Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1980 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 10100 KL 10—11 , FRÁ MANUDEGI 'ir ógleymdum íslensku lögunum. Þá vil ég einnig taka undir hvatningu í lesendabréfi í einu dagblaðanna nýlega, þess efnis að í dagskrá sjónvarpsins, sem birt er í blöðunum, verði ásamt íslensku heiti hvers þáttar einnig nefnt útlenda heitið, sé um efni frá útlöndum að ræða. Þetta finnst mér alveg sjálfsagt, því að það auðveldar fólki að átta sig á hvað í boði er, á hvaða tungumáli o.s.frv., um leið og menn kynna sér þær gagnorðu skýringar sem fylgt hafa hverjum dagskrárlið. Auk þess er það rétt sem bréfritari bendir á, að mikið er keypt hér af erlendum blöðum og tímaritum sem mörg skrifa um sjónvarpsefni, nýjar myndatökur o.þ.u.l., og þá er gott að geta áttað sig þegar slíkt „kunnugt" efni berst hingað í sjónvarpið. Að lokum get ég ekki stillt mig um að senda þakkarorð til Matthí- asar Johannessen fyrir ágæt um- mæli hans í sjónvarpinu á dögun- um þar sem rætt var ifm meiðyrði, gróft tungutak og annað í þeim dúr. Ekki man ég orð hans nákvæm- lega, en þau voru í þá átt að góð skáld, sem gnæfðu hátt, gætu fjallað um viðkvæm mál, t.d. samlíf hjóna, af nærfærni og listrænni smekkvísi, án þess að nota eitt einasta klúryrði, — á meðan sumir höfundar kysu að sullast sem mest í ósómanum en yrðu þó aldrei nein skáld. Þetta kalla ég að hitta naglann á höfuðið! Með bestu kveðjum, Jórunn Halla Jósteinsdóttir.“ • Á að færa flugvöllinn? Sjónvarpsáhorfandi: —Þær voru skemmtilegar umræðurnar í Kastljósi á föstu- dagskvöldið þar sem fjallað var um þann hugsanlega möguleika að færa Reykjavíkurflugvöll og reisa íbúAarhverfi í Vatnsmýrinni í hans stað. Ómar Ragnarsson kynnti líka rösklega hugmyndir og áætlanir um kostnað við hina ýmsu mögu- leika sem til greina koma við nýjan flugvöll, á Álftanesi, eða í Kapelluhrauni eða að hafa jafnvel allt flug frá Keflavík. Nokkrir milljarðar færu hér í breytingar og nokkrir milljarðar þar, allt voru þetta ævintýralegar upphæð- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í janúar kom þessi staða upp í skák þeirra Yassers Seirawan, Bandaríkjun- um, sem hafði hvítt og átti leik, og Guðmundar Sigurjónssonar. 28. Dh6! - gxh5, 29. Hxf7! - Kxf7, 30. Dxh7+ og svartur gafst upp. Eftir 30. ... Kf6, 31. Hfl+ — Ke5, 32. Dg7+ er hann mát í næsta leik. / ir sem manni fannst ógnvekjandi að hugsa um bara til að flytja flugvöll og reisa íbúðarhverfi. Þá kem ég að þeirri spurningu, sem mér finnst þurfa að halda áfram að leita að svari við: Er réttlætanlegt að setja niður nokk- ur þúsund manna byggð á þennan blett, sem flugvöllurinn er nú á? Er það víst að það sé þjóðhagslega hagkvæmt? Kemur það fleirum til góða heldur en þeim fáu sem þar myndu búa? Hafa ekki þeir fjöl- mörgu, sem fara um flugvöllinn vegna innanlandsflugs ómæld óþægindi af því að velkjast suður með sjó til að bíða eftir flugvél og þurfa kannski að hanga þar dag- langt og bíða veðurs, því allir vita nú hversu erfitt er einatt um innanlandsflug hér vegna mis- munandi veðurskilyrða. Víst yrði gaman að búa í Vatnsmýrinni, stuttar vegalengdir og þægilegur staður, rétt við gamla miðbæinn og Tjörnina, út- sýni gott o.s.frv. En yrði þessi flutningaráðstöfun ekki of dýr, yrði hún ekki til góða fyrir fáa á kostnað margra? Menn tala um vegalengdir og að Reykjavík megi ekki þenjast of mikið út og er nokkuð til í því. En í því sambandi má líka segja að á þessari öld orkusparnaðar og elds- neytisnýtingar er alltaf verið að þróa flutningatækni og kemur að því fyrr eða síðar að íbúar ná- grannabyggðanna, Mosfellssveit- ar, Hafnarfjarðar og síðar Úlfars- fells- og Korpúlfsstaðasvæða ferð- ast milli síns heima og Reykja- víkur með hraðskreiðum raf- magnsfarartækjum, en nota einkabílana á tyllidögum. En þetta var nú ekki annað en smá hugleiðing út frá þessum umræðum þarna um kvöldið, þessi mál þarf að skoða vel eins og þau voru reyndar öll sammála um og væri ekki úr vegi að halda umræð- um um þau áfram og fá fleiri til að tjá sig um málið. HÖGNI HREKKVÍSI iiLAttu N[\(y \iita EFþó ÓKÐ rÓNF IÓK6TÓ0FO.." St. Jósepsspítali í Hafnarfírði: Sjúkraliðar söínuðu 4 milljónum fyrir sjúkrahúsbaðkeri SJÚKRALIÐAR á lyíja- deild St. Jósepsspítala í Hafnarfirði stóðu í haust og vetur fyrir söfnun til þess að geta keypt sér- stakt sjúkrahúsbaðkar með lyftivagni. Sjúkraliðarnir gengu í hús og fyrirtæki í Hafnar- firði auk sem þeir söfnuðu á spítalanum sjálfum og gekk söfnunin vonum framar og söfnuðust tæp- lega 4 milljónir króna og hefur baðið verið keypt. Það verður að gera nokkrar breytingar til þess að hægt sé að setja það upp, en þær breytingar verða fram- kvæmdar innan tíðar að sögn eins aðstandenda söfnunarinnar. Vildu sjúkraliðarnir koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra er léðu þessu máli lið. Rafmaqnshellur Verö kr. 24.800.- Verð kr. 44.800.- \mnai S%gdu>öon h.f. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Finnsku tónlistarmennirnir SEPPO TUKIAINEN, fiðlu- leikari og TAPANI VALSTA, píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 19. febrúar kl. 20:30. Á efnisskrá verða: Jonas Kokkonen: Duo (1955), Johannes Brahms: Sónata op. 108 Aulis Sallinen: Fjórar etýður. Claude Debussy: Sónata (1917) og Henry Wieniawski: Polonaise brillante. Aögöngumiðar í kaffistofu hússins og við innganginn. NORR€NA HÖSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS RK BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.