Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 17 stöðvaðar þessar tölur segja sína sögu um vægi þeirra ákvörðunar að stöðva nú loðnuveiðarnar. Almennt um stöðvunina, sem hann telur ótímabæra og byggða á hæpnum forsendum, sagði Kristján Ragnarsson: — Ég tel að þessar mælingar, sem beitt er við rannsóknirnar séu ekki fiskifræði í venjulegum skilningi, heldur er hér aðeins um að ræða, að mæla magnið í sjónum og við teljum að þær aðferðir hafi ekki sannað gildi sitt. Kemur það vel í ljós ef litið er á það, að í þremur leiðöngrurn á síðasta ári var niðurstaðan mjög misjöfn, allt frá engu og upp í 800 þúsund tonn. Þessum aðferðum við Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: Ótímabær og byggð á hæpnum forsendum KRISTJÁN Ragnarsson formaður LÍÚ sagði í samtali við Mbl. í gær, að hver dagur síðan loðnuvertíðin hófst 8. janúar siðastliðinn, hefði gefið skipum og áhöfn að meðaltali í tckjur 160—170 þúsund krónur. Útflutningstekjur frá upphafi vertíðar miðað við veiðar hvern einstakan dag hefðu verið 350 miiljónir króna, og sagði hann loðnurannsóknir hefur ekki verið beitt áður. — Skipstjórarnir eru með 51 mæli í skipum sínum og þeir hafa verið á þessum slóðum í allan vetur. Þeir telja einróma, og meðal þeirra eru hinir varfærnustu menn, að magnið í sjónum sé sízt minna, en verið hafi og með öllu óhætt að halda áfram, sagði Kristján Ragnarsson. Þorsteinn Sigurðsson í Vestmannaeyjum: „Trúum ekki að þetta séu lok vertíðarinnar“ — VIÐ trúum því nú ekki að þessi stöðvun þýði lok vertíðarinnar og vonum svo sannarlega að hér sé aðeins um tímabundna stöðvun að ræða, sagði Þorsteinn Sigurðsson framkvæmdastjóri Fiskimjölsverk- smiðjunnar í Vestmannaeyjum í gær. Tvær fiskimjölsverksmiðjur eru í Vestmannaeyjum og í fyrra var þar tekið á móti um 80 þúsund tonnum af loðnu í bræðslu. Útflutn- ingsverðmæti loðnuaíurða frá Eyj- um námu um 4 milljörðum króna. Nú eru komin um 3400 tonn af loðnu til Vestamanneyja á vertíð- inni. — Það er margt, sem grípur inn í á þessari vertíð og það eru ekki aliar syndir guði að kenna, sagði Þor- steinn þegar blaðamaður spurði hann álits á þeim aðgerðum sjávar- útvegsráðherra að stöðva nú loðnu- veiðarnar. — Fiskurinn hefur hegð- að sér mjög einkennilega í vetur, en það er ljóst að það er gífurlegt áfall fyrir byggðina hér ef það verður enginn fiskur á ferðinni hér í vetur. — Annars vil ég segja það, að í þennan veiðiskap vantar alla dreif- ingu og hefur vantað allan tímann. Maður hélt, að þegar loðnulöndun- arlögin voru sett og Loðnunefnd fæddist, að það myndi hafa dreif- ingu á aflanum í för með sér. Meðan flutningasjóður starfaði var um nokkra dreifingu að ræða, en nú starfar hann ekki lengur og það er happa- og glappa-aðferð, sem ræður ferðinni. — Það er sett í botn hjá öllum flotanum, þessum 50 skipum, þegar vertíðin hefst og það eru allir að eltast við síðasta farminn allan tímann. Hvort þetta er nú hag- kvæmni í rekstri er ég ekki dómbær á, en heldur finnst mér þetta of mikill gusugangur og lítil skipulagn- ing, sagði Þorsteinn Sigurðsson. Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambandsins: „Tekjumöguleikum sjómanna er stef nt í hreinan voða44 Á LOÐNUFLOTANUM eru um 750 skipverjar og flestir þeirra í Sjó- mannasambandi íslands. í viðtali við óskar Vigfússon, formann sam- bandsins, í gær kom fram, að forystumenn þess og Farmanna- og fiskimannasambands íslands voru ckki kallaðir til fundar hjá nýskip- uðum sjávarútvegsráðherra áður en ákvörðun um stöðvun loðnuveið- anna var tekin i gær. „Ég tel að hinn nýi sjávarútvegs- ráðherra hafi ekki gætt þeirrar skyldu sinnar, sem ég tel vera að hafa fullt samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvegi varðandi ákvarðanir ráðuneytisins á hverjum tíma,“ sagði Óskar. „Eftir því sem ég kemst næst var haft samráð við fiskifræð- inga og formann LÍÚ, en við hins vegar látnir alveg afskiptalausir um þessa stöðvun loðnuveiða með tæp- lega sólarhringsfyrirvara. Stöðvunin sem slík er að sjálf- sögðu afar illa séð af hálfu sjó- manna. Hér er um að ræða mikla hagsmunaskerðingu og tekjumögu- leikum sjómanna stefnt í hreinan voða að því er ég tel. Mat fiskifræð- inganna á stofnstærðinni ætla ég ekki að fara náið út í, en ef það er einhver fótur fyrir því, að þessi ákvörðun hafi verið tekin með hliðsjón af væntanlegum viðræðum um landhelgi við Jan Mayen og ráðherrann sé þar með að skapa sér góðvilja hjá Norðmönnum, þá tel ég það vægast sagt afar varasama aðferð," sagði Óskar Vigfússon með- al annars í samtali við Mbl. Sagði hann ennfremur mjög þungt hljóð vera í sjómönnum eftir miklar kjaraskerðingar og öryggisleysi í atvinnu sinni á undanförnum mán- uðum. Sigurður Sigurðsson á Gísia Árna: Sjáum ekki að nein hætta sé á f erðum yERIÐ var að landa loðnu úr Gísla Árna RE síðdegis í gær er Morgun- blaðið náði tali af Sigurði Sigurðs- syni skipstjóra. Hann sagði það sína skoðun, að 4—500 þúsund tonna vciði hefði verið nær lagi og það væru ekki aðeins sjómennirnir, sem misstu atvinnuna með þessum aðgerðum, heldur hefðu útgerð og verksmiðjur þurft á þeirri veiði að halda til að endar næðu saman. — Ég held að við getum allir orðið sammála um að hætta ef einhver hætta er á ferðum, en sjáum ails ekki fram á neitt slíkt, sagði Sigurð- ur. — Þegar við sjáum og vitum af svona miklu magni, þá viljum við fá að halda áfram. Við erum á þessum slóðum daglega og fylgjumst með þessu í okkar tækjum, auk þess að við hljótum að vita eitthvað í okkar haus. Það er ekki hægt að kveða upp dauðadóm yfir öllum þessum flota, við þurfum að fá eitthvað að fiska og það eru fáir okkar, sem geta farið á aðrar veiðar, sagði Sigurður á Gísla Árna. Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði: „Útlitið vægast sagt miög slæmt“ Á ESKIFIRÐI voru í fyrravetur brædd um 58 þúsund lestir af loðnu, en að sögn Aðalsteins Jónssonar á Eskifirði, er útlit fyrir að þangað berist á yfir- standandi vertíð aðeins um 10 þúsund tonn. Sagði hann það ljóst, að þessi ákvörðun sjávar- útvegsráðherra væri gífurlegt áfall fyrir Eskifjörð og þá um leið fyrir aðra staði sunnar á Austfjörðum. — Menn eru búnir að fjárfesta gífurlega í loðnuverksmiðjunum og bíða eftir því með öndina í hálsinum í allan vetur að fá einhver verkefni, sagði Aðal- steinn. — Ef veiðarnar hefðu verið stöðvaðar nú með t.d. viku fyrir- vara hefði það breytt miklu fyrir okkur á þessum stöðum. Nú er skyndilega klippt á og útlitið er vægast sagt mjög slæmt. Menn héldu að með skipan nýs sjávar- útvegsráðherra væri prinsinn kominn, sem myndi leysa okkur úr álögum, en hann hefur riðið hjá garði í þetta sinn. — Svo þykjast þeir vera að geyma eitthvað til hrognatöku, hélt Aðalsteinn áfram. — En það er alveg ósamið um verð á hrogn- unum, en í því sambandi þó verið rætt um að kannski fáist þriðj- ungur af því verði, sem fékkst fyrir hrognin í fyrra. Þar að auki liggja víða í frystihúsum um landið hrogn frá vertíðinni í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.