Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 Ellert B. Schram: Á sama tíma og flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur sam- an til fundar, tveim dögum eftir myndun nýrrar rikisstjórnar, felmtri slegið eftir atburði síðustu daga, fagnar þorri al- mennings þeirri staðreynd að starfhæf ríkisstjórn hefur verið mynduð á íslandi. Svo er a.m.k. sagt. Ummæli og afstaða meiri- hluta forystuliðs Sjálfstæðis- flokksins eru á sama tíma túlkuð sem sárindi manna, sem hafa sjálfir reynst ófærir til myndun- ar stjórnar. Þetta kemur ekki aðeins fram í viðbrögðum andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins, heldur einnig fjölmargra kjósenda flokksins. Augljóst er einnig, að afstaða margra mótast af áliti þeirra á ýmsum þeim einstaklingum, sem til forystu hafa valist í Sjálf- stæðisflokknum. Á þessu augnabliki virðist það ekki skipta almenning miklu hvernig til þessarar stjórnar- myndunar er stofnað, og mál- efnasamningurinn fer fyrir ofan garð og neðan, meðan ekki hefur á hann reynt. Hvernig er til sigursins unnið? Þeir atburðir sem nú hafa gerst hafa í einu vetfangi breytt þessari mynd. Gunnar Thorodd- sen, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, og nokkrir aðrir þing- menn úr röðum sjálfstæðis- manna, hafa gengið gegn vilja meirihluta þingflokks, virt lög og reglur flokksins að vettugi, og gengið til ríkisstjórnarsamstarfs án fulltingis Sjálfstæðisflokks- ins. Enda þótt þjóðin kunni að fagna því um stundarsakir, að ný ríkisstjórn sé mynduð, verður ekki hjá því komist að kjörnir trúnaðarmenn flokksins og kjós- endur hans um land allt ræði og taki afstöðu til þessara tíðinda. Þúsundir óbreyttra sjálfstæð- lýst er höfuðsök á hendur for- manni Sjálfstæðisflokksins. Nú mun ég ekki leggja dóm á það sem fullyrt er, að Gunnar Thor- oddsen hafi boðið upp á sína samvinnu ásamt nokkurra ann- arra, ýmist í desember eða janúar. Aðalatriðið er hitt, að Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag lýstu því hvað eftir annað yfir, að þeir væru ekki til viðtals við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta veit alþjóð, og verður ekki við formann flokksins sakast í þeim efnum. Eftir að forseti Islands hafði falið öllum for- mönnum flokkanna sameigin-. lega að ræða saman, er upplýst og viðurkennt að Gunnar hafi staðið í leynilegum viðræðum við aðra stjórnmálaflokka og hvern- ig getur formaður náð góðri samningsstöðu eða myndað Fyrst reiði, síðan undrun, — að lokum hryggð Hinn ótvíræði sigurvegari Almannarómur segir að Gunnar Thoroddsen hafi reynst hinn ótvíræði sigurvegari þeirra átaka og valdatafls, sem háð hefur verið að undanförnu. Gunnar nýtur þess, að vera glæsilegur stjórnmálamaður, hann hefur ávallt staðið framar- lega í frjálslyndari armi flokks- ins og verið studdur af miklum fjölda flokksmanna. Styrkur hans hefur byggst jafnt á per- sónulegum hæfileikum, sem hefðbundnum viðhorfum og valdajafnvægi, sem ríkt hefur í Sj álf stæðisf lokknum. Hann hefur átt þátt í því að breikka Sjálfstæðisflokkinn og gera hann að þeim fjöldaflokki, sem hefur haft mikil og farsæl áhrif á íslandi. Ég vek hinsvegar athygli á því, að flokkurinn hefur ekki orðið það vegna Gunnars, heldur hefur Gunnar orðið áhrifamaður vegna flokks- ins, stefnu hans og eðlis. Gæfa flokksins hefur verið sú, að honum hefur tekist að sam- eina borgaraleg öfl, íhaldssöm og frjálslynd, þar sem minni- háttar ágreiningur hefur verið jafnaður og gert Sjálfstæðis- flokkinn víðsýnan og umburðar- lyndan. í þessum efnum hefur Gunnar Thoroddsen vissulega gegnt sínu hlutverki í þágu þeirra viðhorfa og skoðana, sem hann hefur meðal annarra verið fulltrúi fyrir. Að því leyti hefur Gunnar Thoroddsen oft átt samúð mína og stuðning. Það var af þeim sökum, sem ég skildi formann flokksins, þegar hann mælti með því að Gunnar Thoroddsen yrði kjörinn formaður þingflokks eft- ir kosningarnar 1978, og það var af þeim ástæðum, sem Gunnar Thoroddsen var endurkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins á síðasta landsfundi. ismanna sem vinna flokki sínum vel með ósérhlífu starfi af tryggð við hugsjónir sínar, þurfa að fá útkljáð og uppgert hvað hér hafi gerst. Ef Gunnar Thoroddsen er sig- urvegari í augum þeirra sem ekki vilja spyrja að vopnavið- skiptum heldur leikslokum, þá viljum við hin sem berum virð- ingu fyrir lögum og reglum og lýðræðislegum ákvörðunum vita meir. Hvernig hefur verið til þessa sigurs unnið? Flokksblinda Þegar ljóst var um síðustu helgi, að Gunnar Thoroddsen varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins hafði efnt til og haldið áfram viðræðum við aðra flokka gegn vilja þingflokks sjálfstæðis- manna, kom stjórn fulltrúaráðs- ins í Reykjavík saman og sendi frá sér ályktun, sem samþykkt var samhljóða. í stjórn full- trúaráðsins í Reykjavík eiga sæti 23 menn, þar af allir formenn sjálfstæðisfélaganna í höfuðborginni. Tveir þeirra voru fjarverandi, auk Gunnars Thor- oddsen og Ragnhildar Helga- dóttur, sem bæði eiga sæti í stjórninni. I þessari ályktun var lýst andstöðu við stjórnarmyndun sem til stóð án fulltingis Sjálf- stæðisflokksins, og þar voru þingmenn flokksins varaðir við að bregðast þeim trúnaði sem flokkurinn og kjósendur hans hafa sýnt þeim. Varaformaðurinn sendi okkur það smekklega svar, að við værum slegin flokksblindu. Fólkið, sem hefur stutt Gunnar Thoroddsen og ýmsa fylgismenn hans í þeirri trú, að flokkurinn væri þeim einhvers virði — fólkið, sem vildi forða þeim klofningi sem fyrirsjáanlega var í uppsiglingu, fékk þá kveðju til Kafli úr ræðu á flokks- ráðsfundi baka, að það væri í þágu þjóðar- hagsmuna að virða meirihluta- ákvarðanir að vettugi. En nú spyr ég: Er það til heilla fyrir þjóðina að gera Sjálfstæð- isflokkinn áhrifalausan um stjórn landsins, að fara á bak við þann mann, sem landsfundur hafði kosið sem oddvita sinn? Er það til heilla fyrir þjóðina að leiða kommúnista til valda og semja málefnasamning, sem lýsa má með tveim orðum: loð- mulla og lýðskrum? Er það til framdráttar sjálfstæðisstefn- unni, þegar Þjóðviljinn getur lýst því yfir, þegar upp er staðið, „að í þýðingarmiklum atriðum tekur sá málefnasamningur, sem nú hefur verið gerður þeirri stefnuyfirlýsingu fram sem sam- in var sem undanfari seinustu vinstri stjórnar"? Utanþingsstjórn til vansæmdar Formælendur stjórnarmynd- unarinnar hafa nefnt þrjár meg- inástæður fyrir ákvörðunum sínum. í fyrsta lagi, að þeir uni ekki lengur þróun mála innan flokksins, og þeir vilji stuðla að því að flokkurinn verði á ný stór og breiður flokkur. En er það vænlegast til árangurs til að stækka flokkinn að kljúfa hann? I öðru lagi til að forða langvar- andi stjórnarkreppu, þar sem ríkisstjórn á sama tíma og varaformaður býður upp á sjálf- stæðar viðræður? í þriðja lagi heldur Gunnar Thoroddsen því fram, að það hafi verið heilög skylda þingsins að mynda stjórn. Utanþings- stjórn hefði orðið því til van- sæmdar. í þessu sambandi er óhjákvæmilegt að upplýsa, að eftir að vinstri stjórnin síðasta klofnaði, og rætt var um það í þingflokki sjálfstæðis'manna, hvernig staðið skyldi að málum fram að kosningum, þá mælti G. Th. manna ákafast með utan- þingsstjórn! Ekki fer þetta alls- kostar saman. Að skora hjá sjálfum sér Sagt er að þeir sýni þor og sjálfstæði, sem rísi upp gegn flokksræði og bjóði því byrginn. En ég minni á, að það er sitthvað hugrekki og fífldirfska, og aldrei hefur það þótt karlmennska eða kjarkur á íslandi að hlaupast undan merkjum á örlagastund. í mínum augum telst það ekki til afreka. Ég hef líkt þessu framferði við það, að ég gangi með lið mitt til úrslitaleiks í knattspyrnu. Meirihluti áhorfenda er að vísu á bandi mótherjanna, en mínir menn eru staðráðnir í að standa saman, og að sigur muni vinnast ef enginn bregðist. Ekkert mark er skorað og leiknum er fram- lengt. Menn gerast þreyttir og áhorfendur óþreyjufullir. Þá skeður það óvænta, einn liðs- manna minna spyrnir knettinum í eigið mark. Hann gefur þá skýringu, að hann hafi verið þreyttur á þófinu, áhorfendur fagna að úrslit hafa náðst, markaskorarinn er hylltur. En eftir standa samherjar hans, ráðvilltir og sviknir. Þeir vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þeir þekktu ekki og þekkja ekki enn hvernig á að bregðast við slíku athæfi. Undrun, reiði, hryggð Eins er með mig og fjölmarga aðra sjálfstæðismenn á þessari stundu. Fyrstu viðbrögð er undr- un, síðan reiði, að lokum hryggð. Við erum hryggir yfir því, að þeim, sem við höfum treyst, hefur brostið skilningur á því, að leiðin til farsældar í lífi og starfi er fólgin í drengskap og heilind- um. í þeim stóra hópi sjálfstæð- ismanna, sem nú standa ráðvillt- ir eru sjálfsagt og áreiðanlega einnig þeir, sem viljað hafa og vilja enn veg Gunnars Thorodd- sen og fylgismanna hans sem mestan. I rauninni viljum við sjálfstæðismenn ekki láta skipta okkur í neinar fylkingar. Við erum fyrst og fremst sjálfstæð- ismenn. Og þess vegna svíður okkur sárast, hvernig flokkur okkar er leikinn í þessum átök- um. Kjósendur Sjálfstæðis- flokksins kusu að eigin geðþótta. Menn voru kosnir sem frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins, und- ir merkjum hans og stefnu. Á þetta er minnt, því það er ekki af flokksblindu sem menn fordæma þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið, heldur af skömm á því atferli, sem tekur persónulegan metnað fram yfir hagsmuni heildarinnar. Éf menn vilja réttlæta gerðir þeirra, sem segja sig úr lögum við flokkinn, þá eru þeir hinir sömu að kalla það yfir sig, að þeir séu beittir samskonar brögðum. Til slíks leiks vil ég ekki ganga, því þá er verið að hafna félagslegu siðgæði og lýð- ræðislegum leikreglum. Þá er verið að kasta á glæ, því sem gerir einn flokk að stjórnmála- afli. Sýnum stillingu Ég þykist tala fyrir munn alls þorra sjálfstæðismanna, þegar ég segi, að við munum ekki gefast upp. Hvað sem líður innanmeinum í augnablikinu, þá má það ekki verða — það skal ekki verða að Sjálfstæðisflokk- urinn liðist í sundur. Þessum hjaðningavígum verður að linna, við verðum að byrja upp á nýtt — með hreint borð. Þingflokkurkin hefur sent frá sér yfirlýsingu um að hann sé í andstöðu við þessa stjórn. Flokksráðið á að gera hið sama. Að svo stöddu getum við látið þar við sitja. Við skulum ekki láta heiftina ná tökum á okkur, enda þótt við höfum ekki geð til þess að fagna sérstaklega þeim mönnum, sem hyggjast bjarga þjóðarhag í náðarfaðmi komm- únista. Þeir eru sjálfum sér verstir og verða dæmdir af verkum sínum. Gífuryrði og hefndarráðstafanir breyta þar engu um né heldur bæta stöðu okkar. Fyrir þá, sem eftir sitja í Sjálfstæðisflokknum er nauð- synlegt að sýna stillingu, ávinna flokknum traust, og þjappa sér saman. Allir eru velkomnir til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem vilja virða leikreglur og lög, iíka þeir sem nú hafa klofið sig frá honum. Þeir munu vonandi finna það áður en langt um líður, að engum verður það til gæfu að ganga til liðs við andstæðinga sína, með því að skilja vini sína og samherja eftir í sárum. Þeir munu uppgötva að Sjálfstæðis- flokkurinn verður ekki brotinn á bak aftur, og að þar er þeirra skjól og styrkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.