Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1980 31 Bjarni sigraði örugglega KEPPT var í opnum flokki ok i ílokkum unglinga á Afmælismóti JSÍ s.1. sunnu- dag. t opna flokknum leiddu saman hesta sína 10 kepp- endur og voru í þeim hópi allir bestu judomennirnir sem keppt hafa í vetur. Úrslit urðu þessi: 1. Bjarni Friðriksson Árm. 2. Uákon Halldórsson JFR 3. Sigurður Haukss. UMFK Svavar Carlsen JFR Bjarni var öruggur um sigurinn en Hákon veitti honum samt harða keppni. Bjarni vann í annað sinn bikar þann sem um er keppt. Unglingar 15—17 ára kepptu i tveimur þyngdar- flokkum, og urðu úrslit sem hér segir: Léttari flokkur: 1. Gunnar Jóhannes. UMFG 2. Halldór Jónasson Arm. 3. Garðar Sigurðsson UMFG Þyngri flokkur: 1. Kristján Valdimars. Arm. 2. Bjarni Stefánsson ÍBA 3. Hilmar Bjarnason Árm. ------♦„♦ ♦..... Mikil sigur- ganga hjá ÍS ÍS fylgdi eftir stórgóðum sigri sínum gegn Þrótti um daginn með því að leggja íslandsmeistara Laugdæla að velli vestur í Ilagaskólan- um um síðustu helgi. I mikl- um baráttuleik vann ÍS 3— 2. UMFL vann fyrstu hrinuna 19—17 eftir mikinn barning eins og tölurnar gefa til kynna. IS rétti úr kútnum í næstu lotu, vann 15—12. UMFL mátti síðan enn þola tap í þriðju lotu, IS vann 15—9. Spennan komst í há- mark er UMFL jafnaði metin með því að sigra í fjórðu hrinunni með 15 stigum gegn 7. Það var síðan lið ÍS sem reyndist sterkara á enda- sprettinum, vann síðustu hrinuna 15—9. Tveir aðrir leikir fóru fram í 1. deild karla, Víkingur fór norður í land og lék tvívegis gegn UMSE. Víkingur vann báða leikina, þann fyrri 3—1 (16-4, 9-15,15-7 og 15-7) og þann síðari 3—0 (15—13, 15—10 og 16—14). Þrír leikir fóru og fram í 1. deild kvenna. iMA vann óvæntan sigur á Víkingi, 3—0, og UMFL krækti í sín fyrstu stig með því að vinna Þrótt 3—0. UMFL lét sig ekki muna um að tapa einum leik að auki, fyrir ÍS, 0—3. Loks má geta eins leiks sem fram fór í 2. deild karla. KA sigraði IMA 3—2 í fjör- ugum leik (5—15, 15—13, 3-15,15-13 og 15-11). --------- ♦ ------- Borðtennis hjá KR BorAtcnnÍNdrild KR holdur sitt ár- if'tta untílinKamót i horótcnnis lauKur- daicinn 9. ichrúar I KossvuKsskúla ott hcfst þaA kl. 13.15. Kcppt vcrður i: Kl. 13.15 tviliAalcikur drcnuja 15—17 ára. Kl. M.OO cinliAalcikur pilta 13—15 ára. Kt. 15.00 cinliAalcikur drcngja 15—17 ára. Siour IR-inga hékk á bláþræði ÞEGAR um hálf mínúta var eftir í leik ÍS og ÍR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Kennaraskólan- um í gærkvöldi komst ÍS yfir í fyrsta skiptið eftir að leið á leikinn 90:89. ÍR-ingar hófu sókn. knötturinn gekk manna á milli og skyndilega fékk Stefán Krist- jánsson knöttinn í góðu færi. Honum brást ekki bogalistin, knötturinn fór í gegnum netið og ÍR var aftur yfir. Sjö sekúndur eftir. Stúdentar brunuðu upp. löng sending var gefin í átt til Atla Arasonar á vallarhelmingi ÍR, en dró ekki alla leið. ÍR náði boltanum aftur og leiktíminn rann út. Leiknum var lokið, ÍR hafði náð að tryggja tvö stig á elleftu stundu, en stúdentár tapað enn einu sinni og ekki í fyrsta skipti, sem þeir tapa með einu stigi. Hæpið að þessi tvö stig komi IR-ingum að neinum raunveru- Blakdeild Víkings AÐALFUNDUR blakdeildar Víkings verður haldinn í félags- heimili Víkings föstudaginn 8. febrúar klukkan 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ÍR—ÍS 91-90 legum notum, en svo sannarlega hefðu stúdentar getað notað stigin tvö í botnbaráttunni erfiðu. ÍR-ingar höfðu forystu lengst af þessum leik, en munurinn varð þó aldrei mikill. Það vantaði ein- hvern herzlumun eða áhuga hjá IR-ingum í leiknum og undir lokin hafði kæruleysi næstum kostað þá sigurinn. Nokkrir stúdentanna áttu mjög góða kafla í leiknum, en baráttan eða góðu kafiarnir komu aldrei á sama tíma hjá öllum leikmönnum liðsins. Staðan í hálf- leik var 52:46 fyrir ÍR og munur- inn var svipaður allan seinni hálfleikinn. Það var ekki fyrr en undir lokin að saman dró og loksins komst ÍS yfir, en það stóð ekki lengi eins og áður er lýst. Beztir í liði IR að þessu sinni voru Mark Christiansen, Kolbeinn og Kristinn, að ógleymdum Stef- áni Kristjánssyni, sem innsiglaði sigurinn og átti í heildina mjög góðan leik. Trent Smock var bezt- ur stúdenta, en einnig áttu Atli Arason og Jón Héðinsson góðan dag. -áij „Knapp var boðin staða landsliðs- þjálfara á íslandi4 í NÝLEGU eintaki vikuritsins Shoot, enska knattspyrnuritsins er stutt frétt um Tony Knapp, en hann þarfnast engrar kynn- ingar. Sem kunnugt er stjórnaði Knapp norska liðinu Víkingi frá Stafangri á síðasta keppnistíma- bili og gerði liðið bæði að Nor- egsmeisturum og bikarmeistur- um. I Shoot er írá því greint, að Knapp hafi gert nýjan tveggja ára samning við Víkingana, en aðeins eftir langan umhugsun- artíma þar sem hann hafði fengið nýtt aðlaðandi tilboð frá íslandi um að gerast landsliðsþjálfari á nýjan leik. I fréttinni er einnig getið þess. að Knapp sá áður um þjálfun íslenska landsliðsins með ein- hverjum besta árangri sem islenskt landslið hefur náð. Nefn- ir blaðið t.d. hið eftirminnilega jafntefli gegn Austur-Þjóðverjum í Magdeburg, en gleymir hins vegar framhaldinu, sigrinum í Reykjavík. 48—8 fyrir Frakka! EKKI vitum við hvort um met var að ræða þegar Frakkar sigruðu Englendinga 48—8 í handknattleik á C-keppninni í Færeyjum í gær, en ef svo er ekki, þá er þetta örugglega ekki langt frá því að vera met. Hitt verður þó að taka með í reikning- inn, að einn ensku leikmannanna hlaut brottvikningu í síðari hált leik, þannig að lið hans lék með 5 mönnum drjúgan hluta hálfleiks- ins. önnur úrslit í C-keppninni í gær urðu þessi: Nor.—Færeyjar 24—17(14—10) Austurríki—Italía 24—18(11—7) ísrael—Portúgal 26—19(15—7) Noregur og Austurríki eru nú einu þjóðirnar sem hafa tryggt sig örugglega í B-keppnina. En fjórar efstu þjóðirnar í Færeyjum kom- ast í B-flokkinn og slagurinn um hin sætin tvö stendur á milli ísraelsmanna, Frakka og Belga. Síðustu leikirnir í riðlakeppninni eru milli Belga og Portúgala annars vegar og Frakka og ísraelsmanna hins vegar. Verður þá útkljáð hvaða þjóðir færast upp í B-flokk og hverjar sitja eftir með sárt ennið. Ajax á sigurbraut AJAX er að stinga af í hollensku deildinni, en í fyrrakvöld sigraði liðið Go Ahead Eagles frá Devent- er á útivelli með einu marki gegn engu. Þá átti Feyenoord að leika 20 mínúturnar frægu gegn Maastricht í gærkvöldi, en enn varð að fresta því. Eins og menn muna kannski, þá oru 20 mínútur eftir af deildarleik þessara félaga í haust, þegar línuvörður slasaðist vegna bjór- dósakasts úr stúkunni. Var leikur- inn stöðvaður, staðan var 2—2, en ákveðið að ljúka leiknum síðar. Eina mark Ajax í fyrrakvöld skoraði Tscheu La Ling í síðari hálfleik. Ajax hefur nú 36 stig eftir 21 leik. AZ’67 frá Alkmaar hefur 29 stig úr 20 leikjum og Feyenoord hefur 27 stig eftir 19 leiki. • Friðrik Þorbjörnsson KR reVnir að brjótast í gegn um vörn ÍR. Sigurður Svavarsson er til varnar. Sanngjarn ÍR-sigur ÍR-INGAR Iéku sinn besta leik til þessa í 1. deild íslandsmótsins í gærkvöldi er liðið sigraði KR örugglega 24—21. Staðan í hálf- leik var 14 — 10 ÍR í hag. Sigur IR-inga var sanngjarn þeir voru alian tímann betra liðið og höfðu ávallt frumkvæðið í leiknum og leiddu hann með fjórum mörkum lengst af. Lið þeiPra barðist óvenju vel, og sóknarleikurinn var hraðari og beittari en áður. KR-liðið náði sér hins vegar ekki á strik og virtist vilji leikmanna vera takmarkaður nema rétt í lok leiksins en þá var orðið of seint að rétta úr kútnum. Jafnræði var með liðunum fyrstu 10 mínútur leiksins en þá náði ÍR forystunni og hélt henni út leikinn. Mesti munur á liðunum í fyrri hálfleiknum var sex mörk. í síðari hálfleiknum var sami kraft- urinn í ÍR og þrátt fyrir að KR reyndi að ná sér á strik fundu írkr 24:21 leikmenn liðsins ekki smugur í góðri vörn ÍR og ef skot fóru í gegn varði stórgóður markvörður liðsins, Þórir Flosason, flest skot þeirra. Þegar um átta mínútur voru eftir af leiknum reyndu KR-ingar að taka tvo úr umferð en það breytti litlu hjá ÍR. Lið KR tókst að vísu að minnka muninn úr sex mörkum niður í þrjú, en það dugði ekki til. Bestu menn hjá ÍR voru Þórir markvörður og Arsæll Hafsteins- son sem átti stórgóðan leik á línunni og skoraði sjö mörk. Þá átti Bjarni Bessason ágætan leik, ásamt Sigurði Svavarssyni. Lið KR var slakt og enginn leikmaður reis upp úr meðalmennskunni. Máttarstólpa vantaði og leikirnir töpuðust ÍSLENSKA landsliðið í borðtenn- is lauk þátttöku sinni á Evrópu- keppni landsliða í fyrradag. en keppnin fór fram í Wales. Heidur gekk verr en síðast og tapaði liðið öllum leikjum sínum eins og kannski var við að búast þar sem i liðið vantaði ýmsa af burðarás- um síðustu ára. t.d. Stefán Kon- ráðsson. Einu sigurmöguleikarn- ir voru gegn Jersey og Guersney, en þar urðu skellirnir meiri heldur en síðast. Ef litið er hins vegar á úrslit einstakra leikja, kemur í ljós, að í rauninni er lítill getumunur á íslendingum ann- ars vegar og Jersey og Guersney mönnum hins vegar. Úrslit ein- stakra leikja urðu sem hér segir: ísland — Jcrscy 1—6 (í fyrra 3—4) Moiitnan — Hjálmtýr 22—20 21 — 18 Hansford — Gunnar 21 — 18 22—20 Sobcr — Ragnhildur 21 — 12 21 — 16 Moignan/Hanstord — lljálmtýr/Gunnar 21-1811-21 21-16 MoÍKnan/Sobcr — Hjálmtýr/RaKnhildur 16-21 22-20 22-20 Moignan — Gunnar 18—21 18—21 Hansford - Hjálmtýr 15-21 21-14 21 — 11 fsland — Skotland 0—7 Yulc - Hjálmtýr 21-10 21-11 Majld — Gunnar 21 — 12 21 — 12 Flcming — lia«nhildur 21 — 13 21 — 12 Yulc/Majid — Hjálmtýr/Gunnar 21- 1721-11 Yulc/FlcminK — Hjálmtvr Rattnhildur 22- 20 21-17 Yulc — Gunnar 21 — 13 21 — 11 Majid - Hjálmtýr 19-21 21-17 21-18 ísland — Gucrsncy 2—5 (i fyrra 3—4) Pipct — Gunnar 17—21 21 —15 21 —16 Powci — Hjáimtýr 21-16 19-2121-11 Ilcrquin — Raitnhildur 21 — 15 21 — 15 Pipct Powcl — Hjáimtýr Gunnar 18-21 21 — 14 20-22 Pipct Herquin - Iljálmtvr Ra«nhildur 16-21 21-1721-11 Pipet - Hjálmtýr 22—20 20—22 18—21 Powel — Gunnar 21 — 1721 — 17 ísland — PortUKal 0 — 7 (i fyrra 0—7) Moreira — Hjálmtýr 18—21 21 — 13 21 — 12 Marques — Gunnar 21 — 1321 — 12 Fcrnandcs — Raitnhildur 21 — 19 21 — 18 M ok M — Hjálmtýr/Gunnar 21 — 10 21 — 14 Marqucs/Fcrnandcs — Iljálmtýr/RaKnhildiir 21—16 19—21 21 — 15 Morcira — Gunnar 21 — 15 21 — 12 Marqucs — Iljálmtýr 21 — 17 21 — 12 Rúmcnía — fsland ----- 0—7 Crisan — Gunnar 21 — 1021 — 11 Bohm — Hjálmtýr 21 — 13 21 — 16 Fcrcncy — RaKnhildur 21 — 1121—12 CrisanBohm — Hjálmtýr/Gunnar 21-10 21-11 Bohm, Fcrcncy — Iljálmtýr RaKnhildur 21-13 21-14 Bohm — Gunnar 21 — 1021 — 15 Crisan — Hjálmtýr 21 — 15 21 — 16 Punktamót unglinga Fyrsta punktamót vetrarins í flokki unglinga fer fram í Reykjavík heigina 9. til 10. febr- úar n.k. Keppt verður í stórsvigi í Skálafelli á laugardag 9.2. og hefst keppni kl. 11. og í svigi í Bláfjöllum á sunnudag 10.2. og hefst keppni kl. 10. Meðal kepp- enda verða allir fremstu ungl- ingar landsins en alls eru kepp- endur um 170. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Steindórsson mótsstjóri í símum 74087 eða 13381.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.