Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Björn Guðmundsson varaformaður Félags íslenskra iðnrekenda: Atvinnuöryggi þúsunda starfe- manna í iðnaði er í hættu KAUPSTEFNAN íslensk föt var opnuð í gær í Kristalssal Hótels Loftleiða. Við opnunina voru viðstaddir framleiðendur, inn- kaupastjórar ok kaupmenn. Björn Guðmundsson, varafor- maður Félajís íslenskra iðnrck- enda. opnaði kaupstefnuna. Kaupstefnan íslcnsk Föt er nú haldin í 22. sinn, en kaupstefna þessi er aðeins opin fyrir kaup- menn og innkaupastjóra. Fimm- tán fataframleiðendur sýna fram- leiðslu sína á kaupstcfnunni, sem verður opin í dag og á morgun. Tískusýninjíar verða báða dag- ana. Að setningarræðu Björns Guðmundssonar lokinni fór fram tískusýninK og eru meðfylKjandi myndir frá henni. Björn sagði í ræðu sinni: „Samkeppnisiðnaður hefur breyst gífurlega síðasta áratug- inn. íslenskir fataframleiðendur eru reiðubúnir til þess að taka þátt í samkeppni við innfluttan fatnað, en til þess að standast þá samkeppni þurfa þeir að búa við sömu starfsskilyrði og keppinaut- arnir, en á það vantar mikið. Rangur grundvöllur gengisskrán- ingarinnar hefur viðgengist um langa hríð hérlendis og hefur það bitnað illa á iðnaðinum". Björn sagði að ríkisstjórnir margra landa í markaðsbandalög- unum hafi farið í kringum þær leikreglur sem giida hafi átt í viðskiptum þjóða, með marghátt- uðum verndaraðgerðum við ein- stakar iðngreinar. Björn sagði það nauðsynlegt að innlendur iðnaður nyti verndar gegn innflutningi á óraunhæfu verði. Síðan sagði Björn: „Nauðsynlegt er að gripið sé þegar til nokkurra slíkra að- gerða og þeim beitt, þar til gengi íslensku krónunnar verður skráð rétt og erlendir keppinautar virði gerða samninga undanbragða- laust". Síðan gerði Björn grein fyrir þvi á hvaða hátt koma mætti þessum málum í viðunandi horf. Hann nefndi í því sambandi jöfnunar- tolla, undirboðstolla og kvótakerfi. Þá ræddi hann nokkuð um fram- leiðni og sagði að framleiðnistig íslensks iðnaðar væri mun lægra en í samkeppnislöndunum. „A meðan framleiðni á Islandi er minni en í samkeppnislöndunum er lítil von til þess að íslenskur iðnvarningur geti keppt við ótoll- aðar erlendar iðnaðarvörur, jafn- vel þó hann byggi við eðlilega gengisskráningu," sagðí Björn. „Hærri framleiðni erlendra fyrir- tækja gerir þeim kleift að selja vörur á lægra verði en íslenskir framleiðendur geta með þeirri framleiðni sem nú er. Það er því ljóst að atvinnuöryggi þúsunda starfsmanna íslensks iðnaðar er í hættu ef ekki reynist unnt að auka framleiðnina og ná framleiðslu- kostnaði niður,“ sagði Björn Guð- mundsson. Björn Guðmundsson. Þorvaldur Þorsteinsson Menntaskólanum Akureyri: Það er sitt hvað að eiga rétt og geta notað hann Hér á landi stunda mörg þúsund ungmenni framhaldsnám sjálfum sér til gagns og þjóðarheildinni. Enginn getur lokað augunum fyrir því, að í þeirri keðju, sem íslenskt athafnalíf myndar, eru svokallað- ir menntamenn ómissandi hlekk- ur. Þessi menntamannasægur er vissulega drjúgur hluti lítillar þjóðar. Til dæmis eru í Lands- sambandi mennta- og fjölbrauta- skóla hátt í 6000 nemendur á framhaldsskólastigi, og taka sam- tökin þó ekki til nema hluta þeirra menntastofnana, sem kallast framhaldsskólar. Það er hollt að hafa í huga, hve framhaldsskóla- nemendur eru raunverulega marg- ir, þegar mikilvæg mál, eins og hagsmuni þeirra, ber á góma. Þá er um að ræða hagsmuni þúsunda ungmenna, sem væntanlega erfa hinar fjölmörgu stofnanir þjóðfé- lagsins, sem nú þekkjast, og bæta síðar öðrum við. En hverjir eiga þess kost að komast í þennan stóra hóp? Hafa allir, sem hug hafa á framhalds- skóianámi og gæddir eru nægi- legum námshæfileikum, tækifæri til að stunda slíkt nám? Er jafnrétti til framhaldsnáms hér á landi? Mörgum hættir óneitanlega til að svara síðari spurningunum tveim játandi. Lagalega getur hver sá, sem uppfyllir ákveðin skilyrði (oftast tilskildar lág- markseinkunnir), sest í þann framhaldsskóla, sem hann kýs. En það er sitt hvað að eiga rétt og geta notað hann. Það er ekki nóg að mega setjast í Menntaskólann á Akureyri. Menn verða líka að geta það. Svo að ég haldi mig við M. A., þá er ekkert tiltökumál fyrir Akureyring, sem uppfyllir lágmarkskröfur, að setjast í skól- ann. En um aðkomunemanda gegnir allt öðru máli. Hann þarf til þess verulegt fé, og það er ekki alltaf fyrir hendi. Lítum nánar á. Aðkomunemandi í framhalds- skóla þarf rétt eins og heimamað- urinn fæði og húsnæði. Hann þarf því oftast að taka á leigu húsnæði og kaupa sér dýrt fæði. Ég tel, að í vetur kosti þetta aðkomunemanda nokkuð á aðra milljón króna (1250—1400 þús. kr.). Ég held raunar, að það sé mjög varlega áætlað. En spyrja má: Hafa allir þeir, sem þurfa að stunda fram- haldsnám að heiman, efni á því? Raunar er vitað, að oftast kemur þetta að meira eða minna leyti niður á foreldrum, svo að réttara SAMBAND ungra sjálfstæð- ismanna hefur boðað til sam- handsráðsfundar laugardaginn 23. febrúar næstkomandi. Fund- urinn verður haldinn i Félags- heimili sjálfstæðismanna i Kópa- vogi, að Hamraborg 1. Á fundin- um munu nefndir SUS gera grein ' fyrir störfum sínum, auk þess sem rætt verður um hina marg- væri að spyrja: Hafa allir foreldr- ar fjárhagslegt bolmagn til að kosta barn sitt eða börn til framhaldsnáms fjarri heimilum sínum? Því má óhikað svara neitandi. En fyrst svo er, hlýtur þá ekki ríkið að stuðla að jafnrétti með því að styrkja dreifbýlisnem- endur fjárhagslega? Það er freist- andi að líta eilítið á, hvernig ríki hefur komið til móts við þá nemendur sem búa við óhagstæð skilyrði. Margt mætti sjálfsagt tína til, en ég ætla aðeins að minnast á einn þátt, þ.e. þá einstöku vilvild ríkisins að láta nemendur sjálfa greiða allan launakostnað í mötu- neytum framhaldsskólanna. Fólki virðist því miður hætta til að gera lítið úr þessu atriði, þegar rætt er um kostnað vegna náms fjarri heimili nemandans. En þegar litið er á þá staðreynd, að launakostn- aður er hátt í helming þeirrar vislegu þætti félagsstarfsins. Á fundinum gerir Sigurður Haf- siein framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins grein fyrir starf- semi flokksins, Geir Hallgrímsson ávarpar fundinn, Jón Magnússon og Birgir ísl. Gunnarsson munu ræða um Sjálfstæðisflokkinn og stöðu og hlutverk ungs fólks innan hans. Þá verða almennar umræð- upphæðar, sem nemendur greiða fyrir fæðu sína í mötuneytum, er dæmið síður en svo hagstætt. Ef litið er til mötuneytis M.A., er áætlað, að launakostnaður sé ríflega 200.000 krónur á hvern gest. Það er upphæð, sem nemend- ur eða foreldrar þeirra munar um. Þetta er útgjaldaliður í rekstri framhaldsskólanna, sem ríkið leiðir hjá sér og lætur dreifbýlis- nemendur um að borga. En á meðan þeir þurfa að greiða fæði sitt fullu verði, eta hundruð ríkis- starfsmanna í ríkismötuneytum svo ríflega niðurgreiddan mat, að þeirra framlag nægir vart fyrir hráefni, hvað þá meira. Ég geri mér grein fyrir því, að ríkissjóður er ekki ótæmandi, en það stingur óneitanlega í stúf, að ríkið hafi efni á niðurgreiðslum á fæði starfsmanna á fullum laun- um, en leiði hjá sér fæðiskostnað framhaldsskólanemenda í hörðu námi. Hafa ríkisstarfsmenn meiri ur um flokksstarfið og störf félaga ungra sjálfstæðismanna. Stjórn S.U.S. ákvað á fundi sínum í janúar að taka upp þá nýbreytni í stað formannafunda sem haldnir hafa verið einu sinni á ári að gangast fyrir fundum sem við nefnum Sambandsráðsfundi. Ætlunin er að halda slíka fundi þörf fyrir niðurgreiðslu á mat sínum en nemandi, sem stundar framhaldsnám fjarri heimili sínu? Eða eiga þeir, sem búa ekki í næsta nágrenni við framhalds- skóla, að láta ógert að hugsa um framhaldsnám? Mig langar að spyrja fleiri spurninga. Er eitthvert réttlæti í því, að þeir nemendur, sem búa fjarri þeim framhaldsskóla, sem þá langar að sækja. séu bundnir í báða skó og geti sig hvergi hrært sökum óviðráðanlegs námskostn- aðar? Á að stuðla að því, að einungis þeir, sem eiga heima í nágrenni við framhaldsskólana, geti með góðu móti stundað fram- haldsnám? Er ekki verð að bægja fólki í dreifbýli frá framhalds- námi? Eru t.d. Akureyringar bet- ur fallnir til framhaldsnáms en Húsvíkingar? Er ekki tómt mál að tala um jafnrétti til framhalds- náms? Það tel ég. Á meðan fólki í dreifbýli er gert mun erfiðara fyrir að stunda framhaldsnám en fólki í þéttbýli, er ekki hægt að tala um jafnrétti. En þessu ætti smám saman að breyta. Ef ríkið sæi sóma sinn í því að greiða launakostnað í mötuneyt- um framhaldsskólanna, væri stig- ið skref í átt til • leiðréttingar. Þannig sýndi ríkisvaldið merki um vilja, sem hingað til hefur skort, viljann til þess að allir geti notið jafnréttis til náms. Þorvaldur Þorsteinsson M. A. tvisvar á ári, þegar S.U.S. þing er ekki, en einu sinni þau ár, sem S.U.S. þing er haldið. Rétt til fundarsetu eiga S.U.S. stjórnarmenn, 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi S.U.S. og 2 frá kjördæmasamtökum, ungir flokksráðsmenn, sérstakir trúnað- armenn S.U.S. stjórnar, eða alls rúmlega 100 manns. SUS boðar til sambandsráðsfundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.