Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 23 HK lagði IR LIÐ HK hefur sýnt miklar fram- farir í síðustu tveimur leikjum sínum í íslandsmótinu í hand- knattleik. Á laugardag sigraði liðið ÍR með 19 mörkum gegn 15 og var sá sigur bæði sanngjarn og verðskuldaður. Lið HK barðist af miklum dugnaði allan tímann og gaf aldrei þumlung eftir. Liðinu tókst að ná forystunni snemma í fyrri hálfleik og leiddi síðan allan leikinn og lengst af með fjórum mörkum. í fyrri hálfleik átti Jón Einars- son stórleik og lék þá varnarmenn ÍR oft grátt er hann plataði þá í horninu og braust í gegn og skoraði hann ekki færri en fimm mörk í fyrri hálfleik, öll úr hornunum. Varnarleikur HK svo og mark- yarsla var mjög góð, og gekk ÍR-ingum afar illa að finna glufur í vörninni og skoruðu varla mark nema þá úr vítaköstum, enda sóknarleikurinn afar tilviljana- kenndur og ráðleysislegur lengst af.. í síðari hálfleiknum hafði HK ávallt frumkvæðið í leiknum og lék oft vel. Er ástæða til að ætla að liðið geti bjargað sér frá falli ef svo heldur sem horfir. Bestu menn HK í leiknum voru Einar Þorvarðarson markvörður og Hilmar Sigurgíslason. Þá átti Jón Einarsson stórgóðan leik í IR — HK 15:19 fyrri hálfleik. Hjá ÍR bar enginn einn af öðrum. Liðið var afar slakt og meðalmennskan alls ráðandi. I stuttu máli: tslandsmótið 1. doild. LauKar- dalsholl 3. febrúar ÍR-HK 15-19 (7-10). MÖRK ÍR: Bjarni Bessason 5. Bjarni llákon- arson 5 allt víti. Steurður. Ársæll. Guðjón. Bjarni Bjarnason os Pétur eitt mark hver. MÖRK HK: Ililmar 7 (1 v). Jón 6. Kristján \ (2v) ok Kristinn 2. BROTTVlSUN AF VELLI: Rajínar Ólafsson IIK í 2 min. ok Bjarni Hjarnason ÍR i 2 min. MISNOTUÐ VÍTAKÖST: Rannar Ólafsson IIK skaut i stonn ok framhjá ok misnotaði tvö. Þórir Flosason varði hjá Kristjáni Gunnarssyni á 55. mín. ok Einar Þorvarðar- son varði tvíveKÍs. fyrst hjá Bjarna Hákon- arsyni ok síðan hjá SÍKurði Svavarssyni. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Óli Olsen ok daindu þeir vel. — þr. HSV sparkaði í Bayern! HAMBURGER SV gerði sér lítið fyrir og sigraði Bayern Miinchen 3—1 í viðureign risanna í vestur- þýsku deildarkeppninni um helg- ina, en leikurinn fór fram á heimavelli HSV. HSV heldur þvi forystunni i deildinni, hefur 28 stig að loknum 20 umferðum. Bayern hrapaði hins vegar niður í þriðja sætið með 26 stig, en Köln skaust í annað sætið með 6—3 sigri gegn Fortuna Dussel- dorf. • Walter Kelsch skoraði tvívegis er Stuttgart sigraði Frankfurt. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik leiks HSV og Bayern, en snemma í síðari hálfleik var snarlega bætt úr því. William Hartwig skoraði þá fyrir HSV og siðan skoraði Augentayler í eigið net, 2-0 fyrir HSV. Fautin minnkaði muninn seint í leikn- um, en á lokaminútunum innsigl- aði Horst Hrubesch sigurinn með góðu marki. Köln skoraði sex mörk á útivelli og nældi í annað sætið í deildinni. Neuman, Okudera (2) og Cullman komu Köln í 4—0, áður svars var að vænta frá heimaliðinu. Wenzel minnkaði þá muninn í 1—4, en Littbarski skoraði snarlega fimmta mark Kölnar. Skömmu fyrir leikslok skoruðu þeir Zewe og Wenzel fyrir Fortuna, 3—5, en lokaorðið átti Dieter Miiller fyrir FCKöln. Áður en lengra er haldið skulum víð líta á úrslit leikja í deildar- keppninni: Dortmund — Werder Bremen 5:0 Dusseldorf - FC Köln 3:6 Stuttgart — Frankfurt 4:2 Braunschweig — Kaisersl. 0:1 Leverkusen — Duisburg 2:2 1860 Munchen — Uerdringen 4:0 Gladbach — Bochum 3:2 Schalke 04 - Hertha 1:0 Hamburger SV — Bayern 3:1 Það er annað að renna augunum yfir úrslit hér heldur en í ítölsku deildarkeppninni. Borussia Dort- mund hefur verið að ná sér á strik á nýjan leik að undanförnu og liðið skaust í 4. sætið með stór- sigri gegn Werder Bremen,. Voege og Schneider skoruðu í fyrri hálf- leik, Schneider bætti þriðja mark- inu við í upphafi síðari hálfleiks og rétt fyrir lokin var líkkista Werder fullsmíðuð með mörkum Burgsmiiller og Heim. Einstrakt Frankfurt hefur dal- að mikið síðustu vikurnar og enn eitt tapið varð að veruleika um helgina. Stuttgart hafði betur í mjög jöfnum og fjörugum leik. Borchers náði forystunni fyrir Frankfurt, en Hans Múller, Bernd Klotz og Walter Kelsch (2) breyttu stöðunni í 4—1 fyrir Stuttgart og þýddi lítið fyrir leikmehn Frank- furt að fara að sprikla þegar svo var komið. Kóreumanninum Bum Kun Cha tókst þó að skora annað mark fyrir Frankfurt áður en yfir lauk. 1860 Munchen hefur rifið sig upp úr mollu og unnið góða og stóra sigra að undanförnu, síðast 4—0 gegn Bayer Uerdringen. Ab- el, Elbracht, Raubold og Wohlers skoruðu mörk liðsins. Kaminke skoraði sigurmark Kaiserslautern gegn Braunschweig og Elbert skoraði sigurmark Schalke gegn Herthu frá Berlín. Bast skoraði sigurmark Mönch- engladbach gegn Bochum á 90. mínútu leiksins, hafði skorað fyrr í leiknum ásamt Harald Nicke fyrir BMG. Bochum hafði hins vegar komist í 2—0 með mörkum Abel og Tenhagen. Dæmigcrt fyrir viðureign KR og Vals í gærkvöldi — Valsmaðurinn Tim Dwyer gnæfir yfir KR-inga. Mynd Mhl. Kmilia. Öruggur Valssigur á máttvana KR-ingum VALSMENN hafa nú sett stcfn- una á íslandsmeistaratign í körfuknattleik. Þeir sigruðu helstu andstæðinga sína. KR. í Laugardalsholl í gærkvöldi 98— 83. Það fór aldrei á milli mála hvort liðið var sterkara i IIöll- inni. Það var aðeins í byrjun. fyrstu 10 mínúturnar að KR-ingar veittu Valsmönnum verðuga mótspyrnu — eítir það náðu Valsmenn undirtökunum og sigur þeirra var aldrei í hættu. KR-ingar áttu ekkert svar við hinni miklu breidd i liði Vals. Með Tim Dwyer í fararbroddi eygja Valsmenn nú í fyrsta sinn meistaratign í körfunni og eins og máluin er háttað nú virðist ekkert geta komið í veg íyrir að íslandsbikarinn fari að Hlíðar- enda. En auðvitað er varlegt að spá í íþróttum — dæmin sanna það í gegn um árin. Liðlega 600 manns fylgdust með viðureign Reykjavíkurliðanna í Höllinni í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum framan af, eftir 10 mínútur af leik var staðan jöfn, 16—16. Bæði liðin höfðu þá gert sig sek um margar skyssur og skor því lítið. En hraðinn jókst á næstu mínútum og með honum náðu Valsmenn undirtökunum. Þeir breyttu stöðunni í 31—25, síðan á 16. mínútu 39—29. KR-ingum tókst að minnka muninn fyrir leikhlé í fimm stig, 47—42. Hafi KR-ingar gert sér ein- hverjar vonir um sigur í gær- kvöldi þá beinlínis kæfðu Vals- menn þær í fæðingu í byrjun síðari hálfleiks. Þegar á 2. mínútu skildu 14 stig, 58—44. Á 6. mínútu höfðu Valsmenn náð 16 stiga forustu, 66—58. Ljóst var hvert stefndi — KR-ingar áttu ekkert svar við sterkum leik Valsmanna. Þrátt fyrir stórleik Jóns Sigurös- sonar jókst bilið sífellt og á 13. mínútu skildi liðin 21 stig, 84—63. Eftirleikurinn var nánast forms- atriði. Valsmenn léku af skynsemi — reyndu ekki skot nema úr góðum færum og héldu knettinum vel. KR-ingum tókst aðeins að minnka muninn en ekki svo að Valur-KR 98-83(47-42) þeim tækist að ógna sigri Vals- manna — tiL þess kunnu Vals- menn of mikið — til þess voru Valsmenn of góðir. Því var örugg- ur sigur í höfn og eins og mál standa í dag virðist fátt geta komið í veg fyrir að meistaratitill- inn fari að Hlíðarenda. Valsmenn hafa verið á stöðugri uppleið á meðan helstu keppinautar þeirra hafa annað hvort dalað eða staðið í stað — en auðvitað geta veður skipast í lofti. Það hefur gerst áður. I liði Vals í gærkvöldi var hvergi veikan hlekk að finna. Þeir Krist- ján Ágústsson, Torfi Magnússon, Ríkharður Hrafnkelsson að ógleymdum Tim Dwyer — sem er án vafa bezti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni í dag — áttu allir traustan leik. Þá er ógetið þáttar Jóhannesar Magnússonar. Hann átti snilldarleik. Fataðist vart skot, — átti áreiðanlega sinn bezta leik með Val frá upphafi. Skoraði 22 stig á fjölbreytilegan hátt, með glæsilegum langskotum, jafnt sem skotum undir körfunni eftir að hafa unnið frákast. Þá er Jón Steingrímsson vaxandi leik- maður og þó að Þórir Magnússon skoraði ekki mikið þá er hann ávallt hvaða liði sem er drjúgur liðsmaður. KR-ingar áttu ekki nema eitt svar við öllum þessum Vals- mönnum — Jón Sigurðsson. En Jón mátti ekki við margnum, þó snjall sé. Aðrir leikmenn KR stóðu Valsmönnum að baki. Helst að Geir Þorsteinsson sýndi tilburði í síðari hálfleik en hann átti afleit- an fyrri hálfleik. Þó ber að geta að Marwin Jackson lék meiddur, hef- ur ekki náð sér af þeim meiðslum, sem hann hlaut nýverið. Sem liðsheild náðu KR-ingar aldrei upp þeirri baráttu, sem svo oft hefur fleytt þeim yfir erfiða hjalla í gegn um árin. Því fór sem fór — máttvana KR-ingar eygðu aldrei sigurmöguleika gegn sterkum Valsmönnum. Stig Vals skoruðu: Tim Dwyer 30, Jóhannes Magnússon 22, Kristján Ágústsson 20, Torfi Magnússon 10, Ríkharður Hrafn- kelsson og Jón Steingrímsson 6., Þórir Magnússon 4. Stig KR skoruðu: Jón Sigurðs- son 23, Marwin Jackson 17, Geir Þorsteinsson 14, Þröstur Guð- mundsson 12, Birgir Guðbjörnsson og Árni Guðmundsson 6, Garðar Jóhannsson 5. Dómarar voru Guðbrandur Sig- urðsson og Kristbjörn Albertsson og dæmdu þeir af stakri prýði. Ahorfendur voru liðlega 600. H Halls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.