Morgunblaðið - 14.02.1980, Page 15

Morgunblaðið - 14.02.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 15 háskóla. „Sönnunargagnið" var ljósrit úr ársskýrslu Cambridge- háskóla, sem átti að sýna að svokölluð D.Litt.-gráða væri æðri hinum tveimur. Að atkvæðagreiðslu lokinni var gerð athugasemd við þetta, og Birni bent á það, að D.Litt. væri ekki prófgráða heldur nokkurs konar heiðursdoktorstitill. En Björn sinnti þessu ekki og gekk nú svo langt að fullyrða að breskt doktorspróf samsvaraði nánast cand. mag. prófi á Norðurlöndum. Þessi fullyrðing var hrakin af ýmsum deildarmönnum og varð dómnefndarformaðurinn loks að biðjast afsökunar á rangfærslum sínum. Ekki er laust við, að það veki nokkra furðu að umræður af þessu tagi fari fram innan veggja Háskóla íslands. Víst er að breskt doktorspróf er viðurkennt með siðmenntuðum þjóðum og breskir háskólar standa í fremstu röð í heiminum. Viðbrögð mennta- málaráðherra í ljós kom, að Vilmundur Gylfa- son menntamálaráðherra, sem sjálfur er sagnfræðingur að mennt og fyrrverandi sagnfræði- kennari að atvinnu, treysti sér ekki til að veita prófessorsemb- ættið á grundvelli dómnefndar- álitanna tveggja. Ritaði hann bréf til heimspeki- deilar, þar sem meðal annars komu fram eftirfarandi aðfinnsl- ur: Ráðuneytið telur brýnustu nauðsyn bera til að háskóladeildir vandi sem mest þær mega allan málatilbúnað um stöðuveitingar, með því tvennu öðru fremur að yfirvega tilnefningu dómnefnd- armanna og hafa síðan vakandi auga með því að dómnefndarálit séu sem vónduðust að allri gerð. I heimspekideild ber þeim mun brýnni nauðsyn til þessa sem deildina skipa kennarar í ólíkum Heimir Þorleifsson. Háskóli Íslands. og gegn öðrum. Er svo langt gengið að telja doktorspróf frá háskólanum í Edinborg og Oxford ekki vera fullgild doktorspróf. Við þetta tvennt bætist að eftir að deildinni bárust ítarleg svör tveggja umsækjenda við dóm- nefndarálitinu hefur hún hvorki gætt þess, sem þó virðist sjálfsagt, að allir umsækjendur ættu þá kost á að bregðast við álitinu á sama hátt, né heldur gengið eftir því að dómnefndin virti þá til svars sem fundu að áliti hennar. Þegar svo er á málum haldið, sem heimspeki- deild hefur gert í þessu máli, hljóta það að vera eðlileg viðbrögð ráðuneytisins að vilja athuga þetta mál mjög vandlega. Heimspekideild eru hér með endursend dómnefndarálit um umsækjendur um prófessorsemb- ætti í almennri sagnfræði. Enn- fremur er deildinni falið að fjalla á ný um málið í ljósi bréfs þessa, og senda ráðuneytinu síðan vand- Sigurður Líndal. próf. Sérstaka athygli vekur, að greinarstúfur þessi birtist nafn- laus. Verður hann því að skrifast á ábyrgð ritstjóra blaðsins. Nú er Þjóðviljinn opinbert málgagn Al- þýðubandalagsins og hlýtur þá sú spurning að vakna, hvort það sé orðið að stefnumiði þess flokks í menntamálum að bresk doktors- próf skuli sett skör lægra en samsvarandi próf frá Norðurlönd- unum eða íslandi? Skyldi próf. Ólafur Ragnar Grímsson, doktor frá Manchesterháskóla á Eng- landi, sætta sig við þetta námsmat Árna Bergmanns og Einars K. Haraldssonar? Annar fundur heimspekideildar Fundur heimspekideilar er síðan kallaður saman á ný í Vilmundur Gylfason. syni og Jóni Friðjónssyni og gerði hún ráð fyrir því að skipuð yrði ný dómnefnd til að meta hæfi um- sækjenda. Sú tillaga var felld og einnig aðrar tillögur er skemmra gengu í þessa átt. Að lokum var svo samþykkt tillaga deildarforseta þess efnis að skorað var á ráðherra að afgreiða málið á grundvelli fyrri afgreiðslu deildarinnar. Varð heimspeki- deildin því ekki við þeirri ósk menntamálaráðherra að endur- skoða málið og senda ráðuneytinu síðan vandlega rökstudda niður- stöðu. Er embættum ráðstafað fyrirfram? Ymislegt bendir til þess, að kosningar um embætti í heim- spekideild séu hálfgert formsat- riði. Flestum virðist þannig koma Ingvar Gíslason. velur fræðigreinum og ganga allir til atkvæða um umsækjendur um hverja stöðu og greiða þá flestir atkvæði á grundvelli dómnefndar- álits fyrst og fremst að því er ætla má. í ljósi þessa telur ráðuneytið afgreiðslu heimspekideildar á dómnefndaráliti um umsækjendur um prófessorsembætti í almennri sagnfræði eigi gallalausa. Kemur þar fyrst til sá höfuðgalli á dómnefndarálitinu að dómnefndin virðist ekki taka nægilegt tillit til þess að embætti það sem um ræðir er kennarastóll í almennri sagn- fræði. í öðru lagi verður ekki séð að sérálit formanns dómnefndar- innar, sem virðist hafa ráðið mestu um hvernig atkvæði féllu um umsækjendur í deildinni, eigi neitt skylt við hlutlaust álit fræði- manns, heldur er það umbúðalaus áróður fyrir einum umsækjenda sér prófessor lega rökstudda niðurstöðu sína í málinu. Virðingarfyllst, Vilmundur Gylfason.“ Viðbrögð Þjóð- viljans og dóm- nefndarformanns í viðtali við Þjóðviljann líkti Björn Þorsteinsson þessu bréfi menntamálaráðherra við „innrás í Afganistan". Nokkru seinna birti Þjóðviljinn ritsmíð nokkra um gildi breskra doktorsprófa undir yfirskriftinni „Doktor er ekki sama og doktor". Þetta nafnlausa greinarkorn var allt í anda þess, sem Björn Þorsteinsson hafði látið frá sér fara um doktorspróf. Var það greinilega hugsað sem svar við bréfi menntamálaráðherra, þar sem vakin er athygli á þeim einstæðu vinnubrögðum að telja bresk doktorspróf ekki fullgild samræmi við óskir menntamála- ráðherra, en þar gerðist þetta í stórum dráttum: Alan Boucher las fyrir deildarmenn bæði bréf menntamálaráðherra og einnig bréf sem hann hafði sent ráðherra. Þetta bréf hefur ekki tekist að fá til birtingar, þótt undarlegt megi virðast, með hliðsjón af blaðaskrifum um málið. Blaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því, að í bréfinu hafi deildarforseti harðlega gagnrýnt Björn Þor- steinsson fyrir vinnubrögð hans, og m.a. komist að orði um eitthvað á þann veg, að hlutdrægni Björns í garð umsækjenda blasti við hverj- um meðalgreindum manni. Urðu miklar umræður á fundin- um um málið. Voru margar tillög- ur fluttar og fóru margar at- kvæðagreiðslur fram. Ein tillagan var frá þeim Arnóri Hannibals- saman um, að Gunnari Karlssyni lektor sé nú ætlað laust prófessorsembætti í íslandssögu fyrri alda, jafnvei þótt sérsvið hans sé saga 19. og 20. aldar. Þessi mótaða afstaða deildarinnar til umsækjenda kemur einnig fram í því, að Sveinbjörn Rafnsson, sér- fræðingur í landnámi íslands og fornleifafræði, fær meðmæli deildarinnar sem prófessor í al- mennri sagnfræði (sögu „hinna ýmsu menningarsvæða og þjóða annarra en Islendinga"). Rann- sóknir Sveinbjörns og kennsla teljast til þess sviðs sem kallast „Saga Islendinga" eins og segir í athugasemd Heimis Þorleifsson- ar. Sá var einmitt höfuðgalli dómnefndarálitanna að mati menntamálaráðherra, að dóm- nefndin lagði engan mælikvarða á hæfni manna til að kenna og stunda rannsóknir á því sviði sem embættið náði yfir, þ.e. almenn sagnfræði. En lítum nánar á forsögu máls- ins. í hópi sagnfræðinga hefur það verið staðfest að Sveinbjörn Rafnsson hafi jafnan verið talinn sérstakur skjólstæðingur Björns Þorsteinssonar. Almælt er, að Björn hafi verið ákveðinn í að gera hann að sínum eftirmanni sem prófessor í íslandssögu fyrri alda. En eftir að ljóst varð að Gunnar Karlsson sótti það embætti fast, óttaðist Björn greinilega að Gunn- ar yrði sterkari en Sveinbjörn í atkvæðagreiðsu deildarinnar. Þetta er sögð skýringin á því að Björn ákvað að ryðja keppinaut- um Sveinbjörns um prófessors- embættið í almennri sagnfræði úr vegi. Aðferðin sem hann beitir er þessi: Hann staðhæfir að Ingi Sigurðsson geti ekki unnið sjálf- stætt að sagnfræðirannsóknum, en Þór sviptir hann fræðimanns- heitinu með fullyrðingum um, að hann sé fremur „rannsóknar- blaðamaður" en sagnfræðingur. Skrif Þórs séu menguð pólitískum fordómum. Sérálit Björns um Þór er því fyrst og fremst pólitískt ákæruskjal. Fræðilegt gildi þess dóms, sem Björn kveður upp í séráliti sínu, má ráða af því, að hann hefur áður fjallað mjög lofsamlega um verk Inga og Þórs í dómnefndarálitum um aðrar stöður í deildinni. Kem- ur þetta fram í athugasemd Inga Sigurðssonar. Áróður fyrir einum gegn öðrum Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir því, á hvern hátt Björn Þorsteinsson hefur rekið áróður fyrir einum umsækjanda, og gegn öðrum eins og menntamálaráð- herra benti á í bréfi sínu. Síðan dómnefnd gekk frá álits- gerð sinni hefur það komið nýtt fram, að Sveinbjörn Rafnsson hlaut aðra einkunn á doktorsprófi sínu í Lundi. Samkvæmt sænskri hefð mun sú einkunn yfirleitt ekki nægja mönnum til að fá fast embætti við háskóla, a.m.k. ekki æðra embætti. Björn Þorsteinsson mun hafa viðurkennt á síðasta fundi heimspekideildar, að honum hafi verið kunnugt um einkunn Sveinbjörns, þó ekki sé vikið einu orði að henni í álitsgjörðunum. Á heimspekideildarfundinum upp- lýsti Björn hins vegar, að Svein- birni hefði verið gefið tækifæri til að bæta upp einkunn sína með grein í fagtímariti, en fyrir því eru aðeins orð Björns, og ekkert er um þetta sagt í álitunum. Þvert á móti var Sveinbjörn eini umsækjand- inn sem fékk birt ummæli úr meðmælabréfi, en það var frá forstöðumanni Árnastofnunar. Þeir Ingi og Þór segja í athuga- semdum sínum að menn sem mátu ritgerðir þeirra í Bretlandi hafi sent Birni Þorsteinssyni meðmæli, en þau koma hvergi fram í álitsgjörðunum. Og fleira virðist hafa tapast í meðförum. Þór getur þess í athugasemd sinni, að hann hafi afhent dómnefndarformanni prófarkir af bók sinni, Kommúnis- tahreyfingin á íslandi, en nefndin fjallar um'bókina í frumgerð, þ.e. sem vélritaða prófritgerð. Bókin kemur ekki einu sinni fyrir á skrá yfir ritverk Þórs. Á ritverkaskrá Sveinbjörns eru aftur á móti tíunduð verk, sem hann á enn eftir ólokið. Af þessu er greinilegt, að dóm- nefndarformaðurinn hefur dregið fram allt, sem gat orðið einum umsækjanda til framdráttar, en sleppt því sem gat komið sér miður fyrir hann. Allt- er síðan fært verkum hinna umsækjend* anna til foráttu, og jafnvel próf þeirra frá tveimur af kunnustu menntasetrum Evrópu eru talin þeim í óhag Á grundvelli þeirra gagna, sem hér er lýst að framan, gekk heimspekideild til atkvæða um prófessorsembætti í almennri sagnfræði. Úrslitin koma e.t.v. ekki á óvart, en vinnubrögðin hljóta þeir að undrast sem muna einkunnarorð Háskólans: „Vísind- in efla alla dáð“. Anders Hansen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.