Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1980 25 fclk í fréttum I Páfagarði + A þessari mynd eru þeir Jó- hannes Páll páfi II. (tií v.) og yfirntaður kaþólsku kirkjunnar í Hollandi, Jan Willebrand kard- ináli. Myndin er tekin i páfa- garði, en þar var fyrir nokkru haldinn fundur kaþóiskra bisk- upa með páfanum og öðrum yfirmönnum Vatikansins. Voru þar rædd málefni kaþólsku kirkjunnar í Holiandi. bar eru nú greinir með mönnum vegna afstöðunnar til hefða innan kaþ- ólsku kirkjunnar og nýrra við- horfa til hennar. Biskupar þar eru ósammála í afstöðunni til þessa máls. — í hirðisbréfi frá páfanum sem boðað var að lesið yrði í kaþólskum kirkjum Hol- lands á páfinn að hvetja söfnuð- ina i Hollandi til þess að biðja fyrir yfirmönnum kirkjunnar í heimalandi sinu og styðja þá á alla lund. í hirðisbréfinu mun páfinn enn hafa ítrekað fyrri skoðanir sinar um að ekki komi til mála að kaþólskir prestar gangi í hjónaband og að ekki komi til mála að vígja konur til prestsstarfa við kaþólskar kirkj- ur. Þess er getið að á árunum 1974 — 78 hafi aðeins 28 kaþ- ólskir prestar hlotið vigslu i Hollandi. Bakaric eftirmaður marskálksins + Ymsir blaðamenn, nákunnugir málum t Júgóslavíu hafa um árabil talið manninn bak við Tító forseta í Júgóslavíu vera Valdimar Bakaric, sem er 67 ára gamall Króati. — Hann er vinur og einn allra nánasti samstarfsmaður Títós. Hann hefur verið aðalmaðurinn í öryggisráði Júgóslavíu, sem er lykilstaða á öriagastundu. Faðir hans var lögfræðingur og hann er það líka. Hann var t.d. verjandi Títós á árunum fyrir heisstyrjöldina, er Tító átti í útistöðum við yfirvöldin. Hann var orðinn einn af foringjum kommúnista í Zagreb árið 1935, var oft fangelsaður. — Árið 1941 gekk hanh í skæruliðasveit Títós. Hann er talinn vera hðnnuður hins júgóslavneska hagkerfis, og það var hann sem á sínum tíma bætti sambúð stjórnvalda og kaþólsku kirkjunnar í Júgóslavíu. Bakaric hefur iíka af mörgum verið talinn einn sennilegasti eftirmaður Titós marskálks. Nixon fær pláss fyrir skrifborðið + NIXON fyrrum forseti er nýlega fluttur inn í 12 her- bergja íbúð í New York. Hann er hættur við áform sín um að komast inn í svonefnda Crysi- er-byggingu þar í miðborginni. — Nixon fær frá ríkinu 100.000 dollara til greiðslu á húsaleigu fyrir skrifstofu sína, en þar ku vera hátt til lofts og vítt til veggja. — Þá fær hann að auki 96.000 dollara úr hinum opin- beru ■ sjóðum til að borga skrifstofufólki sínu. Hitlerpóstkort + í VESTUR-Þýskalandi hefur búðarioka ein verið dæmd í fangelsi og peningasekt fyrir póstkortaúgáfu. — Maður þessi er sagður vera svo nauðalíkur Adolf Hitler, að hann hafi gripið til þess ráðs, til að auka tekjur sínar að verða sér úti um nasista búning og gefa út póst- kort með mynd af Hitler! — Það varð roksala í þessum kortum. — En kort þetta er skoðað sem nasista-áróður. Var maðurinn gripinn. Hefur hann verið dæmdur í 1000 marka sekt og 6 mánað fangelsi fyrir upp- átækið! Læknirinn er hættur + HINN heimskunni frægi læknir í S-Afríku, hjartaflutn- ingasérfærðingurin'n Christian Barnard, hefur orðið að leggja frá sér skurðhnífana og mun ekki starfa framar við hjarta- ígræðslu. Er það vegna liða- gigtar-sjúkdóms, sem þjáð hef- ur Barnard. En læknirinn hefur nú farið inn á nýjar brautir. Hann hefur opnað veitingastað, „La Vita“ heitir hann. — Þar eru það ítalskir réttir sem eru sérgrein. Það hefur veirð mikil aðsókn þar. — Það mun eiga rót sína að rekja til þess að gestirn- ir hafa frekar hug á að sjá þennan fræga lækni en að maturinn þar sé svo frábær. Hvorki gólf né geishur + Forsætisráðherra Japans, Masayoshi Ohira, hefur skrifað endurminningabók, („Þætti og drætti") — Brush strokes og er bókin komin út á ensku. — Árið 1960 varð hann fyrst ráðherra, í rikisstjórn þáverandi forsætis- ráðherra, Ikeda og varð fjár- málaráðherra. Ilann hafði þá verið tollstjóri. — Þrem árum ef*ir að hann var kominn í raðherrastól, varð hann utan- ríkisráðherra og forsætisráð- herra varð Ohira árið 1978. í bókinni segir hann frá því að áhugi hans á pólitik hafi vaknað er hann var drengur. — Hafi fáta*kt og hörð lifsbarátta föður hans ráðið þar miklu. Ilann var fátækur bóndi og ræktaði sykurreyr og hrísgrjón. Þegar Ohira varð ráðherra í fyrsta sinn hafði hann látið þessi orð falla: Já ég skal taka að mér að vera ráðherra, en framvegis verður forsætisráð- herrann að sleppa golfinu og láta geishurnar afskiptalausar. Ohira hefur mikinn hug á samstarfi við Kínverja og hann mun seint á þessu ári fara í opinbera heimsókn til Peking. Þessi mynd er í bókinni. — Chira kallar hana pennastrik! Syningarhöllinni. Bíldshöfða Opió frá , kl. 1—6 i dag. ÞETTA ER MEÐAL ANN- ARS Á BOÐSTÓLUM: ★ ★ Utsölumarkaðsvörur á ótrúlega lágu verði frá Karnabæ — Bonanza — Garbó — og Bonaparte. Mikiö vöruúrval. Hljómplötur og kassett- ur frá Steinum h.f. Aldrei meira úrval — við jafnvel fluttum inn nýjar plötur. VÁ Alls konar efni — efnabútar og tillegg, frá Saumastofu Karna- bæjar og Belgjagerðinni — þarna er einstakt tækifæri, fyrir laghent fólk. Grænmetis og ávaxtamarkaður frá Blómaval. Gardínu og stórisamarkaður. Vörukynningar frá: íslensk matvæli. Sól/Tropicana Glit h.f./Keramik og leirmunir. Tómstundahúsið er meö leik- föng o.m.m.fl. Skóv. Þórðar Péturssonar/Mel- issa. Þessi fyrirtæki eru komin í viöbót. I. Pálmason vörukynning, slökkvitæki o.fl. Eftirprentanir í úrvali. Þorgeir stjórnar af diskópalli. „Heimsókn dagsins“ Haraldur og skrýplarnir. Lukkumiöar — no. sem upp kom í gær var 78 — Vinningur 25.000 kr. vöruút- tekt vitjist hjá Þorgeir á diskópalli. Uppboð VÁ. ■ Barnagæsla Veitingar Listkynning Fjölskyldu við- burður Komið og skemmtið ykkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.