Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Á RÖKSTÓLUM HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON: Málefnasamningur vinstri stjórnarinnar Ný ríkisstjórn er tekin við — stjórn dr. Gunnars Thoroddsens, Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Hana styðja þingmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem allir eru ráðherrar í henni, dr. Gunnar, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson. Albert Guð- mundsson tryggði hana gegn vantrausti og er því annar „guð- faðir“ hennar — hinn er Lúðvík Jósepsson. Landsmenn dást flestir að hinum gamalreynda og slynga stjórnmálamanni dr. Gunnari Thoroddsen fyrir að takast að koma saman stjórn og eru fegnir því, að langri stjórn- arkreppu er lokið. En að mörgu er að hyggja. Hvers vegna tókst dr. Gunnari það, sem Geir Hall- grímssyni mistókst? Að sjálf- sögðu tókst honum það vegna þess, að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið töldu sér fremur hag í því að ræða við hann en Geir (sem var miklu eðlilegra, því að hann er formað- ■ ur Sjálfstæðisflokksins), því að þessir flokkar vonuðu, að Sjálf- stæðisflokkurinn klofnaði. Frá siðferðilegu sjónarmiði er fram- koma þeirra óverjandi, en við þá, sem spyrja einungis að leikslok- um, segi ég: Sér grefur gröf, er grefur ... Fögnuður almennings minnir mig á hinn almenna fögnuð eftir „sólstöðusamningana" á vinnu- markaðnum 1977. Flestir voru fegnir því, að vinnufriður varð, og spurðu ekki um það, hvaða verði hann var keyptur. Skyndi- lega slaknaði á þöndum taugum, og lýðurinn laust upp fagnaðar- ópi. Eini maðurinn, sem varaði við þeim, svo að eftir væri tekið, var hagfræðingurinn dr. Þráinn Eggertsson í stuttri og snjallri grein, Svartnætti sólstöðusamn- inganna, í Vísi. Viðvörun hans reyndist á rökum reist, vinnu- friðurinn var of dýrkeyptur, og ríkisstjórnin féll með braki og brestum, þegar hún ætlaði að lagfæra samningana. Ekki skipt- ir einungis máli, að samið er, heldur einnig um hvað er samið. Ég ætla að ræða það í þessari grein, um hvað var samið í þessari ríkisstjórn. Er ríkisstjórnin vinstri stjórn? Skilyrðið fyrir skyn- samlegu svari við þessari spurn- ingu er það, að orðið „vinstri iórn“ hafi merkingu. Ég tel, að ðin „hægri" og „vinstri" séu .arklaus í stjórnmálum, því að í þeim sé valið um frjálshyggju eða samhyggju (sósíalisma). Én þær ríkisstjórnir, sem nefndar hafa verið „vinstri stjórnir“ í íslenzkri stjórnmálasögu, hafa þó haft nokkur greinileg sér- kenni. í fyrsta lagi hefur sam- vinnuandinn verið lítill í þeim, og þær hafa verið óstöðugar — bæði vegna þess að þær hafa alltaf verið samstjórnir þriggja flokka og hins að þær hafa lofað fleiru en þær hafa getað efnt. í öðru lagi hefur eyðslan umfram getuna alltaf valdið verðbólgu. sem hefur fellt þær að lokum. I þriðja lagi hafa þær ekki mark- að stefnu í utanríkismálum af þeirri ábyrgðarkennd og því raunsæi, sem er lífsnauðsynlegt lítilli þjóð. Af þessum sérkenn- um fær orðið „vinstri stjórn" merkingu sína. Og við blasir af lestri málefnasamnings hinnar nýju ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens loknum, að hún er samkvæmt þessu vinstri stjórn. Málefnasamningurinn er óska- listi — og því er gleymt, að reikningur er á bakhlið allra óskalista — og í utanríkismálum er engin raunverulegt stefna mörkuð. Verðbólgan hefur hrjáð at- vinnulífið í áratugi, en aldrei eins illa og á þeim áratugi, sem er að ljúka. Hennar vegna er hagvöxtur að stöðvast og Islend- ingar þannig að tapa samkeppni við nágrennaþjóðirnar um góð lífskjör. Eina lækning þessarar verðbólgu er takmörkun — tak- mörkun útlána úr bönkum, tak- mörkun ríkisútgjalda óg tak- mörkun launahækkaria. Ríkis- stjórnin verður að hætta að brúa bilið á milli eyðslu og getu með aukningu peningamagns. En hún ætlar ekki að hætta því sam- kvæmt málefnasamningnum, heldur halda áfram að eyða. Verðbólguvandann á ekki að leysa, þótt hann ógni frjálsu atvinnulífi á íslandi. Þá stjórn- málamenn, sem eru í þessari ríkisstjórn eða styðja hana, brestur kjark til þess að segja sannleikann. Þeir fresta timb- urmönnunum eftir ofdrykkju þessa áratugs með því að halda áfram að staupa sig. Hagvöxtur er að stöðvast á íslandi. Þetta felur það í sér, að kjarabaráttan harðnar, því að kjarabót eins hóps verður á kostnað annars, þegar hún verð- ur ekki með vexti atvinnulífsins, aukningu framleiðslunnar. Bezt. er að sjálfsögðu að leysa vandann að skipta þjóðarkök- unni með því að stækka hana. En hvar eru vaxtarmöguleikar á nýju íslandi? Að fullnýttum fiskimið- unum eru þeir í orkuvinnslu og útflutningsiðnaði. Sá kostur fylgir einnig aukningu þeirrar framleiðslu, að atvinnulífið verður fjölbreyttara og sveiflur í sjávarútvegi — sem valda því, að verðbólgan á íslandi er margföld það, sem hún er í nágrannalönd- unum — því ekki eins tilfinnari- legar og ella. Ríkisstjórnin ætlar ekki heldur að nýta þessa mögu- leika, heldur fylgja þeirri stefnu Alþýðubandalagsins að selja út- lendingum ekki orku og iðnað- arvöru. Hvaða mynd má með réttum rökum draga upp af framtíðinni eftir lestur málefnasamnings- ins? Mynd sífelldra verðhækk- ana og skattahækkana og síharðnandi kjarabaráttu, laus- ungar og spillingar. Þessi vinstri stjórn fellur en verið getur, að það verði of seint og mannvæn- legt fólk flytji frá landinu, en þeir sem eftir verða, sökkvi niður í það fen samhyggjunnar, ríkisafskiptanna, stéttahaturs- ins og sjálfsþurftabúskaparins, sem þeir komist ekki upp úr aftur. Sú þjóð er valdsmönnum í risaríkjunum auðveld bráð. Líftaugin, sem tengir íslendinga við aðrar vestrænar þjóðir í viðskipta- og varnarmálum og sameignarsinnar leggja allt kapp á að skera á, má ekki slitna af þessum ástæðum. Á meðan hún er, er enn von. Það er líklega alvarlegast í þessum málefnar samningi, að ekki er neitt sagt um samvinnuna við hinar vest- rænu lýðræðisþjóðir — þótt Kalda stríðið sé að harðna og Kremlverjar fremji hvert mannréttindabrotið af öðru. Lúðvík Jósepsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sem er áhrifamesti stjórnarflokkurinn, sagði í viðtalið við Vísi, þegar hann var spurður 15. júlí 1978 um réttarhöldin yfir andófsm- önnunum Saranskí og Ginzbúrg: „Ég óska ekki eftir að segja eitt einasta orð um þetta:“ Þessi er áhugi hins „guðföður" vinstri stjórnar dr. Gunnars Thor- oddsens á mannréttindavörn í austri. Vonandi hafa íslendingar ekki eignazt neinn von Papen — hinn valdasjúka og hégóma- gjarna þýzka yfirstéttarmann, sem samdi við óvini þýzka lýð- veldisins, þjóðernis-samhyggju- menn _ (nasjónal-sósísalista) Hitlers 1933, í þeirri von, að sjálfs hans vegur yrði meiri en ella. En reyndin varð sú, að Þýzkaland var lagt í rúst. Halldór Ásgrímsson í skattlagaumræðu: V erðbólgan heíur brenglað hugtök, sem skattlagn- ing byggist á Skattalög löguð að verðbólguþróun Frumvarp til breytinga á lögum um eigna- og tekjuskatt kom til umræðu í neðri deild Alþingis í fyrradag, eftir 2ja mánaða skoðun í þingnefnd, en það varðar aðallega ýmsa þætti skattlagningar á atvinnurekstur, auk þess sem það nær til vissra frádráttarliða einstaklinga og hefur að geyma innheimtuákvæði skatta, sem skorti í hinum fyrri skattalögum þar sem staðgreiðslufrumvarpið dag- aði uppi á Alþingi. Halldór Ásgrímsson (F), framsögumaður fjárhags- og viðskiptanefndar, flutti framsögu fyrir breytingartillögum nefndar- innar. Matthías Á. Mathiesen og Sighvatur Björg- vinsson (A) tóku þátt í umræðunni. Hér á eftir verður drepið á örfá efnisatriði í ræðum þeirra, en framhjá ýmsu gengið og aðeins lauslega eftir haft. Verðbreytingar hagnaður Halldór Ásgrímsson (F) mælti fyrir sameiginlegu nefndaráliti fjárhags- og viðskiptanefndar. Hann sagði að vandamál, sem komið hefur upp varðandi löggjaf- aratriði í skattamálum á undan- förnum árum, mætti flest rekja til verðbólgunnar, sem hefði brengl- að þau hugtök (hagnaðar- og eignarhugtak), sem skattlagning byggi r á. Betra væri að vísu að koma verðbólgu niður, en að laga skattalög að verðbólgu en þegar hún hefur ríkt jafn lengi og raun ber vitni, verður að horfast í augu við vandann. Þá rakti HÁ efnis- atriði frumvarpsins, sem fyrst og fremst fjalla um skattlagningu atvinnurekstrar, en aðeins að litlu leyti um framtöl einstaklinga, þó það taki einnig til fradráttarliða, er þá varða, þ.á.m. hámark vaxta- frádráttar, sjómannafrádrátt o.fl. HÁ sagði verðbólguna einkum brengla tvö atriði í reikningsskil- um fyrirtækja: 1 afskriftir byggð- ust skv. eldri lögum á gömlu kostnaðarverði, sem væri löngu úrelt, og 2 að vörunotkun sé færð á verðlagi, sem sé skakkt orðið. Að auki sé fjármagnskostnaður færð- ur til gjalda án tillits til þeirrar verðbólgu sem ríkir, þannig að hagnaður, sem myndast við verð- rýrnun skulda, komi ekki til tekna við skattálagningu. HÁ sagði tvo sérfræðinga hafa starfað með þingnefndinni: Árna Kolbeinsson, deildarstjóra, og Ól- af Nílsson, löggiltan endurskoð- anda. Nefndin hefði að auki leitað umsagnar fjölmargra aðila, sem málin snertu. HÁ sagði að meginatriði frum- varpsins væri meðferð á verð- breytingarhagnaði eða tapi vegna peningaeigna og skulda. Það at- riði, sem mestan tíma hefði tekið, væri fyrning vegna verðbreytinga- hagnaðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að slíkur hagnaður sé færður til tekna en tillit tekið til peningastreymis með því að heim- ila afskrift á móti reiknuðum verðbreytingahagnaði sem nemur Vt af honum. Eftir mikla umfjöll- un hafi þótt rétt að hækka þetta afskriftarhlutfall og sé í breyt- ingatillögu lagt til að það verði 45%. Einnig er tekin upp sérstök heimild til 100% fyrningar af verðbreytingarhagnaði skulda, sem samsvara nýfjárfestingu, sem ekki hefur verið tekin í notkun. Matthias Á. Mathiesen Sighvatur Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.