Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 15 Annað óhapp í kiarnorkuveri Middletown. Pennsylvaníu. 12. febrúar. AP. GEISLAVIRKT vatn lak úr kæli- kerfi kjarnorkuversins á Three Miles Island á mánudag og nokk- urt geislavirkt efni fór út í andrúmsloftið að sögn starfs- manna versins í dag. í tilkynningu frá fyrirtækinu Metropolitan Edison Co., sem rek- ur verið, segir að athugun hafi leitt í ljós að nokkurt magn af geislavirku gasi hafi borizt út, sennilega krypton 85. Starfsmenn fyrirtækisins sögðu Fréttir í stuttu máli Morð í Róm Róm, 12. febr. — AP. TVEIR hryðjuverkamenn veittu einum æðsta rannsóknardómara Italíu, próf. Vittorio Bachelet, fyrirsát í Rómarháskóla í dag og myrtu hann. Bachelet var skot- inn til bana af dauðafæri í stiga í stjórnvísindadeildinni þar sem umræður um hryðjuverk voru að hefjast. Bachelet er 11. maður- inn sem hryðjuverkamenn myrða á þessu ári og sjöundi rannsóknardómarinn sem er myrtur síðan 1976. Átök í Sv-Afríku Windhock, Sv-Aíríku, 12. febr. — AP. SUÐUR-afrískir hermenn drápu 42 skæruliða SWAPO í nokkrum átökum í norðurhluta Suðvest- ur-Afríku um helgina, sem fylg- du í kjölfar átaka í síðustu viku. Fjórir hermenn féllu í fyrirsát SWAPO nálægt landamærum Angola er skýrt var frá 6. febr. en sex skæruliðar. Njósnari deyr Tokyo, 12. febr. - AP. RÚMLEGA fimmtugur embætt- ismaður ríkisins, sem van hand- tekinn fyrir að koma upplýsing- um til fiskimanns sem hafði samband við sovézk varðskip, hefur svipt sig lífi eftir yfir- heyrslur samkvæmt japönskum fréttum í dag. Fréttin kemur á hæla handtöku fyrrverandi jap- ansks hershöfðingja og tveggja starfandi liðsforingja fyrir að útvega Rússum hernaðarleynd- armál. Þeir voru ákærðir á föstudag. Tindáti í lungunum Sheffield. Knglandi. 12. febr. — AP. LÆKNAR skildu ekkert í því að skólapilturinn Paul Flanagan þjáðist í 10 ár af stöðugum hósta og uppsölum þangað til þeir skoðuðu lungu hans og fundu lítinn tindáta sem Paul hafði gleypt þegar hann var fjögurra ára og hafði einhvern veginn festst í lungunum. Pilturinn mun ná fullri heilsu í september, en móðir hans segir þetta sýna að aðrir foreldrar verði að vara sig á því hvaða leikföng þau kaupi handa börnum sínum. „Ráð mitt er það að kaupa ekkert sem er svo lítið að hægt er að gleypa það,“ segir hún. Gimsteinarán á götu London. 12. febr. — AP. DEMANTASALI í London, Wilfred Hogg, sem kvaðst vera á leið til að semja um viðskipti við Khalid konung í Saudi-Arabíu var barinn og rændur gimstein- um að verðmæti 1,84 milljónir punda í gær. Þrír vopnaðir menn sátu fyrir Hogg á götuhorni þegar hann fór frá skrifstofu sinni í skrautmunahverfinu Hatton Garden til að ná í flugvél sem hann ætlaði að ferðast með til Miðausturlanda. Ránið var þaulskipulagt og Hogg segir að þótt undarlegt megi virðast sé algengt að demantasalar beri gimsteina á sér á þennan hátt og stundi jafnvel viðskipti á götu- hornum. Topplaus í Rio Rio de Janeiro, 12. íebr. — AP. LÖGREGLA beitti táragasi til að dreifa hópi baðstrandargesta sem áreittu konu sem gekk um „topplaus" samkvæmt nýjustu tízku á Ipanema-fjöru í gær. Maður nokkur sem reyndi að verja konuna þegar sandi var fleygt í hana var barinn og lögregla fylgdi konunni til lög- reglubifreiðar. Hópurinn elti og fór að rugga bílnum svo að kalla varð á liðsauka sem beitti tára- gasi til að dreifa mannfjöldan- New York. 12. íeb. AP. BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur í fórum sínum segul- bandsupptökur, er sýna fram á að mútugreiðslur til starfsmanna útlendingaeftirlitsins þar í landi fyrir útvegun margs konar gagna hafa verið mjög algengar. Segulbandsupptökur þessar eru frá því í fyrra, og voru teknar upp í skrifstofum útlendingaeftirlits- ins, INS (Immigration and Natur- alization Service), í New Jersey og Florida, og einnig í 12 öðrum löndum. Voru upptökurnar meðal annars notaðar fyrr í þessum mánuði í réttarhöldum yfir manni, sem sakaður var um að bera fé í starfsmann INS til að komast yfir fölsuð eða óútfyllt innflytjendagögn. Sá ákærði, Isi- dore Markowitz, var starfsmaður New York borgar með 16 þúsund dollara árslaun (kr. 6,4 millj.), en játar að hafa haft 20 þúsund dollara árstekjur (um 8 millj kr.) fyrir að útvega ólöglegum inn- flytjendum fölsuð eða óútfyllt landvistarleyfi. Verið er að rannsaka aðild 15 starfsmanna INS og nokkurra starfsmanna við bandarískar ræð- ismannaskrifstofur erlendis að þessu mútumáli. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU að um 5.000 lítrar af vatni hefðu lekið úr kælikerfi bilaðs kjarna- ofns, en þeir bættu því við að vatninu hefði verið haldið í skefj- um í lokaðri viðbyggingu og engan hefði sakað. í yfirlýsingu Met Ed segir að krypton hafi fundizt á mælum ofan á viðbyggingunni, en ekkert hafi komið fram á mælum á mörkum versins í nokkur hundruð metra fjarlægð. Sagt er að svo lítið efni hafi borizt út að heilsu verkamanna á eynni hafi ekki verið stofnað í hættu. Starfsmenn versins og kjarn- orkueftirlitsnefndarinnar neituðu því fyrst í stað að nokkurt geisla- efni hefði borizt út, en John Heinz öldungadeildarmaður sagði seinna að hann hefði frétt um lekann hjá starfsmanni kjarnorkuversins, Dick Wilson, þegar hann skoðaði mannvirkin. Sandy Polon, yfirmaður kynn- ingarskrifstofu kjarnorkuversins, sagði að hann vissi ekkert um nokkurn leka, en kvað magnið vera sáralítð samkvæmt lýsingu Heinz. I Washington sagði talsmaður kj arnorkuef tirlitsnef ndarinnar, Frank Ingram, að ekkert krypt- on-gas hefði fundizt í ýmsum mælistöðvum utan kjarnorkuvers- ins. Ellefu verkamenn klæddir hlífðarfötum og búnir öndunar- tækjum, voru í kjarnorkuverinu þegar lekinn varð. Sandy Polon sagði að ekkert benti til þess að nokkur þessara verkamanna hefði orðið fyrir geislaáhrifum. Frá fjöltefli Jóns L. Árnasonar á Bolungarvík. tjósmynd Mbl.: Gunnar. Jón L. tefldi við Bolvíkinga Bolungarvik. 11. febrúar. JÓN L. Árnason skákmeist- ari heimsótti bolvíska skák- menn laugardaginn 2. febrúar og tefldi við þá fjöltefli í Grunnskóla Bol- ungarvíkur. Teflt var á 24 borðum og hlaut Jón 19 vinninga og gerði 5 jafntefli. , Þeir sem gerðu jafntefli við Jón L. Árnason voru Daði Guðmundsson, Sæbjörn Guðfinnsson, Júlíus Sigur- jónsson og tveir 11 ára gaml- ir drengir, þeir Hermann Jónsson og Ragnar Sæbjörnsson. Um kvöldið fór fram hraðskákkeppni þar sem Jón sigraði örugglega. Hér í Bol- ungarvík hefur verið blóm- legt skáklíf undanfarin ár og hafa skákæfingar verið nokkuð reglulega í vetur og verða þær á hverju miðviku- dagskvöldi það sem eftir er vetrar og á laugardögum fyrir 12 ára og yngri. Um næstu helgi mun stór- meistarinn Walter Browne koma hingað og tefla fjöltefli við bolvíska skákmenn. Gunnar. Útlendingaeftir- litinu var mútað BMW gæðingurinn sem allstaðar vekur athygli BMW sameinar kosti sportbíls og þægindi einkabíls, kraftmikill, öruggur, stöðugur í akstri, bjartur og rúmgóður, með þægilegum sætum. Það þekkja allir aksturseiginleika þessa vandaða bíls, en þeir halda flestir að hann sé mun dýrari en hann er. BMW er meira en samkeppnisfær í verði, auk þess sem þú eignast betri bíl en verðið segir til um. BMW - ÁNÆGJA í AKSTRI KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.