Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 slapp naumlega á markað varð frekar fyrir þessu en upp- byggingin. Þemum var þvingað upp á okkur og fagurfræðinni stýrt. Á árunum eftir 1950 lifð- um við í heimi, sem við trúðum að mundi breytast til hins betra ... Heimssýnin var svo þröng að allt það, sem var lítils háttar öðru vísi, virtist vera af öðrum heimi. Þannig nægði að gaman- leikri túlkaði persónu í röndótt- um sokkum, þegar aðeins feng- ust doppóttir sokkar á markað- inum í Póllandi, til þess að það þættLsýna löngun hans í annað þjóðfélag. Það var í sjálfu sér hlægilegt. Á þeim tíma var kvikmynd minni „Aska og dem- antar“ skipað í þennan flokk. Gagnrýnendur höfðu greint kvikmyndina sem frásögn sögu- hetju, sem ekki ætti neitt sögu- legt raunsæi, en hafði það tak- mark eitt að vera á móti því sem er. Hann var á vissan hátt í öðru vísi sokkum. I lífinu var fólki ætlað að renna saman við fjöld- ann, en skera sig ekki úr sem einstaklingar. En þetta kerfi hefur aldrei gengið almennilega í Pólverja. Blaðam.: í vissum kafla í Marmaramanninum byggir þú upp dæmigerða kvikmynd frá 6. áratugnum ... Wajda: Já, ég hefi í raun unnið að kvikmyndum á borð við þessa. Að þessari tegund áróð- ursmynda var fyrirmyndin sov- ésk kvikmyndagerð. Sovésku kvikmyndirnar voru mjög vel gerðar og ákaflega ljósar á stjórnmálasviðinu. Maður vissi Viðtal við Andrzej TT7 Wajda MEÐAL kvikmynda á listahátíð, scm nú er verið að sýna. e. Marmaramaðurinn eftir kvikmyndastjórann fræga Ándrzej Wajda. Stóðu upphaflega vonir til að hann kæmi sjálfur. Þegar farið var að sýna hana á Vesturlöndum. hirtist viðtal við höfundinn í franska blaðinu Express, en það þótti miklum tíðindum sæta, og Mbl. birti úr því þýddar glefsur. í Ijósi þess að myndin er nú sýnd þessa viku í Reykjavík og margir að sjá myndina, er hluti af grein og viðtali b rt til fróðleiks. í fyrsta lagi þótti það eitt merkilegt að slík mynd skyldi yfirleitt hafa séð dagsins Ijós í Póllandi, þar sem margar frægar s(>guhetjur. allt frá Trotski til Stalíns, hafa verið felldar í gleymsku. Fram að þessu höfðu kvikmyndagerðarmenn austan járntjalds aldrei þorað að ráðast á svo ósnertanlegt viðfangsefni sem opinbera fölsun á sögulegum staðreyndum. Wajda hefur þar ekki gert sig ánægðan með það eitt að gera pólitíska mynd, en tók sig til og þurrkaði bókstaflega út 30 ára opinbera söguskoðun í Póllandi og framleiðir myndina fyrir fé ríkisins. Kvikmyndahöfundurinn Andrzej Wajda gerir í Marmara- manninum atlögu að opinberri sögufölsun. Marmara- maðurinn Þeir fáu útvöldu, sem höfðu fengið að sjá myndina í Póllandi, þar sem hún kom út í febrúar- mánuði 1977, töluðu um hana sem meistaraverk. Jafnframt óttuðust þeir orðróm, sem gekk um að kvikmyndaeftirlitið væri á móti henni, krefðist þess að klippt væri úr henni, bannaði útflutning á henni. Allt þar til myndin Marmaramaðurinn var allt í einu á dagskrá á kvik- myndahátíðinni í Cannes 1978, var beðið í algerri óvissu. Það jók á eftirvæntingu að þjóðar- leiðtoginn Gierek hafði sjálfur er hann ávarpaði sjónvarps- fréttamenn sem komnir voru vegna frumsýningar á Mourousi Circus, látið í ljós þá skoðun sína að kvikmyndin „segði ekki sann- leikann um sögu Póllands" og að „verkamenn hefðu gert sér þetta ljóst“, myndin fengi mjög dræm- ar móttökur. Við eftirgrennslan kom í Ijós, að Marmaramaðurinn var sýndur fyrir troðfullu húsi og miðar gengu á svörtum mark- aði fyrir allt að tífalt verð. Sagan fjallar um sovésku vinnuhetjuna. Hún segir frá ungri konu, sem hyggst ljúka kvikmyndanámi sínu með gerð fræðslumyndar og hefur í því Wajda setur á svið A.NDRZEJ Wajda hefur tekið til við að setja á svið leikrit. og var í febrúar að setja á svið leikritið „Þeir" eftir Witkie- wicz í París. Þegar því er lokið fer hann aftur í kvikmyndirn- ar og heldur áfram undirbún- ingi að næstu mynd „Voninni" eftir sögu Malrauxs. Nýjasta myndin hans er þegar tilhúin. Ilún heitir „Hljómsveitarstjór- inn". en er ókomin á markað. j skyni upplýsingaleit um hinn fullkomna verkamann sjötta áratugarins, Birkut. I annan stað sýnir Wajda okkur afrakst- urinn af þessari leit, áróðurs- kvikmyndir, fréttabúta, viðtöl og vitni. Og mitt í þessari sann- leiksleit er svo myndastyt.ta — hræðilegur afrakstur sósíalreal- isma, — sem felst sem sögulegur leir í einhverju safnskoti. Þar er kominn marmaramað- urinn Birkut. Smám saman verður maður vitni að sköpun Stakhanovs litla (sósíalísku vinnuhetjunnar), sem búinn er til eins og þvottalögur, að frá- dregnu þvottaefninu: Methraði í múrsteinalagningu, ræður sigur- vegarans, sýningarferðir til góðs fordæmis. Fyrirmyndarverka- maðurinn þjónar málstaðnum, hinum góða málstað verka- lýðsstéttarinnar. Glóðheitur múrsteinn, sem Birkut grípur um báðum höndum, bindur enda á frama þessargr alþýðustjörnu. Fallið er mikið. . . Þessum tveimur söguþráðum er fléttað saman, sögu Birkuts og sögu kvikmyndagerðarkonunnar. Með því að fleyta sér á öldum sjötta og sjöunda áratugarins túlkar Majda um leið erfiðleikana við að gera slíka kvikmynd. Það lá við að Marmaramaður- inn yrði ekki til. Handritið er skrifað 1962, en kvikmyndin varð ekki til fyrr en 1976. Einn besti kvimyndagerðarmaður heims þurfti að þrauka í 14 ár áður en hann gat séð viðfangs- efni sitt verða að veruleika. Og þegar kvikmynduninni var lokið, var það líklega fyrir einskæra heppni — lát menntamálaráð- herrans Januszar Wilhelmi — að Marmaramaðurinn fékk brott- fararleyfi til útlandá. Eftirlitið lét sér nægja að fara fram á að klippt yrði burtu eitt atriðið, þar sem sögukonan finnur í lokin gröf Birkuts í Gdansk. En hann hafði verið drepinn af hermanni í uppreisn verkamanna 1970, eftir langa baráttu við að ná aftur fyrri orðstír (hafði jafnvel verið í fangelsi). Fyrir persónu- leg afskipti Edwards Giereks fékk Marmaramaðurinr. brott- fararleyfi, eftir mikla baráttu. Um það segir höfundurinn í viðtalinu: Wajda: Svo vill til að nú hefur orðið skynsamlegri þróun í menningarpólitíkinni. Þegar kvikmyndin var lögð fram á árinu 1976, brugðust vissir aðilar mjög hart við og héldu því fram að innanríkismál okkar ættu ekkert erindi til útlanda og að söguleg viðhorf í myndinni væru ósönn. Ég lét mér nægja að taka fram, að Marmaramanninum væri ekki ætlað að túlka opin- bera línu. Smám saman síaðist sú hugmynd inn... Ég er þó búinn að gera kvikmyndir í 24 ár. Margir ráðherrar hafa horf- ið, en ég held áfram ... Blaðam: Gagnrýnin var samt sem áður ákaflega grimm. Wajda: Og einhliða. Þrátt fyrir þessa gagnrýni náði mynd- in geysilegri aðsókn nokkra mánuði. Frá ykkar sjónarhóli virðast svona neikvæð viðbrögð og síðan jákvæð sjálfsagt órök- rétt. Frá okkar sjónarmiði opn- ast leiðir. Ef til vill felst í órökvísinni viss merking. Blaðam.: Þetta tímabil ár- anna eftir 1950, sem lýst er í myndinni, er lagt upp á einum fjarstæðukenndum degi. Ýkjur eða raunsæi? Wajda: Allt þetta tímabil bar í rauninni hreinlega fjarstæðan svip. Til dæmis áicváðu stjórn- völd á þeim tíma rammana fyrir „listir". Leikararnir í Carcow- leikhúsinu fengu opinbert bréf frá menntamálaráðuneytinu, þar sem hverjum manni var uppálagt að vinna 8 tíma á dag. Þeir urðu að koma í leikhúsið á hverjum degi kl. 10, jafnvel þótt þeir ættu ekki að vera á æfingu. Annað dæmi er umburðarbréf, sem við hlógum mikið að, þar sem þess var krafist að hljóm- sveitarstjórar ynnu líka 8 tíma á hverjum degi. Með kór og hljóm- sveit. Það var sannkölluð aga- vitleysa. Blaðam.: Var Stalínstímabilið í Póllandi jafn mikill harmleikur sem annars staðar fyrir kvik- myndagerðarfólk ? Wajda: Kvikmyndunum var í vissum skilningi þyrmt. Formið frá fyrstu mynd hver var hetjan, hvaða framlag og takmörk hún hafði og í hverju vandi hennar lá. Upp frá því gekk raunveru- leikinn sinn gang með sínum viðdvalarstöðum. Þannig átti söguhetjan ekki í baráttu milli góðs og ills, heldur góðs og betra. Ég get fullvissað ykkur um að það þarf einhvern afburðasnill- ing í kvikmyndagerð til að geta fundið leikrænan stuðning við þess háttar baráttu. Wajda: Já, atvikið með glóandi múrsteinana í myndinni er satt. Ég hefi hitt mann, sem varð fyrir þessu. Þessi tegund skemmdarverka var skiljanleg. Verkamennirnir vildu mótmæla auknum vinnuramma eða meiri vinnuhraða. Verkamaðurinn, sem varð fórnarlamb þessara atburða, býr í Nowa Huta og vinnur þar enn. En aðalpersónan í myndinni minni, Birkut, er samansett og á ekki eina fyrir- mynd. Blaðam.: Aðalkvenhetjan á aftur á móti fyrirmynd — þig sjálfan, ekki satt? Wajda: Það er önnur saga. Myndin hefur í rauninni tvö skaut, Birkut og hana. Saga Birkuts er sigtuö gegn um sögu kvenpersónunnar. Imyndaðu þér að söguna segi fimmtugur maður, þar sem hann situr í stólnum sínum við arininn. Þá verður allt efnið flatt. Ég varð að fá andstæðuna milli dagsins í dag og í gær. Þess vegna gat persónan, sem segir frá, ekki upplifað atburðina á sama hátt. Nauðsynlegt var að fá leik, þar sem andi leikarans svifi yfir vötnunum. Blaðam.: Andstæðurnar eru augljósar, líka í stíl og myndum? Wajda: Að sjálfsögðu. Einn hluti kvikmyndarinnar er gerður í nútímastíl: gleiðhorn, kvik- myndavélin í höndunum o.s.frv. Aðrir hlutar eru kvikmyndaðir á hefðbundnari hátt, að ég ekki segi letilegar. Þessir tveir þættir koma á víxl. Úr því fengist var við tvöföld efnisatriði, þurfti líka tvöfaldan stíl. Þetta atriði var klippt út úr myndinni. Þar finnur kvikmynda- gerðarkonan, Krystyna Janda, gröf Birkuts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.