Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Stefnan í öryggis- málum er óbreytt Fyrir kosningarnar lýsti Olafur Jóhannesson því yfir, þegar hann kynnti stefnu Framsóknarflokksins, að hann sæi ekki neinar forsendur fyrir því, að hætt yrði varnarsamstarfinu við Bandaríkin á því kjörtímabili, sem nú er nýhafið. Óvenjulegt var að heyra svo afdráttarlausa yfirlýsingu frá oddvita Framsóknarflokksins um örygg- ismál íslands og hefur hún áreiðanlega orðið til þess að laða fylgi að flokknum. Mönnum hefur löngum staðið ógn af hentistefnu framsóknar í varnarmálum og því miður er sá ótti ekki ástæðulaus, þótt Ólafur Jóhannesson hafi tekið af skarið fyrir kosningar að þessu sinni. Nú er Ólafur Jóhannesson öllum á óvart orðinn utanríkisráðherra í nýrri vinstri stjórn. Augljóst er af yfirlýsingum hans eftir að hann er orðinn æðsti maður utanríkismála, að hann ætlar í engu að hvika frá því sem hann boðaði fyrir kosningar um varnir landsins. Á fundi Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, sem haldinn var sl. laugardag, tók Ólafur Jóhannesson af öll tvímæli um það, að á meðan hann væri utanríkisráðherra yrði utanríkisstefnan óbreytt. Og hann sagði, að fylgt yrði óbreyttri stefnu gagnvart Atlants- hafsbandalaginu og varðandi öryggismál íslands að öðru leyti. Mörgum hefur verið nokkur uggur í brjósti eftir að sáttmáli hinnar nýju stjórnar var birtur vegna þess að þar er í fyrsta sinn síðan 1949 ekki minnst á þátttöku Islands í Átlantshafsbandalaginu eða varnir landsins að öðru leyti. í ræðu sinni gat Ólafur Jóhannesson þess sérstaklega, að hann hefði ekki komið nálægt samningu utanríkismálakafla stjórnarsáttmálans og hann hefði alls ekki að geyma tæmandi lýsingu á utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þótt ekki væri minnst á Atlantshafs- bandalagið mætti ekki túlka það á þann veg, að minni áhersla yrði lögð á aðild íslands að því en til dæmis Sameinuðu þjóðunum. í ræðu sinni nefndi utanríkisráðherra nokkur fleiri dæmi því til sönnunar, að hann hefði ekki verið hafður með í ráðum við að semja stefnuna í utanríkismálum. Hann sagði, að kaflinn um undirbúning að átaki til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum væri undarlegur og á röngum stað í málefnasamningnum. Sagðist hann alls ekki geta litið á það, sem hlutverk sitt að framkvæma hann. En eins og kunnugt er hefur Svavar Gestsson talið þetta ákvæði mjög í anda varnarleysisstefnu kommún- ista. Þá gerði Ólafur Jóhannesson lítið úr því ákvæði, þar sem rætt er um hugsanlega uppskiptingu á málefnum er varða Keflavíkurflugvöll milli ráðuneyta. Sagðist hann hafa heyrt slíkar hugrenningar áður en frá þeim hefði jafnan vérið horfið að athuguðu máli. Augljóst er af þessu, að hugur utanríkisráðherra stendur ekki til þess að framkvæma neinar breytingar á þeirri stefnu, sem mótuð hefur verið í varnar- og öryggismálum, enda hefði síst verið tilefni til þess nú að hefja einhverja ævintýramennsku í þeim efnum. Á hitt er þó jafnframt að líta, að ráðherrann er ekki einn í ríkisstjórninni og þar sitja með honum fulltrúar þeirra þjóðfélagsafla, sem telja öryggið engu skipta. Það eru einmitt þessir fulltrúar, sem hafa státað sig af ýmsum ákvæðum stjórnarsáttmálans um utanríkismál og telja þau sér til framdráttar. Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvernig utanríkisráðherranum gengur glíman við ráðherra kommúnista, þegar á hólminn er komið. Kommúnistar byggja nú einkum vonir sínar á svo- nefndri öryggismálanefnd. Sú nefnd hefur mikið hlutverk, sem aðeins verður unnið af nokkurri skynsemi, ef um hana nær að ríkja pólitísk ró, ef svo má segja. Með yfirlýsingum sínum hefur utanríkisráðherra dregið úr öllum stundarvafa. Hvort næði gefst til að huga að framtíðinni ræðst ekki síst af því, hvernig til tekst við að koma störfum öryggismálanefndar á nýjan rekspöl. Utanríkisstefnan verð- ur óbreytt á meðan ég er utanríkisráðherra — sagði Ólafur Jóhannes- son á fundi Varðbergs — Fylgt verður óbreyttri steínu varðandi NATO og öryggismál íslands að öðru leyti. Utanríkisstefnan verður óbreytt á meðan ég er utanríkisráðherra. Þannig komst ólafur Jóhannesson, utanríkisráð- herra, að orði í ræðu, sem hann flutti á fundi Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, laugardaginn 16. febrúar. Utanríkisráðherra fjallaði um einstaka þætti i kafla stjórnar- sáttmálans um utanríkismál í ræðu sinni. Um afstöðuna til Jan Mayen sagði hann, að ákvæði landhelgislaganna um 200 sjó- mílna lögsögu íslands gagnvart Jan Mayen yrði framfylgt. Þá minnti hann á, að á síðastliðnu sumri hefðu stjórnmálaflokkarnir sameinast um stefnu í þessu máli gagnvart Norðmönnum. Væri nýja ríkisstjórnin að búa sig undir viðræður við Norðmenn og á þessu stigi væri ekki tímabært fyrir sig að segja neitt frekar um málið. Ólafur Jóhánnesson sagði, að stjórnarsáttmálinn geymdi alls ekki tæmandi ákvæði um utan- ríkisstefnu hinnar nýju stjórnar, og hann hefði ekki komið nálægt herra að framkvæma þetta ákvæði stjórnarstefnunnar. Auk þess sem það væri næsta óljóst, því að rætt væri um að „undirbúið verði öflugt átak“ en ekkert sagt um fram- kvæmd þess, en bæði undirbún- ingurinn og framkvæmdin hlyti að verða í höndum annarra ráðun- eyta en utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðherra minnti á, að bygging nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli væri forsenda fyrir því að skilið yrði á milli hernaðarlegrar starfsemi á vellin- um og almenns farþegaflugs. Taldi hann, að ekki hefði verið horfið frá þeirri stefnu, þótt endurskoða þyrfti stærð flug- stöðvarbyggingarinnar vegna minnkandi umferðar. Varðandi það ákvæði stjórnar- inki 1975 og undirrituðu svo- nefnda lokasamþykkt ráðstefn- unnar. Minnti ráðherrann á, að frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins hefði ríkt valdajafnvægi í Evrópu og í kjölfar Kúbu-deilunn- ar 1962 hefði byrjað að draga úr spennu milli austurs og vesturs og mætti segja, að sú þróun hafi náð hámarki á fundinum í Helsinki. Síðan hafi ýmsir atburðir gert það að verkum, að tortryggni hefði magnast á ný milli austurs og vesturs og bæri þar hæst innrás- ina í Afganistan auk ómannúð- legrar meðferðar á andófs- mönnum innan landamæra Sovét- ríkjanna. Nú eigi slökunarstefnan erfitt uppdráttar, en vonandi sé ekki ástæða til mikillar svartsýni en næstu 12—14 mánuði muni mikil óvissa ríkja. íslendingar eigi að leggja því lið, að unnt verði að halda áfram slökunarstefnunni og miða störf til undirbúnings fram- haldsfundar öryggisráðstefnu Evrópu í Madrid á þessu ári við það. Að lokinni ræðu sinni svaraði Ólafur Jóhannesson fyrirspurnum Frá fundi Varðbergs sl. laugardag. Frá vinstri: Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Guðmundur H. Garðarson. formaður Samtaka um vestræna samvinnu. ólafur Jóhannesson. utanrikisráð- herra ranlumaður á fundinum, og Alfreð borsteinsson formaður Varðbergs. Ljósm. G.E. samningu haris. Taldi ráðherrann rangt að draga þá ályktun af orðum sáttmálans, að legga bæri minni rækt við til dæmis Evrópu- ráðið, Atlantshafsbandalagið, EFTA og sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna heldur en Norðurlanda- ráð og Sameinuðu þjóðirnar sjálf- ar, sem nefnd væru sérstaklega í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Þegar ráðherrann vék að því ákvæði kaflans um utanríkismál í stjórnarsáttmálanum, þar sem fjallað er um undirbúning að atvinnuuppbyggingu á Suðurnesj- um, sagði hann, að þetta væri undarlegt ákvæði á öfugum stað í málefnasamningnum. Undir utan- ríksráðherra heyrði aðeins vall- arsvæðið og varla væri ætlunin að hefja þar stórauknar framkvæmd- ir. Þess vegna gæti það örugglega ekki heyrt undir utanríkisráð- sáttmálans, að athugað verði, hvort rétt sé að breyta því skipu- lagi, að utanríkisráðuneytið hafi yfirstjórn allra málaflokka á Keflavíkurflugvelli, sagði Ólafur Jóhannesson, að svipaðar hug- renningar hefðu jafnan verið uppi í þeim ríkisstjórnum, sem hann hefði átt sæti í, en hann efaðist um, að það yrði talið til bóta að skipta málum á flugvellinum aftur upp á milli ráðuneyta. En í því fælist til dæmis, að fármálaráðu- neytið færi með tollamál, dóms- málaráðuneytið með löggæslu o.s.frv. í ræðu sinni rakti Ólafur Jó- hannesson höfuðþætti alþjóða- mála og miðaði þar einkum við rás atburða síðan leiðtogar 35 Evrópulanda, Kanada og Banda- ríkjanna komu saman til fundar á Öryggisráðstefnu Evrópu í Hels- fundarmanna. Var hann meðal annars spurður um afstöðu sína til Olympíuleikanna og þátttöku íslendinga í þeim. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar, að ekki ætti að blanda saman íþróttum og stjórnmálum og væri hann því sammála þeim Geir Hall- grímssyni og Benedikt Gröndal að þessu leyti, hins vegar áskildi hann sér rétt til að skipta um skoðun, þegar hann hefði kannað allar hliðar þessa máls nánar. Þegar ráðherrann var spurður að því, hvort hann teldi um innrás eða hernaðarlega íhlutun að ræða í Afganistan, sagði hann það vera ótvírætt að sínu mati, að þar hefði sovéski herinn gert innrás í land- ið. Fundurinn, sem haldinn var í Átthagasal Hótel Sögu í hádeginu á laugardaginn, var fjölsóttur. Lánsábyrgð ríkissjóðs: Þrír milljarðar í bætur í óverðtryggða bú- vöru liðins verðlagsárs Fjármálaráðherra lagði fram í gær á Alþingi stjórnarfrumvarp, sem heimilar honum, fyrir hönd ríkissjóðs, að ábyrgjast með sjálfsskuldarábyrgð lán allt að þriggja milljarða króna fjárhæð, sem Framleiðsluráð landbúnað- arins hyggst taka á árinu 1980. Lánið má vera verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu eða jafngildi allt að 3000 m. kr. í erlendri mynt. Þá fela lögin í sér heimild til greiðslu úr ríkissjóði til lækkunar þessa láns, ef greiðsla til útflutn- ingsbóta skv. lögum nr. 101/1966 er ekki fullnýtt, þá sem svarar það sem upp á fullnýtingu vantar. í greinargerð segir að frumvarpið sé flutt til að bæta bændum óverðtryggðan útflutning land- búnaðarvara frá síðasta verðlags- ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.