Morgunblaðið - 05.02.1980, Page 14

Morgunblaðið - 05.02.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 Ágætu Hvatarkonur og aðrir fundargestir. í þessu spjalli mun ég fyrst víkja að stöðu og hlut- verki Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum Islands, síðan að stöðunni nú eftir kosningar og tveimur atriðum í undirbúningi flokksins að kosningum. Verður síðan vikið að stjórnmálahorfum og meðal annars að því, hvernig ástand í stjórnmálum umheimsins tengist horfum á íslandi. Loks verður fjallað um þátt Sjálfstæð- isflokksins í framvindu stjórnmál- anna hér eftir. I>ar scm frelsið þrífst cnnþá Það sem í sumum löndum er sjálfsögð hversdagsnauðsyn hins almenna borgara, er í öðrum löndum fágætur eða ófáanlegur munaður. Svo er um frelsið til að Við, sem færðumst neðar á lista flokksins í prófkjörinu, getum hins vegar alls ekki áfellzt þá, sem lögðu í mikinn áróður og auglýs- ingar í prófkjörinu. Slíkt var smekksatriði og heimilt öllum, þótt við kysum að beita því ekki. Menn færa það stundum fram, að niðurstaða prófkjara valdi of mörgum of miklum sárindum. Staðreyndin er sú, að niðurröðun á lista getur valdið sárindum engu síður, þótt prófkjör sé ekki við- haft. Að öllu samanlögðu tel ég, að uppgjöf fælist í því, ef prófkjörin yrðu af lögð. Hitt má satt vera, að nokkurn tíma taki fyrir flokkinn að finna heppilegasta formið og reglurnar fyrir framkvæmd þessarar lýð- ræðislegu aðferðar. Slíkt verður að gerast með mjög góðum fyrir- vara fyrir almennar kosningar, svo að nægilegur tími gefist til að kynna þær vel fyrir kjósendum. verður því miður, að því er virðist, í fyrirsjáanlegri framtíð. Slökun- arstefna er til lítils gagns, ef hún er ekki gagnkvæm. Undanhald fyrir ítrekuðu ofbeldi er allt annað en það, sem nefnt er slökun í pólitískum samskiptum eða „de- tente“. Valdataka mcð tvennum hætti Kommúnistar geta náð völdum yfir ríkjum með tvennum hætti. Annars vegar utan frá og hinsveg- ar innan frá, með því að ná tökum á stofnunum þjóðfélaganna, sam- tökum og ráðuneytum. Munurinn á afleiðingum þessa tvenns skýrist bezt af því, sem Milovan Djilas sagði um Evrópukommúnismann í viðtali við brezka tímaritið „En- counter": „Evrópukommúnisminn sem þjóðskipulag þyrfti e.t.v. ekki gleyma að bæta við kostnaðinum við hernaðinn í Afganistan, eink- um fjárhagslegum, en einnig í mannslífum. Það er venja, að segja að í Sovétríkjunum sé ekki um neitt almenningsálit að ræða. Þetta er ekki rétt nema að hluta, því að öruggt er, að það mun ýta við hinum óbreyttu borgurum, þegar kisturnar fara að koma frá Afganistan." Þarna er komið að mikilvægu atriði, almenningsálit- inu, sem kann að veita sterkustu vonina um að hægt sé að koma einhverju viti fyrir ógnarstjórn sovétmanna. Ein Ieið að sama marki er að sem flestar þjóðir andmæli með því að hætta við þátttöku í Ólympíuleikunum, sem Sovétmenn ætla að halda stjórn arfari sínu til dýrðar. Tæpast gæti nokkur friðsamleg aðgerð orðið áhrifameiri gagnvart almenningi, er síðan gæti e.t.v. myndað þrýst- ing á ríkisstjórnina austur þar til Ragnhildur Helgadóttir: Staða Sjálfstaeðisflokksins og horfur í stjórnmálum tjá skoðun sína opinberlega og berjast fyrir henni, þótt hún gangi gegn skoðun ríkjandi afla. Þaö er ástæða til að minna á þetta um þessar mundir, þegar enn á ný hefur borizt til þess hluta heims- byggðarinnar, sem fréttir fær, alvarleg áminning um ásýnd kommúnismans og aðvörun um að vernda fyrir kommúnísku valdi þau þjóðfélög, þar sem frelsið þrífst ennþá. Illutverk frá upphafi Stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenzkum stjórnmálum mætti skýra með fáum orðum, er fela í sér það, sem hefur verið hlutverk hans allt frá stofnun hans, en það er að vera Fjöldaflokkur gegn sósíalisma og öfgastefnum. í þessa staðreynd ásamt gæfu i mannvali hefur Sjálfstæðisflokk- urinn sótt styrk sinn og á þessu byggist stærð hans. Ég veit ekki, hvort menn hafa velt því mikið fyrir sér, hvernig orðið hefði að búa á Islandi án þessarar stöðu Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill eiga einhverjir sagnfræðingar framtíðarinnar eftir að gera sér og öðrum grein fyrir því, hvernig ætla megi, að framvinda mála hefði orðið þá. Ég veit að ég þarf ekki að spyrja, við erum öll sammála um að ekki veiti af slíkum flokki á Islandi og sízt nú. Staðan eftir kosningar Ætla mætti af ýmsum umræð- um, sem fram hafa farið eftir kosningarnar nú í desember, kveini um misheppnaða stefnu- mörkun, flokksþrengsli og fleira, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ósköp illa staddur. Flokkurinn jók þó heildarfylgi sitt um 2,7%, er nú sem fyrr langstærstur stjórn- málaflokkanna í landinu og hefði þess vegna mjög eðlilega stöðu til að vera í forustu lýðræðisaflanna, hvað sem líður tali manna um sjálfheldu í stjórnmálum. I vonbrigðum sínum yfir að fylgisaukning flokksins skyldi ekki verða mun meiri, hafa menn aðallega kennt tvennu um: annars vegar stefnumörkuninni í efna- hagsmálum og hins vegar próf- kjörum. Ég 'neld, að hvorugt sé rétt, orsök vonbrigðanna hafi fremur verið okkar eigin bjartsýni almennt og trú á sterka stöðu eftir óstjórn vinstri manna. Umfram allt verður okkur að endast kjarkur til að halda áfram ákveðinni stefnumörkun, þannig að fólki sé jafnan skýrt frá því fyrir kosningar, sem gera á eftir kosningar. Slíkt gerir allan kosn- ingaundirbúning markvissari, auk þess sem það er sjálfsögð kurteisi gagnvart kjósendum. Prófkjörin í leit sinni að sökudólgi eftir kosningaúrslitin hafa margir vilj- að hengja hatt sinn á prófkjörin-. Það kann að vera rétt að því leyti, sem vinnan við prófkjörsbarátt- una tekur orku og tíma frá hinum mikla fjölda flokksmanna, sem ver tíma sínum í aðalkosningabar- áttuna. Þess gætir þeim mun meira sem tíminn er skemmri frá upphafi prófkjörsbaráttu til aðal- kosningabaráttu. Hinn skammi tími, sem leið frá þingslitum í haust og til prófkjörs og síðan aðalkosningabaráttu strax á eftir, olli því, að nokkrir frambjóðendur vildu síður ónáða mikinn fjölda af aðalbaráttuliði flokksins fyrir sig persónulega. Við það bættist, að skammur tími var liðinn frá síðasta prófkjöri. Því miður voru mörg dæmi um það, að prófkjörsreglurnar komust ekki nægilega vel til skila að þessu sinni. Ný viðhorf í alþjóðamálum Víkjum nú að horfum í stjórn- málum. Hér innanlands yfir- skyggir langvarandi stjórnar- kreppa allt sviðið. En í alþjóða- málum hefur ofbeldi og yfirgang- ur heimskommúnismans stórlega breytt stöðu mála til hins verra með innrásinni í Afganistan og auknum ofsóknum á hendur and- ófsmönnum. Viðbrögð íslendinga skipta máli Sú hugsun gerist æ áleitnari, að okkur Islendingum ætli að ganga erfiðlega að draga af þessu réttar ályktanir. Svo er að sjá, sem flestar Evrópuþjóðir skoði veru- leika sinna eigin landa í ljósi þessara nýju atburða. Ljóst er, að geysimiklu máli skiptir, hvernig Islendingar, með nokkrum hætti lykilþjóð í Norður-Atlantshafs- bandalaginu, þótt lítil sé, bregðast við. Tilvera bandalagsins er ein- ungis einn þáttur viðnámsins gegn heimskommúnismanum, varnar- bandalag gegn árás erlends ríkis. Ýmsir hafá látið hræða sig til andvaraleysis af ótta við að vera kenndir við kalda stríðið, sem svo var nefnt. I ræðu, sem Hörður Einarsson ritstjóri hélt á fundi Varðbergs um Island og Afganist- an, benti hann á, að „kalda stríðið" hafi í rauninni ekki verið annað en nafn á viðnámi gegn kommúnismanum. Vissulega er þetta rétt. Óraunhæft er að tala um slökunarstefnu nú, og svo að fela í sér yfirráð Sovétríkjanna, en væri hins vegar þjóðleg útgáfa af því stjórnarfari, sem þar er.“ Við þetta má bæta, að menn vita ekki stundinni lengur, hvort það er Moskvulínan eða önnur lína, sem ræður í þeim flokkum Evr- ópu, sem eru hinir raunverulegu pólitísku samastæðir kommún- ista, hvert sem nafn þeirra er þá og þá, eins og t.d. Alþýðubanda- lagið hér á landi. Nýlegt dæmi um sveiflur af þessu tagi er, þegar franski kommúnistaflokkurinn tók, einn evrópskra kommúnista- flokka, afstöðu með Moskvu til innrásarinnar í Afganistan, en skömmu síðar tók leiðtogi flokks- ins Marchis gagnstæða afstöðu í sambandi við meðferðina á Sak- harov. Hvort sem þetta er Evrópu- kommúnismi eða ekki, þá er aðal- atriðið það, sem Morgunblaðið minnti á í ritstjórnargrein nú fyrir skömmu: „kommúnismi með mannúðlegt yfirbragð er ekki til“. Almcnningsálit í Sovétríkjunum Hinn 15. janúar birtist í franska blaðinu Le Monde forystugrein, þar sem fjallað var um yfirlýs- ingar Brésnefs í Prövdu hinn 13. jan. og hvernig hann reyni með framkomu sinni að reka fleyg í samstöðu vesturveldanna og fá eitthvert þeirra til slökunar. Blað- ið rekur, hvernig út úr yfirlýsing- um Brésnefs megi lesa óvissu um stöðu Sovétríkjanna, vegna for- dæmingar fjölmargra ríkja, þar á meðal hlutlausra og viðbragða Bandaríkjanna, sem e.t.v. urðu harkalegri en Sovétmenn bjuggust við. Blaðið segir: „Þarna er um að ræða stöðu, sem er meira en neikvæð (fyrir Sovétríkin), ef á heildina er litið. Og þá má ekki að létta ógnum og stuðla að mannréttindum. Brésnef og Evrópa Að mínu mati hefðu íþrótta- menn sóma af slíkri ákvörðun. Menn myndu skynja alvöruþung- ann, því að öllum er Ijóst að íþróttamenn hætta ekki að gamni sínu við þátttöku í Ólympíuleik- um. Ég vitna á ný til greinarinnar í Le Monde: „I þessari stöðu er eðlilegt, að Kremlverjar reyni að taka hið diplómatjska frumkvæði og hafi í hótunum. Þá er Vestur- Evrópa bezti staðurinn til að byrja á. Reyna þar að láta menn gleyma innrásinni. rjúfa sam- stöðu Nató-ríkjanna og reyna að sanna, að slökunarstefnan sé ennþá möguleg. Það er vegna þessa, sem Moskvumenn hafa hingað til gætt sín á því að ráðast aðeins að Bandaríkjamönnum, en hafa hlíft forráðamönnum Evr- ópu, þótt þeir hafi gerzt „sekir" um að fordæma innrásina í Kabúl. Það er vegna þessa, sem Brésnef snýr hlutunum við og sakar Carter um að hafa Afganistanmálið að yfirskini til þess að spilla slökun- arstefnunni. Og það er þess vegna sem aðalritarinn lýkur orðum sínum á því að hvetja Evrópu- menn til að auka öryggi sitt og vinna að friðsamlegri samvinnu á meginlandinu." Að lokum segir hið franska blað: „Við erum greinilega stödd í upphafi nýrra diplómatískra átaka, sem líklegá munu magnast á komandi dögum. Carter hefur þegar gert sér grein fyrir þessu og því sendir hann utanríkisráðherra sinn til að tala hug í Evrópumenn og hvetja þá til að láta ekki blekkjast af þessari nýju fram- komu Sovétmanna. Og þá er það Evrópu að kjósa sér stað á þessu nýja skákborði." íslandskynning í London og þremur borgum í Frakklandi DAGANA 12.—28. feb. n.k. mun verða efnt til víðtækrar kynn- ingar í Strassbourg, París, Lyon og London, er tekur bæði til almennrar landkynningar og kynningar á ferðamöguleikum frá þessum löndum til íslands, svo og kynningar á útflutnings- vörum okkar. Standa að kynningu þessari Flugleiðir hf. og Ferðamálaráð íslands annars vegar; en Álafoss hf., Hilda hf. og Utflutnings- miðstöð iðnaðarins hins vegar, ásamt Búvörudeild S.Í.S. og Sölu- stofnun lagmetis, en allir þessir aðilar skipta með sér kostnaði við kynninguna. Sendiráð íslands í París og fulltrúi Flugleiða þar hafa haft frumkvæði um málið, en Sveinn Björnsson viðskipta- fulltrúi við sendiráðið hefur starfað sérstaklega að undirbún- ingi þessara mála undanfarið. íslenskur matur verður fram- reiddur á veitingahúsum á öllum stöðunum og mun Hilmar Jóns- son, veitingastjóri Hótels Loft- leiða sjá um hann. Þá verður íslenska ullarvaran kynnt með tískusýningum, en jafnframt gefst væntanlegum kaupendum kostur á að kynna sér vöruna sérstaklea og ræða við umboðs- menn í Frakklandi og fulltrúa fyrirtækjanna héðan. Sama gild- ir um matvöruna. Hvað land- kynningarþáttinn áhrærir verða landkynningarkvikmyndir og ljósmyndir sýndar, erindi flutt, sýning verður haldin á íslenskum málverkum eftir Valtý Pétursson og Jónas Guðmundsson og ýmis- legt fleira verður gert til að vekja athygli á íslandi. Er þetta í fyrsta skipti sem þessir aðilar allir standa sameig- inlega fyrir jafn víðtækri kynn- ingu á landinu og ýmsum helstu útflutningsvörum, svo sem ull- arvörum, lambakjöti og lagmeti og er það mat allra þeirra aðila er unnið hafa að hinum víðtæka undirbúningi, að kynning sem þessi sé llkleg til að vekja áhuga fyrir íslenskum málefnum á við- komandi markaðssvæðum, m.a. kynningu í fjölmiðlum og per- sónulegum viðtölum við hina ýmsu viðsemjendur í borgunum fjórum," segir að lokum í frétt frá Ferðamálaráði íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.