Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 23 Minning: Ketill Axelsson Fæddur 4. ágúst 1976. Dáinn 5. íebrúar 1980. í dag kl. 15 er gerð frá Kópa- vogskirkju útför litla drengsins Ketils Axelssonar, en hann var sonur hjónanna Laufeyjar Torfa- dóttur og Axels Ketilssonar, Sunnubraut 45. „Mjök erum trc«t tungu at hræra.. .** Hversu oft seturokkur hljóð þegar við hlustum á fréttir af slysum af ýmsu tagi. En þó snerta þessir hlutir okkur misjafnlega þó að í fjarlægð sé. Slysfarir á fólki í blóma lífsins snerta æfinlega við- kvæma strengi. Barnaslysin rista þó dýpst, þau nísta viðkvæmustu rætur tilfinninganna. Flest þessara slysa eru fórnir hins næstum villta bílisma og síaukna hraða á öllum sviðum — ég vil segja næstum hins ómann- eskjulega hraða og flýtis. En flest eru þetta bara fréttir, sem koma og fara og manni kemur ekkert sérstaklega við, en hafa þó stund- ar áhrif vissrar samkenndar við það umhverfi sem við lifum í. Þessu er þó ekki æfinlega svona farið. Maður sleppur ekki alltaf svona létt út úr hlutunum. Nú hefur borist fregn um tvo litla drengi, sem hættu sér út á þunnan ís er þó hélt nægilega lengi til þess er að hann brast þar sem enginn mannlegur máttur gat bjargað. ■Grimmt vórum hlið þats hronn uf hraut fuhur mins á fra'ndKarUi. veitk úfullt uk npit standa sunar skarð. es mér sívr of vann“. Eg veit að sorg Laufeyjar og Axels er óendanlega mikil og ef til vill blandin ásökun. En er það nú víst að lífið sé allt ein tilviljun — ég held ekki. Öil þessi keðja er allt of flókin og margslungin til að svo sé. Megum við ekki trúa því að öllú sé stjórnað af einum hæsta höfuð- smið himins og jarðar, sem okkur beri að lúta. Allt sem hann geri hafi þýðingu, og þá einnig fyrir líf okkar sjálfra. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Er það nú alveg víst að það séum bara við, ættmennin og kunningjarnir, sem þótti svo óend- anlega vænt um hann Ketil litla? En hvers vegna máttum við þá ekki njóta hans eins og einhverjir aðrir? Það þýðir ekki að spyrja við fáum engin svör, að minnsta kosti ekki um sinn. I augnabliks geðhrifum getur flest farið forgörðum. Við gæturn jafnvel efast um að guð sé algóður. En þegar svo er komið hvar er þá fótfestan. Og er það ekki rétt að eitt sinn skal hver deyja og eftir langan dag kemur nótt, en hverri nótt fylgir einnig dagur. Hann Ketill, litli fallegi dreng- urinn okkar, er horfinn um sinn. En við trúum því og vitum að við eigum eftir að sjá hann síðar, en sorg okkar stafar af því að okkur finnst tíminn þangað til svo óend- anlega langur. Okkar huggun er þó sú að við vitum að honum líður vel og að hann hefur verið kvadd- ur til æðri starfa. Eg bið almáttugan Guð að Kjöiræðismaður V-Þýzkalands á Akureyri SVANI Eiríkssyni hefur verið veitt viðurkenning til þess að vera kjörræðismaður með vararæð- ismannsstigi fyrir Sambandslýð- veldið Þýzkaland á Akureyri. Heimilisfang vararæðisrnannsskr- ifstofunnar er að Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri. 'f geyma sálu hans og sendi fjöl- skyldunni allri dýpstu samúðar kveðjur frá okkur hjónunum og syni. Guttormur Sigurbjörnsson. Kveðja frá afa og ömmu. Frá því Ketill leit fyrst dagsins ljós hefur hann alls staðar borið birtu og yl hvar sem hann hefur komið, þetta litla sólskinsbarn. Samverustundir okkar í sveitinni að Kollabúðum þar sem hann gat notið sín við að fá að vinna með pabba við heyskapinn og hjálpa afa og ömmu við að smíða nýja húsið sitt. Lífsgleði hans og athafnaþrá var svo einstök að aldrei gleymist. Við þökkum þær hamingju- stundir er við fengum að vera með Katli, foreldrum hans og systrum heima og að heiman. Við biðjum Guð að blessa foreldra hans í þeirra miklu sorg. Far þú í friði — friður Guðs þig blessi. Afi og amma í Engihlíð 9. Undirbúa nám- skeið fyrir kenn- ara og stjórn- endur full- orðinsfræðslu RÁÐSTEFNA um fræðslu fullorð- inna var haldin að Ilamragörðum í Reykjavík dagana 26. og 27. janúar 1980 að tilhlutan menntamálaráðu- neytisins og nokkurra aðila sem að slíkri fræðslu vinna. Kynnt var frumvarp til laga um fræðslu fullorðinna sem unnið var á s.l. vetri, svo og skipan og störf nefndar um starfsmenntun fullorð- inna. Ráðstefnuna sátu um 45 aðilar og komu fram yfirlit um þá fullorðins- fræðslu sem í boði er, t.d. við öldungadeildir mennta- og fram- haldsskólanna, í námsflokkum, á vegum félags- og fræðslusamtaka, í sérskólum og í Bréfaskólanum. Kom þar m.a. fram það námsframboð og fjöldi þátttakenda og aðrar upplýs- ingar sem mikilvægar eru til að fá raunverulega heildarmynd þessarar fræðslu. Þó vantar upplýsingar um verk- og tæknimenntun á vegum nokkurra aðila, sem vonast er til að fáist sem fyrst. Þessar upplýsingar og yfirlit er ráðgert að taka saman í heild og var á ráðstefnunni tilnefnd þriggja manna nefnd sem annast það verk, auk þess sem henni var falið að vinna að stofnun landssanytaka um fullorðinsfræðslu og að undirbúa og halda námskeið fyrir kennara, leið- beinendur og stjórnendur fullorð- insfræðslu. + Faðir okkar og tengdafaðir, OLAFUR EINARSSON frá Háholti, verður jarðsunginn föstudaginn 15. febrúar kl. 1.30 e.h. frá Fossvogskirkju. Hu|da ó|afsfl6ttir Qe|z Kristján J. Ólafsson og tengdabörn. + Eiginmaður minn, faöir okkar og afi. SIGFÚS GUÐFINNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 1.30. María Anna Kristjánsdóttir, Guðfinnur Sígfússon, María Sigfúsdóttir, Halldóra Sigfúsdóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir. Kristján Sigfússon, Garðar Sigfússon, Jenný Sigfúsdóttir, Konan mín og móöir okkar, ÁGÚSTA GUÐNADÓTTIR Háaleitisbraut 54, veröur jarðsett frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 10.30. Kristmundur Magnússon og börn. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, KETILL AXELSSON Sunnubraut 45, Kópavogi, er lézt af slysförum þriöjudaginn 5. febrúar, verður jarðsunginn í dag, miðvikudaginn 13. febrúar frá Kópavogskirkju kl. 3. Axel Ketilsson, Laufey Torfadóttir, Erla Axelsdóttir, Guöbjörg Karen Axelsdóttir. + Þökkum vinsemd og hlýhug við útför AUOAR VÍÐIS JÓNSDÓTTUR Eiríksgötu 4. Bergþóra Sigurðardóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Alfreð Olsen, Sig. Haukur Sígurðsson, og barnabörn. Guörún Kristinsdóttír Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jarðarför SVEINS JÓNSSONAR, frá Djúpadal. Vandamenn. + Hjartanlegar þakkir fyrlr auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför . MATTHILDAR KVARAN MATTHÍASSON. Sérstakar þakkir færum við lækni og starfsfólki Sjúkradeildar Borgarspítalans við Barónsstíg fyrir frábæra hjúkrun. Sigurður og Ásdís Arnalds, Einar og Laufey Arnalds, Þorsteinn og Guðrún Arnalds og fjölskyldur. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför RAGNHEIÐAR RÖGNVALDSDÓTTUR. Júlíana Sigurjónsdóttir, Sigfús Bjarnason, Arnaldur Bjarnason, Bragi Sígurðsson, Þorgeröur Sígurðardóttir og aðrir aðstandendur. + Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd vegna andláts og útfarar SIGURÐAR F. JÚLÍUSSONAR. Sérstakar þakkir færum við Þorvaldi Þorvaldssyni og félögum úr Karlakórnum Svanir Hallgrímur Sigurðsson, Fjóla Sigurðardóttir, Samúel Ólafsson, Guöný Síguröardóttir, Hallgrímur Ólafsson, Páll G. Sigurösson, Fríða Frímannsdóttir, Birna Sigurðardóttir Amman, Delos Amman. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og jarðarför JÓNS SIGURÐSSONAR Vestmannabraut 73, Vestmannaeyjum. Karólína Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson, Geirlaug Jónsdóttir, Pétur Haraldsson, Kristín Jónsdóttir, Gunnar Pálsson, Margrét Jónsdóttir, Harrý Pedersen og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, GUORÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR á Glæsistöðum. Guð blessi ykkur öll. Anton Þorvarðarson, Ástþór Antonsson, Guðmundur Antonsson, Kristinn Antonsson, Sigurður Antonsson. + Þökkum auðsýnda samúð viö andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNSJÓNSSONAR vólstjóra, Ránargötu 1A, Fanney Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Jónsson, Páll V. Jónsson, Björn Jónsson, Þorgrímur Jónsson, Gunnar Jónsson, og barnabörn. Sigríður Sveinsdóttir, Sigurrós Jónsdóttir, Óla Kristín Freysteinsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VILBORGAR SIGÞRÚÐAR VIGFÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu. Steingrímur Magnússon, Tryggvi Steingrímsson, Haraldur Steingrímsson, Margrát Steingrímsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Þór V. Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Rannveig Steingrímsdóttir, Ása Karlsdóttir, Þyri Gísladóttir, Gunnar H. Árnason, Már Egilsson, Magnea Þorsteinsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.