Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 • Páll Björgvinsson og Þorbergur Aðalsteinsson komast lítið áleiðis er þessi mynd var tekin, það eru Andrés Bridde og Björn Eíríksson sem þjarma að þeim. LjAsm. Emiiía. Víkingur í kröppum dansi gegn Fram VÍKINGAR lentu í kröppum dansi gegn Fram þegar liðin mættust í 1. deiid íslandsmótsins í handknattleik á laugardag. Víkingar sigruðu 20—18 í hörku- leik. Hinir ungu leikmenn Fram sýndu enga minnimáttarkennd. Börðust af krafti og voru ekki fjarri því að stela stigi. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka höfðu Víkingar örugga forustu, 19—14. en Fram náði að minnka muninn í eitt mark er 30 sekúndur voru eftir. Mikill darraðardans var stiginn í Ilöliinni lokasekúndurn- ar. Ahorfendur risu úr sætum sínum. spennan var í algleym- ingi. Þegar sjö sekúndur voru til leiksloka braust Sigurður Gunn- arsson í gegn og vítakast var dæmt. Ahorfendur þyrptust að hliðarlínunni og Bogdan Kow- alczyk, hinn póiski þjálfari Víkinga rak sina leikmenn til baka í vörn. Sigurður Gunnars- son bjó sig undir að taka víta- kastið — og skoraði af öryggi. Þar með var sigur Víkings tryggður — tvö dýrmæt stig í höfn. Víkingar hafa nú leikið 10 leiki og sigrað í þeim öilum — það er mikið afrek. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, Víkingar þó ávallt fyrri til að skora, en Fram var aldrei langt undan. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði fyrsta mark leiksins en Hannes Leifsson jafn- aði, 1—1. Páll Björgvinsson skor- aði næstu þrjú mörk Víkings gegn einu marki Erlends Davíðssonar, staðan 4—2. Á 8. mínútu skildu enn tvö mörk, 5—3. Þá misnotaði Sigurður Gunnarsson vítakast og á 14. mínútu náði Fram að jafna 6—6. Víkingar skoruðu tvö næstu mörk, Páll og Steinar en Eriendur Davíðsson minnkaði muninn í eitt mark, 8—7. í kjölfarið var tveimur Víkingum vísað af velli, Steinari og Erlendi Hermannssyni en þrátt fyrir það voru næstu tvö mörk Víkings, þeir Ólafur Jónsson og Steinar komu Víking í 10—7. Leikmenn Fram lögðu ekki árar í bát, fjarri því — Erlendur Dav- íðsson, sem átti stórleik í fyrri hálfleik, skoraði þrjú mörk án svars Víkinga og jafnaði metin fyrir leikhlé, 10—10. Þessi ungi leikmaður átti stórleik fyrir Fram, vaxandi leikmaður og gott [ efni. Segja verður að Víkingar voru -320-18 óvenju daufir í fyrri hálfleik en verulega lifnaði yfir þeim í síðari hálfleik. Sigurður Gunnarsson kom inná í byrjun síðari hálfleiks. Hann er meiddur og Bogdan vildi því nota hann eins lítið og kostur var. Hann breytti sóknarleik Víkinga mikið til hins betra. Þorbergur Aðalsteinsson kom Víkingi í 11—10, Árni Indriðason skoraði næsta mark eftir sendingu frá Sigurði, 12—10. En leikmenn Fram höfðu ekki sagt sitt síðasta orð. Mikil leikgleði einkenndi leik þeirra og næstu þrjú mörk voru Fram, þeir Hannes, Erlendur og Andrés komu Fram yfir í fyrsta sinn í leiknum, 13—12 og 7 mínútur af síðari hálfleik. Þá hins vegar tóku Víkingar verulega við sér. Þeir leku næstu 14 mínútur eins og meistarar — skoruðu hvorki fleiri né færri en sex mörk án svars frá Fram. Sigurður Gunnarsson 3, Árni Indriðason 2 — eftir sendingar frá Sigurði og Erlendur Hermannsson skoraði 18. mark Víkings. Að baki sterkri vörn Víkinga var frábær markvörður, Kristján Sigmunds- son. Hann varði mjög vel og lokakaflann varði hann tvívegis vítaköst, hafði áður varið það þriðja á 15. mínútu frá Erlendi Davíðssyni. Staðan breyttist því 18—13 Víkingi í vil og aðeins 10 mínútur voru til leiksloka. En Fram hafði ekki sagt sitt síðasta orð. Hannes Leifsson skoraði 14. mark Fram, Þorbergur svaraði fyrir Víking, 19—14. Andrés Bridde skoraði 15. mark Fram úr víti en skömmu síðar varði Kristján Sigmundsson vítakast frá honum. Hannes Leifsson minnkaði muninn í þrjú mörk, 19—16 og skömmu síða var Árna Indriðasyni vikið af velli. Sigurbergur Sigsteinsson minnk- aði muninn í tvö mörk, 19—17 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Þegar rétt mínúta var til leiksloka fékk Fram víti en enn varði Kristján snilldarlega. Engu að síður misstu Víkingar knöttinn og Hannes Leifsson brunaði upp og skoraði úr hraðaupphlaupi, 19—18. Spennan í algleymingi, rétt tæpar 30 sekúndur eftir. Víkingar héldu knettinum vel og þegar sjö sekúndur voru til leiks- loka braust Sigurður í gegn og víti var dæmt — hann skoraði af öryggi og innsiglaði sigur Víkings. Eins og fyrr í vetur unnu Víkingar sigur á sterkri liðsheild. Liðið er mjög vel samæft, en á köflum datt broddurinn úr sókn- arleik liðsins. Næstu tvéir leikir verða liðinu mikil prófraun því þá mæta Víkingar Val og síðan spútnikliði 1. deildar, FH. Sigurð- ur Gunnarsson átti mjög góðan leik með Víkingi. Breytti sóknar- leik liðsins mjög til hins betra, þó að hann ætti við meiðsli að stríða. í markinu varði Kristján Sig- mundsson snilldarlega, og bezt þegar mest reið á. Árni Indriðason var traustur í vörninni, Páll Björgvinsson var sterkur, sér- staklega í fyrri hálfleik. Þorberg- ur tók góðar risjiur en datt niður þess á milli. Óvenjulítið bar á hornamönnunum tveimur, þeim Ólafi Jónssyni og Erlendi Her- mannssyni. Fram mætti ofjörlum sínum á laugardag en leikur liðsins stað- festi svo ekki verður um villst að Karl Benediktsson er að skapa efni í stórlið. Erlendur Davíðsson var óstöðvandi í fyrri hálfleik og eins var Hannes Leifsson sterkur. Sigurbergur Sigsteinsson skoraði 2 mörk en hann átti í mestu erfiðleikum með að hemja Srgurð Gunnarsson. Enn skortir breidd í lið Fram — og því var það mjög bagalegt fyrir liðið að verða ekki aðnjótandi krafta Atla Hilmars- sonar, sem sýnt hefur hvern stór- leikinn á fætur öðrum undanfarið. Hann var meiddur. En framfar- irnar eru augljósar — þær sér hver sem sjá vill. Mörk Víkings skoruðu: Páll Björgvinsson4, Sigurður Gunn- arsson 4,1 víti, Árni Indriðason og Þorbergur Aðalsteinsson 3 hvor, Steinar Birgisson og Erlendur Hermannsson 2 hvor og Ólafur Jónsson 1 mark. Mörk Fram skoruðu: Erlendur Davíðsson 8, 3 víti, Hannes Leifsson 6 og þeir Andrés Bridde og Sigurbergur Sigsteinsson 2 hvor, Andrés 1 víti. Dómarar voru þeir Karl Jó- hannsson og Árni Tómasson. II Halls. 10 ára strit fyrir gýg unnið ÞAÐ gengur jafnan á ýmsu á Ólympíuleikum. Jafnan spretta upp fáeinar harmsögur á hverj- um leikum og eru leikarnir í Lake Placid engin undantekning. A.m.k. er það ekki saga um glaum og gleði, hlutskipti þeirra Tai Babilonia og Randy Gardner. Þau áttu að keppa fyrir hönd Bandarikjanna í parakeppni list- dansins i skautum. Voru þau talin vera eina parið sem gæti skákað gömlu sovésku brýnunum Irenu Rodninu og Alexander Zeitsev. En á síðustu stundu varð allur þeirra undirbúningur að engu. Fyrir tveimur vikum tognaði karl- inn Randy Gardner í nára. Hann taldi sig þó á góðum batavegi, en fyrir þremur dögum, dáginn fyrir keppnina, féll hann tvívegis á æfingu og reif upp meiðslin. Var sýnt að hann gæti ekki keppt án þess að lífi og limum Tai Babilonia væri hætt, en sem kunnugt er, er það jafnan hlutskipti karlanna í parakeppninni að rífa kvenmann- inn upp mörgum sinnum í hverri grein og þeyta honum með tilþrif- um frá sér. Þau skötuhjúin felldu mörg tár, enda öll þeirra undirbúningsvinna fyrir gýg unnin. Babilonia er 19 ára og Gardner 21 árs. Engu áð síður hafa þau skautað saman í 10 ár. Og þegar ljóst var að þau voru bráðefnileg, var stefnan sett á þessa Ólympíuleika. Voru þau ein helsta von Bandaríkjanna um gullverðlaun, silfur í það minnsta. Ólympíumet er Enke tók gullið KARIN ENKE frá Austur- Þýskalandi sigraði í 500 metra skautahlaupi kvenna á Ólympíu- leikunum í Lake Placid. Ferill hennar sem skautahlaupari hef- ur verið stuttur, aðeins 2 ár. Þó varð hún heimsmeistari í fyrra í 500 og 1000 metrunum. Tími Enke var 41,78 sekúndur, sem er nýtt ólympíumet, en alls rufu fimm fyrstu keppendurnir gamla metið. Silfurverðlaunin í 500 metra hlaupinu hreppti Lea Miill- er frá Bandaríkjunum, fékk tímann 42,26 sekúndur. Bronsið krækti Natalía Petrusheva frá Sovétríkjunum sér i á timanum 42,42 sekúndur. Helsta von Bandaríkjanna, Beth Heiden, varð að láta sér lynda 7. sætið. Enn göngugull til Sovétmanna RAISA Smetania frá Sovétríkj- unum sigraði í 5 kilómetra skiðagöngu i Lake Placid og voru það önnur gullverðlaunin sem Rússar hafa hreppt í göngu- keppnunum til þessa. Tími Smet- aniu var 15:06,92 mínútur. Sovéska stúlkan var aðeins 5 sekúndum á undan finnsku stúlk- unni Hillka Riihivouri, sem varð önnur. Kveta Jeriova frá Tékkó- slóvakíu varð í þriðja sæti á 15:23,44 minútum, Barbara Petz- old írá Austur-Þýskalandi varð fjórða á 15:23,62 mínútum. 'i^ í'é** ’i'í irt? .HN 44 w 44 bi 4-4 VIfb 44 i U U .44 44 V4* .4* 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.