Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 /7 37. þáttur Enn er að reyna að svara góðum bréfum frá lesendum. An þeirra væri erfitt að halda lífi í þættinum. Þórunn Guðmundsdóttir í Reykjavík drepur á mjög margt athyglisvert, og hefur sumt borið hér fyrr á góma, annað ekki. í fyrsta lagi minnist hún á þann rugling, sem orðinn er á dyrum og hurð, en um það segir Þór- unn réttilega: „Ég tel að hurðin sé flötur, sem alls ekki er hægt að opna. Það eru dyrnar sem eru opnaðar. Menn opna ekki lokið á hirslu, heldur opna þeir hirsluna. Stundum er jafnvel talað um að fara gegnum hurð. Að vísu er slíkt gerlegt, en mun meiri fyrirhöfn en að opna dyrnar og ganga um þær, eins og réttilega er sagt." Þá kemur Þórunn að atriði sem mjög er efni til að ræða. Það er eignarfallsending kvenkynsorða, sem enda á -ing, og annarra í sama beygingarflokki. Þessi orð hafa frá fornu fari endað á -ar í eignarfalli, drottningar, æfingar, lendingar, en nú virðist þessi ending mjög í hættu og ætla að semja sig að u-endingu þágufallsins, eins og gerst hefur í þolfalli, sem var endingarlaust að fornu. „Hér hefr Gylfaginn- ing", stendur á fornum bók- um. Dæmin, sem Þórunn tekur, eru svona: „Flugvél var varn- að lendingu", í stað lend- ingar, og skólastjóri auglýsti í útvarpi: „Nemendur mæti til skólasetningu". Hér er skörin að færast ískyggilega upp í bekkinn, ef skólastjór- ar kunna ekki að beygja orðið skólasetning. En það eru ekki bara orð, sem enda á -ing, sem hér eru í hættu. Heyra má fólk segja til Elínu Guðrúnu, Ingi- björgu o.s.frv. og veitir ekki af að gera ar-endingu þess- ara orða eitthvað til bjargar, ekki til björgu. Svo langt gekk svipuð málhelti í út- varpi ekki fyrir löngu, að maður, sem morgunpósts- menn töluðu við um ferða- mál, sagði alltaf til Dan- mörku, en samkvæmt því ætti landið að heita Dan- marka. Af orðinu Danmörk hefur frá fornu fari verið til tvenns konar eignarfall: Danmarkar og Danmerkur, hið síðarnefnda mun algeng- ara og nær einhaft langa hríð. Astæðulaust virðist að bæta þriðja eignarfallinu við og mönnum vorkunnarlaust að kunna að beygja heiti þeirra lands, sem sagan hef- ur sett okkur í nánustu tengsl við. Þá minnist Þórunn á of- notkun svokallaðrar skildagatíðar í stað þátíðar viðtengingarháttar af sterk- um sögnum, og er þetta mjög skylt meginefni síðasta þátt- ar. Þar sem sterka sagnbeyg- ingin er nokkuð vandmeðfar- in, ekki síst viðtengingar- hættirnir í nútíð og þátíð, hafa menn flúið vandann, en á þeim flótta verður mál manna ærið fátæklegt, eða með dæmum Þórunnar: „Ég mundi koma, ef ég mundi geta" í staðinn fyrir: „Ég kæmi, ef ég gæti. Stjörnur það né vissu hvar þær staði áttu, segir í Völuspá. Þórunn Guð- mundsdóttir vitnar til þess- ara orða í því sambandi, að nú sé notkun ýmissa forsetn- inga mjög á reiki, þær viti ekki hvar þær eigi staði fremur en stjörnurnar, áður en æsir komu skipun á göngu himintungla. Að réttu lagi minnir Þór- unn á ofnotkun forsetningar- innar fyrir, sem ryður gjarna burtu handa, til og á, svo að dæmi séu tekin. Gjafir fyrir alla, í stað gjafir handa öllum, ástæða fyrir ein- hverju í stað ástæða til einhvers og líkur fyrir ein- hverju í stað líkur á ein- hverju, svo að vel valin dæmi Þórunnar séu tekin. Enn þykir Þórunni með réttu að oft séu forsetningar notaðar, þar sem þeirra er engin þörf. Dæmi: Samning- ar milli Breta og íslendinga, þarna má auðvitað sleppa forsetningunni milli, eða: Hann var hér í marga daga, þar sem forsetningin í er allsendis óþörf. Þá er enn sögnin að virka. Ég hef sama málsmekk og Þórunn að þessu leyti. Mér leiðist þessi sögn. Við þurf- um heldur ekki að taka hana upp úr dönsku um þau áhrif sem menn verða fyrir. Eitt- hvað orkar vel eða illa á okkur, hefur á okkur góð eða vond áhrif. Á skip skal skriðar orka, en á skjöld til hlífar, mæki til höggs, en mey til kossa, segir í Hávamálum. Hér verður að nema staðar um sinn, þótt margs sé enn ógetið úr bréfi Þórunnar og fleiri. Það má verða síðar. En undir það skal tekið að óviðkunnanlegt þykir mér, þegar veitingastaður í Reykjavík býður landsmenn velkomna til borgarinnar. Eru Reykvíkingar ekki líka landsmenn? VELSLEÐASÝNING i.n i <™**!**£*Íf veröur haldin hjá okkur í Sundaborg frá þriöjudegi 12. febrúar út þá viku og síöan um helgina 16. og 17. febrúar, alla daga opiö frá kl. 2—5. Við sýnum Skidoo Alpine 2 belti 65 hö. Skidoo Everest 50 hö. Skidoo Citation 40 hö. Artic Cat Pantera 55 hö. 4 geröir af sjúkra- og flutningatengisleöum og vélsleoakerrum. Ef veöur leyfir þá er reynsluakstur mögulegur. Gísli Jónsson & Co h.f. Vélaborg h.f. Sundaborg 41 — Sími 86644 Sundaborg 10 — Sími 86655 TIL SÖLU Svefnpláss fyrir 8. 360 uiÍaUÍíi véL S'ál,sk- ofL UDDL f H U S BIL L síma 85372. K oc 30 21 Sértilboó í mars ódýrasta Lundúnaferðin U O Brottför: 27. mars — 5 nætur INNIFALID: Flug, gisting m/enskum morgunverði og flutningur til og frá hóteli. Verð frá 129.500 krónum Útvegum miða í leikhus, tónleika, knattspyrnuleiki helgarinnar, kynnisferðir um London og nágrenni. Takmarkað sætamagn - pantið tímanlega Ferðaskrífstofan ÚTSÝN ^^^^^^ Austurstræti 17 - sími 26611 O FERDASKRIFSTOFAN við Austurvöll. - Sími 26900 oczzzzz ZA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.