga. M.a. hefur írska flugfélagið Airling- us tilkynnt, að það muni hætta flugi til tveggja borga í Banda- ríkjunum og er Chicago önnur borgin. Þar hafa Flugleiðir og Airlingus haft samvinnu um afgreiðslu á flugvellinum. Bandaríska flugfélagið Nation- al sem Pan Am yfirtók hefur nú hætt flugferðum milli Amsterdam og New York og Miami og Amsterdam og bandaríska flugfélagið North West Orient hefur fellt niður meirihluta flugferða að undan- förnu til Skandinavíu vegna fárra farþega. Siglufjörður: 600 þúsund fyrir þriggja daga vinnu Siglufiröi. 2. febrúar. UNDANFARNA þrjá daga hefur verið unnið við útskip- un á liðiega þrjú þúsund tonnum af fiskimjöli til Eng- iands, þar af um 950 tonn í Svaninn. Mikil uppgrip hafa verið hjá starfsmönnum sem við þennan útflutning unnu og fengu menn að jafnaði fyrir þriggja daga vinnu um 600 þúsund krónur, en þess ber að geta í því sambandi, að um akkorðsvinnu er að ræða og unnið er allt að 12 klukkutíma á dag. — Fréttaritari. Steingrímur Hermannsson sagði fyrir þingflokksfund fram- sóknarmanna í gær, að Gunnar hefði ekki getað nefnt ákveðna stuðningsmenn síns. A þingflokks- fundinum hafi verið ætlunin að taka ákvörðun um viðræður við Gunnar Thoroddsen, en hann kvað erfitt að taka afstöðu eins og málið væri í pottinn búið. Þegar Steingrímur var spurður um nöfn þeirra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, sem Gunnar hefði nefnt, varðist hann allra frétta, en sagði: „Við vitum um ýmsa velviljaða menn og höfum orðið þess varir að þetta fær góðan tón meðal fólks. Alþýðubandalagsmenn biðu líka svara frá Gunnari. Þeir hafa vegna viðræðnanna við Gunnar sett bremsu á samtöl við alþýðu- flokksmenn um grundvöll að ný- sköpunarstjórn. Alþýðuflokks- menn svöruðu því í fyrradag með því að hreyfa við Stefaníumunstr- inu og buðu Framsóknarmönnum, að þeir fengju forsætisráðherra slíkrar stjórnar, sem þó skyldi ekki vera Steingrímur Hermanns- son, heldur Tómas Árnason. Þetta tilboð hlaut engar undirtektir framsóknarmanna og segja al- þýðuflokksmenn að útilokað sé að ræða við framsóknarmenn á með- an botn hafi ekki fengizt í stjórn- armyndunartilraun Gunnars Thoroddsen. í gærmorgun hittust svo full- trúar flokkanna fjögurra, Geir Hallgrímsson, Steingrímur Her- mannsson, Ragnar Arnalds og Benedikt Gröndal, í Þórshamri. Ákveðið var í fundarlok að for- mennirnir hittust aftur klukkan 16 í gær og var þar jafnvel búizt 17 ferðir á mann í skíðalyftu á síðasta ári í VETUR hefur verið gott skiðafæri í Biáfjöllum og einn- ig víðast hvar annars staðar í skíðalöndum þeirra, sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Stöð- ugt fleiri leita í fjöllin og skíðaíþróttin er sennilega orð- in vinsælasta almennings- íþróttin. Það eru þó ekki lengur skíðabrekkurnar, sem heilla, því að gönguíþróttin vinnur stöðugt á. Ef aðeins er litið á skíða- íþróttina þá voru farnar hátt í 1,2 milljónir ferða í skíðalyft- um sveitarfélaganna, sem standa að fólkvanginum í Blá- fjöllum og í Hveradölum. Hjá skíðafélögunum sjálfum varð einnig mikil aukning aðsóknar á síðasta ári og ekki fjarri lagi að ætla, að hátt í 2 milljónir ferða hafi verið farnar í skíða- lyftum í nágrenni Reykjavíkur. Þýðir þetta í raun að hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu hafi farið næstum 17 sinnum í skíðalyftuna á síðasta ári. Ef farið er fimm ár aftur í tímann, kemur í ljós að í skíðalyftunni í Hveradölum voru farnar 117 þúsund ferðir árið 1974 og er því um meira en tíföldun að ræða á fimm árum. Sjá nánar bls. 26. „Sífellt fleiri sjást á skokki um allan bæ“. Stefnt að 350 þúsund lesta þorskafla i ár: Þorskveiðar togara stöðvaðar í 99 daga Takmarkanir breytast samkvæmt þróun veiðanna SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTIÐ hefur ákveðið tak- markanir á þorskveiðum á árinu 1980 og hefur þegar verið gefin út reglugerð um takmarkanir á tímabílinu febrúar—apríl. Ráðuneytið vann í janúarmánuði að mótun aðgerða til stjórnunar þorskveiða ásamt full- trúum hagsmunaaðila sjávarútvegsins og á fundi 30. janúar samþykkti stjórn LÍÚ fyrir sitt leyti að mæla með þeim lokadrögum, sem fyrir lágu: fela Aðgerðirnar fela i sér m.a. eftirfarandi: • Gengið er út frá því að þorsk- aflinn verði 350 þúsund lestir eins og í fyrra sem fiskifræðingar höfðu lagt til 300 þúsund lesta hámarksafla. • Þorskveiðar báta verða bannað- ar í viku um páska, í viku um verzlunarmannahelgi og 10 daga um jól og áramót. Netaveiðar verða bannaðar í einn mánuð í sumar og togveiðar báta í eina viku í byrjun mái. • Þorskveiðar togara verða tak- markaðar við 15% af afla í alls 99 daga á árinu, 27 daga í janúar til apríl, 18 daga í maí og júní, 36 daga frá 1. júlí til 15. ágúst og 18 daga í desember. • Sett eru ákveðin viðmiðunar- mörk um aflamagn togara annars vegar og báta hins vegar fyrir viss tímabil á árinu. Herðist á aðgerð- um á seinni tímabilum, ef farið er fram úr viðmiðunarmörkum á fyrra tímabili en slakað á tak- mörkunum, ef aflamagn sam- kvæmt viðmiðunarmörkum næst ekki. Þetta eru nýmæli. • Á þeim tíma sem aflatoppur hefur verið mestur undanfarin ár hjá togurunum í júlí og ágúst er 36 daga þorskveiðistopp á 46 daga tímabili. Þetta eru einnig nýmæli og er talið hafa mikil áhrif til aflatakmörkunar. Sjá „Miklar takmarkanir á þorskveiðum“ á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.