Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 47

Morgunblaðið - 05.02.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1980 47 Lík blökkumanna í langferðabil sem árás var gerð á með eldflaugum ok vélbyssum í austurhluta Rhódesiu. Bíllinn valt og 13 létust samstundis. 24 særðust og nokkrir þeirra Iétust síðar af sárum sinum. Þessi árás er alvarlegasta brotið á vopnahléinu sem tók gildi fyrir um það bil einum mánuði. Houston. I. febrúar. AP. FRED Soudan eigandi Oxford-skipafélagsins í Texas fullyrti í viðtali við Houston Post í dag að hann hefði ekkert að fela og gæti fært sönnur á að hann væri saklaus af ákærum um að bera ábyrgð á hvarfi hráolíu að verðmæti 65 milljóna Bandaríkjadala. eða tæpra 30 milljarða króna. Shell-olíufélagið hefur stefnt Soudan fyrir rétt í London. Segir í stefnuskjali að félagið hafi átt olíu sem landað hafi verið úr einu af tankskipum Oxfordfélagsins í Durban í Suður-Afríku. Að lönd- uninni lokinni hafi tankskipinu verið siglt út fyrir strendur Seneg- al og því 'sökkt þar 17. janúar sl. Krefst Shell 57 milljón dollara skaðabóta fyrir farminn, 193.000 tonn af hráolíu. Sagði Soudan að hann bæri ekki ábyrgð á skipinu eða farmi þess þar sem það hefði verið leigt öðru skipafélagi til 14 mánaða hinn 26. nóvember sl. Skýrt var frá því í dag að skipstjóri á tankskipinu og flestir af áhöfn þess hefðu einnig verið á grísku skipi sem sprengt var í loft upp undan ströndum Líbanon í fyrra. Skipið var á leið frá Kuwait til Saudi-Arabíu með sykurfarm, en því siglt til Líbanons þar sem farmurinn var seldur. Blaðið Sunday Times sagði að skipstjór- inn væri ekki lærður skipstjóri, hefði notað fölsuð líberísk skírteini. Við rannsókn fyrra málsins var hann kyrrsettur í Grikklandi, en þaðan komst hann á fölsuðu bandarísku vegabréfi í byrjun nóvember sl. 35 fangar féllu og 15 er saknað Santa Fc. Nýju Moxíkó. 1. fcbrúar. \P. ELDAR Ioguðu enn í dag í ríkisfangelsi Nýju Mexíkó. tæpum sólarhring eftir að sveitir öry^gisvarða brutu uppreisn fanga á bak aftur. Fundist hafa lík 35 fanga og 15 er enn saknað. Fjöldi fanga særðist í uppreisninni. sem gerð var til að leggja áherzlu á kröfur um ba'ttan aðbúnað í fangelsinu. Bruce King fylkisstjóri tjáði fréttamönnum í dag að sjö hinna 35 látnu hefðu látið lifið vegna ofneyzlu lyfja. Flestir hinna látnu hefðu kafnað í brennandi bygging- um, en sumir verið myrtir. Mörg líkanna fundust í íþróttasal fang- elsisins. Logaði þar enn í rústum í dag og óttast var að þar leyndust enn fleiri lík. Fangauppreisnin stóð í 36 klukkustundir og er sú alvar- legasta frá uppreisninni í Attica- fangelsinu í New York 1971 er 43 menn féllu. Talið er að kosta muni um 50 milljónir dollara að gera við skemmdir á fangelsinu í Santa Fe. Það var hannað til að hýsa 850 fanga, en í því voru 1.136 fangar þegar til uppreisnarinnar kom. Mestur hluti fanganna tók ekki þátt í uppreisninni. Salisburv. i. (cbrúar. AP. ROBERT Mugabe skæru- liðaleiðtogi í Rhódesíu skipaði mönnum sínum í dag að tilkynna sig til tilkynningarstöðva ella ættu þeir von á refsingu. Ifann skipaði einnig mönnum sínum að halda kyrru fyrir í stöðvunum og vera ekki á flakki með vopn sín. Hvatti Mugabe einnig til fundar allra flokkanna níu sem taka munu þátt í kosningunum í lok febrúar. þar sem reynt yrði að finna leiðir til að binda endi á óöld í landinu. Á morgun, þriðjudag, heldur Mugabe fund með Joshua Nkomo öðrum helzta leiðtoga skæruliða. Átti Mugabe í dag fund með Soames lávarði og landsstjóra, sem lét í ljós áhyggjur sínar við skæruliðaleiðtogann vegna brota á vopnahléssamkomulaginu sem samið var um á Lundúnaráð- stefnunni í háust. Hafa fjölmargir fallið í átökum í landinu upp á síðkastið, síðast fórust 16 í eld- flaugaárásum og vélbyssuskothríð á tvo almenningsvagna. Hafa skæruliðar horfið frá tilkynn- ingarstöðvunum að undanfornu. Frú Jenny Cortez (til hægri) og dóttir hennar Trine gráta við hlið ríkisfangelsisins skammt frá Santa Fe. Nýju Mexíkó. Sonur frú Cortez. Henry. afplánar lifstíðardóm í fangelsinu sem fangar lögðu undir sig og höfðu á valdi sínu í 36 tíma. Mæðgurnar urðu óttaslegnar þegar fangaverðir sögðu þeim að ekki væri vitað um afdrif Henrys. Var olivmni stoKð? Mugabe vill fund um ástandið í Rhódesíu Veður Akureyri -3 alskýjaó Amsterdam 7 skýjaó Aþena 15 heióskírt Barcelona 18 léttskýjaó Berlín 0 skýjað Briissel 9 skýjað Chicago -4 skýjað Dublin 6 rigning Feneyjar 7 léttskýjaó Frankfurt 7 rigning Genf 10 rigning Helsinki -1 skýjaó Jerúsalem 10 skýjaó Jóhannesarborg 23 skýjaó Kaupmannahöfn -1 skýjað Las Palmas 19 léttskýjaó Lissabon 19 heiðskírt London 10 rigning Los Angeles 27 heiskírt Madrid 12 heiöskírt Malaga 15 þoka Mallorca 17 léttskýjað Miami 15 heiðskírt Moskva -5 skýjað New York -1 heióskírt Ósló vantar París 12 skýjaó Reykjavík -3 snjóél Rio de Janeíro 31 skýjað Rómaborg 15 skýjað Stokkhólmur -5 heiöskírt Tel Aviv 15 heiðskírt Tókýó 10 heiðskírt Vancouver 9 skýjaö Vínarborg 8 skýjað Utanríkisráðherra V-Þýzkalands um þátttöku í ÓL Verðum ekki með í Moskvu ef Bandaríkin verða f jarri Bonn. London. New York. 4. febrúar. AP. HANS-Dietrich Genser utanríkisráðherra Vestur- Þjóðverja gaf í skyn í dag að vestur-þýzkir íþrótta- menn yrðu ekki meðal þátttakenda á Ólympíu- leikunum í Moskvu ef bandarískir íþróttamenn yrðu þar ekki. Genscher sagði í viðtali við blaðið Die Welt að ríki Vestur- Evrópu gætu ekki átt von á því að Bandaríkin tryggðu öryggi þeirra ef bandamenn þeirra styddu ekki stjórn Carters í þess- um efnum. Margrét Thatcher forsætisráð- herra Bretlands sagði í dag að hún mundi vinna að því eftir ýmsum leiðum að fá leikana flutta frá Moskvu og að brezkir íþróttamenn tækju ekki þátt í leikum þar. Hún sagði þó að vegabréf íþrótta- manna yrðu ekki afturkölluð ef þeir óskuðu að taka þátt í leikun- um í Moskvu. Samkvæmt skoðanakönnun AP og NBC sjónvarpsstöðvarinnar eru 73 af hundraði Bandaríkja- manna fylgjandi því að benada- rískir íþróttamenn taki ekki þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu vegna innrásar Sovétríkjanna í Afgan- istan. I samsvarandi skoðana- könnun 17. janúar sl. voru 49 af hundraði þessarar skoðunar. í seinni könnuninni lýstu 19 af hundraði sig fylgjandi þátttöku í Moskvuleikunum miðað við 41 af hundraði í þeirri fyrri. Tilkynnt var í dag að íþróttaráð Afríkuríkja kæmi saman til fund- ar fyrir febrúarlok til að skera úr um hvort aðildarríkin, 49 að tölu, tækju þátt í leikunum í Moskvu. Amadou Lamine framkvæmda- stjóri ráðsins sagði að á fundi sínum í desember hefði ráðið mælt með þátttöku, en vegna innrásar- innar í Afganistan og handtöku Sakharovs hefðu viðhorf breytzt og því væri þessi fundur ráðsins nauðsynlegur. Formósa tapaði í dag máli fyrir svissneskum dómstólum þar sem þess var krafizt að landið fengi að taka þátt í Ólympíuleikunum und- ir nafninu Lýðveldið Kína. Með þessum úrskurði hefur kínverska alþýðulýðveldinu verið tryggð að- ild að leikunum. Bandarískir íþróttamenn í þjálfunarmiðstöð bandarisku ólympíunefndarinnar í Colorado kynna fréttamönnum afstöðu sína til þátttöku í Ólympiuleikunum í Moskvu. Þessi hópur er hlynntur þátttöku þótt fjölmargir af fremstu íþróttamönnum Bandarikjanna hafi lýst sig andviga þátttöku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.