Morgunblaðið - 13.02.1980, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.1980, Side 1
32 SÍÐUR 36. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morguriblaðsins. Bardagar geisa enn í Turkoman Símamynd AP. Landflótta Afgani mótmælir innrásinni í land sitt og komu Gromyko til Indlands. Gromyko í Nýju Delhi: Hafði í hótunum við Pakistani Teheran. 12. íebrúar — AP. BARDAGAR geisuðu enn í Turk- oman í norðausturhluta írans milli Turkomana og hermanna byltinfíarsveita stjórnarinnar í Teheran. Siðustu fjóra daga hafa 50 fallið og 100 særst. að því er dagblaðið Jumhuriya Islamia í Teheran skýrði frá í dag. Turk- omanar náðu á sitt vald tveimur skriðdrekum byltingarsveitanna og voru bardagar mjög harðir. Borgin Gonbad-a-Kavur, skammt frá sovésku landamærunum. hef- ur að miklum hluta verið lögð í rúst af stórskotaliði byltingar- sveitanna. Turkomanar krefjast aukinnar sjálfsstjórnar. Sadegh Ghotbzabeh, utanríkis- ráðherra írans, sagði í Teheran að hann vonaði að deila Irans og Bandaríkjanna leystist fljótlega og hét Kurt Waldheim, sem hefur beitt sér fyrir lausn deilunnar, aðstoð Irana. Nýskipaður sendi- herra Irans hjá Sameinuðu þjóð- unum, Moung Frahang, sagði í Genf að námsmennirnir í sendi- ráðinu væru byrjaðir að missa traust írörsku þjóðarinnar. Bani-Sadr, forseti Irans, sagði í Teheran að Iranir væru reiðubún- ir að sleppa gíslunum ef Banda- ríkjamenn viðurkenndu glæpi sínu í íran á tímum keisarastjórnar- innar. Hodding Carter, talsmaður utanríkisráðuneytisins þvertók fyrir að slíkt yrði gert. Bandarísk- ur landgönguliði hefur krafið írönsk stjórnvöld 60 milljónir doll- Tel Aviv. Beirut. 12. febr. — AP. SOVÉTMENN hafa fengið PLO, frelsissamtökum Palcstínu. há- þróuð vopn. að því er ísraelskar leyniþjónustuheimildir hermdu i dag. Meðal vopna, sem PLO hefur fengið í hendur, eru sovéskir skriðdrekar. Þá sagði að Sýrlend- ingar hefðu látið PLO fá 60 sovéska skriðdreka. Skæruliðar PLO og kristnir Líbanir áttu í I ara í skaðabætur fyrir pyndingar, sem hann segist hafa sætt í prísundinni en hann var látinn I laus á sínum tíma. Reis upp úr kistunni - 5 biðu bana Búrúndí. 12. febrúar. AP. FIMM menn ó bílpalli urðu ofsahræddir þegar lok á likkistu. sem var á bílpallin- um. var skyndilega opnað og „hinn látni" reis á fætur. Bíllinn var á mikilli ferð en fimmmenningarnir stukku engu síður af bilnum og biðu allir bana. Atvikið átti sér stað í Af- ríkuríkinu Búrúndí. Bílstjórinn hafði farið til Bujumbara til að kaupa líkkistu vegna látins ættingja síns. Félagi hans lagð- ist til hvíldar í líkkistunni á palli bílsins en vegna þess hve mikið rigndi setti hann kistu- lokið yfir. Fimmmenningarnir komu sér fyrir á bílpallinum án vitundar bílstjórans og manns- ins í kistunni en hann svaf svefni hinna réttlátu. Hann vaknaði og reis upp fimm- menningunum til mikillar skelfingar. Þeir sáu sér þann kost vænstan að stökkva af pallinum og biðu allir bana. bardögum í suðurhluta Líbanon í dag. Salim El Hoss, forsætisráð- herra Líbanóns, mun á morgun fara til Sýrlands til viðræðna við stjórnvöld þar. Zambísk stjórnvöld hafa stað- fest að þau hafi keypt sovésk vopn fyrir 85 milljónir dala. Þar á meðal eru MIG-21 orrustuþotur. Þá segja heimildir í Lusaka að hundruð zambískra hermanna séu nú í þjálfun í Sovétríkjunum. Nýju-Delhí. 12. febrúar. AP. ANDREI Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna. var mjög harðorður í ræðu, sem hann hélt í veizlu sem haldin var honum til heiðurs i Nýju-Delhí í kvöld. Hann hafði í hótunum við Pakist- ani og sagði að þeir myndu missa sjálfstæði sitt ef þeir styddu Bandarikin og Kína í Afganist- andeilunni. „Pakistan grefur undan eigin sjálfstæði ef stjórnin lætur Bandarikin og bandamenn þeirra nota sig sem stökkpall frekari áreitni gagnvart Sov- étríkjunum,“ sagði Gromyko. Hin harðorða ræða hans kom í kjölfar tveggja daga viðræðna hans við Indiru Ghandi, forsætisráðherra Indlands. Indira Ghandi hvatti Sovét- menn til að draga herlið sitt á brott frá Afganistan. Sovéskir sendiráðsmenn lýstu viðræðunum sem „gagnlegum". Greinilegt var að beiðni Indiru hlaut litlar undir- tektir, því Gromyko varði stefnu Sovétmanna einarðlega og réðst harkalega á Bandaríkin og Kína. Hann sagði það „fráleitt og ódrengilegt" að kenna Sovét- mönnum um auknar viðsjár í Mið-Austulöndum og kenndi hann „heimsvaldasinnum" alfarið um ástandið á svæðinu. Um 250 manns — Afganir og Indverjar — mótmæltu innrás Sovétríkjanna í Afganistan fyrir utan sendiráð Sovétmanna í Nýju-Delhí. Þeirra á meðal var einn helsti leiðtogi Janatabanda- lagsins. Áður höfðu afgönsk ung- menni mótmælt komu Gromykos á flugvellinum í Nýju-Delhí. Landbúnaðarmálaráðaherra Moskvu. 12. fcbrúar — AP. GEÐLÆKNIRINN Vusch- eslav Bakmin. sem er meðlim- Bandaríkjanna, Bob Bergland, sagði í Washington í kvöld, að drægju Sovétmenn nógu marga hermenn frá Afganistan þá héldi hann að Bandaríkjamenn myndu taka þátt í Olympíuleikunum í Moskvu og aflétta kornsölubann- inu. í gærkvöldi sagði Zbigniew Brzezinski, öryggismálaráðgjafi Jimmy Carters, forseta, að Banda- ríkin myndu ekki sætta sig við að aðeins hluti sovéska herliðsins í Afganistan yrði á brott úr land- inu. Hann spáði friðarsókn Sovét- manna innan tíðar og að hluti sovéska herliðsins í Áfganistan yrði fluttur frá landinu. I ur í andófsnefnd þeirri er beitir sér gegn misnotkun I sovéskra yfirvalda á geðlækn- ingum. var handtekinn í Moskvu í dag. Einnig var talið að kollegi hans, Felex Serebrov. hafi verið handtek- inn en hann fór til vinnu sinnar í dag en hafði ekki komið þangað né hafði spurst til hans. Þá var gerð húsleit á heimili geðlæknisins Leonard Pernov- sky. Þeir eru allir meðlimir andófsnefndarimlar, sem hef- ur rannsakað misnotkun sov- éskra yfirvalda á geðlækning- um í pólitískum tilgangi. í ágúst 1978 var formaður nefndarinnar, Alexander Podrabinek, dæmdur í fimm ára einangrun í Sovétríkjun- um. Hann kom skjölum um misnotkun sovéskra yfirvalda á geðlækningum til Vestur- landa. Tillögur bandaríska varnarmálaráðuneytisins og norsku herstjórnarinnar: Sérþjálfað bandarískt herfylki ætíð til staðar Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. í Noregi, 12. febrúar. SÉRÞJÁLFAÐ bandarískt hcrfylki verði til taks að koma til Norcgs ef hættuástand skapast. Öll þyngri vopn herfylkisins, skriðdrekar, þyrlur, fallbyssur og ökutæki, verði til staðar í Noregi eða nálægum löndum. Þessar tillögur koma fram i leynilegri skýrslu, sem bandariska varnarmálaráðuneytið hefur unnið i samráði við norsk hermálayfirvöld. í Aftenposten í dag er því urskipulagningar á vörnum haldið fram, að þessar nýju norðurvængs Atlantshafsbanda- tillögur séu ekki vegna Afganist- lagsins. Þessar nýju tillögur andeilunnar heldur vegna end- stríða ekki gegn þeirri grund- vallarstefnu Norðmanna, að engar erlendar herstöðvar verði í landinu. I skýrslunni er gert ráð fyrir því, að Bandaríkjamenn muni hafa sérþjálfaðar alhliða bar- dagasveitir, sem geti komið til Noregs með stuttum fyrirvara. Þessar bardagsveitir verði hluti bandarísku landgöngusveitanna. Yfir 10 þúsund hermenn verði þjálfaðir í þessu skyni. Bardaga- sveitirnar hafi yfir að ráða eigin herþotum og hluti þeirra yrðu landgöngusveitir, sem gætu gengið á land hvar sem er í Noregi. í tillögum bandaríska landvarnaráðuneytisins og norskra heryfirvalda er gert ráð fyrir birgðastöðvum í Noregi og einnig í Skotlandi og Englandi. Sovésk vopn send til PLO Geðlæknar hand- teknir í Moskvu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.