Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 37 Verðbólgan í lönd- um EBE er áætl- uð 4,5—14,5% í ár Búist er við því að atvinnulausum f jölgi um 600.000 á árinu SÉRFRÆÐINGAR innan ríkja Efnahagsbandalags Evr- ópu, EBE, og að hagvöxtur muni hægja eitthvað á sér á þessu ári. Munurinn milli ríkja mun verða allverulegur, eða um 14,5% verðbólga á Ítalíu. sem er hæsta stigið og um 4,5% í Vestur-Þýzkalandi, en þar er verðbólga minnst innan bandalagsins. Það sem helzt vekur athygli, er að búist er við því að verðlag muni hækka hraðar í Beneluxlöndunum í ár heldur en það gerði á síðasta ári, eða um 6,9% á þessu ári á móti 4,7% á síðasta ári. Búist er við því að atvinnuleysi muni aukast um 0,6%, eða úr 5,6% í 6,2%, sem jafngildir því að um 600.000 manns til viðbótar þeim sem nú eru án atvinnu missi vinnuna. Hins vegar er búist við að atvinnuleysi muni minnka eitt- hvað á Irlandi. Belgía Búist er við því að verðbólgan í Belgíu verði um 7% á árinu og efnahagsástand þar verði stöð- ugra heldur en oft áður. Hins vegar er búist við lítilsháttar aukningu á atvinnuleysingjum og þeir verði um 7% vinnandi manna í landinu. Frakkland í Frakklandi er búist við versn- andi ástandi á yfirstandandi ári, sérstaklega muni hagvöxtur minnka nokkuð og búist er við því að verðbólgan hækki um 2%, fari úr 9% í 11%. Þá ætla sérfræð- ingar að vöruskiptajöfnuður Frakka verði með allra óhagstæð- asta móti í ár og reiknað er með því að atvinnuleysi aukist nokkuð verði um 6,9% V estur-Þýzkaland Hagvöxtur hefur aldrei verið hærri í Vestur-Þýzkalandi, en um þessar mundir, eða tæplega 5% og fjöldi atvinnulausra hefur aldrei verið minni. Aðeins um 3,6% vinnufærra manna eru nú at- vinnulausir í landinu. Þá er búist við því að verðbólgan verði um 4,5% á þessu ári, sem er mjög svipað því sem það var á síðasta ári. Holland Ástandið hefur heldur versnað í efnahagsmálum Hollendinga á síðustu mánuðum og búist er við að svo verði eitthvað áfram. At- vinnulausum fjölgar stöðugt og eru þeir nú um 220.000 sem jafngildir því að 6% vinnufærra manna séu án atvinnu. í lok þessa árs er búist við því að þessi tala verði farin að nálgast 150.000. Reiknað er með að verðbólgan verði í kringum 9% á þessu ári og að hagvöxtur verði rétt innan við 1%. Italía Efnahagsástandið á Italíu hefur batnað nokkuð undanfarna mán- uði og sérfræðingar ætla að verð- bólga muni minnka þar á þessu ári um 1 l/z —2% og fara niður í 14—14,5%, sem er lægsta prós- entustig í mörg ár. Þá er búist við nokkurri aukningu þjóðarfram- leiðslu milli ára, eða um 3% í ár á móti 1,5% á síðasta ári. Viðskipta- jöfnuður Itala hefur og aldrei verið betri, en um síðustu áramót voru þeir í plús um 5 milljarða dollara, eða um 2000 milljarða íslenzkra króna, auk þess sem staða lírunnar hefur stöðugt verið að batna. Bretland Útlitið er allt annað en bjart í efnahagsmálum Breta, þar sem atvinnuleysi hefur aukist nokkuð og mikil ólga en innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Eigi að síður er búist við því að takast megi að koma verðbólgunni niður í 14% á móti 16% allt árið í fyrra. Danmörk Danir eiga nú við mikið and- streymi að stríða í efnahagsmál- um sínum og verðbólga hefur aukist nokkuð á undanförnum mánuðum. Viðskiptajöfnuður þeirra er mjög óhagstæður, hefur ekki verið óhagstæðari um árabil og staða dönsku krónunnar er mjög slæm á alþjóða gjaldeyris- markaði. Búist er við því að verðbólgan í Danmörku verði um 13% á þessu yfirstandandi ári, en var 10,5% á síðasta ári. Þannig lítur skopteiknari fréttabréfs EBE á olíuhækkanir þær sem dunið hafa yfir undanfarin ár og alveg sérstaklega siðustu misseri. gas- hafa leyst gömlu olíubrennarana I Andrews G-250 lofthitarar eru ætlaðir til fljótlegrar upphitunar á skipalestum, vinnustöðum; iðnaðarhúsnæði. byggingarstöðum, vörugeymslum, íþróttahúsum og hvers konar stærri mannvirkjum. Andrews G-250 lofthitarar eru mjög liprir viðfangs. Þeir mega snúa hvernig sem vill, - upp, niður, til hliðar, hangandi eða stand- andi. Andrews G-250 brennir Propane gasi og er því algjörlega laus við þungt loft og mengun, sem yfirleitt fylgir annars konar lofthiturum. Andrews G-250 lofthitarinn vegur aðeins 44 kg, en hefur möguleika til hitunar á 64.500 cu. feta svæði, (1832 m3). Andrews G-250 lofthitarar burfa ekki neinn upphitunartíma. Þeir eyða aðeins gasi þegar þeir eru raunverulega að hita upp. Auk hitunar má nýta Andrews G-250 til loftræstingar á einfaldan hátt. Suóurlandsbraut 4, sími 38125 Allir notaðir MAZDA bílar hjá okkur eru seldir með 6 mánaða ábyrgð. Takið ekki óþarfa áhættu, kaupið notaðan MAZDA Rnt?n W= með 6 mánaða tSILAtSUKU HF. -r. « Smiöshöföa 23, sími 81299. aoyrgo. Kaupendur notaðra bíla athugið! ábvú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.