Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 5 Síðasti dagur kvik- myndahátiðarinnar KVIKMYNDAHÁTÍÐ Lista- hátíðar hefur verið mjög vel sótt og sl. sunnudag (10.2.) nálgaðist áhorfendafjöldinn 18.000 manns. Hátíðin hefur nú verið framlengd um einn dag og lýkur henni i kvöld. Alls hefur verið sýnd á hátíðinni 31 mynd. 3 samsettar. sýningar af styttri myndum. eriendum (f jöldi stutt- myndanna er 21) og 4 íslenskar myndir í kvikmyndasamkeppn- inni (Lítil Þúfa hlaut verðlaun- in, handrit og leikstjórn Ágúst Guðmundsson). Alls hafa þvi verið sýndar 55 myndir á há- tíðinni á 13 dögum! Tvær myndir, sem kynntar eru í sýningarskrá kvikmynda- hátíðarinnar, komu því miður ekki til landsins, þrátt fyrir loforð þar um, áður en hátíðin hófst, og þrátt fyrir gífurlegt myndaúrval er mikill skaði að þessum tveim myndum. Þetta eru Skákmennirnir eftir S. Ray, en þeir sitja að sögn á flugvellin- um í London og tefla þrátefli við breska tollþjóna. Hin myndin er Engið (Ii PratoX eftir Taviani- bræður, en ekkert hefur til hennar spurst. Þá virtust það vera álög á þessari kvikmynda- hátíð, að erlendir gestir, sem hingað vildu koma urðu annað hvort að aflýsa komu sinni vegna anna, urðu fyrir slysum eða lögðust í rúmið af öðrum orsökum. Þannig fór t.d. um Chantal Akerman, belgísku kon- una, sem var væntanleg fram á síðustu stundu. Miðað við um- fang hátíðarinnar verða þetta þó að teljast litlar hrakfarir, ekki síst vegna þess að í fyrradag barst hátíðinni í hendur mynd, sem mikill fengur er að. Áður Listahátið í Reykjavik Kvikmyndahátíð 1980 eftir SIGURÐ SVERRI PÁLSSON hafði verið beðið um þessa mynd en engin staðfesting hafði borist um að hún fengist, þegar sýn- ingarskráin var prentuð. Þetta er myndin Vegir útlagans (Les Chemins de l’Exilx) eftir Claude Coretta, en henni eru gerð nán- ari skil hér á öðrum stað. Erfitt er að segja fyrir um það, hvaða myndir hafi verið vinsælastar á þessari kvik- myndahátíð. Sjáðu sæta naflann minn hefur langflesta áhorfend- ur, 5200 (tölur miðast við sunnu- dagskvöld 10.2.), en myndinni var líka gefið gott tækifæri. Carlos Saura hefur verið vel sóttur, en um 3000 manns hafa séð myndirnar Hrafninn og Með bundið fyrir augun. Þá hafa þýsku myndirnar Woyzek. Al- bert-hvers vegna? og Þýskaland að hausti einnig verið vinsælar og sænska myndin Krakkarnir í Copacabana hefur verið sér- staklega vel sótt. Eins og áður sagði er þó varlegt að dæma myndirnar út frá aðsókninni eingöngu, vegna þess hve salirn- ir í Regnboganum eru misjafn- lega stórir og sýningafjöldi myndanna hefur verið mjög misjafn. Þannig má t.d. nefna að nokkrar myndir hafa verið með 100% sætanýtingu á öllum sýn- ingum til þessa, þ.e. Dækjan, Án deyfingar, Albert hvers vegna og Jeanne Dielman og India Song með 98% sætanýtingu. Af þessu má sjá, að halda mætti kvikmyndahátíðinni áfram með góðum árangri í að minnsta kosti viku til viðbótar ef ekki lengur. Af þessum viðtökum áhorfenda má líka sjá, að kvik- myndahátíðin sem slík hefur sannað gildi sitt og er þess umkomin, að verða fastur liður í menningarlífi okkar, helst ár- legur viðburður eins og annars staðar, þar sem kvikmynda- hátíðir eru haldnar. Þá er rétt að minna á það hér, að í dag verður sýnd í fyrsta sinn heimildamyndin Action — Okt- óberdeilan 1970, en mynd þessi er nátengd myndinni Skipanir. í Action er gerð grein fyrir sögu- legum bakgrunni þeirra atburða, er herlög voru sett í gildi í Quebec 1970 en í Skipunum segir frá því, hvernig þetta ástand kom persónulega við nokkra einstaklinga. Skipanir hefur einna helst verið gagnrýnd fyrir það, að gera ekki nógu mikla grein fyrir bakgrunni at- burða, en með því að sjá Action ættu endar að nást saman. SSP. Lýsa yfir stuðn- ingi við Friðjón BLAÐINU hefur borizt eftiríar- andi yfirlýsing, sem samþykkt var á fundi Sjálfstæðisfélags Dalasýslu hinn 9. febr.r Yfirlýsing Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing: Selfossi, 9. febr. 1980. Einn af hörðustu stunings- mönnum Eggerts Haukdal, í síðastliðnum kosningum, mót- mælir harðlega hans vinnubrögð- um öllum, sem hann álítur alhliða svik við hans kjósendur. Hann bendir Eggert Haukdal á, að hann hafi ekkert umboð fengið, til að styðja þessa stjórn, frá þeim sem hann studdu. Og hann telur vítaverð störf Gunnars Thoroddsen, og mótmæl- ir stjórn hans allri sem slíkri. Fyrrverandi stuðningsmaður, — núverandi andstæðingur. Ólafur Eyjólfsson. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við Friðjón Þórðarson og aðild hans að ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens. Fundurinn harmar framkomnar yfirlýsingar frá meirihluta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins og tel- ur þær vart samrýmast flokki sem kennir sig við sjálfstæði og ein- staklingsfrelsi. Fundurinn beinir því til sjálf- stæðismanna um land allt að stuðla að sáttum og einingu innan flokksins, þannig að sjálfstæðis- menn geti rætt mál sín af dreng- lyndi og sanngirni, þrátt fyrir skiptar skoðanir á ýmsum málum. f.h. Sjálfstæðisfélags Dalasýslu, Þrúður Kristjánsdóttir formaður. f.h. Sjálfstæðiskvennafélags Dalasýslu, Kristjana R. Ágústsdóttir, í.h. Félags ungra sjálf- stæðismanna í Dalasýslu, Jóhannes Benediktsson formaður Fyrsta loðnan til Fáskrúðsfjarðar FáskrúÖsfirdi. 12. febrúar ÞRÍR bátar komu með fyrstu loðnuna til hafnar í nótt, samtais um 2700 tonn. Hákon var með 780 tonn, Rauðsey með 530 tonn og Sigurður með 1350 tonn. Miklar breytingar hafa verið gerðar á verksmiðjunni frá síðustu vertíð og nam heildar- kostnaðurinn við þær um 100 milljónum króna. Löndunarað- staða er öll mun betri en áður var, vigtarnar hafa verið settar inn í hús, þannig að afköst hafa aukist um helming frá því sem áður var. Það eru um 200 tonn sem koma á land á klukkutímanum þessa stundina, en heildarrými er um 8000 tonn. — Albert EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU □ Herrafötfrá ............. 49.900- □ Stakir jakkar frá ...... 19.900,- □ Riflaöar flauelis- buxur frá ............... 8.900,- □ Dúnwatt úlpur frá ...... 19.900,- □ Barna jakkar frá ........ 8.900,- □ Dragtirfrá .............. 39.900- □ Skyrturfrá ............... 4.900- □ Blússurfrá .............. 3.900,- □ Vesti frá ............... 3.900.- □ Watteraðar flauelis- úlpur .................. 16.900.- □ Alullartweed ........ 1.900 pr. m □ Fínflauel ........... 3.900 pr. m □ Glans popplín ....... 600 pr. m □ Kansas-kaki ......... 1.000 pr. m □ Terline ............. 1.500 pr. m □ Flannel ............. 1.500 pr. m □ Denim ............... 600 pr. m □ Einnig mikið af allskonar efnum og tilleggi □ Gardínur og stórisaefni □ Kápur — kjólar — jakkar o.m.fl. með miklum afslætti. ÚTSÖL UMARKA ÐUR /CflrilðÖflSyðr ■ Saumastofa og verslanir Garbó — Bonaparte Bonanza — Belgjageröin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.