Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 39 tilfinningum með hinu meata þreki, sem sýndi sig best þegar mest á reyndi, því þeim hjónum mættu ýmsar sorgir eins og geng- ur, en stærst var sorgin þegar þau misstu Þorgerði dóttur sína í blóma lífsins. Þann missi fengu þau að nokkru bættan þegar þau tóku Guðlaugu dóttur hennar að sér rúmlega árs gamla, og hefur hún verið þeirra gleði og sólar- geisli fram á þennan dag, eins og öll barna og barnabarnabörnin hafa verið. Þau hjón voru virt og elskuð af börnum sínum tengdab- örnum, barnabörnum, barnabarn- abörnum og öðru frændfólki, allir báru staka virðingu fyrir þeim. Hér skulu færðar sérstakar þakkir til alls starfsfólks Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábæra ummönnun auð- sýnda af kærleika til þeirra hjóna, en síðast en ekki síst skal þó þökkuð vinátta og tryggð herberg- isfélaga Sigfúsar, Þormóðs Jak- obssonar, sem var Sigfúsi mikils virði. Algóðum guði fel ég tengdaföð- ur minn, á þeim leiðum sem hann hefur nú farið til. Fæ ég það aldrei fullþakkað, að hafa fengið að njóta leiðsagnar hans og hand- leiðslu mér og börnum mínum til ómældrar blessunar. Blessuð sé minning hans. Dúddý Það kom engum á óvart þegar tengdafaðir minn Sigfús Guð- finnsson lézt að morgni hins 6. febrúar. Hann hafði um árabil verið heilsuveill líkamlega þótt andlega gengi hann heill til skóg- ar, en við þær aðstæður eru erfiðleikarnir hvað mestir. Eins og af honum mátti vænta tók hann hlutskifti sínu með æðru- leysi og stillingu allt til hinztu stundar. Æviágrip hans rek ég ekki hér, það verður gert af öðrum en mig langar með örfáum orðum að minnast hans og þakka ánægju- lega og hnökralausa samfylgd. Eins og títt var um samtíðar- menn Sigfúsar var hann í þennan heim borinn við veraldlega fátækt. Stofninn var á hinn bóginn sterk- ur og ólst hann upp við mikið ástríki foreldra sinna sem seinna setti á mannin mark. Hann var manna stilltastur í skapi, fastur fyrir þegar því var að skifta en að eðlisfari viðkvæmur í lund. Óvild- armenn mun hann enga hafa átt og þeir sem þekktu hann best elskuðu hann og virtu. Sakir mannkosta og atgjörvis tókst hon- um að koma vel undir sig fótum fjárhagslega enda var hann reglu- maður í þess orðs beztu merkingu, tók daginn snemma og var sívinn- andi frá morgni til kvölds meðan kraftar og heilsa entust. Hann var maður viðsýnn, fljótur að tileinka sér og hagnýta hverskonar nýj- ungar og félagshyggjumaður í bezta lagi. Er mér kunnugt um að hann var t.d. einn af stofnendum Verzlunarbanka íslands svo og stofnandi að samtökum kaup- manna til innkaupa á vörum í stærri stíl en áður gerðist, sem m.a. stuðlaði að hagkvæmni í þágu landsmanna. Fleiri þjóðþrifamál lét hann til sín taka. í einkalífi sínu var Sigfús gæfu- maður átti góðan og kæran lífsförunaut sem er eftirlifandi kona hans María Kristjánsdóttir. Þau eignuðust mörg mannvænleg börn auk þess sem þau ólu upp tvær dótturdætur. Þess utan átti dóttursonur hans sem nú dvelst erlendis greiðan aðgang að hug hans og hjarta, en hann bjó langtímum í nábýli við afa sinn. Sú vinátta var gagnkvæm. Sívak- andi umhyggja og ábyrgðartil- finning fyrir velferð barna og barnabarna var einkennandi í fari hans. Hlýlegt heimili þeirra hjóna stóð opið öllum vinum og ættingj- um og einkenndist af rausn þeirra og hlýhug. Ófáum mun Sigfús hafa rétt hjálparhönd þegar erfið- leikar steðjuðu að í lífsbaráttunni og náði sú aðstoð út fyrir nánustu ættingja. En aldrei heyrði ég hann minnast á slíkt, enda óskylt hans lífsstefnu. Langt og farsælt æviskeið Sig- fúsar Guðfinnssonar er nú á enda runnið hér á jörðu. Það var að vonum og lýsir vel þeim mæta manni að hann að kvöldi þess fimmta febrúar er hann lagðist til svefns í hinzta sinni skyldi leggja á það áherzlu að vel skyldi séð fyrir velferð eftirlifandi maka síns. Eiginkonu, börnum og ættingj- um öllum sendi ég hlýjar samúð- arkveðjur minningur þess að „þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir“. Gylfi Gunnarsson Að Rúgstöðum í Öngulstaða- hreppi í Eyjafirði reistu ung hjón bú árið 1826. Hálfdán stúdent Einarsson og Álfheiður Jónsdóttir. Systkinabörn að frændsemi og fóstursystkin. Hálfdán fóstursonur síra Jóns í Möðrufelli og bróðursonur Helgu konu hans, en Álfheiður dóttir þeirra hjóna. Hálfdán var sonur séra Einars Tómassonar kapelláns í Múla (dr. í Múlavatni 1801) og Guðrúnar Björnsdóttur sýslumanns Tómas- sonar (systur Þórðar sýslumanns í Garði) en foreldrar séra Einars voru þau Tómas prestur Skúlason á Grenjaðarstað d. 1808 og Álfheiðar Einarsdóttur prófasts Hálfdánar- sonar á Kirkjubæjarklaustri d. 1753, systir meistara Hálfdánar Hóla- rektors d. 1785, en fyrri kona séra Tómasar. Séra Hálfdán Einarsson vígðist 20. júní 1830 til Kvennabrekku í Dalasýslu hélt staðinn í fimm ár, er hann fékk Brjánslæk á Barðaströnd 1835, Eyri í Skutulsfirði 1848, pró- fastur Norður-ísafjarðarsýslu 1854-65. Börn þeirra: Síra Helgi lektor, Jóna d. 1858 óg. bl., Einar trésmiður í Hvítanesi í Ogursveit, Síra Guðjón í Saurbæ. Einar bóndi og trésmiður í Hvítanesi fæddist á Kvennabrekku í Dölum 24. mai 1831. Nam trésmíði í Kaupmannahöfn um fjögra ára skeið 1850—54, voru þeir þar samtíða Helgi lektor bróðir hans, minntist Einar Kaupmanna- hafnarára sinna með lotningu og þakklæti. Eiginkona Einars var Kristín Ólafsdóttir, prests Thorberg, síðast á Breiðabólsstað í Vesturhópi, Hjaltasonar, prests, Þorbergssonar prests á Eyri við Skutulsfjörð. Móðir Kristínar og eiginkona séra Ólafs, Guðfinna d. 1866 Bergsdóttir timburmanns Sigurðssonar. Systkini Kristínar: Hjalti í Ytri- Ey, síðast Vesturhópshólum, Bergur landshöfðingi, María átti Jóhann Lárus Snorrason síðast að Hurðar- baki í Vesturhópi, Ólöf d. 1906, óg.bl. og Svanhildur d. 1903, óg.bl. Kristín og Einar Hálfdánarson settu fyrst bú með Hálfdáni á Eyri við Skutulsfjörð, bjuggu um nokk- urra ára skeið í Fremri-Hnífsdal. 1870 flytjast þau að Hvítanesi í Ögurhreppi og bjó þar rausnarbúi á fjórða áratug. Heimilið að Hvítanesi varð lands- þekkt fyrir rausn og fyrirmennsku, húsbóndinn búmaður góður, hag- sýnn, friðsamur, greiðviknin átti sér lítil takmörk. Hafa ýmsir niðjar borið ættinni vitni um það, hvað í hana er spunnið. Börn ættföður og ættmóður Hvítanesættar er svo hefir verið nefnd, voru 14, 5 dóu í æsku, 2 uppkomin, Ólafur dó er hann var í 6. bekk latínuskólans og Jónas dó um tvítugt. Guðrún f. 25. mai 1857, Hálfdán bóndi á Hesti f. 22. nóv. 1863, Guðfinnur bóndi á Litlabæ f. 22. jan. 1866, Vernharður bóndi á Hvítanesi f. 4. ág. 1870, Hjalti bóndi á Markeyri f. 26. des. 1873, Helgi Guðjón bóndi Skarði f. 2. júní 1876, Ólöf Svanhildur f. 7. sept. 1880. Sonur Einars með Hildi Tyrfings- dóttur, Ásgeir bóndi á Hvítanesi, Guðfinnur bóndi á Litlabæ f. 22. jan. 1866, ólst upp í skjóli ástríkra og viturra foreldra í hópi glaðsinna og fjörugra systkina. Sjálfmenntaður unnandi fróðleiks og menntunar, mikill bókavinur, minnisgóður fróð- ur í bókmenntum og ættfræði, gagnorður sívinnandi og verkdrjúg- ur. Kvæntist 10. .okt. 1891 Halldóru Jóhannsdóttur f. 3. júní 1870 d. 3. ág. 1940 bónda á Rein í Skagafirði Þorvaldssonar bónda á Frosta- stöðum, Ásgrímssonar bónda á Minni-Ökrum, Dagssonar. Kona Ásgríms Dagssonar var Guðný Gottskálksdóttir, en hálfbróðir hennar samfeðra var séra Þorvaldur á Miklabæ, faðir Gottskálks, föður Bertels Thorvaldsen, myndhöggvar- ans fræga. Kona Jóhanns og móðir Halldóru var Ingibjörg Guðmundsdóttir í Finnstungu, Hermannssonar og Ingibjargar Sigfúsdóttur b. í Sel- haga Oddssonar. Foreldrar Hall- dóru slitu samvistir. Systkini Hall- dóru voru. Halldór Gottskálk bóndi að Vögl- um í Blönduhlíð, Sigfús Helgi dr^ í Héraðsvötnum, hálfsystkin hennar voru samfeðra Sigríður húsfreyja á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, gift Árna Jónssyni bónda þar. Jón. Halldóra og Guðfinnur voru fyrst í húsmennsku á Hvítanesi til ársins 1895, en síðari hluta ágúst- mánaðar flytja þau að Litlabæ í Skötufirði, þar sem þau búa í röska tvö áratugi, en árið 1917 setjast Halldóra og Guðfinnur að í Tjald- tanga við Seyðisfjörð. Halldóra missir mann sinn 4. des. 1920, er hann drukknar á smábát á Seyðis- firði. Börn þeirra Guðfinns og Hall- dóru voru 15. Ólafur f. 1892. d. 1900, Kristín f. 1893 d. s.d. tvíburi. Sveinbarn f. 1893 d. s.d. tvíburi, Sigfús f. 9. ág. 1895, er hér er minnzt, Einar Kristinn f. 1898, útgerðarm. í Bolungavík, Jóhann, Guðmundur, f. 1902, d. 1932 á Kristneshæli. Lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum. Ólöf f. 1903, d. 1974. Maður h. Magnús Jónsson frá Hrafnabjörgum. Sjó- maður í Bolungavík og á Isafirði d. 1974. Ásgeir f. 1905 d. 1908. Ingi- björg f. 1906. M.h. Páll Sólmundsson sjómaður í Bolungavík, d. 1965. Kristín Svanhildur f. 1907 m.h. Halldór Jónsson frá Fossum í Skut- ulsfirði, sjómaður á ísafirði. Mar- grét f. 1909. M.h. Sigurgeir Guð- mundur Sigurðsson frá Markeyri, Skötufirði, skipstjóri í Bolungavík. Guðrún f. 1910. M.h. Leifur Jónsson skipstjóri í Bolungavík, látinn. Jón f. 1911 d. 1979,' skipstjóri í Bol- ungavík. Jóhann f. 1914. d. 1916. Hér að framan hefir verið leitast við, að segja frá, nánustu skyld- mennum og frændgarði til fróðleiks. Sézt af framskráðu að hinar merk- ustu ættir standa að Hvítanesfólki og hvílíkur ættbogi er frá kominn. Það er stórkostlegt að eiga góðan vin, en þegar hann er fluttur af jarðnesku sviði yfir á æðra tilveru- svið, þá er skyldugt að varðveita minninguna, svo vel sem kostur er á. Það er bæði hryggilegt og indælt að skrifa um látinn vin, hryggilegt því saknaðartilfinningin er ný og sár, indælt af því að það veitir unaðssemd. Fyrsta og seinasta ósk mín er ég skrifa um Sigfús Guðfinnsson að það gæti orðið styrkur til að geyma loflega minningu þessa fágæta drengskaparmanns. Sigfús Guðfinnsson er fæddur 9. ágúst 1895 í Hvítanesi, Ögursveit en nokkra vikna gamall flutti fjöl- skyldan að Litlabæ í Skötufirði. Nákvæmni, ást og umhyggja ein- kenndu heimilislífið. Eins og títt var um börn í þá daga, er Sigfús ólst upp, þá var hann strax og hann megnaði látinn vinna og „aðalat- vinna okkar drengjanna, mín og Sigfúsar, þegar við stálpuðumst, var að róa í Skötufjörðinn" segir í ævisögu Einars bróður hans. Aðalatvinna hans fyrri hluta ævinnar var sjósókn. Sigfús lauk minna-fiskimannaprófi á ísafirði 1930. Lengst var Sigfús á togaranum Hávarði Isfirðingi 1925—30. Stýri- maður á Auðbirni, Samvinnu- félagsbátur á ísafirði 1930—31. Skipstjóri á Póstbátnum 1931—41. Flutti frá ísafirði til Reykjavíkur 1941 og setti á stofn tvær matvöru- verzlanir, en hætti fljótlega rekstri verzlunarinnar á Fálkagötunni, en rak verzlunina á Bragagötu 22 til 1973. Ungur maður eða 14. okt. 1917 kvæntist Sigfús, Maríu Kristjáns- dóttur f. 8. okt. 1896. Börn þeirra eru, talin í aldursröð. Guðfinnur Halldór bakarameist- ari í Reykjavík. Kv. Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Sveinn f. 1920 d. í furmbernsku. Kristján Páll, kaup- maður í Reykjavík, kv. Guðbjörgu Lilju Guðmundsdóttur. María Re- bekka húsfreyja í Reykjavík, gift Gylfa Gunnarssyni skrifstofu- manni. Þorgerður f. 1925 d. 1957 húsfrú, gift Guðmundi Þorlákssyni prentara í Reykjavík. Garðar, kaup- maður í Reykjavík, kv. Helgu Helgadóttur. Halldóra, húsfreyja í Reykjavík, gift Guðbrandi O. Bjarnasyni prentara. Jenný Sigrún, húsfreyja í Reykjavík, gift Jóhanni Einarssyni. Heimili Maríu og Sigfúsar var alveg sérstakt friðarheimili. Sigfús var hinn mesti friðsemdar- maður, varkár og mjög gætinn í orðum, en þó gamansamur, sér- staklega hnyttinyrtur og skrafhreif- inn í sinn hóp, hugkvæmur og einstaklega samvizkusamur. Heim- ilið var stórt og gestakoma mikil, enda hjónin sérstaklega veitul. Sigfús var hófsmaður, hafði góða forsjá og fyrirhyggju fyrir heimil- inu. Þar vantaði aldrei neitt. Sigfús var sérstaklega blíðlyndur, börnin fundu strax hið hlýja hjarta. Sambúð og samstarf þeirra hjóna, var með þeim hætti, að á betra var ekki kosið, unnu allt með samstillt- um huga og ástríki. Manngildi og drengskapur Sig- fúsar kom skýrt fram, umhyggja hans, ást og virðing, er hann reyndi eftir fremsta megni oft sárþjáður að hlynna að henni, eiginkonunni, er staðið hefur við hlið hans í meira en sextíu og tvö ár. Síðustu árin dvöldu þau á Grund. Persónuleiki Sigfúsar Guðfinns- sonar var sterkur og sérstakur. Blessuð sé minning hans. Helgi Vigfússon. Minningarorð: Steindóra Kr. Albertsdóttir Fædd 31. júlí 1903 Dáin 6. febrúar 1980 I dag verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför Steindóru Kristínar Albertsdóttur, sem lést að Hrafnistu í Reykjavík hinn 6. febrúar síðastliðinn, en hún hafði þá átt við veikindi að stríða um langa hríð. Steindóra fæddist 31. júlí 1903 á Bíldudal, dóttir hjónanna Alberts Þorvaldssonar rennismiðs og Steindóru Guðmundsdóttur. Eins og títt var á þessum árum voru barnsfæðingar oft dýru verði keyptar og var hvort tveggja oft á bláþræði, líf móður og barns. Svo fór í þetta sinn að barnið lifði en móðir þess dó aðeins 3 vikum eftir fæðingu Steindóru Kristínar. Steindóra var yngst fjögurra dætra þeirra Alberts og Stein- dóru, en þær voru Guðrún og Sigríður, sem nú eru báðar látnar, og Aðalheiður, sem nú lifir ein þeirra systra og verður áttræð á þessu ári. Steindóra, móðir þeirrar, sem hér er minnst, sá svo um áður en hún kvaddi þennan heim, að kona var fengin Alberti og dætrum þeirra til trausts og halds, en það var Jóhanna G. Jóhannsdóttir, sem þá hafði um nokkurt skeið verið á Bíldudal hjá bróður sínum Finnboga Arndal verslunarstjóra í verslun P. Thorsteinsson. Jó- hanna gekk dætrum þeirra Al- berts og Steindóru í móðurstað og urðu þær Jóhanna og Steindóra Kristín til að mynda mjög sam- rýndar svo lengi sem Jóhanna lifði. Árið 1905 gengu þau Albert og Jóhanna í hjónaband og eign- uðust þau tvo syni, Guðmund, fæddan 1907, en hann fórst árið 1936 með línuveiðaranum Ernin- um, og Bergþór, leigubílstjóra í Hafnarfirði, fæddan 1914. Til Hafnarfjarðar fluttust Al- bert og Jóhanna með 5 börn árið 1919 og þar var Steindóra í föðurhúsum allt til ársins 1934. Á þessum árum stundaði Steindóra ýmsa algenga vinnu er til féll og bauðst, en tók einnig virkan þátt í félagslífi. Hinn 8. júní árið 1930 giftist Steindóra Steini Jónssyni vélstjóra úr Reykjavík, ágætum geðprýðismanni. Þar mættust tvær samlyndar manneskjur, sem áttu saman langt og hamingjuríkt hjónaband, þótt atvikin höguðu því svo, að þau væru lengi fjarvist- um hvort frá öðru meðan bæði voru í blóma lífsins vegna starfs Steins sem vélstjóra á skipum mestanpart ævidags hans. Bæði voru þau hjón ákaflega félagslynd og sannkallað gleðinn- ar fólk og undu sér hvergi þetur en í hópi góðra kunningja og vina, og allt fram á efri ár voru þau hrókar alls fagnaðar í sínum hópi. Sann- aðist vel á þeim hjónum það fornkveðna, að maður er manns gaman. Síðustu æviár sín átti Steinn við langvinn veikindi að stríða, en hann lést árið 1973 að Hrafnistu. Þangað höfðu þau Steindóra flutzt og hugðust eyða þar síðustu árum sínum og höfðu aðeins búið þar um nokkurra mánaða skeið er Steinn lést. Steindóra og Steinn eignuðust fimm börn, sem öll eru mesta myndarfólk, en þau eru: Sigurður rafvirki, kvæntur Guðrúnu Har- aldsdóttur, Gyðríður, gift Jónasi Guðbrandssyni verkstjóra, Jó- hanna gift Gunnlaugi Sigurðssyni rannsóknarlögreglumanni, Stein- dóra, tvíburasystir Jóhönnu, gift Helga Daníelssyni rannsóknar- lögreglumanni, og Guðmundur prentari. Hlutskipti Steindóru varð líkt og margra sjómannskvenna að ala upp stóran barnahóp á eigin spýtur og leysa þau mál, er leysa varð í landi, meðan fyrirvinnan var á sjó. Eins og renna má grun í var það Steindóru ekki alltaf auðvelt starf, ekki síst þegar haft er í huga, að stríðsárin seinni var Steinn ávallt á sjó við vægast sagt ótryggar aðstæður. Eins og áður segir var Steindóra félagsvera í besta skilningi þess orðs og starfaði t.a.m. töluvert í kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík. Og einkenni var það á Steindóru, að hún var alltaf glöð og hress. Allra síðustu ár setti sjúkdómsstríð hennar mark sitt á hana og gerði henni óhægt um vik að lifa lífinu eins og lund hennar og skapferli bauð, og eins og við sem samferða urðum Steindóru, vissum að átti vel við hana. En „eitt sinn skal hver deyja", og nú hefur sá sem öllu stýrir linað þjáningar mætrar konu. Við vilj- um að endingu biðja henni guðs blessunar um leið og við sendum börnum hennar, tengdabörnum og öðrum vandamönnum innilegustu samúðarkveðjur. Maria og Bergþór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.