Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 17 Leiklistarhópurinn frá Menntaskólanum á tsafirði sem sýndi einþáttunginn „Partý" eftir Odd Björnsson. Efri röð frá vinstri: Jóhann Áki Björnsson, Guðný Hansen. Björn Garðarsson. Kristján Daviðsson, Elvar Einarsson. Valgerður Bjarnadóttir, og leikstjórinn, Aðalsteinn Eyþórsson. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg Snorradóttir, Hrafnbrynja Margeirsdóttir, Ragnhildur Þorsteinsdóttir og Lúðvig Árni Sveinsson. sýnt í mars n.k. Ber verkið nafnið „Gulldrengir" og er þýtt og stað- fært úr ensku af Birgi Svan Símonarsyni. Tónlistin við verkið er eftir Sigurð Rúnar Jónsson. Leikstjóri Inga Bjarnason. 35—40 manns taka þátt í leikritinu en aðalhlutverkin eru í höndum Gunnars Richardssonar, Lárusar Vilhjálmssonar og Jóhönnu Linn- et. Verkið segir frá dreng sem hefur lokið skyldunámi og er á leið út á vinnumarkaðinn. En það eru tvö öfl sem togast á um hann. Þeir sem leikgera þessi öfl eru mágur hans sem er í vinnu og reynir að vera menningarlega sinnaður og heiðarlegur og formaður knatt- spyrnuklúbbsins sem er á móti heiðarlegri vinnu og telur að vikan byrji á föstudögum en hápunktur hennar sé á knattspyrnuvellinum á laugardeginum. Við litum til krakkanna er þau höfðu sýnt 3 kafla úr verkinu og þau voru mjög ánægð með undir- tektir áhorfenda í Hamrahlíð- arskólanum. — Finnst ykkur nógu mikið gert til að virkja þessa hæfileika ykkar? „Nei, við fáum allt of lítinn stuðning frá yfirvöldum til þess að setja upp sýningar. Við erum eini leiklistarhópurinn í Hafnarfirði og fólk tekur okkur mjög vel þegar við sýnum og mætir vel á sýn- ingarnar," sögðu krakkarnir að lokum. Hér hefur aðeins verið drepið á einstöku efnisþætti menningar- daganna þar sem efnisskráin var mjög fjölbreytt. Auk dagskrárlið- anna voru kvikmyndasýningar báða dagana þar sem sýndar vorú myndir sem gerðar hafa verið í framhaldsskólum. Þá var einnig ljósmyndasýning og hraðskákmót þar sem a-sveit Menntaskólans við Hamrahlíð bar sigur úr býtum. Alls eru um 7000 nemendur í Landssambandi mennta- og fjöl- brautaskóíanema í 12 skólum. firði. Hljómsveitin ber nafnið Tónsmiðjan og lék verk sem er eftir hljómsveitarmeðlimi og ber einnig nafnði Tónsmiðjan. Þau sem hljómsveitina skipa eru Guð- rún Jónsdóttir og Helena Rúriks- dóttir sem leika á fiðlur, Guð- mundur Kr. Kristinsson á horn og Heiðdís Hansdóttir og Vilberg Viggósson á píanó. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Jónas Tóm- asson. Verkið Tónsmiðjan er í 5 köflum sem heita: Prófskrekkur, Munnleg eðlisfræði, Gengið heim úr prófi, Fallið og Eftirköst. í samtali við meðlimi hljómsveitar- innar kom það fram að verkið var samið um próftíma og ber þess glögg merki hvernig þeim var innanbrjósts um það leyti. Aðspurð sögðu þau að áhugi á klassískri tónlist meðal ungmenna á ísafirði væri mjög mikill. „Við erum heimsfræg á ísafirði en hvort við leggjum höfuðborgina að fótum okkar er svo annað mál,“ sögðu þau að lokum. „Reynum að gera okkar besta“ Frá ísafirði kom einnig leik- klúbbur Menntaskólans og sýndi einþáttunginn „Partý“ eftir Odd Björnsson. Leikurinn gerist á 17. hæð í stórhýsi. Ung hjón eru nýflutt í nýja íbúð og ætla að halda samkvæmi til að fagna náðum áfanga. Búið er að bjóða mörgum gestum en veíslan virðist ætla að fara á annan veg en til var ætlast. Meðlimir leiklistarklúbbsins sjá algjörlega um uppfærslu leikrits- ins sjálf, leikstýra, leika, smíða leiktjöld, og sauma búninga. „Við höfum enga peninga svo það er ekkert 'um neitt annað að ræða,“ sögðu þau í samtali við Mbl. „Við reynum að gera okkar besta og miðlum því til annarra. Þau sögðu mikinn áhuga vera á leiklist í M.I. Nú vinnur leik- klúbburinn að uppfærslu á öðrum einþáttungi og 1. desember sl. sýndu þau „space“-útfærslu á Njálu. „Við erum ekki viss um að íslenskufræðingar hafi verið ánægðir með þessa meðferð á Njálu en okkur sjálfum fannst hún takast vel.“ Eftir sýninguna á einþáttungn- um kom leikstjórinn í hópnum, Aðalsteinn Eyþórsson, fram á sviðið og söng við raust nokkrar vísur. Aðalsteinn hafði ekki verið auglýstur í efnisskrá en hljóp í skarðið á síðustu stundu þar sem gat hafði myndast í efnisskrána. Tókst Aðalsteini það vel upp að hann bókstaflega „átti salinn“ og áhorfendur ætluðu aldrei að sleppa honum. „Fáum ekki nægan stuöning yfirvalda“ Flensborgarskólinn í Hafnar- firði kynnti leikrit sem verður „Ungt fólk fær ekki næg tækifæri til að sýna hæfileika sína Tónsmiðjan á sviðinu i Menntaskólanum við Hamrahlið. Verk sitt fluttu þau við mikinn fögnuð áheyrenda. Á sýningu leiklistarklúbbs Fjölbrautarskólans í Breiöholti: Leikurum þakka dúndrandi lófata MEÐAL viðburða á menningar- dögum landssambands mennta- og Fjölbrautaskóia var söng- leikurinn „Kabarett" eftir Joe Masteroff, Fred Ebb og John Kander, sem leiklistarklúbbur Fjölbrautaskólans i Breiðholti, Aristofanes, setti á svið undir leikstjórn Sigrúnar Björnsdótt- ur. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. lögðu leið sína í sal Breið- holtsskóla þar sem önnur sýning verksins fór fram sl. föstudags- kvöld. Það ríkti eftirvænting með- al áhorfenda, sem flestir voru úr röðum skólanema. Og ekki urðu viðstaddir fyrir vonbrigðum með flutning áhugamannanna, sem lagt höfðu dag við nótt við undir búning sýningarinnar. Klappa var fyrir leikurunum margof meðan á flutningi stóð, og í lokii kvað við dúndrandi og langvar andi lófatak. I hléinu náðum við örstutti spjalli við þrjá leikaranna, þai Margréti Magnúsdóttur, sem leik ur Sally Bowles, Grétar Skúlasor., sem leikur siðameistarann, og Sölva Ólafsson, sem leikur rithöf- undinn Clifford Bradshaw. „Þetta hefur verið bæði spenn- andi og skemmtilegt," sagði Mar- grét, „verst er hvað tíminn hefur nýtzt okkur illa. Starfið hjá Aristofanesi byrjaði með nám- skeiði Sigríðar Björnsdóttur í Margrét Magnúsdóttir og Söivi ólafsson i hlutverkum Saily Brown og Cliffords Brown. Ljósm. Mbi. Emiiia. Grétar Skúlason í hlutverki siðameistarans, ásamt kabarettstúlk- unum Elísabetu Ólafsdóttur (t.v.) og Lindu Hannesdóttur. haust. Æfingar fyrir þessar sýn- ingar áttu að byrja á fullu í desember, en þá komu jólaprófin og jólamaturinn inn í dæmið, og einnig tafði það æfingar að nót- urnar komu ekki frá Kaupmanna- höfn á réttum tíma.“ „Af þessum sökum hefur allt verið keyrt á fullu síðustu þrjár vikurnar, og hefur það bitnað verulega á skólanum,” skaut Grét- ar inn. „Þetta hefur verið stanzlaus törn, þreytan og erfiðið var farið að segja til sín, en ekki þýðir að fást við það og móttökurnar hafa vegið alveg á móti því,“ sagði Sölvi. Sölvi tók að þessu sinni þátt í sinni fyrstu leiksýningu, Margrét og Grétar tóku einnig þátt í starfi Aristófanesar í fyrra. „Því er ekki að neita að kvíði hafi verið fyrir hendi, en ég kann bara ágætlega við Clifford. Þetta er alveg ný reynsla fyrir mig, og ég er ánægður með minn hlut þegar litið er til baka, þótt hlut- verkið hafi verið stórt,“ sagði Sölvi. „Ég vorkenni Sally,“ sagði Margrét, sem fórst leikurinn vel úr hendi. „Mér finnst hún vera spilit og ákaflega illa farin per- sóna. Ég vildi ekki vera í hennar sporum," sagði Margrét sem sagð- ist hafa mjög gaman af söng og leik. „Siðameistarinn er virkilega ógeðslegur náungi. Hann er ill- kvittinn og prettinn (hann þarf ekkert að leika skaut Sölvi inn). Söngurinn finnst mér erfiðastur, er ekki vanur söng. Undirbúning- urinn hefur því verið sérstaklega erfiður fyrir mig, en ég vildi ekki hafa misst af þessu,“ sagði Grétar. Og þar með kallaði leikstjórinn á sitt fólk. Hléið var senn á enda og nota þurfti síðustu mínúturnar til að snurfusa og laga smáatriði, hafa búningaskipti o.þ.h. Aristó- fanes efnir til sýninga á Kabarett í kvöld, fimmtudagskvöld og sunnudagskvöld. Sýningar verða í sal Breiðholtsskóla og hefjast kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.