Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 Minning: Pétur Kristófer Ragnarsson Fæddur 12. apríl 1961. Dáinn 11. fehr. 1980. Hvað er hægt að segja þegar svo snögglega hverfur frá okkur kær og góður vinur? Þó viljum við reyna með fáein- um orðum að lýsa þakklæti okkar fyrir þá stuttu samfylgd sem við urðum aðnjótandi með Pétri. Pét- ur og Kristjana systir okkar og mágkona voru ung og ástfangin, þau geisluðu af æsku og þrótti og áttu sér stóra drauma. Frá því aö þau kynntust sáum við þau sem órjúfandi heild. En nú er Pétur okkar horfinn en minning hans lifir með okkur um bjarthærðan, kátan dreng. Megi góður guð gefa elsku Kristjönu, foreldrum hans og bræðrum styrk í sorg þeirra og söknuði. Á Sotinn Hvarm Þinn Fellur Ilvít Birta Harms Mins. l)m Hið Vettlausa Ilat. La't Ék IIuk Minn FijÚKa Til Ilvarms Þíns. Svo Að IlaminKja Þin Beri Hvita Birtu Harms Mins. (Steinn Steinarr.) Svala, Ásta og Oddur. Orð eru lítils megnug þegar æskufólk er skyndilega og óvænt hrifið brott úr þessum heimi. Þegar maður horfir á, eða hugsar um tápmikil ungmenni, sem eru að stíga sín fyrstu sjálfstæðu skref í lífsbaráttunni, dettur manni síst í hug dauðinn. Manni verður frekar hugsað til þess, að lífið brosi við þessu fólki, hugur þess sé eðlilega bundinn því að kynnast sem fyrst dásemdum lífsins í öllum sínum breytileika. Gleðin og þráin eftir því ókomna séu lítið beislaðar, næstum öfga- kenndar, athafnir oft ærslafullar, hugsunin tendruð bjartsýni án reynslu, — gleðin yfir því að vera ungur og lifa fölskvalaust. Þannig verður okkur á að hugsa til frænda okkar Péturs Kristófers Ragnarssonar, sem lést af slysför- um 11. þessa mánaðar og jarð- sunginn verður í dag frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Pétur var fæddur í Reykjavík 12. apríl 1961, sonur hjónanna Guðnýjar Pétursdóttur og Ragn- ars Ágústssonar skipstjóra, yngst- ur fjögurra bræðra. Með nokkrum orðum langar okkur móðursystkini hans að + Móöursystir mín JÓHANNE L. HANSEN, lést laugardaginn 16. febrúar. María Hjálmtýsdóttir Heiödal. Faðir okkar JÓNAS SIGURÐSSON, Laugarnesvegi 45, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 20. febr. kl. + Bróöir okkar GUOBERGUR I. GUOMUNDSSON Bergstaðastræti 8, er lést í elliheimilinu Grund, 11. febrúar, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 20. febrúar kl. 10:30. Fyrir hönd vandamanna Gyöa Guömundsdóttir, Þórdís S. Guömundsdóttir. + Jaröarför mannsins míns, HJALTA ÞÓRÐARSONAR, Æsustööum, fer fram frá Lágafellskirkju, þriöjudaginn 19. febrúar kl. 14.00. Jarösett verður í Mosfelli. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Lágafellskirkju. Hlíf Gunnlaugsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fósturmóöur minnar, tengdamóöur og ömmu GUÐMUNDÍNU GUTTORMSDÓTTUR, hjúkrunarkonu. Hafsteinn Guömundsson, Helgi Hafsteinsson, Þóra Ragnarsdóttir, Guömundur Hafsteinsson. minnast þessa elskulega frænda okkar, sem var svo fullur af lífskrafti og dugnaði, fallegur og góður og gaf okkur lítinn koss á kinn. Er við lítum til baka líða myndir hjá, alltaf er hann jafn leiftrandi í minningunni. Hann var bjartur og duglegur drengur, sem þurfti að Ijúka svo miklu af á svo stuttum tíma og við spyrjum í huganum: Var tíminn kominn? Er honum nú ætlað að starfa á öðrum tilverustigum? Og vissan um það að vel hefur verið tekið á móti honum í nýjum heimkynnum gef- ur styrk í sorginni. Við biðjum góðan guð að gefa Guðnýju, Ragnari, unnustu og bræðrum styrk í þessari miklu sorg. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín.“ Kristur tók þig heim til sín þú ert blessuö hans í höndum hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson frá Lauf- ási.) Móðursystkini. Útför Péturs Kristófers Ragn- arssonar verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag klukkan 13.30. Pétur var sonur hjónanna Guðnýj- ar Pétursdóttur og Ragnars Ágústssonar, Rauðalæk 20, Reykjavík. Aí cilífðar Ijósi bjarma bcr. scm brautina þungu Krciðir. Vort líf. scm svo stutt og stopuit cr. það stcfnir á æðri lciðir. (E. Bcn.) Fregnir af slysförum snerta ætíð viðkvæma strengi. En þær snerta okkur misjafnlega. Oftast er staldrað við um stund og við finnum til samkenndar, þótt við þekkjum ekki til persónulega. Þetta eru fréttir sem við lesum og heyrum, en þær líða hjá rétt eins og dagar lífsins. Við getum öll búist við að slík fregn nísti einhvern tíma við- kvæmustu tilfinningar okkar. En þegar á hólminn er komið, neitum við að trúa staðreyndum, sársauk- inn er slíkur. Getur verið að lífið sé röð tilviljanna? Megum við ekki til með að trúa því að þessi margslúngna tilvera sé eitthvað annað og meira. Niður- staðan hlýtur að verða sú að svo sé. Við getum ekki litið fram hjá rökum sem kynslóðir hafa sett fram í árþúsundir og stjórnað hafa lífsfarvegi þeirra. Ég kveð Pétur í þeirri trú að við hittumst á nýjan leik. En þegar vinur, sem leggur upp í langferð er kvaddur þá renna myndir frá liðnum árum framhjá. Þær fyrstu sem ég geymi eru af litlum snaggaralegum glókolli, ell- efu ára gömlum, sem var svo broshýr og kátur. Myndir af Pétri sem alltaf var starfandi og hafði óteljandi áhugamál. Fallegum, hraustum og lífsglöðum dreng sem skaraði fram úr í íþróttum og yfirleitt í því sem átti hug hans allan. En myndirnar eru líka af al- vörugefnum ungling sem trúði mér fyrir framtíðardraumum sínum. Minninguna um hann geymi ég þar til við verðum samferða á ný. Minningu um ljúfan dreng, sem styrkir okkur öll. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í Ijóssins geimi, ok fjarlæKÓ og nálæxð, fyrr og nú, oss finnst þar í cininK strcymi. Frá hcli til lifs hún byggir brú ok bindur oss öðrum heimi. (E. Ben.) Katrín Pálsdóttir. Nú finn ég það best, þegar ég kveð þennan unga, góða dreng, Pétur Kr. Ragnarsson, hve orð eru lítils megnug, svo að ég geti gert Guðjón E. Jónsson fyrrv. bankaútibús- stjóri — minning Guðjón Elías Jónsson, fyrrver- andi útibússtjóri Landsbankans á ísafirði, andaðist í Reykjavík 11. febrúar s.l., nær 85 ára gamall. Hann var fæddur 20. febrúar 1895 að Sæbóli á Ingjaldssandi í Ön- undarfirði, sonur hjónanna Elísa- betar Engilbertsdóttur og Jóns Guðmundssonar er þá áttu þar heima. Þau fluttust af Ingjalds- sandi til Flateyrar á árinu 1900 og þar ólst Guðjón upp með þeim. Á árunum 1909—1918 vann Guðjón við verslunar- og skrif- stofustörf á Flateyri, en 1919— 1920 var hann aðstoðarbókari hjá Eimskipafélagi íslands h.f. í Reykjavík. Á árinu 1920 var Guð- jón ráðinn skrifstofustjóri hjá P.A. Ólafssyni í Reykjavík og því starfi gegndi hann þar til hann fluttist til ísafjarðar 1922 og varð bókari hjá Hinum sameinuðu ísl. verslunum þar á staðnum til 1925, en þá hóf hann störf hjá Lands- banka íslands á ísafirði. Hann var bankaritari við útibúið á ísafirði 1925—1930, bankabókari 1930— 1937 og útibússtjóri 1937—1951 að hann fluttist til Reykjavíkur og tók við starfi fulltrúa í aðalbank- anum til 1961 og vann aðallega í lánadeild bankans. Eftir það vann Guðjón nokkur ár að bókhalds- störfum, þó ekki fulla starfsdaga, m.a. hjá tollstjóranum í Reykjavík og hjá endurskoðunarskrifstofu, en hann var jafnan eftirsóttur maður til þeirra starfa, enda talinn sérlega fær og afkastamik- ill í þeim störfum. Á ísafjarðarárum sínum voru Guðjóni falin margvísleg trúnað- arstörf. Hann átti sæti í niður- jöfnunarnefnd ísafjarðar 1933— 1935 og í yfirskattanefnd ísafjarð- ar var hann í mörg ár. í stjórn Styrktarsjóðs verslunarmanna á ísafirði var Guðjón 1927—1951, þar af átta ár formaður stjórnar- innar. í stjórn Leikfélags ísafjarð- ar 1936—1950, þar af formaður í 3ár. Hann var í stjórn félagsins Berklavörn á ísafirði 1944—1951 og um skeið í stjórn Byggðasafns Vestfjarða. Norskur vararæðis- maður á ísafirði var Guðjón 1950—1952. Ymsum öðrum trún- aðarstörfum gegndi Guðjón á ísa- firði þó þau verði ekki talin hér. En af framansögðu má sjá að hann hefur látið sig miklu varða framfara- og menningarmál og hann var liðtækur í besta lagi við öll þau störf sem hann tók sér fyrir hendur. Guðjón E. Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sinni, Halldóru Jóhönnu Bjarnadóttur frá Bolungarvík, kvæntist Guðjón 19. maí 1928. Hún var fædd 13. desember 1907, en hún lézt 4. marz 1934. Þau eignuðust einn son, Baldur ráðningarstjóra, sem er búsettur í Keflavík. Eftirlifandi kona Guðjóns er Jensína Sigurveig Jóhannsdóttir frá Auðkúlu í Arnarfirði, fædd 5. ágúst 1907, en henni kvæntist Guðjón 11. júní 1939. Börn þeirra eru: Guðlaug Brynja, húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum, Jóhanna, það á þann hátt sem lýsa trega mínum við fráfall hans. Kynni manna þurfa ekki ætíð að vera löng, til að verða djúp og innileg. Samt langar mig að lýsa þeim í örfáum orðum. I raun hófust kynni okkar Pét- urs á afliðnu síðasta sumri, er hann kom á heimili okkar með yngstu dóttur okkar og öðru ungu fólki, sem til okkar hjónanna kemur. Voru þær fyrstu komur hans í engu frábrugðnar komum svo margs annars ungs fólks, sem til okkar hefur komið. Þetta er þó ekki allskostar rétt, því eftir einu tók ég strax, þessi ungi maður var óvenju frjáls, en samt gegnum kurteis, en það er ekki öllu ungu fólki jafn lagið. Til að svo sé þarf tvennt, gott uppeldi og sér í lagi góða manngerð og af henni hafði Pétur í ríkum mæli. Af hverju hann, sem var svo ungur og fullur af hreysti og framtíðardraumum? Við spyrjum, en fáum ekki svar, því við erum svo lítil peð á taflborði lífsins. Það er hann eini, sem yfir okkur vakir, hann sem veit svarið. Allt hefur sinn tilgang og þá fyrir líf okkar sjálfra. Okkur var gefið að kynnast og tengjast þessum yndislega, unga vini okk- ar, sem með sinni glöðu og kurt- eisu framkomu vann hug og hjörtu allra, er honum kynntust. Pétur hafði sérlega skemmtilega frásagnargáfu, sem lýsir best hve börn hændust að honum. Lítil dóttur-dóttir okkar hjóna varð eitt sólskinsbros, er hann birtist á heimili hennar og voru þau bros aðeins ætluð honum. I þessum fáu orðum ætla ég ekki að lýsa samtölum okkar, sem honum var svo sérlega lagið að fylla einstökum léttleik og ánægju fyrir mig og sjálfsagt fleiri, sem deildu með honum samræðustund- um. En ekki fer allt sem skyldi. Þung verða spor dóttur okkar til Dómkirkjunnar í dag, sem og annarra ástvina og venslafólks, „því“ þau spor átti að ganga að vori með sól í hug og hærra á lofti en núna í skammdeginu. Guð einn styrki þá, sem eiga um sárt að binda. Ólafur Þorvaldsson. húsmóðir, á heima að Grund í Skorradal, Skúli, flugmaður, á heima í Reykjavík og Friðrik, einnig flugmaður, á heima í Lux- emburg. (Guðlaug Brynja er kjör- dóttir Guðjóns, en Jensína átti hana áður en hún giftist.) Eina dóttur átti Guðjón áður en hann kvæntist, hún heitir Elísabet og er húsmóðir í Reykjavík. Guðjón Elías var mjög nærgæt- inn og umhyggjusamur heimilis- faðir. Þau hjón áttu mjög myndar- legt heimili og gagnkvæmt traust var ríkjandi með þeim hjónum, börnum þeirra og Tengdabörnum. Gestrisni var í heiðri höfð á heimili þeirra hjónanna og ánægjulegt þangað að koma. Á sá sem þessar línur ritar margar góðar og ánægjulegar minningar frá heimsóknum á heimili þeirra hjónanna, bæði meðan þau áttu heima á ísafirði og síðar í Reykjavík. Guðjón var maður mikillar gerðar, gáfaður, fróður og víðles- inn, orðheppinn og skemmtilegur í viðræðu. Hann var ágætlega hag- mæltur, þó fremur lítið léti hann á því bera. Hann átti mikið og gott bókasafn. Nokkrar bækur þýddi Guðjón af enskri tungu og hafa að minnsta kosti tvær þeirra verið gefnar út, báðar á ísafirði. Á síðari árum sínu lék hann sér við það að þýða af ensku allmörg ljóð nokkurra þekktra breskra höf- unda og hafa nokkur þessara ljóða birst á prenti, undir dulnefni. Sýnir þetta glögglega fjölhæfni Guðjóns. Útivist kunni Guðjón vel að meta. Fram eftir árum var hann göngugarpur hinn mesti og fór oft í lengri eða skemmri gönguferðir. Hann hafði gaman af ferðalögum innanlands sem utan og þau hjón- in fóru margar utanlandsferðir, bæði til Evrópulanda og til Banda- ríkjanna. Síðustu árin gekk Guðjón ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.