Morgunblaðið - 19.02.1980, Page 1

Morgunblaðið - 19.02.1980, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTAKÁLFI 41. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sovétmenn guldu af- hroð í Badakhshan karachi. 18. febrúar AP. AFGANSKIR uppreisnarmonn segjast haía fellt um 200 sovéska hermenn þegar þeir náðu á sitt vald flunvellinum í Faizabad. höfuðborg Badakhshan í norð-austurhluta Afganistans. að því er dagblaðið Jang skýrði frá í Karachi í dag. Uppreisnarmenn segjast hafa tekið 15 sovéska hermenn til fanga í bardögunum. skotið niður tvær MIG-19 orustuþotur, eyðilagt 17 skriðdreka og fjórar þyrlur i bardögum um flugvöllinn, sem stóðu í 10 daga. Bardagar um borgina standa nú yfir og segjast uppreisnarmenn hafa umkringt hana. að því er hlaðið hefur eftir fréttamanni sínum meðal uppreisnarmanna. Danskur sendiráðs- maður kallar til lög- reglumanna frá svöl- um sendiráðsins. Vinstrisinnar halda 10 gíslum í sendiráðinu. þeirra á meðal danska sendiherranum. Símamynd AP. YFIR 100 afganskir stjórnarher- menn féllu í síðustu viku þegar fjölmennur her stjórnarinnar í Kab- úl réðst á stöðvar uppreisnarmanna í Dahana-I-Guri, um 200 kílómetra norð-austur af Kabúl, að því er heimildir, sem reynst hafa áreiðan- legar skýrðu frá. Ekki var getið mannfalls meðal uppreisnarmanna. Sovéskir hermenn studdu afgönsku stjórnarhermennina en tóku ekki beinan þátt í bardögunum. Þá sögðu heimildir að til mótmælaaðgerða hafi komið í Herat í V-Afganistan og borgunum Polichomri og Baglan. Ferðamaður sem nýlega var í Baglan skýrði frá því, að uppreisn- armenn hefðu myrt 37 stuðnings- menn Babrak Karmal, forseta lands- ins og auk þess kveikt i opinberri byggingu þann 5. febrúar. Tveimur dögum síðar komu uppreisnarmenn aftur til borgarinnar og kveiktu þá í Trudeau 48% atkvæða Toronto, 18. febrúar. AP. FRJÁLSLYNDA flokknum undir stjórn Pierre Eliiott Trudeaus var spáð sigri í kanadísku kosningum, sem fram fóru í dag. Kjörsókn var liðlega 70%, en alls er talið að liðlega 10 milljónir manna hafi neytt atkvæðisréttar síns. Frjáls- lynda flokknum var spáð 48% atkvæða, íhaldsflokknum undir stjórn Joe Clark var spáð 28% og sósíaldemókrötum 23% atkvæða. Kjörsókn var góð í austurhluta landsins. Þar var veður ágætt. Hins vegar var kjörsókn minni í vestur- hluta landsins. Þar var ýmist snjó- koma eða slydduél. Kjörsókn var venju fremur meiri í Quebec og er það talið geta ráðið miklu. Frjáls- lyndir hafa löngum haft sterk ítök þar. fleiri opinberum byggingum, þar á meðal háskólanum í borginni. Hvað eftir annað hefur komiö til mótmæla gegn Sovétmönnum í borginni. I morgun lenti a-þýzk flugvél frá Afganistan í Berlín með 10 helsærða afganska stjórnarhermenn. Þeim var flogið frá Kabúl eftir bardaga við uppreisnarmenn. spáð Paputin skaut sig Lundúnum. 18. fohrúar. AP. BREZKA blaðið The Observer skýrði frá því í gær, að sovéski hershöfðinginn Viktor Paput- in hefði framið sjálfsmorð á Sheremyetevoflugvellinum í Moskvu skömmu eftir innrás Sovétmanna í Afganistan. Fyrri fréttir hermdu að Paput- in hefði fallið í Afganistan. The Observer sagði að Paputin hefði verið persónulega ábyrg- ur fyrir öryggi Hafizullah Amins, forseta Afganistan. Þegar Sovétmenn réðust inn í landið hefði Amin verið flutt- ur til hallar í úthverfi Kabúl, svo að auðveldara yrði að gæta öryggis hans. Afganskir hermenn gættu hallarinnar. Sovéskir hermenn komu síðan til hallarinnar og bardagar brutust út af ókunn- um ástæðum. Amin lét lífið en ekki fyrir vopnum sovéskra hermanna. „Amin var tekinn af lífi vegna mistaka samkvæmt nýjum upplýsingum frá Moskvu," skrifaði The Observ- er. Blaðið skýrði frá því, að bæði Amin og Taraki hefðu beðið um sovéska íhlutun. Pap- utin var gerður ábyrgur fyrir dauða Amins og því kallaður heim. Hann var aðstoðarinn- anríkisráðherra. Mexíkó: Sendiráð Dana og Belga tekin Mexikúborg. 18. lebrúar. AP. VINSTRISINNAR tóku í kvöld sendiráð Danmerkur og Belgíu í Mexíkó. Takan fór friðsamlega fram og krefjast vinstrisinnarnir að öllum pólitiskum föngum í Mexíkó-verði sleppt úr haldi og betri kjara til handa fátæku fólki í landinu. Vinstrisinnarnir segjast hafa danska sendiherrann, sex danska sendiráðsmenn og þrjá mexíkanska starfsmenn sendiráðs- ins í haldi. Embættismaður. sem fór inn í bygginguna sagði að nær sanni væri að tala um setu vinstri- sinna í sendiráðinu. Talsmaður belgíska utanríkis- ráðuneytisins staðfesti í kvöld að belgíska sendiráðið hefði verið tekið. Hins vegar hafði ekkert frést frá danska utanrikisráðuneytinu en að sögn var danski sendiherrann í Sakharov misþyrmt hrottalega af KGB Moskvu. 18. íebrúar. AP. ANDÓFSMAÐURINN og Nóbels- verðlaunahafinn Andrei Sakh- arov sagði í dag í yfirlýsingu, að hann og kona sín. Yelena Bonner, hefðu verið „hrottalega barin af lögreglumönnum KGB“. Yfirlýs- ingin var lesin fyrir vestrænum fréttamönnum í Moskvu í dag en ættingjar komu bréfinu til Moskvu. Sakharov sagðist hafa sent yfirmanni KGB, Yuri Andro- pov bréf, þar sem hann lýsti atvikum og mótmælti aðförum lögreglumanna KGB harðlega. Atvikið átti sér stað á föstudag. í'bréfi sínu til Andropov skrifaði Sakharov: „Vinur minn, Shikhano- vich, sem var að koma í heimsókn, var stöðvaður án nokkurrar ástæðu við inngang íbúðarhúss okkar og fluttur burt. Lögreglu- menn neituðu að segja mér hvers vegna Shikhanovich hefði verið handtekinn og hvert hann hefði verið fluttur." í yfirlýsingu sinni sagði Sakharov að þau hjónin hefðu síðan farið til lögreglustöðv- ar til að spyrja hverju handtaka Shikanovich sætti. „Þeir köstuðu okkur í gólfið og börðu okkur. Slógu konu mína í augun en hún á við augnsjúkdóm að stríða. Síðan köstuðu þeir okkur út,“ skrifaði Sakharov til Andropovs. í yfirlýsingu 4. febrúar skýrði Sakharov frá því, að lífi hans hefði verið ógnað af tveimur vopnuðum mönnum. Þá sagðist hann enn- fremur hafa fengið hótunarbréf. í yfirlýsingu 12. febrúar skýrði hann frá því, að daglega fengi hann milli 20 og 25 bréf. Um helmingur þeirra kæmi erlendis frá, en þau bréf sem kæmu innanlands frá lýstu ýmist stuðn- ingi við hann eða andúð. stöðugu sambandi við stjórnvöld í Kaupmannahöfn. Haft var eftir diplómat. að Watteeuw, sendiherra Belga, væri í haldi í sendiráðinu en aðrir starfsmenn komist undan þeg- ar ráðist var til atlögu. Fréttir stönguðust á um atburði og sam- kvæmt öðrum fréttum þá átti Watt- eeuw að hafa komist undan. Samkvæmt fréttum frá Mexíkó voru það 20 manns, sem tóku danska sendiráðið og um 12 manns sem tóku það belgíska. Bæði sendiráðin hafa aðsetur sín í háhýsum. Talsmaður Mexíkóstjórnar hélt því fram að engir pólitískir fangar væru í land- inu en vinstrisinnar segja þá rétt um 100. Samkvæmt fréttum frá Mexíkó í kvöld, eru starfsmenn sendiráðanna ekki í bráðri hættu. Lögregla um- kringdi byggingar sendiráðanna. Fréttir hermdu að vinstrisinnarnir væru ekki vopnaðir. Tító í nýrnavél? BclKrad. 18. fcbrúar. AP. LÆKNAR Titos Júgóslavíuforseta sögðu í dag. að líðan hans væri enn óbreytt. Um helgina var starfsemi nýrnanna veikari. í tilkynningu lækna sagði, að meðferð hins aldur- hnigna forseta miðaðist nú einkum að starfsemi nýrna. Það þykir renna stoðum undir þá kenningu, að nýrna- vél hafi verið sett í samband til að hreinsa blóð hans. Heimildir sögðu að slík meðferð hefði í för með sér aukið álag á hjarta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.