Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 10. FEBRUAR 1980 Fyrstu verkamannabústaðirnir við Suðurhóla afhentir: Þriggja herbergja íbúð kostar 19,4 milljónir kr. A FÖSTUDAG voru afhentar fyrstu íbúðirnar í verkamanna- bústöðunum við Suðurhóla í Reykjavík. Alls verða í Hóla- hverfi í Breiðholti 276 íbúðir í verkamannabústöðum. Byggð Séð ínn í eina einstaklingsibúðina. sem nú er verið að afhenda við Suðurhóla, en íbúðir af þesari stærð kosta 9,1 milljón króna. verða 18 þriggja hæða fjölbýl- ishús með 216 íhúðiim. en auk þess verða byggð þar 20 tveggja hæða raðhús með 60 íbúðum. í fjölbýlishúsunum eru 108 þriggja herbergja íbúðir, 72 tveggja herbergja íbúðir og 36 eins herbergis íbúðir. íbúðirnar í fjölbýlishúsunum verða afhent- ar á þessu ári, og hefur sú fyrsta þegar verið afhent sem fyrr segir, en stefnt er að því að raðhúsin verði tilbúin á árinu 1981. Heildarverð þriggja herbergja íbúðanna eru 19,4 milljónir króna, tveggja herbergja íbúð- irnar kosta 16,6 milljónir króna, og einstaklingsíbúðirnar eru á 9,1 milljón króna. Heildarfjár- festingin í þessum verkamanna- bústöðum nemur 3,6 milljörðum króna, að því er Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður stjórnar Ljósm: hristján Einarsson. Eigendur fyrstu ibúðarinnar i verkamannabústöðunum við Suður- hóla sem afhent var í gær, hjónin Jóhanna Þóra Jónsdóttir og óskar Guðjónsson ásamt börnum sínum, þeim Ágúst Ola Óskarssyni og Vilborgu Óskarsdóttur. Með þeim á myndinni eru einnig stjórnarmenn verkamannabústaðanna, þeir sem viðstaddir voru. Verkamannabústaða tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær. Umsóknir um íbúðir í verkamannabústöðunum bárust frá 652 aðilum, en þar af upp- fylltu 483 þau skilyrði. Það voru síðan 216 aðilar sem fengu íbúðir að þessu sinni, og alls munu búa í þeim íbúðum 609 manns. Kostnaðinum við byggingu verkamannabústaðanna er þannig skipt, að eigendur verða að greiða 20% heildarverðsins, og í þessum íbúðum fengu um- sækjendur 5,4 milljónir frá Hús- næðismálastofnun. Þegar þú kaupir Voivo ertu að gera varanlega fjárfestingu Allir keppast við að fjárfesta á arðbæran hátt í kappi við verðbólguna. í verðbólgukappinu undanfarin ár, hefur reynslan sannáð, að fjárfesting í Volvo bifreið hefur borgað sig - margborgað sig. Endursöluverð Volvo hefur alltaf meira en haldist í hendur við dýrtíðina. Þannig færðu bæði varanleg gæði og verðmæti með í kaupunum. Margir Volvoeigendur nefna bíla sína „fasteign á hjólum", enda er það augljóst að þegar þú kaupir Volvo ertu að geratraustafjárfestingu - sem skilar sér. VOLVO - fasteign á hjólum Sovétmenn kvarta sáran í Lake Placid Monkvu. 8. Ichri'iiir — AP. SOVÉTMENN kvarta sáran undan „taugastríði Handaríkjanna" gegn sovéskum þátttakendum í vetraról- ympiuleikunum i Lake Placid. Far- arstjóri Sovétmanna hefur sagt i sovéska blaðinu Sovésk menning, að Bandarikjamenn hafi gert Sovét- mönnum sérstaklega erfitt fyrir. Hann sagði að Bandaríkjamenn bæru ábyrgð á því, að sovéskir þátttakendur hefðu orðið fyrir margs konar óvild og andúð. í sama blaði kvartar einn sovésku þátttak- endanna sárlega undan slæmum aðstæðum og segir, að herbergin séu allt of lítil. Hann lýsir gluggum á herbergi sínu og segir að ekki einu sinni köttur kæmist þar út. Formaður taiwönsku Ólympíu- nefndarinnar sagði í Taipei, að Taiwan myndi taka þátt í Ólympíu- leikunum í Lake Placid. Þessi yfír- lýsing kom í kjölfar úrskurðar dómstóls, þar sem sagði að Taiwan tæki þátt í leikunum undir fána eyjunnar — rauðum, hvítum og bláum. Jesse Owven, sem vann fjögur gull á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936, sagði í Paradísardal í Arizona, að hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að taka þátt í Ólympíuleikun- um í Moskvu. Owens e nú 66 ára gamall og hefur undanfarið verið til meðferðar vegna lungnakrabba. Lögreglan réðst á „stórmarkað" með eiturlyf New York. 8. fobrúar - AP LÖGREGLAN í New York réðst til atlögu i nótt gegn eiturlyfjasölu í Manhattan. Sextíu manns voru handteknir, mikið af eiturlyfjum gert upptækt, margs konar skot- vopn voru tekin auk peninga. Alls tóku 130 lögreglumenn þátt í árás- inni, réðust samtímis til atlögu á 10 stöðum á litlu svæði. Meðal þeirra, sem voru handteknir, var lögreglu- maður. Talsmaður lögreglunnar sagði, að árásin hefði heppnast mjög vel. Lögreglumenn lýstu eiturlyfjasöl- unni, þar sem ráðist var til atlögu, sem stórfelldum markaði með heróín og kókaín. Því var haldið fram af lögreglunni, að miðstéttarfólk og betri borgarar hefðu sótt markað- inn. Alls hefðu um 400 manns verzlað á hverjum klukkutíma en markaðurinn var opinn í 15 klukku- stundir á sólarhring. Einn lögreglu- mannanna lýsti verzluninni með eiturlyf sem „stórmarkaði í nánast einu fjölbýlishúsi".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.