Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 III Vltlwlmli I I F járf estingarlánasjóðir: Ný útlán 2% umfram verðlagsbreytingar BráðabirKðaKreiðsIuyfirlit fjárfestintíarlánasjóða 1979 ligg- ur nú fyrir. Ný útlán sjóðanna námu 45,4 milljörðum króna «g urðu um 48% hærri en útlánin á árinu 1978. Er það um 2% umfram verðlaRsbreytingar milli ára. Ibúðalánasjóðir lánuðu um 16,1 milljarð króna 1979 eða um 66% umfram lánin 1978, og samsvar- andi tölur annarra sjóða urðu 29,3 milljarðar króna og 40%. Athyglisverð hækkun hefur orð- ið á eigin fjármögnun sjóðanna, eða úr 2,3 milljörðum króna 1978 í um 5,3 milljarða króna á s.l. ári. Drýgstan þátt í þessari þróun á verðtrygging lána sjóðanna, sem þróast hefur frá setningu sér- stakra laga um lánskjör þeirra 1975 og komist á að fullu sam- kvæmt lögum um stjórn efna- hagsmála og fleira á síðasta ári. Sjóðirnir nýttu þennan bata til þess að efla lausafjárstöðu sina í formi bankainnistæðna á árinu 1979, því að áætluð útlánaáform og fjáröflun til þeirra miðuðust ekki við svo mikla aukningu eigins fjár. Mikil aðsókn að námskeiðum r Stjórnunarfélags Islands Hörður Sigurgestsson endur- kjörinn formaður félagsins IIÖRÐUR Sigurgestsson for- stjóri Eimskipafélags íslands var endurkjörinn formaður Stjórn- unarfélags íslands á aðalfundi þess sl. fimmtudag. en auk hans voru kosnir í stjórn þeir Davíð Gunnarsson og Tryggvi Pálsson, en fyrir í stjórninni voru Björn Friðfinnsson, Ásmundur Stef- ánsson, Jakob Gíslason, Ólafur B. Ólafsson, óskar H. Gunnarsson og Steinar Berg Björnsson. Sig- urður R. Helgason og Ragnar Kjartansson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Hörður Sigurgestsson formaður sagði m.a. í skýrslu stjórnar, að mikil óvissa, skyndilegar og örar breytingar, sem leiða af sér ógn- anir af ýmsu tagi og nánast ófyrirsjáanlega atburðarás, var það umhverfi, sem stjórnendur íslenzkra fyrirtækja og stofnana bjuggu við á liðnu ári. Slíkt óstöðugleikaástand virðist skapa þörf fyrir nýjar leiðir til þess að treysta betur innviði fyrirtækja og stofnana, m.a.með því að auka þekkingu stjórnenda og starfs- manna í stjórnunarfræðum og kynnast nýjum leiðum og aðferð- um við rekstur fyrirtækja. „Hjá Stjórnunarfélagi íslands hefur þessi þörf birzt í mikilli aðsókn að námskeiðum, náms- stefnum og öðrum fundum félags- ins. Erfitt er þó að meta hvort sé um að ræða tímabundna sveiflu, eða hvort ráðamenn almennt séu að vakna til betri vitundar um, að haldgóð stjórnunarþekking sé nauðsyn, ef betri árangur á að nást í rekstri almennt. Síðasta starfsár var ár marg- háttaðra breytinga í starfsemi Stjórnunarfélagsins. Veigamesta breytingin var, að félagið flutti á miðju ári í eigið húsnæði að Síðumúla 23, en félagið hafði allt frá árinu 1966 haft aðstöðu í húsnæði Iðntæknistofnunar Islands í mjög góðri samvinnu við ráðamenn þeirrar stofnunar", sagði Hörður ennfremur er hann rakti skýrslu stjórnar. I fræðsluráð félagsins voru kosnir Árni Þ. Árnason, Árni Vilhjálmsson, Haraldur Stein- þórsson, Kjartan Jónsson og Sveinn Björnsson. I framkvæmdaráð voru hins vegar kosnir þeir Erlendur Ein- arsson, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, Guðmundur Einarsson, Haraldur Steinþórsson, Haukur Björnsson, Jón H. Bergs, Jón Sigurðsson, Kristján Sigurgeirsson, Otto A. Michelsen, Ragnar S. Halldórsson, Snorri Jónsson og Sveinn Björns- son, en framkvæmdastjóri félags- ins er Þórður Sverrisson. Gestur fundarins var Thor Urnsvold, ráðgjafi hjá norska ráð- gjafafyrirtækinu Asbjörn Habb- erstad. — Hann flutti erindi sem hann nefndi „Hvers vegna fara fyrirtæki á hausinn?" Frá aðalfundi Stjórnunarfélags íslands. I.josm. Mbl. RAX „Býst við 16—20% samdrætti á höfuðborgarsvæðinu í ár“ „ÞAÐ er einkum tvennt sem er mér efst í huga hvað varðar stöðu iðnaðar- ins almennt, annars vegar sú mikla óvissa, sem ríkt hefur um stjórn þjóðar- skútunnar, en það hefur haft mjög slæm áhrif á stöðu iðnaðarins og svo hins vegar sú staðreynd, að nú er íslenzkur iðnaður í fyrsta sinn kominn í fulla óhefta samkeppni við erlenda keppinauta sína“, sagði Þórleifur Jónsson framkvæmdastjóri Land- sambands iðnaðarmanna er Mbl. ræddi við hann fyrir skömmu um stöðu iðnaðarins. „Varðandi hina óheftu sam- keppni, þá varð sú breyting um síðustu áramót, eins og flestum er sjálfsagt kunnugt, að nú keppir íslenzki iðnaður- inn á „jafnréttisgrundvelli" við keppinauta sína í ríkjun- um innan Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, og Fríverzlun- arsamtaka Evrópu, EFTA. Þessi jafnréttisgrundvöllur er hins vegar ekki alveg svo réttur, því styrktaraðgerðir eru stundaðar í stórum stíl í helztu nágrannalöndum okk- ar. Þar eru greiddar hundruð- ir, eða jafnvel þúsundir króna með hverri unninni vinnu- stund í iðnaði. Þetta þekkist hins vegar ekki hjá okkur að neinu marki.“ Hver er staða þeirra iðn- greina sem þið hafið mest afskipti af, eins og bygg- ingariðnaðurinn, málm- og skipaiðnaðurinn og hús- gagnaiðnaðurinn? —„Ef við byrjum á bygg- ingariðnaðinum, þá er að sjálfsögðu erfitt að spá fyrir um þróun mála á þessu ári, en því miður virðist fátt gefa tilefni til bjartsýni, sérstak- lega á höfuðborgarsvæðinu. Það má í raun telja víst að fækkun verður á verkefnum. Það liggur í augum uppi, einfaldlega vegna mikils sam- dráttar í lóðaúthlutun fyrir íbúðahúsnæði í Reykjavík og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Miðað við úthlutun þessa árs og það sem vitað er um aðrar lóðir til ráðstöfunar má — segir Þorleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri Landssambands iönaðarmanna Þórleifur Jónsson framkvæmdastjóri Landsambands iðnaðarmanna. áætla, að byggingarhæfar lóð- ir á höfuðborgarsvæðinu verði í bezta falli 50—60% af því sem verið hefur að meðaltali sl. fimm ár. Varðandi byggingu atvinnu- húsnæðis þá var nokkur aukn- ing í byggingu þeirra á sl. sumri, en þar var um að ræða úthlutanir fyrri ára. Nú hefur hins vegar verið lagt nýbygg- ingargjald á atvinnuhúsnæði, sem auk samdráttar í úthlut- un og annarra aukningar skattheimtu mun að öllum líkindum draga úr getu og vilja fyrirtækja til fjárfest- ingar í atvinnuhúsnæði. Opinberar framkvæmdir og mannvirkjagerð dróst talsvert saman árin 1977 og 1978, og enn nokkuð í fyrra. Engar líkur benda til þess að þar verði aukning á þessu ári. Þvert á móti er líklegt að reynt verði að draga þar enn saman seglin. Það má þó ekki einblína eingöngu á dökku hliðarnar, því víða úti á landi er atvinnu- ástand og horfur í byggingar- iðnaði ágætar og gætir þess nú þegar, að talsvert er um það að iðnaðarmenn leiti þangað eftir atvinnu og einnig að fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu taki þar að sér verkefni. Sé hins vegar reynt að meta áhrif fækkandi byrjana á höf- uðborgarsvæðinu á þessu ári má gera ráð fyrir að það atriði eitt ylli 8—10% samdrætti í almennum byggingariðnaði í heild, en allt að 16—20% á höfuðborgarsvæðinu. Húsgagnaiðnaðurinn Varðandi húsgagnaiðnaðinn þá liggur það fyrir að hann hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár, sérstaklega vegna síaukins innflutnings á húsgögnum. Þessi þróun virð- ist þó eitthvað vera að réna, m.a. vegna þess að 35% inn- borgunarskylda var sett á öll húsgögn erlendis frá sl. ári. Þær miklu stuðningsaðgerðir sem eru við lýði í samkeppn- islöndum okkar koma alveg sérstaklega illa við húsgagna- iðnaðinn hér. Málm- og skipasmíða iðnaðurinn Þessi iðnaður hefur alla tíð verið í mikilli og jafnvel fullri og óheftri samkeppni, sér- staklega varðandi skipasmíða- stöðvarnar sjálfar sem keppt hafa við sömu skilyrði. Það er því ekki um sömu breytingu að ræða eins og í öðrum iðngrein- um. Þá veldur það auðvitað iðngreininni miklum vandræð- um, það viðhorf, að flotinn sé þegar alltof stór, en það hefur verið ríkjandi undanfarin misseri. Það sem heldur stöðv- unum á floti eru ýmiss konar viðgerðir og breytingar á skip- um. I þessu sambandi er vert að benda á þá þróun, að á sama tíma og stöðugt eru fleiri nýir skuttogarar að bætast við, sem er gott, að þá hefur bátaflotinn algerlega verið vanræktur hvað þetta varðar. Sem dæmi má nefna að innan tveggja ára verða um 490 bátar landsmanna, 100—200 lestir, orðnir 20 ára og eldri. Það er því augljóst að þarna verður að verða breyting á og má í því sambandi benda á þá skoðun manna í Vestmanna- eyjum, að nauðsynlegt sé að endurnýja þar mestan hluta bátaflotans", sagði Þórleifur Jónsson að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.