Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 23 Alþjóða ólympíunefndin: Samþykkti samhljóða að ÓL yrðu í Moskvu Lake Placid, 13. fcbrúar. AP. ALÞJÓÐA ólympíunefnd- in samþykkti samhljóða á fundi sínum í nótt að ólympíuleikarnir færu fram í Moskvu í sumar eins og ráð hafði verið fyrir gert. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með þátttöku í Moskvu voru báðir bandarísku full- trúarnir í nefndinni, þeir Douglas Roby og Julian Roosevelt. Alls greiddu 73 fulltrúar atkvæði — sögðu allir já, en alls eiga 89 fulltrúar sæti í alþjóða ólympíunefndinni. Bandaríska ólympíunefndin undir forsæti Robert Kane lagði til að hætt yrði við að halda leikana í Moskvu vegna innrásar Sovétmanna í Afganistan. Skömmu eftir að úrskurður nefnd- arinnar lá fyrir sagði Jody Powell, blaðafulltrúi Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, í yfirlýsingu: „Við hörmum þá ákvörðun alþjóða ólympíunefndarinnar að halda sumarleikana í Moskvu og hafna tillögu ólympíunefndar Banda- ríkjanna um að flytja, fresta eða hætta við leikana. Eins og málum er háttað þá getur hvorki forset- inn, þingið né bandaríska þjóðin stutt að bandarískt íþróttafólk verði sent til Moskvu. Forsetinn hvetur bandarísku ólympíunefnd- ina til að taka sem fyrst ákvörðun gegn því að senda bandarískt íþróttafólk til Moskvu." Bandaríska ólympíunefndin á eftir að taka afstöðu til þess hvort nefndin sendir bandarískt íþrótta- fólk til Moskvu. Formlega hefur Jimmy Carter ekki vald til að segja henni fyrir verkum. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 24. mai. Robert Kane, forseti bandarísku ólympíunefndarinnar sagði, að það væri í hæsta máta óviðeigandi að láta leika friðar og bræðralags fara fram í landi innrásarríkis, og átti hann þá við innrásina í Afganistan. Killanin lávarður, forseti alþjóða ólympíu- nefndarinnar, lagði áherzlu á, að Sovétríkin hefðu ekki brotið regl- ur nefndarinnar. Samkomulag hefði verið gert og við það yrði að standa. Færeyingar f á að veiða í landhelgi Guineu-Bissau Frá Jogvan Arge, íréttaritara Mbl. í Færeyjum, 13. febrúar. FÆREYINGAR hafa gert sam- komulag við Afríkuríkið Guin- eu Bissau um leyfi Færeyingum til handa til að hafa fimm fiskiskip að veiðum undan ströndum Guineu Bissau. Fær- eyingar fá heimild til veiða á flatfisk og rækju en einnig er hugsanlegt að leyfi fáist til veiða á túnfiski. Samningar milli landánna hafa staðið nú um hríð. Sam- kvæmt samkomulaginu greiða Færeyingar ákveðna prósentu af verðmæti aflans, 15% hafa verið nefnd eða ákveðið gjald af hverju tonni. Vonir standa til enn frekari samninga milli land- anna um fiskveiðar, þar sem Færeyingar geta miðlað Afríku- ríkinu af þekkingu sinni. Killanin lávarður, forseti ólympiunefndarinnar, undir merki Vetrar- ólympíuleikanna á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti að nefndin hefði samþykkt einróma að taka þátt i sumarleikunum i Moskvu. Bandaríkin senda landgöngu- liðssveit til Indlandshafs Washington, 13. febrúar — AP. JIMMY Carter, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda land- gönguliðssveit til Ind- landshafs í næsta mánuði. Embættismenn skýrðu frá David Janssen látinn Hollywood, 13. febrúar. AP. DAVID Janssen, sem lék í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum „The Fugitive", sem sýndir voru í íslenzka sjónvarpinu fyrir nokkr- um arum, lést af hjartaslagi í Hollywood í dag. Hann var 49 ára að aldri og lék í fjölda kvikmynda. Hann hafði nýlega hafið gerð kvikmyndar þar sem hann lék klerk. ERLENT Þingmanni var rænt i Líbanon — á leið til fundar við Sarkis, forseta Líbanons Beirut, 13. febrúar. AP. EINUM þingmanna Falangista í Libanon, Edmond Rizk, var rænt í Beirut á leið til fundar við Elias Sarkis, forseta landsins. Sarkis hefur fyrirskipað umfangsmikla leit að Rizk. Hann var á leið í gegn um hverfi, sem Sýrlend- ingar ráða. Salim E1 Hoss, forsætisráð- herra Líbanons, flaug í dag til þessu í Washington í gær- kvöldi og lögðu á það áherzlu, að þetta væri svar við innrás Sovétmanna í Afganistan og hugsan- legri árás þeirra í átt að Persaflóa en ekki vegna Bandaríkjamannanna 50 sem eru gíslar í sendiráð- inu í Teheran. Varnar- málaráðuneytið staðfesti þessa frétt í kvöld. Embættismenn sögðu að her- deild frá 3. deild sjóhersins hefði komið til Filipseyja á þriðjudag. Herliðið hefur yfir að ráða skriðdrekum, fallbyssum, þyrlum og eldflaugum til að granda skriðdrekum. Þeir sögðu að herlið- ið myndi verða við æfingar næsta hálfa mánuðinn á Filipseyjum og síðan halda inn á Indlandshaf. Herliðið verður staðsett um borð í bandarískum herskipum. Landgönguliðarnir verða hluti hins öfluga flota Bandaríkja- manna á svæðinu. Þar eru nú fyrir 20 herskip og tvö flugmóðurskip, Nimitz og Coral Sea. Þessi ákvörð- un Bandaríkjastjórnar kemur í framhaldi af vilyrði stjórna Om- an, Sómalíu og Kenýa um afnot bandarískra flugvéla og skipa af höfnum og flugvöllum í þessum ríkjum. Frá Kairó bárust þær fréttir, að sovéskt skip með 1200 kúbanska hermenn innanborðs hefði farið um Súezskurð áleiðis til S-Yem- ens, sem styður Sovétstjórnina. Tóku sendiráð Sýrlands til að freista þess að fá Sýrlendinga til að framlengja dvöl sýrlenska friðargæzluliðsins í landinu. Bardagar geisuðu í norð- urhluta landsins en ekki hafa borist fréttir um mannfall. Yfir- völd í Líbanaon skýrðu frá því í dag, að 23 hefðu fallið í bardögum frá því að Sýrlendingar tilkynntu, að þeir ætluðu að draga friðar- gæzlusveitir sínar á brott frá landinu. San Salvador, 13. febrúar. AP. VOPNAÐIR vinstrisinnar gerðu áhlaup á sendiráð Panama í San Salvador og tóku sendiherrann og aðra í gíslingu að sögn sjónar- votta. Talsmaður samtakanna LP- 28 sem stóðu að árásinni sagði að tilgangur þeirra væri að neyða stjórnina til að sleppa 23 félögum þeirra sem voru teknir til fanga þegar lögregla náði aðalstöðvum kristilegra demó- krata úr höndum þeirra í gær. Fimm skæruliðar voru skotnir til bana, en allir gíslarnir, 10 talsins, björguðust. Fimm skólanemendur biðu bana í átökum eftir að þeir yfirgáfu menntamálaráðuneyt- ið sem hafði verið á valdi þeirra. Samtökin hafa enn spænska sendiráðið og nokkra gísla á sínu valdi. Sendur heim fyrir njósnir Marseilles. 13. febrúar. AP. STARFSMENN frönsku gagn- njósnaþjónustunnar stóðu starfsmann sovézku ræðis- mannsskrifstofunnar í Mar- seilles, Guenadi Travkov, að verki um helgina og sendu hann heim að ioknum yfir- heyrslum að sögn embætt- ismanna í dag. , Frönsk varnarskjöl fundust á Travkov, en ekki er vitað hvers eðlis þau voru eða hve alvarlegt málið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.