Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.02.1980, Blaðsíða 41
fólk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1980 41 Með yf ir 20 manns- líf á sam- viskunni + ÞESSI mynd er tekin við réttarhöld í máli 33ja ára gam- als Bandaríkjamanns i Orlando i Floridafylki. Hann hefur verið fundinn sekur um að hafa rænt og síðan myrt 12 ára gamla telpu. Morðið framdi hann fyrir 2 árum. Telpunni rændi hann er hún var á leið heim úr skóla. Morðinginn er á miðri mynd- inni, en hann heitir Theodore Bundy. Fremstur er verjandi hans, sem heitir, að því er okkur finnst, dálitið einkennilegu nafni. V. Africano. Bundy þessi var i júlimánuði síðast, dæmdur til að deyja í rafmagnsstól fyrir morð á tveim stúdínum. morð, sem hann framdi tveim vikum áður en hann myrti telpuna litlu. í fréttinni með þessari mynd segir að maðurinn sé talinn bera ábyrgð á dauða 20 annarra kvenna a.m.k. auk þeirra þriggja sem hér hafa verið nefndar. Hann var sett- ur af + ÞETTA er hin gamla stríðshetja Norður- Víetnama, Vo Nguyen Giap, sem forseti Víet- nams, Ton Duc Thang, setti af fyrir skömmu. I fréttum af þessu frá hin- um fjarlægari Austur- löndum segir, að sá sem tekið hafi við af Giap sé Van Tien Dung, sem var yfirmaður herjanna í S-Víetnam er Norður- Víetnamar unnu þar lokasigur sinn árið 1975. í fréttunum segir að Giap, sem er nu 67 ára, hafi eins og ýmsir fleiri af gömlu stríðsmönnum Norður-Víetnama orðið að víkja fyrir yngri her- mönnum. Þá var sagt að Giap hefði haft minnk- andi afskipti af hermál- um landsins á síðasta ári. Enn f rétt- ir af Karli + BREZKA æsifréttablaðið i London „The News of the World“, flytur nýjustu fréttir úr brezka konungsgarðinum. ‘ Þar segir að Karl prins og mjög hugguleg prinsessa, Marie-Astrid af Luxemburg, 26 ára gömul, muni vera í alvarlegum þönkum um að rugla saman reitum sínum. Hafi prinsessan. sem er kaþ- ólskrar trúar, farið til fundar við sjálfan Jóhannes Pál páfa II. til að ræða við hann um þennan ráðahag. I konungs- höllinni í London hefur þessu verið neitað. Blaðið segir hins vegar að prinsessan hafi allt frá þvi hún var 18 ára verið í miklu uppáhaldi hjá Eliza- betu drottningu, sem hafi mynd af henni á borði á heimili sinu í Balmoral-kast- ala. Blaðið segir ennfremur, að drottningin muni fara til fundar við páfann er hún fer til Ítalíu á þessu ári. Þú segir blaðið. að hinn nýi yfirmaður brezku kirkjunnar, dr. Rob- ert Runcic erkibiskup af Kantaraborg, muni ckki leggjast gegn giftingu þeirra Karls og Marie-Astrid. Fengu ekki málverka- safnið aftur + ÞAU hjónin Sophia Loren og Carlo Ponti hafa staðið í málaferlum við stjórnvöld á Ítalíu. Þannig er mál með vexti, að skattayfirvöld þar lögðu hald á hvorki meira né minna en 500 málverk — talin nær 4 millj. dollara virði — sem þau hjónin eiga. Ilér eru á mcðal verk eftir ýmsa stórmeistaranna. Sophia var með þetta mikla safn á flug- velli í Rómaborg og ætlaði að flytja málverkin með sér til Frakklands. Laganna verðir í nafni skattstofunnar komu þá og lögðu hald á allt málverkasafnið! Óklár skattamál Pontis væru þar með jöfnuð. Þau hafa gert tilraun til þess að fá mál- verkasafnið afhent aftur. Dómstóll i Rómaborg sagði nýlega að málverkin væru nú eign rikisins. Þau Sophia og Ponti ætla að áfrýja þessum undirréttardómi til æðri rétt- ar. gerir þú ótrúlega goð kaup hja okkur □ Fatnaöur á herra, dömur, unglinga og börn — Allt mjög góðar og nýlegar vörur. □ Efni alls konar og tillegg á sprenghlægilega góðu veröi. □ Hljómplötur og kassettur sem vekja undrun þína fyrir lágt verö. □ Ávextir og grænmeti í mjög miklu úrvali. O Gardínur — stórisar. □ Leikföng — skór o.m.fl. eru vörukynningar í sérflokki frá: □ íslensk matvæli og allir fá aö smakka. □ Sól/Tropicana og allir fá sopa. □ Glit h.f. — kynningarverð. □ I. Pálmason — Slökkvitæki. getur þu skemmt þér vel því: □ Þorgeir stjórnar af diskópalli. □ Uppboöin vinsælu. □ „Heimsókn dagsins“ er tískusýning — dönsuö. □ Lukkumiöar — nr. 1985 kom upp og sá/sú heppni fær 10 hljómplötur frá Steinum h.f. □ Bamagæsla — Veitingar. □ Listkynning. Fjölskyldu viðburður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.