Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 Utangarðs- maðurinn Nafn á frummálinu: Woyzeck. Land: V-Þý.skaland 1979. Stjórn: Werner Herzog. Ilandrit: Ilerzog eftir leikriti Georgs Biichners. Kvikmyndun: Jörg Schmidt- Reitwein. Klipping: Beate mainka-Jell- inghaus. Það var með kvíða og tilhlökk- un að ég fór að sjá Woyzeck í Regnboganum. Með kvíða eftir að hafa horft á hina gersamlega misheppnuðu uppfærslu Þjóð- leikhússins undir stjórn þess manns sem nú filmar í gríð og erg verk Laxness. í tilhlökkun vegna leikstjóra kvikmyndarinn- ar, Werner Herzogs. Sá maður er slíkur töfrakarl í heimi hreyfimyndarinnar að líkja má við stórmeistarana Federico Feliini og Akira Kurosawa. Orð- ið stórmeistari lætur mikið yfir sér og krefst nánari skýringa, hvað þýðir það innan filmu- heimsins. Vittorio De Sica skipti kvikmyndaleikstjórum í þrennt: I fyrsta lagi eru þeir sem einkum hafa áhuga á því vitræna sem fellur undir hin köldu svið rök- hugsunarinnar. í öðru lagi eru einstaklingar sem finna upp á einhverju nýju vegna þess að það er nýtt. I þriðja lagi eru svo leikstjórar sem elska mann- skepnuna, með öllum hennar göllum — sorg og gleði og skammast sín ekki fyrir. (De Sica nefnir einnig fjórða flokk- inn: Chaplin). Að mínu mati verða þau þrjú svið sem De Sica nefnir fyrst að ná saman í verkum kvikmynda- leikstjóra til þess að hann standi undir nafninu „STÓRMEIST- ARI“. Við skulum nú kanna nánar hve Herzog nær langt á hverju þeirra í Woyzeck. Kvikmyndahátíð 1980 eftir ÓLAF M. JÓHANNSSON og SIGURÐ SVERRI PÁLSSON Hinn vitræni greinandi þáttur kemur einkum fram í atriðunum með lækninum í verkinu. Hann gefur á skýran hátt mynd af sjúkdómi Woyzeck. Þarna velur Herzog réttari útgáfu af leikriti Georg Búchners en þeir hjá Þjóðleikhúsinu, sem af því er mig minnir slepptu að mestu þætti læknisins. Hið ófullgerða verk Búchners fær þannig í meðferð Herzog frekari áherslu, verður greinarbetra og gefur möguleika á túlkun og ályktun af hálfu áhorfenda. Þá er mikill skýrleiki í myndatökunni. Hver sena mótuð af vandvirkni og tengd rökvíst við þá næstu. Þessi vinnubrögð lyfta Woyzeck Her- zogs af stigi hins dulmagnaða yfir á svið hins þjóðfélagslega. Verkið verður skiljanlegt í tengslum við raunveruleikann. Hvað um nýjabrum myndar- innar. Þar virðist einkum yfir- spennt túlkun stórmeistarans Klaus Kinski vera fersk. Klaus Kinski vinnur að mínu mati þarna sinn stærsta leiksigur. Hann hefur gersamlega náð því að myndbreytast í aðra mann- eskju. Hvert einasta andartak sem hann kemur fram er svipur Woyzecks á andliti hans, í hverri taug líkama hans. Augun loga af hinum óskýranlega eldi brjál- seminnar. Eða var Woyzeck skyggn, e.t.v. fórnarlamb — skýringar skipta ekki máli. Klaus Kinski sameinast ein- hverju ytra afli sem er handan orða. Jafnvel er hann lætur rýtinginn vaða í stúlkuna og blóðið spýtist þá er hann ekki að fremja ofbeldisverk heldur sam- farir. Hann er á valdi áfls sem er í eðli sínu þverstæða. En hvar er þá hin mannlega hlið, þriðji þátturinn: Að mínu mati situr hann ætíð í fyrirrúmi hjá Werner Herzog hvort sem það er Dracula í Nosferatu að biðja afsökunar áður en hann fær sér sopa eða Kaspar Hauser dýrið í mannsmynd, spriklandi í gapastokki góðborgaranna. Woyzeck er einnig utangarðs- maður: fátækur hermaður, álit- inn dálítið skrýtinn og því varn- arlaust tannhjól í vél þýska samfélagsins. Reyndar er ádeila Werner Herzogs hér sú bein- skeyttasta sem ég hefi séð á Þýskaland. Hann beitti gjarnan þeirri aðferð Brechts að lýsa atburðum í nútíma með hlið- stæðum úr fortíð. Þessi tengsl hafa hingað til ekki verið mjög skýrt sett fram hjá Herzog, og margir þannig álitið hann sér- vitring sem lifði í anda miðalda. Hugur Herzogs starfar á víðara sviði. Hann finnur til með ein- stæðingum allra alda. Og hann skynjar einnig kulda þýska efna- hagsundursins, hve miskunnar- laust það vinnur og sópar til hliðar þeim sem hafa viðkvæmt hjarta, gerir þá að enn meiri einstæðingum, neyðir þá jafnvel til voðaverka — hryðjuverka? Við höfum nú dregið upp ofurlitla mynd af þeim þrem víddum sem mynd Herzogs — Woyzeck spannar. (Um fjórðu víddina er ekki að ræða: Herzog er ekki leikari). En hvernig tekst honum að samhæfa þessi svið. Ekki fullkomlega vel vegna þess að leikrit Búchners er að stofni til mjög brotakennt verk. Það vantar fyllingu í leikritið. Búch- ner var ekki alveg búinn að forma hugmyndina. Ó.M.J. Vegir útlagans Jean-Jacques Rousseau (Francois Simon) við skriftir. I Les Chemins de l'Exil ou les Derniéres Années de Jean- Jacques Rousseau. Frakkland / Sviss / Bretland 1978 Leikstjóri: Claude Goretta. handrit: Goretta og Georges Haldas. Kvikmyndataka: Philippe Rousselot. Leikendur: Francois Simon, Dominique Labouricr, Roland Bertin, Michel Berto, Gabriel Cattand o.fl. Svissneski leikstjórinn Claude Goretta hóf feril sinn í Bretlandi 1957 með því að gera stutta heimildamynd, Nice Time, sem gerist á einni nóttu á Piccadilly Circus. Samstarfsmaður hans í þetta sinn var landi hans, Alain Tanner, en þessir tveir menn eru nú þekktustu kvikmyndaleik- stjórar Svisslendinga. Goretta gerir sína næstu mynd 13 árum síðar, Le Fou (1970) en síðan gerir hann fjórar myndir áður en hann gerir Vegir útlagans, sem nú er sýnd hér. Þekktasta mynd hans er sennilega La Dentelliere (The Lacemaker, 1977). Vegir útlagans, er eins og franska nafnið gefur til kynna, um síðustu æviár Rousseaus. Myndin hefst 1762, þegar Rouss- eau, fimmtugur að aldri, fær þær fréttir, að nyjasta bók hans, Emile, hafi verið úrskurðuð á bálið og að hann sé sjálfur eftirlýstur af lögreglunni. Hann flýr til Sviss, þaðan til eyjarinn- ar St. Pierre og síðan til Eng- lands í boði heimspekingsins Hume, en á þessum ferðalögum finnst honum einangrun sín aukast í sífellu. Goretta hleypur nokkuð fram og aftur í tíma, þegar Rousseau minnist ein- stakra augnablika ævi sinnar og með hjálp þeirra reynir hann einnig að varpa nokkru ljósi á samband Rousseaus við tvær konur, Madame de Warens, sem „uppgötvaði" hæfileika hans og Thérése Levasseur. Goretta ger- ir nokkuð úr hlutverki þessarar konu, sem ávallt virtist vera í nálægð Rousseaus í bakgrunnin- um án þess að vera í vegi fyrir honum. Um þessa konu er ákaf- lega lítið vitað, þó að Rousseau giftist henni um síðir. Vegir útlagans er ekki einföld ævisaga; Goretta hefur í öllum sínum myndum verið að fást við ein- staklinga og innstu kviku til- finninga þeirra, tilfinninga, sem sjaldnast verða settar fram með orðum, og þann sársauka, sem fylgir því að þessar tilfinningar eru misskildar eða hunsaðar í ófullkomnum heimi. Rousseau er því kjörinn efniviður fyrir Gor- etta. Vegir útlagans var upphaf- lega gerð sem fjögurra þátta mynd fyrir sjónvarp og stóðu 7 evrópskar sjónvarpsstöðvar að myndgerðinni, þ. á m. BBC. Myndin er sýnd hér í styttri útgáfu. SSP. Úr mynd Goretta, Vegir útlagans Undankeppni Reykjavíkurmóts Lokið er undankeppni Reykja- víkurmótsins, en keppnin var jafnframt undankeppni fyrir Islandsmót í sveitakeppni. í undankeppni Reykjavíkur- mótsins sigraði sveit Hjalta Elí- assonar sem hlaut 218 stig. Sveit Óðals fékk 206 stig, sveit Sævars Þorbjörnssonar fékk 192 stig og sveit Ólafs Lárussonar varð fjórða með 185 stig. Úrslitakeppnin verður spiluð á laugardag og sunnudag, 23. og .24. febrúar. Sveit Hjalta spilar gegn sveit Ólafs og sveit Sævars gegn Óðali. Sigurvegarar úr þessum leikjum spila til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitilinn á sunnudaginn. Keppnin á laugardag hefst kl. 12.30 og verða spilaðir 40 spila leikir. A sunnudag hefst keppnin kl 13 og verður úrslitaleikurinn 64 spila leikur sem sýndur verð- ur á töflu. Jafnhliða verður spilaður 40 spila leikur um 3. sætið í keppninni. Núverandi Reykjavíkurmeistari er sveit Sævars Þorbjörnssonar. Röð sveitanna í undankeppni íslandsmótsins varð þessi: Hjalti Elíasson 208 Ólafur Lárusson 182 Sævar Þorbjörnsson 181 Þórarinn Sigþórsson 173 Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Sigurður B. Þorsteinsson 165 Helgi Jónsson 164 Tryggvi Gíslason 152 Kristján Blöndal 151 Jón Páll Sigurjónsson 123 Gestur Jónsson 118 Þórhallur Þorsteinsson 90 Núerandi Islandsmeistari er sveit Óðals. Bridgefélag Selfoss Staðan í Höskuldarmótinu eft- ir 2. umferð 7. febrúar 1980. Kristmann Guðmundsson — Þórður Sigurðsson 364 Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 364 Ólafur Þorvaldsson — Jóhann og Jónas 343 Hannes Ingvarsson — Gunnar Þórðarson 342 Friðrik Larsen — Grímur Sigurðsson 329 Sigurður Þorleifsson — Árni Erlingsson 327 Sigurður Sighvatsson — örn Vigfússon 314 Garðar Gestsson — Kristján Jónsson 309 Haukur Baldvinsson — Oddur Einarsson 306 Meðalskor 312. Næsta umferð fimmtudaginn 14. febrúar kl. 7.30. s.d.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.