Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 7 HreinsaniiMAlþÍftubandalaginu: Undiraldan í Alþýðu- bandalaginu Á síöustu árum hefur undiralda vaxið í Alþýöu- bandalaginu. — Kreddu- tólk, sem sogið hefur sig fast í „kenninguna", er aö baki býr kommúnisman- um, hefur sölsaö undir sig hvern þumlunginn eftir annan í flokksappa- ratinu. Þessir bókstafs- menn einstefnunnar eru flestir úr röðum hins svokallaða „mennta- mannaarms" flokksins, sófasósíalistar og hvít- flibbakommar, sem telja sig hafna yfir erfið- ismanninn, þekkingar- lega séð, auk þess sem kjaralegir hagsmunir þessara hópa stangast á í grundvallaratriðum. Verkalýðsleiðtogarmr felldir úr flokksráði Kjarajöfnun um verð- bætur á laun hefur til að mynda verið ein af á- bendingum erfiðisfólks- ins. Hálaunafólkið hefur snúizt öndvert, innan „flokksins", gegn þessu sjónarmiði, enda hefur margfeldi prósentunnar sífellt breikkað launabilið — því í hag. Um þennan og annan hliðstæðan á- greining eru mýmörg dæmi, bæöi innan ASÍ og enn frekar í Alþýðubandalagínu, hvar gömlum verkalýðssjón- armiðum hefur veriö sóp- aö undir teppið hin síðari misserin. Útkastarar einstefnunnar Flokksráð Alþýðu- bandalagsins er ein valdamesta stofnun flokksins. Alþýðubanda- lagsfélagið í Reykjavík kaus nýverið til þess ráðs. í þessum kosning- um voru nokkrir helztu forystumenn úr laun- þegahreyfingu, sem starfað hafa innan Al- þýðubandalagsins, felldir úr flokksráðinu. Þeir oddvitar úr verkalýös- hreyfingu, sem ein- stefnumenn köstuðu út á klakann, eru: • Snorri Jónsson, forseti ASÍ. • Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður VMSÍ. • Ingólfur Ingólfsson, fv. form. FFSÍ, form. Vél- stjórafél. íslands. • Einar Ögmundsson, form. Landssambands vörubílstjóra. Þeir, sem stóðu fyrir þessum hreinsunum, munu hafa verið hinir nýju valdhafar flokksins: Svavar Gestsson, Hjör- leifur Guttormsson (SÍA- liðið), og Ólafur Ragnar Grímsson. Þessir munu hinir pólitísku útkastarar Alþýðubandalagsins í dag. Hvern veg eftir? fyigt Guðmundur J. Guð- mundsson sagði í viðtali við Mbl. að sér dytti hetzt í hug, „að meðal flokks- forystunnar væri litið á þessa fjóra forystumenn verkalýðshreyfingarinnar sem eins konar „fjór- menníngaklíku" (og vitn- ar þar til atburða úr sögu kínverskra kommúnista). „Spurningin er aðeins,“ sagði Guðmundur J. „hvernig aðgerðum gegn „fjórmenningaklíkunni“ verður nú fylgt eftir.“ í þessum orðum felst, að hann telji eftirleik á döf- inni. Snorri Jónsson sagöi sig úr uppstillingarnefnd Alþýðubandalagsins 1978, vegna ágreinings um framboð, sem frægt var á sinni tíð. Nú upp- sker hann sem til var sáö. Ingólfur Ingólfsson stóð meö sambandi sínu, FFSÍ, í vinnudeilu, sem vinstri stjórnin sáluga setti lögbann á, sællar minningar. Slíkur á ekki heima í flokksráði. Og Guðmundur J. mun hafa verið lítt hrifinn af núver- andi stjórnarmynstri. Einnig hann fær sína viö- vörun. Og síðan er spurt um eftirleikinn. Verkalýðsfulltrúar þeir, sem nú standa utan dyra flokksráðsins, mega þó þakka sínum sæla fyrir það, að bókstafsþrælar marxismans hafa ekki gert sér hér þá vistar- staði fyrir vanþakkláta, sem eru vörumerki á þjóöskipulagi róttækl- inga eftir 60 ára þróun sósíalismans í Sovétríkj- unum. Pú færð gjafavörubækling ókeypis T .eisuye Avts Eldfast sett 14 hlutir á kr. 26.900.- í bæklingnum er mikiö um búsáhöld og kvenfatnaö til dæmis Ath Aöeins afklipping- urínn gildir pöntun á bækllngnum. Sendu afklippinginn, og viö sendum bæklinginn strax, þér aö kostnaöarlausu og án skuldbindinga. Síöur kjóll á 16.900.- Sendið mér „Leisure Arts" bæklinginn 1 Nafn ........ I | Heimilisfang Póstversl. Heimaval Pósthólf 39, 202 Kópavogi. og viö pöntum fyrir þig þegar þú hefur gert upp hug þinn. Ofnþurrkað Teak og Oregonfura. Mjög hagstætt verö. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1. SÍMI 18430 Megrunar- og afslöppunarnudd Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrn- um. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseöill Nudd- og snyrtistofa « ... ..."Si. .... Áetu Baldvinsdóttur, bLi»íí. Sími 40609. Hrauntungu 85. Kópavogi. Bakkfirðingar Bakkfiröingamótiö veröur haldiö aö Brautarholti 6, laugardaginn 23. febrúar. Skemmtiatriöi. Húsiö opnað kl. 9. Skemmtinefndin. Rýmingarsala vegna eigendaskipta Flosbotnar og garn á góöu veröi. Mikiö af garni í smyrna, rýa og demantssaum, selt með miklum afslætti. Einnig niöurklippt púöaborö fyrir smyrna og rýa. Pakkningar á hagkvæmu verði. Seljum mikiö af gömlum módelum. Hannyröaverzlunin Laugavegi 63. í VAMPYR 4004 ryksugunni sameinast allir þeir kostir sem góð ryksuga þart að vera gædd, og meira til. Þessi nýja gerð er hljóðlátari, auk þess sem sogkraftur hefur verið stóraukinn. BRÆÐURNiR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.