Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 ÞYRSTIRFASÉR Enn ein nýjungín frá M.S.: MANGÓ SOPI frískurog svalandi mysudrykkur, fullur af næringarefnum. MJÓLKURSAMSALAN Fjölskyldulýðháskóli í DANMÖRKU hefur s.l. sex ár verið rekinn sérstæður lýð- háskóli. „Skerjagarðurinn," á V-Jótlandi, — í nágrenni bæj- arins Herning. Þessi lýðháskóli er sérstæður að því leyti, að hann er ætlaður fjölskyldum og er eini skólinn á Norðurlönd- um, sem starfræktur er í þeim tiigangi að veita sérstaklega foreldrum aðstoðu til náms. Skólatimabilið er 5 mánuðir á ári og er nemendafjöldinn um 60 manns hvert tímabil, frá 18 ára aldri, en engin takmörk eru um hámarksaldur. Stjórn- endur skólans reyna að velja hverju sinni nemendur úr sem flestum hópum þjóðfélagsins og eru margir nemendanna einstæðir með born sin og þá oftast mæður. Aðstaðan, sem veitt er, er f jögur hús, þar sem nemendur geta búið og fyrir bornin eru vöggustofa, dag- heimili og barnaskóli á meðan kennsla stendur yfir hjá for- eldrunum. Skóli þessi hefur eins og áður segir verið starf- ræktur i sex ár með góðum árangri, en hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu, þar sem stjórnendurnir vildu að reynsla fengist af starfseminni áður. Kennsluefnið hagnýtt nám, börnin í fyrirrúmi I skóla þessum er nemendun- um ætlað að læra að lifa heil- brigðu lífi, öðlast sjálfstraust og hugrekki til þess að standast kapphlaupið í velferðarþjóðfé- laginu. Fjöldi kennslustunda á viku er 25 og fögin, sem kennd eru, eru m.a. þættir úr lögfræði, sálarfræði, bókmenntir, nátt- úrufræði, tónlist og barnasálar- fræði. í Danmörku er fjórða hvert barn á barnaskólastigi talið - hef ur starf að í Danmörku 8.1.6 ár með góðum árangri. þurfa á einhverri aðstoð skóla- sálfræðinga að halda og helm- ingur allra fullorðinna er talinn einhvern tíma á lífsleiðinni þurfa á aðstoð að halda vegna m.a. streitu, vinnuálags, at- vinnuleysis, fjölskylduvanda- mála og skilnaðar. Talið er að Hagsmunir barnanna í f yrirrúmi vandamál varðandi börn á skólaaldri megi ennfremur í flestum tilvikum rekja til erfið- leika á heimili þeirra, hjá for- eldrum eða öðrum. Reynslan af þessu starfi skól- ans þykir hafa breytt aðstæðum þeirra, sem hafa sótt hann, til batnaðar. Breytingarnar má þá m.a. rekja til þess, að skólinn hjálpar mörgum til þess að öðlast virðingu fyrir sjálfum sér og lífinu og staðfestingu á m.a. getu sinni til náms. Þá er það jafnframt talið hafa nokkuð mikið að segja, að þarna hittist fólk fyrir sem á í mörgum tilvikum við sams konar vanda- mál að stríða, einangrun og einmanaleik og það getur þá hjáipast að við að sigrast á þeim vandamálum, m.a. með því einu að ræða þau sín á milli. Flestir þeir, sem hafa verið þarna við nám, hefja frekara nám að því loknu í einhverjum greinum atvinnulífsins. Breyting til batnaðar á ferli foreldranna leiðir aftur til betri aðstæðna og lífskjara barnanna. „Allir eiga við einhverja erfið- leika að etja, en það er einungis Utsölur Þessa dagana er mikið um útsolur í borginni og þá ekki sizt i tizkuverzlunum, en á milli þeirra er orðin mikil samkeppni um vöruúrval. Nú er heimilað að hafa útsolur allt árið, en áður en lög um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti tóku gildi i október sl., var í gildi reglu- gerð sem kvað á um ákveðna útsölutíma á árinu, um mán- aðamót janúar-febrúar og svo ágúst-september. Sú tíma- setning var ekki að öllu leyti heppileg, þar sem vorveðrið er siðar á ferðinni hér á landi en t.d. i Bretlandi, þar sem vorvörur eru fyrr teknar inn i verzlanir en mögulegt er hér á landi. Kaupmenn eru flestir ánægðir með þessa breytingu sem orðin er og er nú von til þess að útsölurnar komi til með að dreifast meira yfir árið — t.d. í mars-apríl, áður en sumarvörurnar koma. Það er ekki lengur „drasl" á útsölum Þeir sem sækja útsölur geta flestir verið sammála um það, að það er ekki lengur eingöngu „gamalt drasl" sem þar er að fá, heldur er yfirleitt um prýðisvörur að ræða. Fyrstu dagar hverrar útsölu eru — eldra verð á vöru á að vera á verðmiðum jafnhliða útsöluverði stærstir í verzluninni og sá hópur fólks, sem eingöngu verzlar á útsölum, fer vaxandi. Sumir eru sérstaklega séðir við fatakaup á útsölum, og geta klætt sig upp fyrir mun minni pening en ella. Þeir sem vilja klæðast eftir nýjustu tízku á hverjum tíma standa fyrir utan þennan hóp, en þriggja mánaða gamlir tízku- litir geta nú fengist á útsölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.