Morgunblaðið - 08.02.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 08.02.1980, Síða 1
32 SÍÐUR 32. tbl. 67. árg. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rauði krossinn f ær að heimsækja pólitíska fanga Evrópskir Sovéthermenn i stað Asíuhermanna fluttir til Kabul Kabul. Bonn 7. febr. AP. STJÓRNIN í Afganistan hefur fallizt á að leyfa sendinefnd frá Alþjóða Rauða krossinum að vitja pólitískra fanga í afgönsk- um fangelsum. að því er kunn- gert var í dag. Örskömmu áður hafði talsmaður Alþjóða Rauða krossins kvartað yfir því að Kabulstjórnin hefði gengið á bak íyrri orða sinna um að leyfa slíkar heimsóknir. AP fréttastofan segir í dag að Sovétmenn séu nú að gera allmikl- ar breytingar í liði sinu í Afgan- istan og nú sé verið að flytja þangað í skyndi Evrópu Rússa, sem leysi af hólmi Asíu Rússa marga, sem sendir voru til Afgan- istan. Margir þeirra eru Mú- hammeðstrúarmenn og þeim hafði og verið sagt að þeir færu til Afganistan til að vernda landið fyrir yfirvofandi innrás frá Pak- istönum og Bandaríkjamönnum. Síðan hafi hermennirnir gert sér grein fyrir því að þeir voru að berjast gegn Afgönum og hafi komið upp mikil ólga meðal þeirra, og enda margir þeirra talandi á sömu mállýzkur og talað- ar eru í Afganistan. Óljósar fréttir berast um að- gerðir uppreisnarmanna, en talið er að þeir haldi baráttu sinni áfram m. a. í norðurhéruðum landsins og herma fregnir að sums staðar hafi þeim orðið töluvert ágengt. í fréttum í kvöld segir að í Kabul séu fréttir þess efnis á kreiki, að ýmsar bendingar frá Amin, fyrrverandi forseta til Vesturlanda, um að hann væri fús til að vísa þúsundum sovézkra sérfræðinga úr landi , hafi leitt til þess að Sovétmenn létu til skarar skríða. Amin mun hafa sett ákveð- in skilyrði fyrir því að hann gripi til þessa. “Enginn Afgani getur þagað yfir leyndarmáli stundinni lengur" er haft eftir heimildum AP fréttastofunnar, og því fór þetta að kvisast út. Fékk Tarak núverandi forseti meðal annars veður af þessu og ákvað þá að grípa til harkalegra aðgerða gegn Amin og öðrum, sem kynnu að vera að brugga slík launráð. Frá „göngunni að Kambódíu**: Leikkonan Liv Ullman sést hér í hópi thailenzkra barna og flóttamanna frá Kambódíu. Leikkonan íór í allmargar búðir flóttamanna meðfram landamærunum. Kambódía: Göngufólkið afhenti Rauða krossinum hjálpargögnin Enn versnar ástandið vegna bardaganna í landamærahéruðunum Bankok 7. febr. AP. Kambodiugöngumönnun- um hundraö og tuttugu, sem var snúið í brottu við landa- mæri Kambodiu í gær, með hjálpargögn og mat, afhentu varninginn thailenzka Rauða krossinum í dag. Taismaður göngumanna kvaðst vona að gögnin yrðu notuð til hjálpar Thailendingum meðfram landamærunum og flótta- mönnum frá Kambodiu, sem tækist að komast yfir til Thailands. Afhendingin fór fram í landamærabænum Ar- anyaprathet, en skammt frá bænum höfðu göngumenn staðnæmzt við brú sem liggur inn í Kambodiu og fengu ekki svar um, hvort þeir mættu halda förinni áfram. Að athöfninni í Aranyapr- athet lokinni, heimsóttu ýmsir göngumanna flóttamannabúð- Símar sendiráða í Lundúnum hleraðir Lundúnum. 7. febrúar. AP. BREZKA leyniþjónustan hefur hlerað síma sendiráða í Lundúnum, þeirra á meðal bandaríska sendiráðsins, að því er brezki blaðamaðurinn Duncan Campbell skýrir frá í dag í timaritinu New Statesman. Umfangsmiklar simahleranir hafa farið fram á vegum leyniþjónustunnar undir dulnefninu „Tinkerbell**, að því er Campbell skýrir frá. Uppljóstranir Campbells hafa valdið miklu fjaðrafoki í Bretlandi og er þessum simahlerunum líkt við Watergatehneykslið í Bandarikjunum. „Meginmarkmið þessara síma- Bretar hafi ávallt virzt vita um hlerana virðist hafa verið póli- tísks eðlis,“ skrifar Campbell í blað sitt. Hann vitnar í leyni- þjónustumann, sem sagði að símar sendiráða, verkalýðsfor- ingja, nokkurra blaðamanna, skipafélaga og nokkurra þing- manna, hafi verið hleraðir. Þá sagðist Campbell hafa heimildir fyrir því, að frétt brezka blaðs- ins The Sunday Times um að brezka leyniþjónustan hafi lagt ríka áherzlu á að ná öllum samtölum skæruliðaforingjanna Roberts Mugabes og Joshua Nkomos á meðan stjórnlagavið- ræðurnar fóru fram í Lundúnum sé rétt. Þar sé skýringin á því, að tilboð skæruliðaforingjanna fyrirfram og hvernig bezt hafi verið að bregðast við þeim. Hann skýrir frá því, að banda- ríska leyniþjónustan hafi veitt hinni brezku upplýsingar um gang mála á ráðstefnu hlut- lausra ríkja í Havanna á síðasta ári. Bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað mikilvæga fundi hinna ýmsu ráðamanna þá. Campbell segir að Margaret Thatcher hafi sérstaklega þakk- að Carter forseta fyrir þennan vinargreiða. Campbell vitnar til margra ónafngreindra heimildarmanna. Hann segir, að símahleranir hafi farið fram á átta mismunandi stöðum í Lundúnum. Uppljóstrun Campbell um að símar ýmissa þingmanna hafi verið hleraðir hafa vakið mikinn úlfaþyt. Brezk stjórnvöld hafa þrásinnis neitað slíku. Og í síðustu viku neitaði Margaret Thatcher því í brezka þinginu, að símar þingmanna væru hleraðir. Hún sagði, að símahlerunum hefði einungis verið beint gegn hryðjuverkamönnum, glæpa- mönnum og hugsanlegum er- lendum flugmönnum. Þingmenn hafa krafist þess, að símahleran- ir verði teknar til gagngerrar endurskoðunar og að hraðað verði setningu laga um síma- hleranir. Campbell heldur því fram að eyðslufé leyniþjónust- unnar sé miklu meira en gert sé ráð fyrir í opinberum fjárlögum. Þar sé gert ráð fyrir 41 milljón punda en útgjöld leyniþjónust- unnar hafi á síðasta ári verið nærri 300 milljónir punda. ir þar og síðan sneru þeir aftur til Bankok. Ymsir vestrænir starfs- menn hjálparstofnana á þess- um slóðum gagnrýndu göng- una og sögðu hún væri einbert auglýsingaskrum. Söngkonan Joan Baez svaraði því til, að það hefði einmitt verið í augl- ýsingaskyni, sem til göng- unnar hefði verið stofnað, því að það væri bráðnauðsynlegt að ekki væri dregið úr hjálpar- starfinu þarna. Landamærabardagar héldu áfram í grennd við Phnom Chat, sem er 25 km fyrir innan landamærin og eru Rauðu kmerarnir þar alls ráðandi. Vegna þessara bardaga, sem hafa nú staðið yfir linnulaust í tvær vikur, hefur ekki verið unnt að koma áleiðis hjálpar- gögnum frá erlendum stofnun- um og er talið að hungur og eymd hafi enn aukizt, aukin heldur sem mikill vatnsskort- ur þarna hrjáir fólkið. Mest koníak drukkið í Hong Kong I’arís 7. febr. AP. MEST koníaksdrykkja í heim- inum á síðasta ári var í Hong Kong. segir í skýrslu franskra koníaksframleiðenda. 5.2 milljón íbúa Hons Kong inn- byrtu samtals 8.6 milljón koní- aksflöskur og er það nánast tvöföldun á koniaksdrykkju þeirra. Heildarsala á koníaki jókst um 11.5 prósent á árinu. Frakk- ar drukku sjálfir 31 milljón flöskur og Bretar drukku 20.5 milljónir flöskur. Mjög mikil aukning hefur orðið á koní- akssölu til Bandaríkjanna, eða 20.3 prósent og sömuleiðis til Japan og var söluaukning þangað um 35 prósent, sem segir þó ekki alla söguna um koníaksdrykkju Japana, sem er lítil, miðað við höfðatölu. Norðmenn ætla að sökkva fiskibátum - til að takmarka sókn í þorskinn í Barentshafi Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. í Noregi. 7. febrúar NORSKA ríkisstjórnin hefur gefið samþvkki sitt fyrir því. að 31 fiskibáti verði sökkt í hafið. Útgerðarmenn fiskibátanna fá greiddar allt að fjórar milljónir norskra króna i skaðabætur. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt aðstoð til útgerðarmanna fjölda stærri báta um, að bátum þeirra verði lagt. Þessar ráðstafanir stjórnarinnar eru liður í þeirri viðleitni norskra yfirvalda að takmarka þorskveiðar í Barentshafi. Sú ákvörðun að bátunum verði sökkt í hafið hefur vakið deilur hér í Noregi. Einnig að útgerð- armenn fá greiddar allt að fjórar milljónir norskra króna í skaða- bætur. Eyvind Bolle, sjávarút- vegsráðherra hefur dregið nokkuð í land og sagt að ekki þurfi endilega að sökkva öllum bátun- um. Einhverjir geti farið í niðurrif og öðrum megi breyta til annarra fiskveiða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.