Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 39 Hjalti Þórðarson bóndi, Æsustöðum — Minning Sú harmafregn barst mér 11. þessa mánaðar, að Hjalti Þórðar- son, bóndi á Æsustöðum í Mos- fellsdal, eða pabbi minn í sveit- inni, eins og ég kallaði hann, væri látinn. Mannslát koma oft að óvörum. Láti Hjalta hafði hvorki ég né aðrir er til þekktu, búist við að yrði með svo skjótum hætti. Hjalti Þórðarson var fæddur 19. desember 1911. Foreldrar hans höfðu fest sér jörðina í Mosfells- dal og hófu þar búskap. Hjalti var yngstur barna þeirra, elst var Anna, sem nú er látinn, þá Ólafur og Hjalti. Snemma kom í ljós næmur tónlistaráhugi hjá Hjalta. Hann sótti því tíma í orgelleik hjá systrunum í Laxnesi og mun sá tími hafa verið honum ákaflega hjartfólginn. Síðar sótti hann einnig tíma hjá dr. Páli ísólfssyni í Reykjavík. Aðeins 14 ára var Hjalti farinn að leika á orgel í kirkjum í sókninni og hélt hann því áfram til ársins 1972, eða í 47 ár. Það eru því ófáar messurnar og aðrar kirkjulegar athafnir er Hjalti var virkur þátttakandi í. Helstu kirkjur sem Hjalti lék í voru að Brautarholti, á Þingvöll- um, úti í Viðey og að Lágafelli, þeirri kirkju hann er nú kvaddur í. Orgelleikurinn veitti honum margar ánægjustundir, og mér fannst alltaf Hjalti þá fyrst vera hann sjálfur er hann settist við orgelið og lék af lífi og sál. Hversdagsleikinn hvarf, brauð- stritið gleymdist, hljómur og maður sameinuðust. Augljóst er, að oft urðu messu- ferðir Hjalta mislangar enda veð- ur oft rysjótt á vetrum og mæddi þá umönnun búsins á hans hjart- kæru eiginkonu, Hlíf Gunn- laugsdóttur frá Hattardal, mömmu minni í sveitinni. Skilningur þeirra var ríkur. Hún vissi að tónlistin var án efa hjartans mál Hjalta. Bóndinn var brauðstritið, þó oft hafi hann einnig átt ánægjustundir við þau störf. Þau Hjalti og Hlíf rugluðu heill til skógar, enda árin orðin mörg. Með Guðjóni E. Jónssyni er mætur og eftirminnilegur maður genginn. Eg og kona mín vottum Jensínu og börnunum, sem og öllum að- standendum dýpstu samúð. Jón Á. Jóhannsson. Guðjón Elías Jónsson fæddist 20. febrúar 1895 á Sæbóli í Mýrar- hreppi, Vestur-ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson, verkstjóri á Flateyri, og kona hans, Elísabet Engilberts- dóttir. Guðjón lést að heimili sínu, Álfheimum 29 í Reykjavík, mánu- daginn 11. febrúar 1980, nokkrum dögum fyrir 85. afmælisdaginn. Ættingjar og vinir vissu að líkamleg heilsa hafði verið við- kvæm um alllangt tímabil, þó að glæsilegt útlit, óvenjulegt stál- minni og andlegur þróttur leyndu slíku fyrir ókunnugum. Skjót viðbrögð læknis úr næsta húsi, komu í veg fyrir alvarlegar afleiðingar hjartaáfalls í nóvem- bermánuði síðastliðnum. Með miklu viljaþréki, ásamt frábærri umönnun eiginkonu og barna, náðist meiri endurbati en læknar höfðu þorað að vona. Skilnaðarst- undin varð þó ekki umflúin. Ég sá Guðjón E. Jónsson fyrst fyrir rúmlega 30 árum. Hann var þá útibússtjóri Landsbankans á Isafirði. Virðuleiki hans og snyrti- mennska, ásamt fáguðum klæða- burði, vakti athygli ungs gagn- fræðaskólanema frá öðru byggð- arlagi. Það leyndi áer ekki, að Guðjón bankástjóri var sérstakur maður. Ekki grunaði mig þá, að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman og kynnin að verða náin. Lítið vissi ég þá um óvenjulega mann- kosti, sem fólust á bak við virðu- legt og fágað yfirborð. En kynni, saman reytum sínum árið 1935 og hófu þá búskap. Ekki var um mikla valkosti að ræða. Draum- arnir voru hjáverk, kvöld og næt- urstunda. Líkami og sál völdu hvort sína leið. Hlutskipti Hjalta var að samræma þetta tvennt á sem bestan hátt, ekki eingöngu fyrir sjálfan sig, heldur einnig okkur hin sem þáðum, fólkið í Dalnum og heimilið allt. Árið 1942 fluttust foreldrar mínir með mig ungabarn til Æsu- staða, en þar höfðu þau fengið leigt. Móðir mín var óörugg í Reykjavík með mig svo unga og heimsstyrjöldin í algleymingi. Að Æsustöðum bjuggum við um nokkurt skeið. Frá þeim tíma var ég ekki aðeins heimilisvinur, held- ur ein af fjölskyldunni. Hjalti tók mér sem dóttur, og ég kallaði hann pabba minn í sveitinni. Þó að við hefðum verið skyld, jafnvel náskyld, hefði samband okkar ekki orðið nánara. Hvert einasta sumar dvaldi ég á Æsustöðum, um leið og skóla lauk, öll mín jóla- og páskafrí fram að fermingu og iðulega þess á milli. Ég er þakklát fyrir þennan tíma. Ég upplifði fegurð sveitarinnar, návist dýranna og tengslin við náttúruna. Ró heimilislífsins að Æsustöðum gáfu mér fyllingu og trú sem ég hef búið að síðan. Hjalti var einn af þessum hæglátu mönnum sem lifði í sátt við menn og máttarvöld og fannst honum ekki þakkarskylt þótt hann gerði samfylgdarmönnum sínum greiða. Árið 1945 var jörðin Æsustaðir seld á uppboði vegna uppskipta milli systkina, er faðir Hjalta lézt. Bræðurnir Hjalti og Ólafur keyptu jörðina og skiptu henni millum sín. Hjalti sat að Æsu- stöðum en Ólafur byggði Varma- land. Hjalti var gætinn maður að eðlisfari en fylgdist samt vel með framförum. Er vélvæðing við hey- skap tók að aukast, og nokkrir bændur í sveitinni höfðu orðið sér úti um snúningsvélar, sagði ég sem hófust í Gagnfræðaskóla Isafjarðar, leiddu síðar til þess, að Guðjón og hans góða kona Jensína Jóhannsdóttir, ættuð frá Auðkúlu í Arnarfirði, urðu tengdaforeldrar mínir. Minningarnar frá yndis- legu heimili þeirra eru margar og dýrmætar; ástúð og umhyggja þeirra hjóna og gagnkvæm virð- ing, var gott vegarnesti öllum, sem því kynntust. Guðjón var fremur dulur maður og flíkaði hvorki tilfinningum sínum né hugsunum við ókunnuga. Þeir sem áttu því láni að fagna að kynnast honum nánar, komust fljótt að raun um, að tilfinningar hans voru djúpar og næmar. Komu þær meðal annars fram í fjölda ljóða, sem hann hafði gam- an af að yrkja; einkum til konu sinnar, barna og barnabarna á afmælisdögum eða við önnur tækifæri. Rithönd hafði hann listræna og frábæra allt til hinsta dags. Tungumálakunnátta Guðjóns var undraverð og öll tilkomin með sjálfsnámi og án dvalar erlendis. Hann hafði yndi af að þýða bækur hrifin við Hjalta. Heyrðu Hjalti, ætlar þú ekki að fá þér svona afbragðs maskínu? Jú, sagði hann með sinni venjulegu hægð. En ekki fyrr en þú hættir sem kaupakona hjá mér. — Manneskjan átti alltaf rúm í hjarta hans þó að vélar væru í nálægð. Hjalti og Hlíf eignuðust eina dóttur, Þuríði Dóru. Börn hennar hafa verið heimagangar og hálft í hvoru fósturbörn hjá afa og ömmu á Æsó. Alltaf var rúm þar. Er aldurinn færðist yfir, byggði Hjalti sér nýtt hús á bæjarhóln- um, skammt frá gamla húsinu, þar sem víðsýnt var yfir sveitina. Gott myndi vera að sjá yfir sveitina er elli kerling sækti hann heim og ferðirnar á Landrovern- um yrðu strjálli. Fyrir nokkrum árum breytti Hjalti búskaparhátt- um sínum, þótt fullorðinn væri orðinn og fór yfir í hænsnarækt. Auk þess héldu þau hjónin áfram ylrækt, sem þau höfðu þá stundað í áratugi. Hjalti ók ávallt sjálfur fram- leiðslu sinni til kaupenda í Reykjavík. Hænsnaræktin var ekki eins krefjandi og umhirða kúnna svo nú hin síðari ár hafði hann fleiri stundir fyrir áhugamál sín. Ég vil með þessum orðum þakka kærum pabba mínum í sveitinni hlýju og kærleika í minn garð og jafnframt kveðja hann með orðum dóttur minnar 10 ára gamallar er sagði: „Mamma, af hverju er hann Hjalti dáinn? Það var alltaf svo gott að finna hann.“ Ég sendi Æsustaðafólkinu mínar innilegustu samúðarkveðj- ur frá okkur Arthuri og börnun- um. Dröfn H. Farestveit. Hjalti Þórðarson bóndi og org- anisti að Æsustöðum í Mosfells- sveit lést mánudaginn 11. febrúar s.l. Hann hafði kennt nokkurs lasleika fyrr um daginn, en að kvöldi var hann örendur. Hjalti v.ar fæddur að Æsu- stöðum hinn 19. desember 1911 og var sonur hjónanna Kristínar Vigfúsdóttur og Þórðar Jónssonar bónda þar. Þórður var að lang- og ljóð, meðal annars eftir mörg fremstu skáld Breta, Þjóðverja og Skandinava. Hann var mikill og sannur bókamaður, vel lesinn í flestum helztu bókmenntum heims og hafði ótrúlega gott minni. Oft var unun að heyra hann þylja upp jöfnum höndum heilu kvæðin, sem hann hafði lært í æsku og efni bóka, sem hann hafði lesið um ævina. Á seinni árum varði hann mikl- um tíma í ættfræðirannsóknir og skrifaði mikið um nákvæmar at- huganir sínar á þeim fræðum. Kímnigáfu hafði hann ríka og kunni ótrúlegan fjölda skemmti- legra og oft kynlegra sagna. Oft- ast kunni hann þá líka skil á kringumstæðum öllum og sögu- persónum. Langa og viðburðarríka starfs- ævi hóf Guðjón fjórtán ára gamall við verzlunar- og skrifstofustörf á Flateyri. Síðan lá leiðin til Reykjavíkur; þar var hann m.a. við bókarastörf hjá Eimskipafé- lagi íslands árin 1919—20. Hann var bókari hjá Hinum sameinuðu íslenzku verzlunum á Isafirði 1922—25, en mestan hluta starfs- ævi sinnar, helgaði Guðjón Lands- banka íslands. Varð hann banka- ritari við útibúið á ísafirði árið 1925, síðar bókari og loks útibús- stjóri árin 1937—51. Árið 1951 fluttist Guðjón með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og starfaði næstu tíu árin sem fulltrúi í Landsbankanum í Reykjavík. Hafði hann þá umsjón með lána- deild bankans, auk þess sem hann rak margvísleg erindi fyrir bank- ann, meðal annars dvaldi hann nokkur sumur í Grænlandi við fjármálafyrirgreiðslu fyrir íslenzka togaraflotann. Greinilegt var, að sú stofnun var honum kær löngu eftir að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á seinni árum fór Guðjón márgar ferðirnar niÖur í Lands- feðgatali ættaður úr héraðinu en Jón Árnason faðir hans bjó að Varmá og Úlfarsfelli. Kristín Vig- fúsdóttir móðir Hjalta var borg- firskrar ættar, fædd að Hamra- koti í Andakílshreppi, en sú jörð lagðist undir Hvanneyri seinna, er þar varð skólasetur. Kristinn fluttist úr Borgarfirði með fjöl- skyldu Björns í Grafarholti er hann fluttist búferlum suður og settist að í Reykjakoti í Mosfells- sveit, en þar bjó Björn áður en hann fluttist í Grafarholt. Hjalti var einn af fyrstu nem- endum Lárusar á Brúarlandi þeg- ar hann kom sem farkennari í sveitina 1921 og bjó þá einmitt um tíma að Æsustöðum. Mér er kunnugt um, að Lárusi þótti þessi nemandi sinn bráðgjör til hugar og handar og hann hafði þar að auki músikgáfu, er kom fram er Hjalti var barn að aldri. Hvatti Lárus foreldra Hjalta til þess að hann fengi tilsögn, og fékk hann fyrstu kennslu á orgel hjá Sigríði Guðjónsdóttur, í Laxnesi, sem þá mun hafa verið organisti við Lágafellskirkju. Seinna sótti Hjalti nám til þeirra bræðra Páls og Sigurðar ísólfssona í Reykjavík. Árið 1925 var Hjalti ráðinn organisti í sókninni þá aðeins 14 ára að aldri, en þá var séra Hálfdan Helgason orðinn prestur hér. Organistastarfið stundaði Hjalti af kostgæfni í nær 50 ár, eða til ársins 1972, af dæmafárri samviskusemi og banka, þar sem hann fylgdist vel með málum og hitti gamla kunn- ingja. Ég hygg, að Landsbankan- um hafi verð vel þjónað í þau hartnær 40 ár, sem Guðjón helg- aði honum starfskrafta sína. Guðjón tók mikinn þátt í alls- konar félagsstörfum um ævina; einkum þó árin, sem hann dvaldist á ísafirði. Þá gegndi hann og miklum fjölda trúnaðarstarfa utan síris aðalstarfs. Atvikin höguðu því þannig, að við hjónin höfum verið búsett erlendis nokkuð lengi; fyrst fimm ár í Englandi og aftur síðastliðin fimm ár í Bandaríkjunum. Börn okkar eru fimm og hefur því ekki verið auðveldlega heimangengt á þessum árum. Vegna einstakrar hjálpsemi og fórnfýsi þeirra Guð- jóns og Jensínu, tókst þó að leysa þann vanda. Þau voru jafnan boðin og búin til hjálpar, þótt yfir úthaf væri að fara milli landa. Nutum við og börnin okkar oft samveru þeirra hjóna á hiemili okkar erlendis, en flestar heim- sóknir þeirra voru þannig tímas- ettar, að þær leystu fyrst og fremst okkar vandamál í sam- bandi við ferðalög í viðskiptaer- indum. Fyrir alla þá hjálp verður seint fullþakkað. Sagt hefur verið, að enginn geti gefið betri gjöf en að vera öðrum góð fyrirmynd. Allir, sem nutu þeirrar gæfu að kynnast Guðjóni E. Jónssyni, hljóta að minnast hans með sérstöku þakklæti fyrir þá miklu gjöf, sem hann veitti í þeim efnum. Við kveðjum nú með sárum söknuði Guðjón E. Jónsson, ást- kæran eiginmann, föður, afa og tengdaföður — góðan mann, sem skilur eftir sig fagrar og ljúfar endurminningar. Megi góður guð blessa minningu hans og styrkja Jensínu tengdamóður mína, börn, barnabörn og aðra ættingja. Guðjón B. Úlafsson. dugnaði. Meðan séra Hálfdan þjónaði Mosfellsprestakalli mess- aði hann einnig í Brautarholti, Þingvöllum og Viðey, en seinna er byggðin jókst í Árbæjarhverfi varð það sérstök sókn og var Hjalti fastráðinn organisti á þess- um stöðum. Þá fylgdi Hjalti presti sínum einnig annað, þar sem með þurfti, og lék undir við athafnir, en hljóp svo einnig í skarðið fyrir organista í Hallgrímskirkju og að Reynivöllum ef forföll voru. Þetta ævistarf Hjalta er mikið og merkilegt og kom sér vel að hann var þrekmaður mikill og ferðagarpur, en fyrr á tímum var gjarnan ferðast á hesti eða gang- andi til þessara kirkna í öllum veðrum vetur og sumar. En starfið var ekki einungis að mæta við orgelið, heldur hitt að stjórna og æfa kóra þessara kirkna. Þar lagði hann sig einnig fram og var það mjög erilsamt og krefjandi, en hvergi var slakað á. Mér er Hjalti Þórðarson í barnsminni sem hinn frækni og sigursæli glimukappi, en hann var glímukóngur KjósarSýslu í 5 ár frá 1931 til 1936 og vann auk þess til ýmissa verðlauna í íþrótt sinni, svo sem sjá má af heimili hans. Seinna kom ég svo í kirkjukórinn til hans eitthvert árið fyrir stríðið, og svo vorum við saman er Söngfélagið Stefnir var stofnað í janúar 1940. Hjalti var einn af aðalmönnum í undirbúningi að stofnun þessa kórs, og hann lét sig yfirleitt ekki vanta þar sem um var að ræða tónlist af einhverju tagi. Þetta söngfélag var einskon- ar forskóli fyrir kirkjukórinn hjá Hjalta og samanstóð bæði af blönduðum kór og karlakór strax í upphafi. Á árunum fyrir 1970 lagðist þessi söngstarfsemi niður, en kórinn var endurvakinn 1975 og þá undir stjórn Lárusar Sveins- sonar. Þá gaf Hjalti ekki kost á sér til söngsins, en hann raddæfði kórinn síðastliðin tvö ár með mestu prýði svo sem vænta mátti. Lífsferill Hjalta á Æsustöðum var notadrjúgur okkur samferða- mönnunum, fyrst og fremst á sviði söngs og tónmenntar, en einnig á öðrum sviðum því að hann var mjög félagslyndur og starfaði af krafti í Ungmennafélaginu, Tón- listarfélaginu og Búnaðarfélagi sveitarinnar. Gott var til hans að leita því að hann var hinn trausti félagi sem aldrei brást. Hann var greindur, fróður og ótrúlega víð-lesinn á ólíklegustu sviðum, en hann taldi þetta hluta af sínu starfi sem organista og hafði af þessu mikla ánægju. . Hjalti Þórðarson og Hlíf Gunn- laugsdóttir kona hans hófu bú- skap að Æsustöðum 1935. Þau bjuggu aldrei stóru búi en aftur á móti notadrjúgu og gagnsömu að sama skapi. Á því heimili leið öllum vel mönnum og skepnum, og vel og snyrtilega gengið um. Búfé þeirra hjóna var vel fóðrað og hirt og skepnur afurðagóðar. Nærri má geta, að á stundum hefir Hlíf þurft að grípa til búverka með manni sínum eins og ástæður hans voru út á við frá heimilinu, en þar fór saman natni og snyrti- mennska hjá báðum og hvergi var slakað á. Þau Hlíf og Hjalti eignuðust eina dóttur bárna, sem er gift Skúla Skarphéðinssyni bifvélavirkja frá Minna-Mosfelli, en þau búa á nýbýli í landi Æsustaða. Nú er skarð fyrir skildi er húsbóndinn er fallinn frá, en starfið var margt og minningin lifir. Hjalti var hið mesta prúð- menni, hávaxinn og glæsilegur á velli, léttur í spori. Ávallt kátur og glaðlegur í viðmóti, en hafði sig lítt í frammi í fjölmenni, en gott var til hans að leita ef með þurfti, einkum er vantaði undirleik við ýmis tækifæri. Þá söng hann oftast með, og var með ólíkindum hve hann kunni marga textana við ljóð og sálma. Við vinir hans, sveitungar og söngfélagar minn- umst hans fyrst og fremst við orgelið í kirkjunni, sem hann í raun helgaði líf sitt, enda þótt enginn gæti þá byggt afkomu sína á þessum störfum. Hjalta Þórðarsonar er minnst með virðingu og þökk. Jón M. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.