Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1980 15 misjafnt í hverju þeir eru fólgn- ir,“ er haft eftir einum kennar- anum við skólann. „Nu er sú staða komin upp i þjóðfélaginu, að hverjum manni er nauðsyn- legt að spara peningana, í stað þess að eyða bæði tíma og peningum í skemmtiiðnaðinn eiga fjölskyldur að eyða tíman- um saman, ræða saman og þroska hvert annað.“ Taldi hann fjölskyldulýðháskólann hafa sinnt sínu hlutverki með prýði. Jákvætt starf - möguleikinn er fyrir hendi í Skálholti yfir sumarið Þetta skref í skólahaldi í þá átt að gera foreldrum mögulegt að stunda nám og hafa börn sín með sér, — börnin verða þáttur í náminu, sú aðstaða, sem þeim er boðin upp á á meðan foreldr- arnir eru í kennslustundum, er Tízkulit- irnir í vor o g sumar TÍZKULITIRNIR í vor og sumar verða samkvæmt línunni írá París, aðallega svart og hvítt, t.d. hjá Ricci, Dior, Balmain, Saint Laurent, Sherrer, Hannae Mori og fleirum. Svartar dragtir við hvítar blússur og hattar eru nú hátizka. Aðrir litir verða ljós- grátt, ljósgrátt með hvítu, gulir litir, gulir með appelsínurauðum litum, skærgrænir litir með fjólu- bláum og auk þess rósrautt, blágrænt og möndlubrúnt. Lit- irnir eru bjartir. trygg, — er mjög jákvætt. Það má nefna dæmi um ungt fólk, sem hætt hefur námi snemma e.t.v. vegna tilkomu barnanna og hefur sérstaka þörf fyrir einhvers konar uppörvun. Sumarnámskeið í þá átt gætu t.d, komið að miklu gagni. Mbl. spurði séra Heimi' Steinsson, skólastjóra Lýðhá- skólans í Skálholti, hvort ekki gæti verið grundvöllur fyrir slíku skólahaldi yfir sumarmán- uðina í Skálholti. Heimir svar- aði því til, að sjálfur væri hann meira en fús til þess að beita sér fyrir því málefni, ef áhugi reyndist vera fyrir hendi. Að- stæður væru einmitt ákjósan- legar í Skálholti, bæði hvað varðar húsnæði og umhverfi. Hvert herbergi á heimavistinni hefði sérbaðherbergi og gæti 3—4 manna fjölskylda hæglega látið fara vel um sig í þeim. Sjálfum væri honum ljós þörfin fyrir slíkt námskeiðahald. Heimir sagði jafnframt að í Skálholti hefðu ýmiss konar námskeið verið haldin undan- farin sumur, sem bæði hjón og fjölskyldur hefðu m.a. sótt, án þess að fjölskyldumál hefðu beinlínis verið umfjöllunarefnið, — m.a. tónlistarnámskeið, söngnámskeið og námskeið fyrir fólk frá Norðurlöndunum í íslenzku og íslenzkum staðhátt- um. Það er ekki úr vegi að geta þess hér, að hjá Félagi ein- stæðra foreldra eru uppi hug- myndir um að hafa í húsinu sem félagið festi kaup á í Skerjafirð- inum m.a. nokkurs konar ráðgj- afarþjónustu fyrir foreldra t.d. í formi fræðslu og e-s. konar fyrirgreiðslu sem reyndar hefur verið vísir að hjá félaginu. Þá er í húsinu áætluð aðstaða fyrir þá, sem af einhverjum orsökum eiga við skammtíma húsnæðis- vandamál að striða og aðstoð við einstæða foreldra til að koma undir sig fótunum. Þessar áætl- anir félagsins beinast m.a. að því að gera foreldrana að hæfari uppalendum og að því að auð- velda þeim það verkefni. Myndir: Emilía. Blm. kom m.a. við á útsölu i verzluninni Bon Bon í Bankastræti, en þar er verðmerkingarreglunni að öllu leyti framfylgt. Sjaldnast eru allar þær vör- ur sem verzlun hefur á boð- stólum á auglýstri útsölu, heldur aðeins hluti þeirra. Eldra verð á vörunni á að fylgja verðmiða á útsölu í 36. gr. laga um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta verzlunarhætti segir m.a. um útsölur að þess skuli gætt, að greinilegt sé með verðmerkingum, hvert hið upprunalega verð vörunnar var. Á þeim útsölum, sem nú standa yfir, er þessari reglu misjafnlega vel framfylgt, — og hefur því verið borið við í verzlunum, sem ekki hafa gamla verðið prentað til við- miðunar, að lítill tími hafi gefist til þeirra verka vegna anna. Sumar verzlanir hafa gamla og nýja verðið prentað á sama verðmiðann eða tvo verðmiða á vörunni, — þessi tilhögun er augljóslega neyt- endum í hag auk þess sem það getur aukið söluna, t.d. ef varan var dýr fyrir og góður afsláttur er gefin af verðinu. Stöðvið heiminn, ég vil ekki vera með í ársriti sem félagsskapur áhugaljósmyndara í Danmörku gefur út, eða Selskabet for Dansk Fotografi, er þessi mynd birt, en hana tók F. Schoubo. Myndin ber heitið „Stop verden. jeg vil af“ eða, „stöðvið heiminn, ég -vil ekki vera með“ í lauslegri þýðingu. Andlit barnsins gæti endurspcglað áhyggjur mannkynsins í heild af heimsástandinu í dag. Fjöl- skyldu- lýð- háskóli ★ Tízku- litirnir í vor og sumar DAGLEGT LlF Hvaða vörur eru á útsölum Vörur, sem stöðugt ganga út, Íenda ekki á útsölu, — tilgangur útsala er að losna við vörur, sem ekki seljast eða til þess að rýma til fyrir öðrum og nýrri vörum. Ákveðnir litir eru í tízku í einn tíma, ákveðnar stærðir í fatn- aði seljast ekki, minnstu stærðirnar og þær stærstu vilja liggja inni. Ný tízka heldur innreið sína. Innkaup eru ekki hagstæð, varan selst ekki nema hún sé boðin á lágu verði. Fatategund frá mis- munandi framleiðendum er seld á einu og sama verði eða t.d. 25% afsláttur er veittur af öllum vörunum. Hver er afslátturinn? Aðspurður um viðmiðun við ákvörðun á afslætti af vöru á útsölu, sagði einn kaupmaður í borginni, að flestir kaupmenn hugsuðu sem svo, að betra væri hálfur skaði en allur. Gróðasjónarmið gætu varla verið í fyrirrúmi. Annar svar- aði því til, að meta yrði útsöluverð út frá innkaups- verði á vörunni, svo ekki yrði um tap að ræða á útsölunni. Einstaka sögðust taka nokkurt mið af því, hvaða afslátt aðrar verzlanir leyfðu sér á sams konar vörutegundum og við- komandi hefur til sölu. Flestir kaupmenn sem Mbl. ræddi við voru sammála um að afsláttur væri almennt 40—60%, — en það mun þó vera misjafnt eftir verzlunum og er erfitt að henda reiður á því, þegar gamla vöruverðið er ekki gefið upp sérstaklega. Ábyrgð á útsöluvörum Ábyrgð seljenda á vörum, sem seldar eru á útsölu, er sú sama og ella, — nema fyrir- vari sé sérstaklega gerður um ástand vörunnar, t.d. bruna- útsala o.s.frv. Þó vara sé seld á útsölu kemur það ekki í veg fyrir að henni verði skipt, ef hún reynist verulega gölluð, og enginn fyrirvari hefur verið gerður af hálfu seljanda, en að sjálfsögðu skiptir söluverðið máli um skipti fyrir aðra vöru, ef útsölunni er Íokið. Nokkrar verzlanir hafa tekið upp þá reglu að taka ekki aftur við seldri vöru nema um það hafi verið samið fyrirfram. Ef var- an reynist gölluð og enginn fyrirvari hefur verið um hana gerður, mundi slík regla ekki standast. Aðspurðir um það hvað yrði um vörur, sem ekki seldust jafnvel á útsölum, en losna þyrfti við, sögðu nokkrir kaup- menn að þeir gæfu þær til góðgerðafélaga, á tombólur eða annað, þangað sem not gæti verið fyrir þáer, eða sóst væri eftir þeim. Utsölur ★ Stöðvið heiminn égvil ekki vera með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.