Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Víkingarnir fá uppreisn æru Saga þeirra rakin og skýrð á merkri sýningu í British Museum í námsbókum kennir margra undarlegra grasa og þar á meðal er sögnin um víkingana einna ævin- týralegust. Auðvitað vita allir hverjir vikingarnir voru. Þeir klæddust bjarndýrafeldum, báru hyrnda hjálma á höfði og höfðu með sér bitvopn hvert sem þcir fóru. Dagiegt líf víkinganna var í nokk- uð föstum skorðum. Þeir byrjuðu daginn snemma með því að fara ránshendi um héruð. Eftir hádegi svívirtu þeir konur. og um kaffi- leytið skáru þeir menn á háls. Til þess að fullkomna dagsverkið létu þeir greipar sópa um klaustur og kirkjur áður en þeir tóku á sig náðir. Samkvæmt þjóðsögunni unnu víkingar aldrei ærlegt handtak, og svo er að sjá, að þeir hafi hvergi átt sér fasta bólfestu, því að langskipin þeirra voru sífellt á sveimi úti við sjóndeildarhring, þegar þeir voru ekki á slóðum saklausra manna, grenjandi af vigamóði. Þegar þessir hjálmprúðu síbrotamenn létu svo lítið að gera skammvinnt hlé á sinni óþokkaiðju, stýrðu þeir skipum sínum norður á bóginn til torsóttra og jökulkaldra landa. Þar sat kon- ungur þeirra niður á sjávarkambi og fylgdist með eftirtekjunni. Það er því engin furða þótt skólabörn botni hvorki upp né niður í víkingunum og flokki þá með ýmsum óskiljanlegum fyrirbærum í henni veröld. En nú eru horfur á því að eitthvað fari að rofa til í þessum skringilega hugmyndaheimi, því að komið hafa fram á sjónarsviðið ýmsir málsvarar víkinga, og munu þeir ætla að nota árið 1980 til þess að rétta hlut þeirra verulega. Það hefur komið á daginn, að víkingarnir hafa verið hrapallega misskildir öldum saman. I vikunni sem leið var opnuð í British Museum í London stórfeng- leg sýning, sem ber nafnið Víkingarnir. Þar eru til sýnis rúm- lega 500 munir, sem fundizt hafa á fornum slóðum víkinganna í Norður- álfu. Þar á meðal eru munir og minjar, sem fundist hafa við upp- gröft í hinu forna konungdæmi víkinganna á Englandi — Jórvík. Sýningin mun standa í 5 mánuði og á þeim tíma mun BBC sýna 10 sjónvarpsþætti um víkingana. Kynn- ir þessara þátta er hinn kunni sérfræðingur á sviði íslenzkra fræða, Magnús Magnússon, en hann hefur verið mikill víkingur til starfa á þeim vettvangi. Þetta þrennt, sýn- ingin, uppgröfturinn og sjónvarps- þættirnir hafa í öllum meginatriðum sama tilgangi að þjóna, þ.e. að sýna hvílík fjarstæða það er, að víkingarnir hafi einungis verið þeir blóðþyrstu brjálæðingar, sem sagan greinir frá. Komið hefur í ljós að menning þeirra var fjölbreytt og þróuð. Þeir voru ekki einvörðungu verkfræðingar, landkönnuðir og skartgripasmiðir, heldur sýndu þeir einnig undravert framtak á sviði Eftir Ian Cotton verzlunar og viðskipta. Dr. James Graham-Campell við University College í London segir: — Það versta við víkingana var það, hversu hörmulega útreið þeir fengu í fjöl- miðlum. Sannleikurinn er sá að þeir voru ekki einungis afreksmenn á sviði vopnaviðskipta heldur ekki síður á sviði almennra viðskipta. Minjagripir Þó að víkingarnir séu löngu liðnir, eru enn gerð strandhögg til að ná í skjótfenginn gróða og slík dæmi hafa m.a. komið fram í tengslum við „víkingaárið". Þar ætla hugmynda- ríkir uppfinninga- og kaupsýslu- menn að mata krókinn og hafa sett á markað ýmsan varning til þess að freista kaupenda í tilefni ársins. Eru þar m.a. pappalíkön af víkingaskip- um, sem fólk getur sett saman samkvæmt leiðarvísi og einnig út- saumsteppi með víkingamyndum. Framleidd hafa verið víkingaarm- bönd, nælur og sylgjur, og jafnvel ýmislegt, sem harla langsótt er að tengja við víkinga, svo sem silkiklút- ar og bindi úr gerviefnum, en hvort tveggja er kallað víkingavarningur. Þá hefur verið framleitt Hnefatafl eins og það sem víkingarnir styttu sér stundir við á löngum skammdeg- iskvöldum, áður en þeir fengu sjón- varp, og ekki má gleyma áletruðum bolum, sem á stendur: — Hér ríkir Eiríkur blóðöx, OK. Ætla má, að víkingar myndu hvessa brýnnar og breyta hornum sínum, ef þeir ættu þess kost að kíkja inn í víkingaárið. En nú hefur bara komið í ljós, að víkingar báru alls ekki hyrnda hjálma, eins og talið hefur verið. Og sýningin, sem dr. Graham-Campell hefur átt sinn þátt í að undirbúa, mun afsanna margar aðrar furðu- kenningar um þetta víðreista illþýði. Allir sýningargripir eru frá víkinga- öld fyrir utan líkan af víkingabæ, sem gert hefur verið eftir rústum frá Heiðarbæ, hinni miklu verzlunar- miðstöð í Norður-Þýzkalandi. Þar verða ýmsir sérstæðir munir, sem fundizt hafa t.d. gullhálsfesti frá Tisso í Danmörku og 40 kg. af silfri frá Cuerdale í Lancashire. Sérstök áherzla verður lögð á að sýna hagnýta verkmenntun víkinganna t.d. verkfæri frá Mestermýri í Svíþjóð og skreyttan veðurvita úr bronzi frá Heggen í Noregi. Dr. Graham-Campell segir: — Ástæðan fyrir því, að við höfum fengið svo ranga mynd af víkingun- um, sem raun ber vitni er sú, að við sjáum þá umfram allt með augum óvina þeirra. Fram á 12. öld og þar til íslendingasögurnar voru skrifað- ar, voru einu rituðu heimildirnar um víkinga annálar Engilsaxa og annað slíkt. Þeir sem þá rituðu voru að sjálfsögðu fulltrúar óvinaþjóða, og einnig voru þeir kirkjunnar menn, en það var einmitt um kirkjur og klaustur, sem víkingarnir létu greip- ar sópa einfaldlega vegna þess að þar var yfirleitt margt fémætt að finna. — En á síðustu tveimur áratugum hefur verið grafið upp í Heiðarbæ, Jórvík og Dyflinni, en grundvöllun að síðasttöldu borginni lögðu víkingarnir sjálfir. Hefur þar ýmis- legt nýtt verið dregið fram í dags- ljósið og nú hefur okkur veitzt víðari yfirsýn yfir lif og störf víkinganna en getur að líta í samtímaheimild- um, sem ritaðar voru af óvinum þeirra. Sæfarendur Og hvernig voru víkingarnir þá? í fyrsta lagi voru þeir frábærir sæfar- endur, sennilega þeir mestu sem sögur fara af miðað við tima þeirra og tækni. Það tímabil, sem almennt er kallað víkingaöld nær nokkurn veginn yfir þrjár aldir, þ.e. frá áttundu til elleftu aldar. Á þessum tíma fóru hinir miklu ferðagarpar um gervalla byggð kristinna manna, tóku sér bólfestu á íslandi og síðan á Grænlandi. Þeir áttu viðskipti við araba í Mið-Austurlöndum. Þeir 82455 Krummahólar 2ja herb. Einstaklega falleg íbúö, bílskýli. Verð aöeins 20 millj. íbúöin er laus í júní. Mosfellssveit Höfum til sölu fokheld raöhús og einbýlishús í Mosfellssveit. Flúðasel, raðhús Selst rúmlega tilb. undir tré- verk. Skipti æskiieg á minni eign. 2ja—4ra herb. íbúðir Höfum á söluskrá okkar all gott úrval af 2ja—4ra herb. íbúöum í Breiöholtshverfum. Öldugata einstaklingsíbúð Höfum til sölu einstaklingsíbúö á 2. hæö í steinhúsi viö Öldu- götu. Verö aöeins 13—14 millj., útb. 9—10 millj. sem má skipt- ast verulega. íbúðin er laus nú þegar. Vestmannaeyjar, 3ja herb. íbúö í húsi viö Hásteinsveg. Herb. í risi fylgir. íbúöin er laus. Hagstæö kjör og útb. • 3ja—5 herb. íbúðir óskast. Höfum kaupendur • 2ja herb. fbúöir óskast. • 3ja—5 herb. íbuöir óskast. • Sérhæöir og raöhús óskast. Makaskipti Hjá okkur eru margvíslegir möguleikar á makaskiptum. Skoöum og metum samdæg- urs. EIGNAVCR Suðurlandsbraut 20, simar 82455 - 82320 Ámt ElnarMon Iðgfraölngur ÖMur ThoroddMn Iðgfraeingur. Austurrískt-íslenskt félag endurreist í Vínarborg AUSTURRÍSKT-ÍSLENSKT fé- lag í Vínarborg hefur verið end- urreist. Hér á árum áður var slíkt félag starfandi en starfsemi þess lagð- ist niður um 1967. Á seinni árum hefur svo komið fram mikill áhugi meðal Austurríkismanna á því að endurreisa slíkt félag. Þann 1. febrúar 8.1. var haldinn fundur i Palais Plaffy þar sem þetta félag var endurreist í sam- ráði við sendiráð íslands i Bonn og ræðismenn íslands i Austur- riki. I félagslögum er m.a. kveðið á um tilgang félagsins. Félagið, sem ekki er stofnað með gróðahyggju fyrir augum, skal beita sér fyrir auknum samskiptum Austurríkis- Mosfellssveit Einbýlishús viö Dalatanga. 213 fm á einni hæö. Rúmlega tilb. undir tréverk. Teikningar og myndir fyrirliggjandi. Uppl. á skrifstofunni. Hlíðarnar 4—5 herb. íbúö á 2. hæö í Hlíðunum. Rúmgott herbergi í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Bílskúrsréttur. Útborgun 28,5 millj. Bein sala. Asparfell 4—5 herb. endaíbúö á 2. hæö 123 fm. Geymsla í íbúðinni. Gestaklósett. Þvottahús á hæðinni. Barnaheimili starfrækt af íbúum viö Asparfell.Útborgun 26 millj. Bein sala. Hraunbær 4—5 herb endaíbúð á 3. hæö 106 fm. Herb. í kjallara. Æskilegt væri aö taka 2. herb. íbúö í Breiðholti uppí kaupin. Hentugt til að stækka viö sig. Hagamelur 2. herb. íbúö. Lítið niðurgrafin. íbúðin er nýstandsett og lítur mjög vel út. Útborgun ca. 20 millj. Hverfisgata 3 herb. 70 fm íbúö í timburhúsi (bakhús). íbúðin er í ágætu ásigkomulagi. Verö 18 millj. Bein sala. Hafnir á Reykjanesi 4—5 ára gamalt einbýlishús í Höfnum á Reykjanesi 120 fm. Verö 18 millj. Óskast Góð 4. herb. íbúö í eldri austurborginni óskast. Til greina kæmu skipti á 6. herb. sérhæö viö Safamýri. Höfum kaupendur aö öllum stæröum íbúöa. Verömetum sam- dægurs. ÍBÚÐA' SALAN Gegnt Gamlabíó aími 12180. Heimaaími 19284. Söluatjóri: Þórður Ingimaraaon. Lögmenn: Agnar Biering, Hermann Helgaaon. manna og íslendinga og rækta menningartengsl milli þessara þjóða. Þetta skal gert með fyrirlestr- um, tónleikum, sýningum og kynnisferðum eftir því sem við verður komið. Einnig hyggst fé- lagið gangast fyrir útgáfu upplýs- ingablaðs. Félagið hyggst enn- fremur reyna að safna íslenskum munum og bókum um ísland svo og íslenskum bókmenntum á þýskri tungu. í ráði er að gera skrá yfir rit varðandi ísland og íslenska menningu sem eru að finna á bókasöfnum í Austurríki. I stjórn félagsins voru kjörnir Helmut Naumann, formaður, dr. Werner Schulze, varaformaður, Irmgard Hanreich, ritari, Magda List, vararitari, próf. mag. Inge- borg Holler, gjaldkeri, mag. Gertrude Zeilinger, varagjaldkeri, og Kjartan Óskarsson, meðstjórn- andi. Endurskoðendur eru dr. Martha Sammer og Christopher Mondel. Samkvæmt lögum félagsins skal útnefna sérstakt heiðursráð og var formaður þess tilnefndur dr. Norbert Otta en einnig eiga sæti í ráðinu Alfred Schubrig, aðalræð- ismaður, Erich Eibl, ræðismaður í Salzburg, dr. Erwin J. Gasser, vararæðismaður, próf. Otto Gschwantler og próf. Svanhvít Egilsdóttir. Á fundinum var ennfremur ákveðið að hafa sem nánast sam- starf við ræðismenn Islands í Austurríki, Félag íslendinga í Austurríki svo og öll önnur félög og stofnanir sem hafa áhuga á að auka samskipti þessara tveggja landa og þjóða. Djúpivogur: Byggingarvinna sem á sumardegi Djúpavogi, 16. febrúar. TÍÐARFAR hefur verið ágætt hér undanfarið og hefur varla sézt snjóföl á jörðu í allan vetur og frost hafa verið væg. í gær var verið að steypa hér grunn að nýju íbúðarhúsi. Byggingarvinna og önnur útivinna er unnin iíkt og á sumardegi væri. í nýja frystihús- inu er verið að vinna úr rúmlega 40 tonnum af fiski sem komu hér á land í gær og fyrradag af þremur bátum, sem róa með linu og net. Hér hefur oftast verið næg vinna fyrir alla og er ekki meira en svo að hafist undan þegar mest berst að. Fjórir bátar hafa verið að skreppa á rækjuveiðar öðru hvoru, en veiði hefur verið treg. Engin loðna hefur borist hingað og er það mjög bagalegt fyrir byggðarlagið þar sem flesta und- anfarna vetur hefur oft verið unnið úr um 10 þúsund tonnum af loðnu. Verksmiðjan okkar hefur verið verkefnalítil undanfarið. Þorrablót var haldið hér 26. janúar og var það hin bezta samkoma. Tóku þátt í því um 200 manns, en það háir okkur verulega að húsnæði til félagsstarfa og samkomuhalds er orðið alltof þröngt. Danskennsla stendur hér yfir á vegum Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Taka þátt í þeirri kennslu nálægt 130 manns úr Búlands- og Geithellnahreppi. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.